Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 19 Jón A tli Jónsson vélstjóri -Minning F. 13. júní 1924. D. 19. mars 1975. Jón Atli er dáinn og verður borinn til grafar i dag. Hann var aðeins fimmtugur að aldri, en hann tók dauða sínum með sama æðruleysinu og hann lifði lifinu, enda þótt dauðastríð hans væri bæði óvenju erfitt og langt. Jón Atli var fæddur að Munda- koti á Eyrarbakka 13. júní 1924. Foreldrar hans voru hjónin Jónina Jónsdóttir frá Mundakoti og Jón Júníusson, stýrimaður frá Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi. Hann andaðist 1967, en Jónina lifir son sinn. Ættir Jóns Atla er að rekja um þessar slóðir Suðurlands, en einn- ig austur til Skaftafellssýslu, því Jón hreppsstjóri og nafni hans í Mundakoti var frá Heiði á Siðu. Jónína og Jón Júníusson bjuggu í Reykjavík allan sinn bú- skap og þar ólst Jón Atli upp, en á sumrum dvaldist hann i æsku austan Fjalls hjá skyldfólki. Jón Júníusson var sjómaður lengst af starfsævi sinni, háseti, skipstjóri og stýrimaður lengst af á togur- um, en er á ævina leið einnig á farskipum. Þau Jón og Jónina eignuðust auk Jóns Atla eina dóttur yngri, Guðrúnu, nú lækni og húsmóður í Reykjavik. Eins og verið hefur lengst af á sjómannsheimilum á íslandi kom uppeldi barnanna að mestu i hlut móðurinnar og hún var vanda sinum vaxin og fjölskyldan varð samhent og góð tengsl héldust milli foreldranna og barnanna eftir að þau fóru að heiman og stofnuðu eigin heimili. Að skyldunámi loknu stóð hugur Jóns Atla ekki til frekara bóknáms að sinni, heldur hóf hann iðnnám í iðnskóla og nam rennismiði á árunum 1942 til 1945. Verklega námið nam hann i Vélsmiðjunni Héðni, sem þá var eitt stærsta fyrirtækið í járnsmiði hvers konar hér á landi. A þessum árum var uppgangur sildveiðanna norðanlands hvað mestur og Jón Atli vann á námsárunum við byggingu síldarverksmiðjanna sem þá voru víða byggóar af miklam stórhug en lítilli fyrirhyggju eins og síðar kom á daginn. Þegar iðnnáminu laukhafói Jón Atli fengið meiri áhuga á bóknámi og settist nú á skólabekk að nýju og hóf nám i Vélskóla Islands haustió 1946 og lauk þaðan prófi vorið 1949 og hafði þá tekið bæði vélstjórapróf og próf frá rafmagnsdeild. A sumrum meðan á vélstjóranáminu stóð vann Jón Atli á togurum og að prófi loknu hóf hann störf sem vélstjóri, fyrst á togurum, en síðar á kaupskipum og farþegaskipum og þessi störf stundaði hann um nokkurra ára bil. A þessum árum stofnaði hann eigið heimili, hann kvæntist 15. nóv. 1952 Súsönnu Guðrúnu Halldórsdóttur frá Vestmanna- eyjum. Þeim varð ekki barna auð- ið. Sjómennskan féll ekki Jóni Atla eins vel og hann hafði gert ráð fyrir. Langvarandi fjarvistir frá ástvinum og ættingjum voru ekki að hans skapi og hin fjölmörgu áhugamál sln gat hann ekki rækt að vild I því starfi. Þetta mun meginástæðan fyrir því að hann hætti sjómennsku og hóf störf í landi á árinu 1954. Hann tók þá við stjórn Smiðju Smjörlíkisgerðanna, sennilega mest fyrir áeggjan frænda síns, Ragnars í Smára. Ekki leið á löngu unz þetta nýja starf hans tók hug hans allan. Verkefnin voru fjölbreytt og