Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 27 Lyftingamót Reykjavfkurmeistaramótið f Ivftingum fer fram f Laugardalshöllinni mánudaginn 7. apríl n.k. og hefst kl. 20.00. Lyftingadeild Ármanns sér um mótið og ber að skila til- kynningum til óskars Sigurpálssonar, sfmi 28385, f sfðasta lagi þriðjudaginn 1. aprfl n.k. Fjölmenni á stofnfundi „Baráttusam- taka fyrir sjálfsákvörð- unarrétti kvenna” Mánudaginn 24.3. 1975, voru stofnuó „Baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrctti kvenna til löglegrar fóstureyóingar", á stofnfundi á Hótel Sögu, sem und- irbúningsnefnd boóaði til. Stofnfélagar voru 329 og voru samþykkt einróma markmið og starfsreglur samtakanna, sem skýrt verður frá síðar. 10 manna framkvæmdanefnd samtakanna skipa: Ingólfur Sveinsson læknir, Jón G. Stefánsson læknir, Bessi Jóhannsdóttir kennari, Ástriður Karlsdóttir Tynes hjúkr- unarkona, Gerður Steinþórsdóttir kennari, Alfheióur Ingadóttir líffræði- nemi, Guðríður Schröder yfirhjúkrun- arkona, Rannveig Jónsdóttir kennari, Vilborg Sigurðardóttir kennari, Helgi Skúli Kjartansson sagn- fræðinemi. A fundinum var samþykkt eft- irfarandi ályktun: „Stofnfundur baráttusamtaka fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðing- ar, haldinn að Hótel Sögu, 24. marz 1975, telur að í frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi, séu ekki virt mannréttindi kvenna, þar sem ákvörðunarvald til löglegrar fóstureyðingar er lagt í hendur annarra aðila. Kon- an sjálf hlýtur að vera sá eini aðili, sem veit, hvort hún vill og treystir sér til að garíga með barn, fæða það og ala upp. Það er van- mat á ábyrgðartilfinningu og sið- ferðisvitund kvenna, að ieggja þetta vald í hendur sérfræðinga og embættismanna. Fundurinn skorar þvi á hæst- virt Alþingi að gera sér ekki þá vanvirðu að lítilsvirða sjálfs- ákvörðunarrétt helmings kjós- enda i landinu og krefst þess, að upphafleg gerð frumvarps til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgeróir, verði að lögum." Samtökin hafa aðsetur í Fé- lagsstofnun stúdenta við Hring- braut, sími 15959, og þar eru veittar allar nánari upplýsingar um starfsemi þeirra. Þar geta menn einnig gerst fé- lagar I samtökunum. — Hafnbann Framhald af bls. 2 flutning á frystum afurðum frá Islandi s.l. þrjú ár og væri hann að meðaltali um 3 þúsund lestir á ári, þar af um 10% fryst þorsk- flök. Sá misskilningur væri ríkj- andi ytra að bannið kæmi sér illa fyrir íslendinga. Sagðist Jón hafa reynt að leiðrétta þennan mis- skilning, m.a. í sjónvarpsviðtöl- um. 1 fréttum frá London seint í gærkvöldi segir, að nýtt lágmarks- verð hafi verió ákveðið á frystum fiskafurðum frá Noregi og til- kynningar um málið væri að vænta frá stjórninni í dag, mið- vikudag. — Sjónvarpið Framhald af bls. 28 tökutæki og annar útbúnaður í hinum bílnum. Auk þess að vera fullkomnari en gamli billinn eru þeir miklu liprari í meðförum og hægt að fara með þá lengra. Bil- arnir taka upp í ' svart/hvitu. Norska sjónvarpið hefur verið að skipta yfir í lit, og fengust bilarn- ir því á mjög hagstæðu verði. Enn hefur sjónvarpið ekki eignazt búnað til aó koma efni þráðlaust til sendis til beinnar útsending- ar, en í athugun er að sjónvarpið eignist slikan útbúnað áður en langt um líður. — Loðnuveiðar Framhald af bls. 