Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 11 Fulltrúar Flugleiða og ferðaskrifstofa: Ferðaskatturinn er of hár MORGUNBLAÐIÐ spurði í gær fulltrúa Flugleiða h.f. og Ferðaskrifstofu Útsýn- ar og Sunnu um viðbrögð þeirra við flugskattinum, sem komið verður á samkveemt frumvarpi rlkisstjórnarinnar um ráðstafanir í efnahagsmálum. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugteiða h.f. sagði að mönnum litist ekki vel á hinn nýja ferðaskatt. Hann kvað ekki Ijóst, hvort um samdrátt yrði að ræða vegna hans. en álögur á þennan atvinnuveg væru þegar orðn- ar allt of miklar. Hann sagði að víða væri flugvallaskattur í gildi erlendis, en hann gengi þá yfir alla farþega og væri engan veginn svo hár sem þessi. Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu, sagði að í sjálfu sér væri ekki óeðli- legt að einhverjum flugvallarskött- um yrði komið á hérlendis. en hins vegar væri þessi nýi skattur æði hár eða 3—5 sinnum hærri en almennt gerðist erlendis. Guðni sagði enn- fremur, að honum þætti ginna mestu skipta að þessi skattur kæmi jafnt niður á alla sem færu um flugvöllinn til útlanda eftir að hafa haft lengri viðdvöl hér á landi en 24 kl.st. og þar giltu engar sérreglur. Örn Steinsen hjá Ferðaskrifstof- unni Útsýn sagði að ferðaskatturinn hlyti að hafa áhrif á fjárhagsstöðu fólks sem ætlaði til útlanda. Unnið væri mjög eindregið að því að halda verði á ferðum til útlanda í algjöru lágmarki og kvað hann hart, þegar ríkið gripi inn I myndina á þennan hátt og væri þá starf ferðaskrifstof- anna unnið fyrir gýg. Þá sagði Örn og að innheimta ferðaskattsins skapaði ferðaskrifstofunni mjög mikla vinnu, sem hún yrði að láta endurgjaldslaust í té. Þá kvað hann og kjarasamningana mundu hafa áhrif á það, hvort fólk færi til út- landa. Þá sagði Örn Steinsen að gjald- eyrisyfirvöld gerðu nú ráð fyrir því að við yfirfærslu eyddu menn aðeins 3,5 sterlingspundum i hótelkostnaði á sólarhring á sama tíma og hótel- kostnaður væri i raun á bilinu frá 7 til 13 pund. Kvað hann þessar höml- ur hlægilegar og þá sérstaklega þeg- ar þess væri gætt að rikisstarfsmenn fengju 20 pund i dagpeninga á ferða- lagi erlendis. Aðalfundur IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS H.F. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu í Reykja- vík laugardaginn 5. apríl n.k., kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum og reglugerð bankans. 3. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfurh og umboðsmönnum þeirra í aðal- bankanum, Lækjarögut 12, dagana 1. apríl til 4. apríl, að báðum dögum meðtöldum. Reykjavík, 24. mars 1975 Gunnar J. Friðriksson form. bankaráðs. PERSTORP H ARÐPLAST ER SÆNSK GÆÐAVARA • ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI í MIKLU OG FALLEGU LITAVALI » MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Hf. Ofnasmiðjan Smiðjubúðin, Háteigsvegi 7 Reykjavik, sími 21220. Allt í páskamatinn frá Vörðufelli Ath: Opið til kl. 10 í kvöld og 8.30 til 12 á laugardag. Þverbrekku 8, Kópavogi, sími 42040. KAABERS KAFFI 129 — LJÓMA SMJÖRLÍKI 140,— HVEITI 5 Ibs. 202.___ CHEERI0S 108.___ EGG 1 kg. 375 — DILKAKJÖTIÐ Á GAMLA VERÐINU Allt í páskamatínn Úrvals hangikjöt úrb. læri — framp. Svínasteikur — Svínakótilettur Nautabuff — Nautahakk Kjúklingar — Unghænur Grænmeti — Ávextir Tómatar — Agúrkur — Nýir sveppir Opið til kl. 8 í kvöld og hádegis á laugardag Kjörbúðin Dalmúli, Síðumúla 8, sími 33800. NIÐURSOÐNIR ÁVEXTIR Á ELDRA VERÐI NÝIR ÁVEXTIR í ÚRVALI. PÁSKAEGG OPIÐ TIL KL ■s í-'jr"' '» ; LIIMMUR Vi kg hveiti eða hveiti og haframjöl 2 tsk lyftiduft Vi tsk hjartarsalt Köku- uppskriftin lOOgsykur 75 g rúsfnur — 1 líter mjólk, Tölg eða smjörlíki, plöntufeiti. Hjartarsaltinu, lyftiduflinu og sykrinum blandaðsaman við hveitið. Vætt í með mjólkinni og hrært vel. Síðast eru rúsínurnar látnar í. Látið með skeið á heita og fituga pönnu. Lummurnar bakaðar móbrúnar á báðum hliðum.* Látnar á disk og sykri stráð á. Lummurnar verða ljúf- fengari, ef egg er haft i deigið. I HÆNSNI MEÐ GRÆNMETI 1 hæna eða 1—2 kjúklingar 1 1 vatn, 1 tsk salt 250 g gulrætur 200 g blómkál, spergill eða grænar baunir 24 msk smjörlíki 3—4 msk. hveiti 6 dl. soð, salt (Vi dl rjómi) Steinselja Gulræturnar eru hreinsaðar og skornar í sneiðar. Soðnar með sfðustu 10—15 mín. Blómkálið soðið sér í saltvatni. Spergill eða grænar baunir látið á gatasigti. Soðið er síað og blandað til helminga með grænmetis- soði. Jafnað með smjörbollu. Kjötið er skorið í jafna bita. Látið á fat ásamt grænmetinu, sósunni og klipptri < steinselju. >. ,t ........ ...... _ A Hveiti 10 Ibs. Corn Flakes „Snap” (510 gr.) 134 — Grœnar baunir 1/1 dós 113.— Libby’s tómatsósa 134.— Ritz kex 72.— Jacob’s tekex 99.— Tropicana 2ltr. 210.— Fiskibollur 1/1 dós 134.— Urbeinað hangikjöt á kjarapalli Opið til ki 22 í kvöld Kostaboð á kjarapöllum KJÖT OG FISKUR SELJABRAUT 54.SIMI: 74200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.