margslungin — uppsetning véla, skipulag vélasala, vélaviðgerðir og viðhald og bifreiðaviðgerðir. Við þessi störf öll nutu fjölþættir hæfileikar Jóns Atla sín vel og hann lét heldur ekki framleiðsluna sjálfa afskipta- lausa því hann vildi jafn- an sjá fyrir enda hvers verks og taldi ekkert sér óviðkomandi, sem leitt gat til betri og hollari smjörlíkisframleiðslu. Til marks um þær kröfur sem Jón Atli gerði til sín sem fagmanns má geta þess að hann lagði það á sig að afla sér meistararéttinda I bifvélavirkjun 1959, þar eð hann taldi að svo stór hluti starfa I smiðjunni væri á því sviði að hann gæti ekki sinnt þeim sem skyldi nema hafa þessa menntun. Eins og fyrr sagði átti Jón Atli mörg áhugamál, sem hann fyrst gat farið að sinna að marki eftir að hann hætti sjómennsku. Næstu árin ferðuðust þau hjónin um landið vitt og endilangt á sumrum, bæði um byggðir og óbyggðir. Jón Atli var jafnan útbúinn I slíkar ferðir að hann var sjálfbjarga á hverju sem gekk. Til þessara ferða smíðaði hann sér sjálfur húsvagn, einn hinn fyrsta, sem farið var með um óbyggðir landsins, þvi hann vildi geta haft næturstað hvar sem var og vera óháður veðri og vindum I notalegu skjóli. A þessum árum stundaði hann einnig laxveiði af áhuga og varð góður laxveiðimaður. Veiðin var honum þó ekki aðalatriði heldur voru útiveran, náttúran og félags- skapurinn ekki síður til að laða hann að þessu áhugamáli. A vetrum var það hins vegar tönlistin sem var aðal áhugamál- ið. 1 þessu sem öðru voru þau hjónin samhent og það voru fáir tónleikar sinfóníu og tónlistar- félags, sem fram hjá þeim fóru á þessum árum og heima áttu þau jafnan beztu tæki til hljómplötu- flutnings. Þegar menn hafa víða ferðast um Island fara þeir betur að skynja fegurð þess sem nær leyn- ist, blóma, runna og trjáa og skapa sér gjarnan tækifæri til að komast I nánari snertingu við hana. Þannig fór um Sunnu og Jón Atla og þau keyptu sér land I Grímsnesi sem þau ætluðu til sumardvalar og útivistar. Þarna reistu þau sér sumar- bústað og kölluð Alftarhól. Segja má að Jón Atli hafi bæði teiknað og byggt húsið sjálfur, og þau hjónin voru mjög samhent um gróðursetningu og ræktun, þann- ig að á nokkrum árum tókst þeim að gera þarna sannkallaða sumar- paradís, sem vinir og ættingjar voru ósparir að notfæra sér, enda móttökur ávallt frábærar hvenær sem gest bar að garði. Jón Atli sætti sig aldrei við ann- að en fullkomin þægindi og vél- væðingu yrði því við komið, enda sá þess stað I Álftarhóli. Þar kom hann raflýsingu úti og inni frá eigin rafstöð og sama gegndi um önnur þægindi. Eins og fyrr sagði undi Jón Atli hag sínum vel í Smiðjunni og hefði sennilega orðið þar kyrr ef ekki hefðu komið til all alvarieg veikindi á árunum 1966 og 1967. Eftir það ákvað hann að leita ann- arrar vinnu sem ekki útheimti jafn mikla líkamlega áreynslu. Þá var Borgarspltalinn I Fossvogi að taka til starfa og þar vantaði um- sjónarmann með húsi og vélabún- aði. Jón Atli sótti um þetta starf og var ráðinn til þess vorið 1967. Sem fyrsti umsjónarmaður spít- ala, sem var að taka til starfa, fékk Jón Atli þarna