28 tið. — Við gætum samþykkt heild- arkvóta, sem vísindamenn legðu fram, sagði Þórður. Ef til kemur verða isienzku skipin því ekki bundin neinum veiðikvótum á þessum mióum i sumar. Kvótasamkomulagíó frá í Bergen gerði hins vegar ráð fyrir, að Noregur, Kanada og Rússland gætu veitt yfir 200 þús. tonn á þessu svæði, en aðrar þjóðir áttu aðeins að geta veitt 20 þús. tonn. Að sögn Vilhjálms Ingvars- sonar hjá ísbirninum mun Norglobal halda til Noregs er hann hefur lokið bræðslu á ís- landsmióum, en fara síðan á Ný- Fundnalandsmið kringum 10. maí. — Læknanemar Framhald af bls. 28 lenzkra lækna, því að Danmörk má þegar heita iokuð vegna at- vinnuleysis lækna þar í landi, Sví- þjóð mun vera að lokast af sömu ástæðu og til Bandaríkjanna kom- ast kandídatar héðan ekki nema þeir hafi öðlazt lækningaleyfi, sem þeir geta hins vegar ekki við núverandi aðstæður hér heima. Allar likur eru síðan til þess, aó þeir sem fari út til náms muni ílendast þar vegna þess að hér heima er ekkert fyrir þá að gera. „Við teljum nauðsynlegt að unga fólkið sem nú er við mennta skólanám en hyggur á læknis- fræóinám viti að eins og nú horfir er um þaó að ræða að starfa er- lendis sem læknir, eða snúa sér að einhverju öðru að loknu þessu langa námi,“ sögðu læknanemarn- ir sem Mbl. ræddi við í gær. Þeir hafa rætt sin á milli um ýmis úrræði og kemur nú helzt til greina að þeir skipti með sér kand ídatsstöðunum, þannig að tveir verði um hverja og þeir taki hálf laun. Einnig þurfi að rýma helztu skyldustöðurnar og setja ákveð- inn hámarkstima um hversu lengi má sitja þessar stöður. — Greinargerð Læknafélagsins Framhald af bls. 17 afleiðingarnar. A Islandi eru um 42.000 konur á aldrinum 15—44 ára. 1971—1972 notuðu 40% þeirra pilluna og 15% lykkju eða samtals 55%, sem er 23.000 konur með öruggar getnaðarvarnir. Ef frjálsar fóstureyóingar myndu leiða til 1% minnkaðrar notkunar getnaðarvarna, gætum við af þeim sökum fengið 230 óvelkomn- ar þunganir á einu ári, og hugsuð- um vió okkur 5% minnkun, væri möguleiki á 1150 óvelkomnum þungunum. Þannig gæti löggjöf, sem ætlað er að leysa vanda fyrir fámennan hóp kvenna, orðið til að skapa sama vanda fyrir mörgum sinnum stærri hóp. Kæruleysið í þessum efnum er vitanlega ekki aðeins sök konunnar, heldur einnig ekki síður mannsins. Stutt reynsla er enn af frjálsum fóstureyðingum i nágrannalönd- um okkar. Stjórn L.l. telur, aó við ættum að flýta okkur hægt i þessu efni og bíða eftir reynslu þeirra. Það getur varla verið tilviljun, að 3 af þjóðum Austur-Evrópu, sem lengst höfðu gengið i þessu efni, hafa nú þegar breytt sinni löggjöf og horfið frá frjálsum fóstureyðingum. Breyti Alþingi frumvarpinu og samþykki að heimila fóstur- eyðingar að ósk konu, sbr. gr. 9.1 í upphaflega frumvarpinu, leggur stjórn L.I. til, að inn i frumvarpið verði fellt ákvæði þess efnis, „að læknum og öðrum heilbrigðis- stéttum verði heimilt að taka við stöðum á sjúkrahúsum með þeim fyrirvara, að þurfa ekki að fram- kvæma eða vinna við framkvæmd fóstureyðinga." — Skákþáttur Framhald af bls. 5 af miklu fjöri og þar var eftirfar- andi skák tefld i 2. umferð. Hvftt: Jóhann Þ. Jónsson Svart: Þorsteinn Þorsteinsson Kóngsindverskt tafl. 1. d4 — Rf6, 2. e3 — g6, 3. Bd3 — Bg7, 4. f4 — d6, 5. Rf3 — 0-0, 6. Rbd2 — Rfd7, 7. e4 — c5, 8. d5 — Ra6, 9. c3 — Hb8, 10. a4 — Rc7, 11. 