Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 Árshátíð Árshátíð Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður haldin föstudaginn 4. apríl n.k. í Átthagasal Hótel Sögu og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Aðgöngumiðar verða til sö/u hjá formönnum deilda, einnig í félagsheimilinu og í Skósölunni Laugavegi 1. Stjórnin. Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Þriðjudagur 1. apríl R-5401 til R 5700 Miðvikudagur 2. apríl R 5701 til R-6O0O Fimmtudagur 3. apríl R-6001 til R-6300 Föstudagur 4. apríl R 6301 til R 6600 Mánudagur 7. apríl R-6601 til R-6900 Þriðjudagur 8. april R-6901 til R-7200 Miðvikudagur 9. apríl R-7201 til R-7500 Fimmtudagur 10. apríl R-7501 til R 7800 Föstudagur 11. apríl R-7801 til R-8100 Mánudagur 14. apríl R-8101 til R-8400 Þriðjudagur 15. apríl R-8401 til R-8700 Miðvikudagur 16. apríl R-8701 til R 9000 Fimmtudagur 1 7. apríl R-9001 til R-9300 Föstudagur 18. april R-9301 til R-9600 Mánudagur 21. april R 9601 til R-9900 Þriðjudagur 22. april R-9901 til R-10200 Miðvikudagur 23. april R-10201 til R-10500 Föstudagur 25. apríl R 10501 til R-10800 Mánudagur 28. april R-10801 til R-11100 Þriðjudagur 29. april R-11101 til R-11400 Miðvikudagur 30. april R-11401 tif R-11700 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 8,45 til 16,30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagn- ar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu öku- menn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskír- teini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðagjöld hafi verið greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 24. marz 1 975. Sigurjón Sigurðsson. W „Eg læt mín laun í útgerð, konan lætur sín í heimilið” Þorsteinn skipstjóri með konu sinni og dóttur, en þær komu að heimsækja hann um borð þegar Arsæll kom að. Guðrún kona hans er lengst til hægri, Jenny Lovísa I miðjunni. Um borð í Ársæli KE 77 í Kefla- víkurhöfn hittum við Þorstein Árnason skipstjóra og Hörð Fals- son útgerðarmann og athafna- mann I fiskvinnslu. Þeir Þor- steinn og Hörður eiga Ársæl sam- an, en Ársæil hét áður Ingiber Ölafsson. Þorsteinn var að koma að með 35 tonn, mest ufsa, sagði hann, ætli það séu ekki 8 tonn þorskur af þessu, hitt allt stórufsi, þriggja nátta „úr vestrinu", þ.e. vestur frá Skaga á 80 faðma dýpi og 9 trossur eru með í ieiknum. Þetta hefur gengið svona í vetur, sagði Þorsteinn, við vorum á loðnunni í sjálfboðaliðsvinn- unni, lönduðum 3115 tonnum af loðnu og er það sami afli og í fyrra. Aflaverðmætið núna er 7,5 millj. kr. á móti 15 milljón. kr. í fyrra, þannig liggur í þvi, sjálf- boðaliðsvinna. Blm: Hvernig gengur á netun- um? Þorsteinn: Þetta er annar róðurinn, við vorum með 20 tonn i þeim fyrri. Þetta gengur bærilega en útlitið er ekki gott, enginn þorskur að ráði, það litla sem sést er að auki fremur smár þorskur. Það hefur ekki sést ærlegur þorskur i Flóanum í ein 4—5 ár, en sunnan við Reykjanes og í Breiðafirðinum er þorskur. Við förum ef til vill vestur í Breiða- fjörð næstu dagá ef þorskurinn gefur sig ekki fram hér. Blm.: Hvernig er hljóðið i mannskapnum? Þorsteinn: Hljóðið í mann- skapnum er slæmt, aðallega vegna misheppnaðrar loðnuver- tíðar. Það er slakur hásetahlutur- inn frá áramótum, um 240 þús. kr., enásamatímaífyrravar um 500 þús. kr. hlutur. Við verðum að vona að sá guli komi og reddi þessu. Liðið um borð er fínt, ekki vantar það, aðallega strákar úr Keflavík og ætli við bætum ekki skjótt við 10. trossunni, það er leyfilegt, þótt kallarnir vilji hafa þær 15 a.m.k. Annars hefur lítið fleygt fram tækninni í þessum veiðiskap. Jesús Kristur veiddi líka með netum og mettaði þús- undir, svo þessu hefur heldur far- ið aftur síðan þótt garnið sé orðið betra. Annars hefur tíðin verið ofsa- leg, hryllileg síðan við byrjuðum á loðnunni. Hörður kom nú askvaðandi inn í stýrishúsið, hann var með vöru- bílinn, sem keyrði upp, en aflinn er unninn í fiskverkuninni sem hann og fleiri reka, Heimir h.f. heitir fyrirtækið og Hörður er gott dæmi um athafnamennina í sjávarútveginum, sem vinna af feikilegum krafti í útgerðinni, dugnaðarforkar. Við förum aftur út í nótt, hélt Þorsteinn áfram, það er ekkert lát á þessu, þýðir ekki. Það er um 4 tíma stím fyrir okkur á miðin, við erum með litla og sparneytna vél í kreppunni. Báturinn gengur 10 mílur í logni, en ætli hann lulli nema 5—6 mílur á klst. þegar á móti blæs. Það eru margir gamlir bátar hér í Keflavík, ég held að meðalaldur báta hér sé 15 ár tæp en t.d. í Neskaupstað er