Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 r i Hafnfirðingar athugið Skiðaferðir i Bláfjöll i páskavikunni verða sem hér segir: Miðvikudagmn 26. marz kl. 10.30. Fimmtudaginn 27. marz kl. 10.30. Föstudaginn 2ð. marz kl. 13.00. Laugardaginn 29. marz kl. 10.30. Sunnudaginn 30. marz kl. 1 0.30 og 1 3.00. Mánudagmn 31. marz kl. 10.30 og 1 3.00. Þriðjudaginn 1. apríl kl. 1 0.30. Viðkomustaðir eru við benzinafgreiðslu ESSO móts við IMorðurbæ, á lóð Lækjarskólans og ofan við Flensborg. Fargjald kr. 300. — Afsláttarkort fyrir fleiri ferðir. Félagamálaráð Hafnarfjarðar. r Island verður tizka ársins á Norðurlöndum Fyrir dugandi islenzkt fyrirtæki eru nú miklir möguleikar til að selja næstum hvaða framleiðslu sem er á Norðurlöndum. Danskt umboðs- firma með sambönd innan fjölda atvinnugreina óskar nú þegar eftir sambandi með þýðingarmiklum upplýsingum um vörutegund. Svar á islenzku. PAL IMPORT, Fredericiagade 33, DK-1310 Köbenhavn K, Danmark. Útflytjendur spunarokka ofl. Við erum lítið danskt fyrirtæki, sem selur efni og tæki til „gör det selv" heimilisiðnaðar. Við viijum gjarnan komast í samband við fram- leiðendur sem geta afgreitt smærri eða stærri partí af ullarvöruvinnsluáhöldum. Höfum einnig áhuga á öðrum heimilisiðnaðar- tækjum. Tilboð merkt: „heimilisiðnaður — 7196", sendist afgr. Mbl. sem fyrst. Opið til kl. 10 í kvöld Páskasteikin fæst í Hagkaup einnig: ábætirinn og ávextirnir Sama lága verðið á kaffi (kr. 129. —), eggjum (kr. 390.—) og smjörliki (kr. 1 40.-----) Páskaeggjamarkaður Ukiu I SKEIFUNNN5lIsilVII 86566 Eigum 25% sterkara lið sagði Jörgen Gaarskjær Menn voru að vonum súrir f bragði þegar upp var staðið frá sfðari landsleik Islendinga og I)ana á mánudagskvöid. Tap var stað- reynd, gegn einu lakasta danska landsliði sem hingað hefir komið. Mbl. leitaði álits þriggja manna á leikjun- um, þeirra ólafs H. iónssonar, fyrirliða fslenska liðsins, Birgis Björnssonar lands- liðseinvalds og hins danska „kollega" hans, Gaarskjer: ólafur H. Jónsson: — I»að sem fyrst og fremst gerði útslagið á tap okkar ( síðari leiknum, tel ég vera, að vörnin var ekki nándar nærri eins hörð. Af hverju það stafaði er ég ekki tilbúinn að úttala mig um. Við sóttum ekki nógu stfft fram f vörninni, og þar af leiðandi náðu Danirnir að keyra spilió vel upp. Hvað sóknarleikinn áhrærir þá er það stað- reynd að sóknir okkar standa I allt of stuttan tfma, og vió náum ekki að opna vörn andstæð- inganna almennilega áður en skot ríður af. Þó var sóknarleikurinn mun betri í fyrri leiknum. Þá bættist það ofan á að mark- vörðurinn, Johnny Piechnik, varði mjög vel, einkanlega síðustu tuttugu mfnúturnar. Birgir Björnsson: — Skýring mín er sú, að dagurinn í gær hafi verið okkar dagur, en í dag þeirra. Þessi tvö lið eru I mjög áþekktum gæðaflokki. En þessi leikur var vissulega dauður af okkar hálfu. Það er af og frá, eins og heyrst hefir, að víð höfum talið okkur sigurinn vfsan. Slfkt getur ekkert handknattleikslið leyft sér. Dómararnir já. Án þess ég vilji nokkuð kasta rýrð á kunnáttu þeirra, verð ég að segja að margir dóma þeirra komu ákaflega flatt upp á mig, og fannst mér þeir dæma okkur fremur f óhag. Gaarskjær: — Já við eigum sterkara landslið. £g giska á að við getum teflt fram u.