0-0 — b6, 12. De2 — a6, 13. c4 — e5, 14. f5 — g5, 15. g4 — f6, 16. h4 — a5, 17. hxg5 — fxg5, 18. Dh2 — h6, 19. Kg2 — Rf6, 20. I)h3 — Rh7. 21. Hhí — Bd7, 22. Rfl — Be8, 23. Rg3 — Hb7, 24. Bd2 — Df6, 25. Haf 1 — Ra6, 26. Hh2 — Bf7, 27. Hfhl — Hd8, 28. Kf2 — Hdd7, 29. Dg2 — Be8, 30. Rh5 — Bxh5, 31. Hxh5 — Rb4, 32. Bbl — Dd8, 33. Hxh6! — Bxh6, 34. Hxh6 — Hg7, 35. Dh3 — De7, 36. He6 — Dd8, 37. Dh6 — Hbd7, 38. f6 og svartur gafst upp. — Davíð Oddsson Framhald af bls.7 er hefur borgarlögmaður einkum haft með þau að gera fyrir hönd borgarinnar og tel ég að í þeim efnum hafi honum oftast tekizt mjög vel, i vanda- sömu verki. Allir sjá i hendi sér að erfitt er að gera svo öllum liki I þeim efnum. En ég er ekki frá því að einhver annar háttur geti verið hafður á í því sambandi og slíkt gæti átt und- ir t.d. stjórn Kjarvalsstaða sem hefði listrænan ráðunaut sér til fulltingis, eða þá undir umrætt lista- og menningarráð ef stofn- að yrði. Aðrir þeir liðir sem upp eru taldir í greinargerð gætu réttilega verið settir undir slíkt ráð. Sennilegt þykir mér að lista- og menningarráð borgarinnar myndi fljótlega kalla á sér- stakan framkvæmdastjóra. Ég hef verið að bræóa meó mér hvaða starfsheiti slíkur starfs- maður gæti borið. Listaráðu- nautur eða ráðunautur yfirleitt finnst mér ósköp búvísinda- og ómenningarlegt og því óhæft fyrir minningarráð. Kemur mér helzt i huga að starfs- maðurinn gæti kallast lista- verkur borgarinnar og beygjast eins og annar andlegur vegvísir klerkur. . Þ.e. listaverkur um listaverk o.s.frv. Um þessa tillögu almennt vil ég segja það, að hún er allrar athygli verð og mjög kemur til greina að mínu mati að gera hana að veruleika. Hún ber það sjálf með sér, að hún er ekki enn hugsuð í þaula og starfs- svið slíks ráðs er enn nokkuð óljóst eins og ég þykist hafa sýnt fram á. Þvi þykir mér eðli- legt að hafðar verði tvær um- ræður um tillöguna í borgar- stjórn og henni verði á milli víáað með jákvæðum huga til borgarráðs. Herra forseti, ég geri að til- lögu minni, að tillögu borgar- fulltrúa framsóknarmanna um stofnun Lista- og menningar- ráðs verði vísað til borgarráðs og annarrar umræðu hér í borgarstjórn. — Minning Jón Framhald af bls. 19. við Alftavatn, þar sem þau höfðu búið sér fagran hvíldarstað. Fórum við gjarnan saman til veiða i Sogið. Voru það friðsælar stundir, þótt talstöðin væri með. Með Jóni Atla Jónssyni er 'fall- inn fyrir aldur fram gegn og góður maóur. Fyrir hönd okkar sem störfuð- um með honum í Borgarspítalan- um eru hér bornar fram þakkir og hinztu kveðjur. Konu hans og ættingjum vott- um við dýpstu samúð. Haukur Benediktsson. I dag er til moldar borinn Jón Atli Jónsson vélstjóri Stigahlíð 14 hér í borg. Jón Atli var fæddur 13. júní 1924 í Mundakoti á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru hjónin Jón Júníusson frá Syóra-Seli Stokks- eyri og Jónína Jónsdóttir frá Mundakoti. Foreldrar Jóns Atla voru bæði af þekktum ættum þar eystra og eru margir ættmenn þeirra, lifs og liðnir, þjóðkunnir fyrir gáfur og dugnað og hafa sett svip sinn á þjóðlífið fyrr og siðar. Of langt mál yrði að telja hér upp alla þá sem ástæða væri til, en nefna má úr þeim hópi Isólf Pálsson tón- skáld og syni hans, en ísólfur og