ærið verkefni og eins og áður þegar á hann reyndi sýndi hann glöggt hina óvenjulegu hæfileika til skipu- lagsvinnu og tæknistarfa. Um- sjónarmannsstarfið reyndist fjöl- breytt og margslungið og krafðist einmitt þeirrar útsjónarsemi, verkkunnáttu og handlagni sem Jóni Atla var gefin I svo ríkum mæli. Þeir sem til þekkja vita hve tæknibúnaður nýtísku sjúkrahúss er margvíslegur allt frá gufukatli og rafmagnsaukavél til svæfinga- véla og sjálfritandi eftirlitsvéla. Ég fullyrði að meðan Jón Atli var umsjónarmaður Borgarspítala var þar ekkert tæki eða vél, sem hann þekkti ekki I smáatriðum og gat gert við og stillt, eða sagt nákvæmlega fyrir um hvernig með ætti að fara. Jón Atli hafði mikinn metnað fyrir Borgarspítalann, vildi gera sitt til að hann væri fyrsta flokks og gæfi góða þjónustu, eða eins og hann orðaði það tæpitungulaust — „væri alvöruspítali“. I þessu fólst engin eigingirni frá hans hendi, heldur sá með- fæddi góðvilji sem Jón Atli átti i svo rikum mæli, þvi hann vildi allra vanda leysa og vænti aldrei endurgjalds. En hann gerói einn- ig svipaðar kröfur til annarra og þótti lítið til þeirra koma sem aðeins gerðu kröfur en lögðu ekk- ert fram sjálfir. Enginn er ómissandi, en mig grunar að enn liði langur timi þar til Borgarspitalinn fær umsjónar- mann sem fyllir skarð Jóns Atla. Enn voru það veikindi, sem ollu því að Jón Atli skipti um starf, Fyrir réttum tveim árum var fyrst vitað um þann sjúkdóm er síðar dró hann til dauða. Hann vildi ekki vera hálfur í neinu starfi og þegar honum fannst hann ekki geta leyst umsjónar- mannsstarfið af hendi eins og hann vildi, gerði hann þveröfugt við það sem flestir hefði gert i hans sporum. Hann sagði starfinu lausu og hóf sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Sumarið 1973 keyptu þau hjón- in Lakkrisgerðina Krumma og hafa rekið hana sfðan. Að þessu starfi unnu Sunna og Jón Atli saman, hann sá um framleiðsluna og tæknimálin og hún um sölu og bókhald. Byrjunarerfióleik- arnir voru miklir, bæði fjárhags- legir og tæknilegir, en saman tókst þeim að yfirstíga þá, þannig að siðastliðnu ári var framleiðsl- an komin i það horf að vel hefði gengið, ef áfram hefði verið hald- ið. Segja má að síðastliðin 2 ár hafi Jón Atli ekki gengið heill til skógar og raunar augljóslega hrakað jafnt og þétt þegar á leið. En hann kvartaði aldrei og gaf sig ekki fyrr en í siðustu lög. Siðustu þrjá mánuði var Jón Atli rúmfast- ur að mestu, þennan tima dvaldist hann lengst af á Vífilsstaðaspítala og var oft mjög illa haldinn. Hann vissi að um lækningu var ekki að ræða úr því sem komið var, en hann æðraðist aldrei og andaðist hinn 19. mars að morgni, sáttur við guð sinn. Þessum kveðjuorðum vil ég ljúka með þakklæti til Jóns Atla fyrir vináttu, sem nú hefur varað nær 30 jár. Siðustu árin var sam- band okkar nánara en áður og ég mat hann því meir, sem ég kynnt- ist honum betur. Ég flyt Súsönnu mágkonu minni og Jóninu tengdamóður minni dýpstu samúðarkveðjur, þær hafa misst mest. Ég bið guð að styrkja þær i sorginni, en minni þær jafnframt á að eftir lifir minning um góðan