þ.b. 25% sterkara liði. Til að nefna einhverja sem ekki treystu sér til Islandsfararinnar get ég nefnt Jörgen Frandsen, Flemming Hansen, Bent Larsen og Heine Sörensen. Þetta eru allt menn, sem mundu styrkja liðið gífurlega. Samanborið við það lið sem þið teflduð fram á NM á dögunum var þetta nokkuð svipað. Þó var það svo I leiknum á sunnudag að það þurftí að fara virkilega vel út á móti sóknarleikmönnunum, og það gerðum við ekki nægjanlega vel. Aftur á móti sá ég það f fyrri leiknum, að það var engin ógnun hjá hornamönnum ykkar. Því losaði ég um mfna varnarmenn f hornunum, og þjappaði vörn- inni betur saman á miðjunni. Þetta dugði Frá Sigurði Grfmssyni fréttamanni Mbl. á Isafirði Skfðalandsmótið hófst hér á Isafirói f gær og var þá keppt í tveimur greinum, 10 km göngu 17—19 ára og 15 km göngu 20 ára og eldri. Fór keppnin fram á Seljalandsdal f hinu bezta veðri, glampandi sólskini og heið- rfkju. Frost var 10—12 stig og sögðu göngu- mennirnir að brautirnar hefðu verið nokkuð harðar og erfiðar, en miklar mishæðir voru þarsem þeirgengu. 10 km gangan hófst kl. 15.00. Bundu Isfirð ingar miklar vonir við sinn heimamann, Þröst Jóhannsson, sem tók snemma forystu í göngunni. Fljótlega tók þó Fljótamaðurinn Viðar Pétursson að sfga á og í markið kom hann fyrstur, rúmlega hálfri ipfnútu á undan okkur til sigurs. Jafnframt gætti ráðleysis f sókninni þegar Einar var tekinn úr umferð, eins og henn og liðsstjórinn áttuðu sig ekki á þvf hvort Einar ætti að vera jneð f spilinu, eða halda sig fjarri. 1 sóknarleiknum lagði ég fyrír mfna menn að dreifa spilinu meira en gert var f fyrri leiknum. Þá náðu hornamennirnir góðri keyrslu og við það opnaðist vörninn iðulega. Það sem fyrst og fremst þarf að lagfæra hjá fslenska liðinu er að finna hæfari horna- menn. Það er ofrausn að bjóða andstæðing- unum upp á að þurfa ekki að gæta hornanna í vörninni. Sigb.G. Þresti. Sannaði Viðar enn hversu sterkir göngumenn Fljótamenn eru. Helztu úrslit urðu: Viðar Pétursson, Fijótum 39,34 Þröstur Jóhannsson, Isaf. 40,08 Jóhann Gunnlaugsson, Isaf. 40,19 Ari Hauksson, Isaf. 41,04 Hallgrfmur Sverrisson, Siglf. 43,13 15 km gangan hófst svo kl. 16.00. Kom brátt á daginn það sem búizt hafði verið við, að keppnin myndi standa á milli Halldórs Matt- hfassonar frá Akureyri og Fljótamannanna Trausta Sveinssonar og Magnúsar Eirfksson- ar. Hafa þessir kappar marga hildi háð, en að þessu sinni var Halldór hinn sterki. Hann tók strax forystuna og hélt henni gönguna út. Alls voru keppendur 20, og meóal þeirra var Gunnar Pétursson frá Isafirði sem keppti nú í 26. sinn á Islandsmóti. Hefur hann tekið þátt f öllum Islandsmótum sfðan 1948 nema einu. Helztu úrslit urðu: Halldór Matthfasson, Akureyri 50,15 Magnús Eirfksson, Fljótum 51,31 Trausti Sveinsson, Fljótum 52,03 Reynir Sveinsson, Fljótum 53,03 Davfó Höskuldsson, tsaf. 55,49. Ali vann í 15. lotu Hinn 35 ára Chuck Wepner kom verulega á óvart með frammistoðu sinni f keppninni við heimsmeistarann f hnefaleikum þungavigt- ar, Muhammad Ali, sem fram fór ( Cleveland í Ohio f fyrrinótt. Það var ekki fyrr en f 15. og sfðustu lotu keppninnar, sem Ali vann sigur á tæknilegu rothöggi, en