Júníus afi Jóns Atla voru bræður. Móðurbróðir Jóns Atla er Ragnar Jónsson, þekktastur undir nafn- inu Ragnar i Smára. Jón Atli fluttist kornungur með foreldrum sinum til Reykjavíkur og ólst þar upp og átti þar heima æ síðan. Eina systur átti hann, Guðrúnu, sem gift er Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra. Uppvaxtarár hans voru miklir erfiðleikatímar, einkum þó ára- tugurinn 1930 til 1940, þegar heimskreppan mikla lamaði svo íslenskt þjóðlif, að þeir sem þá höfðu sæmilega til hnífs og skeiðar voru taldir vel stæðir. Hann lærði því ungur að meta það, að stöðug vinna er undir- staða góðrar afkomu og ef vinnan bregst, er skammt að bíða dapur- legra tíma. Faðir Jóns Atla, Jón Júníusson, var í áratugi stýrimaður á togur- um. Hann var einn þeirra, sem nauðulega sluppu lífs úr Hala- veðrinu fræga. öll heims- styrjaldarárin sigldi hann með aflann til Englands að loknum veiðiferðum. Siðustu starfsárin var hann svo bátsmaður á strand- ferðaskipinu Heklu. Mun þvi aldrei hafa verið um skort brýnustu nauðsynja að ræða á heimili hans. Hinsvegar mun hafa þurft ýtrustu gætni i fjármálum heimilisins, til þess að endar næðu sæmilega saman. Arið 1941 hóf Jón Atli nám i rennismíði í vélsmiðjunni Héðni og lauk þvi námi 1945. Árið 1946 innritaðist hann í vélskólann og útskrifaðist sem vélstjóri árið 1949. Árin 1958 til 1959 nam hann bifvélavirkjun og fékk meistara- réttindi í þeirri iðn. Fyrstu árin að loknu vélstjóra- námi var hann vélstjöri á kaup- skipum en árið 1954 tók hann að sér forstöðu bifreiðaverkstæðis Smjörlíkisgerðanna og var þar til ársins 1967. Það ár gerðist hann véltæknistjóri og umsjónarmaður Borgarsjúkrahússins og var í því starfi til ársins 1973 en þá keypti hann Lakkrísgerðina Krumma og var forstjóri þess fyrirtækis til dauðadags. Jón Atli giftist árið 1952 þ. 15. nóvember eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Súsönnu Halldörs- dóttur, f. 19/5 1929, en foreldrar hennar voru hjónin Halldór Jón Einarsson verkstjóri i ' Vest- mannaeyjum og Elín Sigurðar- dóttir. Vegna fjölskyldutengsla kynnt- ist ég Jóni Atla mjög náið. Hann var sannarlega svipmikill per- sónuleiki og hafði mjög fastmót- aðar skoðanir á hverju þvi mál- efni, sem hann fjallaði um. Hann var frábær starfsmaður, að hverju sem hann gekk og sam- viskusamur með afbrigðum. Hann tók þvi aðeins að sér eitt- hvað starf, að hann teldi sig þess fullvissan að hann vissi til hlítar hvers eðlis það væri og að hann væri fullfær um að leysa úr þeim vandamálum sem upp kynnu að koma. Hann gat aldrei hugsað sér að taka að sér verk öðruvísi en að vinna það óaðfinnanlega og sparaði þá hvorki tima né fyrir- höfn til að kynna sér málið ef hann var i einhverjum vafa, eða ef eitthvað kom til úrlausnar, sem ekki lá i augum uppi hvernig leysa skyldi. Hann var óþreytandi að auka við þekkingu sína, bæði gagnvart starfi og öðrum hugðar- efnum. Hann bar óvenjulega gott skynbragð á allt sem að vinnu laut, hvort sem það var við- víkjandi hans starfsgreinum eða á öðrum sviðum og fljótur að sjá galla á verkum ef þeir voru til staðar. Honum var vinnan nautn og honum var meira virði að leysa starf sitt vel af hendi, en að telja til launa hverja mfnútu sem til þess þurfti, þó utan venjulegs vinnutíma væri. Hann var þess- vegna eftirsóttur