dreng og vammlausan. Páll Sigurðsson. Ekki kom mér að óvörum frá- fall míns góða frænda, en þó hnykkti mér ónotaiega við þau tíðindi. Hann var alltaf svo hressi- legur og aósópsmikill og hafði stöðugt eitthvað nýtt til umræðu og athafna. Þegar ég læt hugann reika til æskuáranna, þegar við ólumst upp, koma i huga mér ótal minn- ingar skemmtilegra atburða stórra og smárra, sem urðu minnisstæðir af því einu að hann hafði lag á að gera þá eftirtektar- veróa. Að fáum hef ég lært jafn margt bæði fyrr og siðar og af Jóni Atla þá er hann hafði lokið Vélskóla- námi og fengið lyklana að þeirri tækniþekkingu. Handbragðió við málmsmíðar var afbragðsgott og sýna verkin það ljóslega. Járn- klumpar og víraflækjur urðu að fallegum skrautmunum, og var gaman að fylgjast meó þykkum málmhlutum svigna eins og fis væru, með því að nota til þess rétt tæki og þekkja eðli málmsins, en þannig var einmitt viðhorf hans til verkefnanna. Áhugamálin voru ótrúlega mörg. Myndavélin, veiðistöngin og feróabíllinn voru dyggir föru- nautar. F’rábærlega frændrækinn og var hann og gott að heimsækja, hvort sem var hér í bænum eða í sumarhúsinu fyrir austan en þar fékk sköpunargleði hans not- ið sín best. Það olli margvislegum misskiln- ingi seinni árin, er hann tók að Nú þegar leiðir skiljast um sinn, biðjum við henni blessunar og leiðsagnar í nýjum heimkynn- um og á nýjum þroskaleióum. Ölöf G. Pétursdóttir. Far þú f friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. V. Briem. HORFIN er Guðrún okkar sjónum, til hins eilifa austurs, þaðan, sem allt er runnið,, og allt hverfur til að lokum. Þar mun hún uppskera eins og hún sáði. Hljóta launin fyrir alla hjarta- gæskuna, sem hún sýndi, sérstak- lega okkur, börnunum, sem i kring um hana voru. Það gladdi okkur aó fá að koma i heimsókn, upp á loft til hennar, fá okkur sæti á litla þrífætta stólnum og hljóta síðan brjóstsykur eóa fjarlægjast suma vini sína, en núna þegar þetta allt er yfirstað- ið skiljum við betur hvað fyrir honum vakti með sumum tilsvör- um sinum. Við samhryggjumst innilega hans góðu konu, svo og móður hans og systur. Að endingu kveð ég á sama hátt og þegar hann vildi auðsýna einhverjum sérstaka virðingu. Ég tek ofan fyrir þessum manni. Jón Adolfsson. 1 DAG er til moldar borinn Jón Atli Jónsson vélstjóri Stigahlíð 14, hér í borg sem lést að Vífils- stöðum 19. þ.m. eftir skamma en erfiða sjúkdómslegu aðeins fimmtugur að aldri. I árslok 1967 auglýsti stjórn Borgarspitalans eftir tækni- menntuðum manni til að hafa yfirumsjón með uppbyggingu véla- og tæknibúnaðar byggingar- innar og stjórn og umsjón rekstrar þeirra hluta, er starfsem- in hæfist. Stjórn spítalans var mikið í mun að til þessa vandasama starfs veldist hinn hæfasti maður. Ur miklum fjölda ágætra umsækj- enda var Jón Atli valinn. Ég dreg i efa að hér á landi finnist margþættari rekstur en i stóru sjúkrahúsi, þar sem mæta verður hinum ólíkustu kröfum um búnað og öryggi í rekstri hans, dag og nótt, helga daga sem virka. Þetta tæknivædda sam- félag sex til sjö hundruð starfs- manna og sjúklinga er marg- brotið. Jón