þá var Wepner orðinn hálfblindur, eftir að hafa fengið slæma skurði á báðar augabrúnir. Ali hafði hins vegar mun betur f keppn- inni, sem hann virtist ekki taka ýkja alvar- lega. Var það ekki fyrr en Wepner sló hann í gólfið f 9. lotu, að Ali fór að beita sér verulega og stefndi eftir það höggum sfnum á augu Wepners. Alls vann Ali ellefu lotur, ein var jöfn en Wepner vann tvær. I fyrrinótt kepptu einnig þungavigtar- hnefaleikararnir Ken Norton og Gerry Ouarry og lauk þeirri viðureign með sigri Nortons f fimmtu lotu. Kökubasar Blakdeild Vfkings gengst fyrir kökubasar I Félagsheimili Vfkings við Hæðargarð á morgun, miðvikudag, og hefst hann kl. 18.00. Risabingó Iþróttabandalag Keflavíkur gengst fyrlr risabingó f Félagsbfói f kvöld. Aðgöngumiða- sala hefst kl. 19.30, en byrjað verður að spila kl. 21.00. Spilaðar verða 18 umferðir og eru margir góðir vinningar f boði, svo sem utan- landsferðir, rafmagnstæki, segulbönd, út- varp og fl. Skólamót Skólamótið í körfuknattleik hefst í Iþrótta- húsinu f llafnarfirði kl. 10.00 f dag. Keppt verður í tveimur flokkum og taka 15 lið þátt í mótinu. Seinni hluti mótsins fer svo fram 1. aprfl. Leiðrétting I frásögn Morgunblaðsins af leík Fram og Vals f 1. deildar keppni Islandsmótsins f handknattleik, er birtist f blaðinu f gær, var ekki farið rétt með nafn markvarðar Fram- liðsins. Stúlkan sem stóð sig svo vel f leikn- um, heitir Kolbrún Jóhannsdóttir. Hlut- aðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistök- um þessum. Valur — FH Síðasti leikurinn f átta-liða úrslitum bikar- keppni HSl fer fram í Laugardalshöllinni f kvöld. Þar mætast þá Valur og FH og eins og jafnan þegar þessi lið mætast og mikið er f húfi má búast við skemmtilegri baráttu. Þau þrjú lið sem þegar hafa tryggt sér rétt til þátttöku f undanúrslitunum eru Haukar, . Fram og Leiknir. 1 kvöld verður svo dregið um hvernig liðin leika saman í undan- úrslitunum. Leikur Vals og FH hefst kl. 19.15. Opel diesel árg. '73 til sölu. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 86769. Flugfreyjur — Flugþjónar Félagsfundur verður haldinn á Hagamel 4 í kvöld kl. 20.30. Fundarefni: Ýmis mál. Stjórnin. K0BENHAVN BERUN Þér fljúgið hratt og þægilega á leið okkar KAUPMANNAHÖFN-BERLÍN Á hverjum degi í samvinnu við SAS 1.4 75 — 31.10 75. IR 831 1246 SK 795 357 staðartimi IF 830 1246 SK 796 357 Y Y Y Y TU 134 DC 9 TU 134 DC 9 10.25 11.15 16.20 frá Kaupmanna- höfn til Kastrup 09.30 18.55 17.15 til Berlín frá Schönefeld 08.40 18.00 Útskýringar: 1-mánudagur 2-þriðjudagur 3-miðvikudagur 5- föstudagur, 6-laugardagur, 7-sunnudagur, Y-almennings farrými. Frá Berlín — Schönefeld, sambönd m.a. til Moskvu, Belgrad, Mailand, Bagdad, Beirut, Cairo, Alsír, Damaskus og Havanna. Ferðir með strætisvagni frá og t!l Vestur-Berlínar. Upplýsingar og bókanir. DDRs Trafikrepræsentation i Danmark Vesterbrogade 84 1620 Kobenhavn V Tlf (01)24 68 66 ell. (01)31 22 21 Telex 1 58 28 SAS Terminalrejsebureau Hammerichsgade 1611 Kobenhavn V eller SAS pladsbestilling Tlf (01)59 55 22 og hos Deres lATA-bureau /7/7 Den Tyske Demokratiske Republiks luftfartsselskab Viðar og Halldór fyrstu meistaramir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.