meðal- aldurinn 2—3 ár, sem sagt varla fæddir ennþá. Blm.: Hvað á að gera í sumar? . Þorsteinn: Leggja bátnum, það er tómt tap á sumrin og svo er ýmislegt sem þarf að dytta að ef það verða þá til nokkrir peningar i klössunina. Ég ætla að taka mér sumarfrí i sumar, fyrsta sumarfrí- ið mitt í 20 ár. Ég hef alltaf verið svo blankur að ég hef orðið að vinna. I þessu kom eiginkona Þor- steins í heimsókn um borð ásamt dóttur þeirra, Guðrún heitir kona hans og Jenny Lovísa litla hnátan. Það er engin sæld launin sjó- manna, hélt Þorsteinn áfram þar sem við sátum yfir kaffi hjá kokk- inum, háseti hjá mér sl. ár hafði álíka kaup hjá mér og konan mín i landi, en hún vinnur hjá póst- inum. Ég læt mín laun í útgerð og hef ekkert afgangs, en hún sín i heimilið og heldur þvi eiginlega bæði mér og útgerðinni uppi. Guðrún: Ég hafði 800 þús. kr. í laun á sl. ári. Þorsteinn: Og háseti hjá mér hafði um 1 millj. kr. Blm: En hvort vildir þú heldur vera sjómaður eða ríkisstarfs- maður? Þorsteinn: Maður hefur aldrei unnið annað og einhverjir verða að gera það, verst að það eru sömu asnarnir ár eftir ár, en eitt- hvað er það sem iaðar, kannski hinn frjálsi vinnutími þótt ekkert starf sé eins bindandi. „Verður að reikna með páskahrotu” Það sem af er þessari vertíd í Grindavík hefur hió fengsæla skip, Geirfugl, verió aflahæst og þegar við komum um borð tii að spjalla við skipstjórann Reyni Jó- hannsson var aflinn orðinn 505 tonn. Fýrst spurðum við Reyni á hvaða svæði þeir hefðu mest lagt netin? — Við lögðum netin fyrst 16. janúar og höfum verið á Reykja- nesgrunninu og í Reykjanesröst- inni. Undanfarið höfum við orðið vel varir og fengið þetta 20—30 tonn í róðri. En það er á mjög afmörkuðu svæði, sem við fáum fiskinn. — Hvernig hefur fiskurinn ver- ið i vetur? — Þorskurinn hefur verið mjög góður og mun betri en í fyrra. Það hefur verið mjög algengt að um 140 fiskar hafi farið í tonnið, en undanfarin ár hafa oft á tíðum farið 170—200 fiskar í tonnið. Það má þó segja að siðustu vikuna hafi fiskurinn heidur smækkað á ný. — Hvað ertu búinn að vera lengi með Geirfugl? — Þetta er þriðja árið, sem ég er með skipið, én áður en ég tók við skipinu var ég með Ásborgu frá Reykjavík i smátíma. i fyrra vorum við á humartrolli og verð- um eflaust i sumar, ef við fáum leyfi útaf stærðinni. • — Þú ert eflaust með góðan mannskap? — Já, mjög góðan og hér eru t.d. tveir Færeyingar, einstaklega góðir menn. Fyrri hluta vertiðar- inar vorum við 11 á en núna eftir — Nótaveiðin Framhald af bls. 15 fjarri okkar heimilum, fáum við ekki borgaðan nema hluta af fæðinu og við fáum engar ferðir borgaðar þótt við séum skráðir á bátana. — Hvað ert þú búinn að vera lengi á sjó? í því sem næst 20 ár. — Hvað finnst þér skemmtileg- asti veiðiskapurinn? Það er alltaf gaman á nótaveið- inni. Það fylgir þessu alltaf ein- hver spenningur og svo er f jótlegt að ná inn miklum afla. Enn- fremur finnst mér gaman á línu, þá fær maður alltaf fyrsta flokks vöru, en því fylgir Iíka gífurleg að við fórum að eiga von á ein- hverri hrotu, þá bættum við ein- um við og erum því 12. — Áttu þá von á páskahrotu? — Verður maður ekki að reikna með páskahrotu, þótt hún hafi brugðist að undanförnu að ein- hverju leyti. — Hafa verið mikil úrtök hjá ykkur í vetur? — Veðrin hafa verið mjög slæm og landlegur þar af leiðandi marg- ar. Sem betur fer höfum við þó ekki misst neitt af netum en því er ekki að neita að í svona erfiðri tíð fer netariðillinn mjög illa. — Hvað verður haldið lengi áfram á netunum? — Svo lengi sem eitthvað fisk- ast, jafnvel út maímánuð. Apríl hefur oftast verið bezti aflamán- uðurinn hér, en í fyrra vai marz sá bezti. — Nú voruð þið hæstir Grinda- víkurbáta i fyrra, ætlið þið að halda titlinum i vetur? — Við fengum um 850 tonn í fyrra, en ég veit ekki hvort okkur tekst að halda titlinum að þessu sinni. vinna. Ég minnist þess, þegar ég var á útilegu, að þá voru vinnu- stundirnar oft 18—20 á sólar- hring og þvi er það sem ég segi aó þeir sem sækja fiskinn og koma honum á land bera minnst úr být- um, miðað við vinnu.“ — Þykir Keflvíkingur ekki orðinn of lítill til loðnuveiða? ,,Það er að minnsta kosti ekki hægt að ætlast til þess, að þessi gerð af skipi (260 tonn) sé sam- keppnisfær við nýjustu og stærstu skipin. Ég held að það sé útilokað að stunda loðnuveiðar áfram með einhverjum árangri á minni skipum en 400—500 tonn. Þá þurfa skipin að vera yfir- byggð, þannig að þeir, sem á þeim eru hafi það sæmilegt meðan ver- tíðin er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.