ræddi gjarnan um sjúkrahúsið sem skip æhafi úti, þar sem menn yrðu að streysta á sjálfa sig, en ekki aðra, enda gerði hann ráðstafanir til að til hans næðist hvenær sólarhrings sem var. Hann átti miklu fleiri óskir um tækjabúnað en þær sem við höfóum fjármagn til að sinna, þó tókst honum aó knýja fram ýms mál, sem við vildum fresta, en sem nú eru okkur ómetanleg til að þjóna þeim verkefnum sem okkur er ætlað. Það kom í minn hlut, sem framkvæmdastjóra, aó eiga nánara samstarf við Jón Atla en aðrir við sjúkrahúsið og hefi því betri aðstöðu til að leggja dóm á störf hans. Eg tel það mikla gæfu fyrir sjúkrahúsið aó hafa fengið að njóta starfskrafta Jóns Atla við uppbygginguna og er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með honum. Jón Atli lét af störfum hjá okkur árió 1973 til þess aó starfa við eigið fyrirtæki. I tilraunum minum til að halda honum i starfi áfrant ber margt á góma. Honum þótti okkur þröng- ur stakkur skorinn að ýmsu leyti. Hann vildi bara hafa 1 skipstjóra á skútum yfir sér. — Ekki ótal ráð og nefndir. „Honum líkaði aldrei kerfið*'. Eg hefi misst fleiri góða menn úr starfi, sem líkaði ekki kerfið og ég sé eftir þeim öllum. Eg átti því láni að fagna að eiga sálufélag við Jón Alla og hans ágætu konu, Sunnu, utan hins daglega strits. Attum vió hjónin margar ógleymanlegar stundir með þeim i sumarbústað þeirra Framhald á bls. 27 súkkulaðimola að lokum. Það þurfti lítið til að gleðja okkur og eins þurfti lítið til að gleðja hana. Brosandi barnsaugu, lítil hönd til að taka í, fengu augu hennar til að lýsa eins og tvær stjörnur. Blessuð sé minning hennar. Jóhanna Sigríður Pétursdóttir. Guðrún Elíasdótt’ ir—Minningarorð Fædd 3. mai 1889. og má því segja að hún hafi Dáin 19. mars 1975. ÞANN 19. rnars siðastliðinn kvaddi Guðrún Elíasdóttir þenn- an heim 85 ára aó aldri, eftir langvarandi legu og samgleðj- umst vió henni með að vera laus úr þessum líkamsfjötrum. Guðrún fæddist 3. mai árið 1889 að Fremri-Uppsölum í Seiárdal í Vestur-Barðastrandarsýslu og var hún komin af dugmiklum vest- firskum ættum. Foreldrar hennar voru Elias Oddsson bóndi og kona hans Kristín Jónsdóttir úr Dufansdal í Suðurfirði. Arið 1900 fórst faðir Guðrúnar ásamt syni sinum, en þá var Guórún aðeins ellefu ára að aldri. Eftir þetta reiðarslag kom nokkur tvístringur á systkini Guðrúnar kynnst erfiðri lifsbaráttu i æsku. Árið 1918 giftist Guðrún Þórarni Gislasyni, en varð fyrir þeiri lifsreynslu að missa hann eftir tæplega tveggja ára hjóna- band. Missir ástriks eiginsmanns varð henni mikið reiðarslag, og var hún lengi að jafna sig, þar sem vonir hennar og draumar um bjartari framtíð með elskulegum eiginmanni urðu skyndilega að engu. En fimm árum seinna kom nýr ljósgeisli inn í líf Guðrúnar, þegar hún kynntist Magnúsi Sveinssyni frá Hvilft, sem var hió mesta ljúfmenni og naut hún sam- fylgdar hans í rúm tuttugu ár. Guðrún var ávallt mjög gest- risin og leitaðist ætíð við að miðla öðrum af sínum efnum. Einnig var hún sérlega barngóð og hafði unun af að umgangast börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.