til starfa og þá ekki síður sem stjórnandi. Hann var ekki síður vel gefinn andlega og mátti teljast vel menntaður fram yfir það sem vænta mátti af skólagöngu hans. Hann hafði mikinn áhuga á félagsmálum og þjóðmálum og mat hvert mál fyrst og fremst eftir eðli þess, en ekki flokkspólitiskum línum, þó að hann hefði ákveðnar skoðanir einnigþar. Jón Atli var sannur vinur vina sinna og fljótur til að leysa vanda annarra ef það stóð í hans valdi. Mér er það minnisstætt, að þegar tengdaforeldrar hans misstu bæði samtímis heilsuna, tók hann þau bæði á sitt heimili, og tengda- móðir hans naut aðhlynningar þeirra hjóna þar til yfir lauk. Mér virtist viðhorf hans til náungas ætið vera það, að ef aðstoð var veitt, þá var aldrei um hálfvelgju að ræða. Það er sannarlega sárt að sjá á bak góðum dreng á miðjum aldri og mestur er missir hans nánustu. En við sem þekktum hann best höfum iika mikið að þakka. ÞegaF tíminn hefir dregið mesta sviðann úr sárinu, verður minningin eftir til að ylja. Ég þakka af heilum hug samfylgdina og um leið votta ég öllum hans nánustu dýpstu samúð og þá sérstaklega eftirlif- andi eiginkonu og aldraðri móður. Ingibergur Sæmundsson. — Minning Pétur Framhald af bls. 10 áhaldsskáld, Stephan G. Eflaust hefur Sveinn þekkt einhver deili á Pétri og vitað að ekki yrði kom- ið að tómri jötu þvi spurningarn- ar spönnuðu yfir mörg rit bæði í bundnu og óbundnu máli. Öllu kom Fljótastrákurinn í höfn og fékk fyrstu verólaun. Mér bjó í grun bæði þá og nú að fáir eóa jafnvel enginn hefði svaraö betur fyrir sig. Margir körpuðu við Pét- ur um trúmál og sumum fannst hann tómlátur í þvi efni og jafn- vel trúlaus. Þetta hafði ekki við nein rök að styðjast. Hann las bíblíuna eins og aðrar fræðibæk- ur og taldi hana torskilið fornrit. Eins og það að Israelslýður hafi göslað Rauðahafið án þess að vökna í iljar. Hver trúir því? Hann var líka á móti þeim sem gengu um hús og stræti boðandi reiði Guðs og mátt Satans og taldi það ekki góða aðferð til að ná til fólks með sönnu Guðs orði. Hon- um var það hugleikió að athöfn fylgdi orðum og það sýndi hann svo ekki verður um deilt. Aldrei heyrðist öfundarorð af vörum hans til nokkurs manns. Hjá hon- um voru metorð og auðsöfnun eins og saltsýra i berri kviku. Greiðvikni og höfðingslund hans var viðbrugðið. Honum tók það sárt ef einhver átti bágt og vildi bæta það ef kostur var, ég tala nú ekki um ef munaðarlaus börn áttu þar hlut að máli svo barngóð- ur sem hann var. Sem oftar vor- um við Pétur aó spjalla um dag og veg. Þá segi ég við hann: Fóstur- börnin verða iíklega þinn bjarg- hringur þegar þú kemur i eilífð- ina. Hann svaraði: Enginn veit á hvaða stundu mælir. Þannig var Pétur ávallt talhreifur og vits- munabjartur, braut heilann um það margslungna og bjó líka yfir miklu bókviti og hafði glöggt brageyra. Pétri vini mínum finnst vist nóg komið af mærðinni. Hann hefur líka kannski lesiö úr penna mínum og getur svo ekki leiðrétt mig. Að endingu þetta: Lifsvilji hans var óbugaður fram á sióustu stund. Hjarta hans var síungt, sló ætið í takt við þaó allra besta bæði í þátið óg nútíó. En umfram allt hafði Pétur óbifanlegt traust á almættið. Verói hann að trú sinni. Hafnarfirði á pálmasunnudag, Bjarni M. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.