Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 5 Frá Skákþingi Islands Þegar þetta er ritað er lokið þremur umferðum I landsliðs- flokki á skákþingi lslands, og er stað.a efstu manna sem hér segir: I. —3. Haukur Angantýsson, Helgi Olafsson og Júlíus Frið- jónsson 2,5 v, 4.—6. Björn Þor- steinsson, Bragi Haildórsson og Margeir Pétursson 2 v, 7.—8. Jón Þ. Þór og Jónas Þorvaldsson 1,5 v, 9. Gunnar Finnlaugsson 1 v, 10. Ásgeir P. Ásbjörnsson 0,5 v, II. —12. Frank Herlufsen og Ómar Jónsson 0 v. I meistaraflokki er lokið tveimur umferðum en sökum Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR fjölda biðskáka er staðan óljós. Við skulum nú líta á tvær skákir frá mótinu. Sú fyrri er tefld af tveimur nýliðum í landsliðsflokki. Margeir Pétursson, sem stýrir hvítu mönnunum, er einn yngsti maður, sem nokkurntima hefur teflt í landsliðsflokki, en í skákinni, sem hér fer á eftir sýnir hann, að hann er vel verðugur landsliðssætisins. Hvílt: Margeir Pétursson Svart: Gunnar Finnlaugsson Enskur leikur 1. c4 — c5, 2. Rc3 — Rf6, 3. Rf3 — Rc6, 4. g3 — d5, 5. cxd5 — Rxd5, 6. d3 — f6, 7. Bg2 — Be6, 8. 0-0 — Bc5, 9. Bd2 — Bb6, 10. Hcl — I)d7. 11. Re4 — 0-0-0, 12. Rc5 — Bxc5, 13. Hxc5 — g5, 14. Da4 — H5, 15. b4 — Rb6, 16. Da3 — Kb8, 17. Hfcl — Bd5, 18. Be3 — Dd6, 19. Hxd5! —Rxd5, 20. Bc5 — De6, 21. b5 — Rce7, 22. Dxa7+ — Kc8, 23. e4 — Rf4, 24. gxf4 — exf4, 25. Bxe7 — Dxe7, 26. Da8+ — Kd7, 27. I)xb7 — Hc8, 28. Dc6+ — Kd8, 29. Hc5 — II b8, 30. Rd4 — Kc8, 31. Rf5 og svartur gafst upp. 1 mestaraflokki er gjarnan teflt Framhald á bls. 27 Innstæðulaus- ir tékkar fyrir 23 milljónir kr. AÐ KVÖLDI hins 21. þ.m. fór fram skyndikönnun innstæðu- lausra tékka á vegum Seðlabanka Islands. Könnunin náði til inn- lánsstofnana f Reykjavík, Kópa- vogi Hafnarfirði, Keflavfk og Sel- fossi. Fram komu alls 1065 tékkar án fullnægjandi innstæðu að fjár- hæð samtals kr. 22.967.000,00 sem reyndist vera 0,87% af veltu föstudagsins í tékkum hjá ávísanaskiptadeild Seðlabankans, en hún var nánar tiltekið 2.640 milljónir krónur. Ofangreint hlut- fall er undir meðallagi miðað við fyrri kannanir. Hestamannafélagið Sörli býður yngstu kynslóðinni á hestbak FIMMTUDAGINN 27. marz — skírdag — verða hestamenn úr hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði með hesta sína við samkomuhúsið að Garðarholti f Garðahreppi og teyma undir yngstu borgurunum og geta pabbi og mamma brugðið sér inn í sam- komuhúsið á meðan og fengið sér kaffisopa sem konurnar í félag- inu munu annazt. Yfir 120 félagsmenn eru nú í hestamannafélaginu. í nafni félagsins eru rekin hirðingarhús sem félagið hefur komið sér upp fyrir ötulan framgang fyrrver- andi formanns. Núverandi for- maöur og stjórn félagsins hafa margt á prjónunum og hefur félagsstarfsemin aldrei verið jafn blómleg og nú. Með samvinnu undirnefnda hefur tekizt að koma mörgu í framkvæmd. Ferðir eru farnar einu sinni í mánuði um nágrenni byggðarlagsins og nágrannafélögin heimsótt. Há- punktur þeirrar starfsemi verður þegar Sörlafélagar ríða á fjórðungsmót hestamanna að Faxaborg í Borgarfirði. jazzBaLLeccakóu bótu. JOXEbolltttl Vornámskeid 1. apríl 8 vikna vornámskeið í aldursflokkunum 12—15 ára og 15—18 ára í jazz- ballett. Athugið. Tímar jafnt fyrir dömur og herra. Upplýsingar og innritun í síma 83 730 miðvikudag (í dag) Innritun frá 6—10 e.h. N Jí JaZZBQLLeCtSKÓLÍ Búru IUERHVER SÍÐASTUR 3% ■ r * _ ■ _ • r*.* Aöeins fáeinir dagar eftir. Tókum fram nýjar terylene- og r Íí4 ullarbuxur. p Enn er úrval af iH|| fflBA jakkafötum, ^^^stökum jökkum, leöurjökkum, Tpljlj kuldaflíkum m jÉb I dömu |t “jf °9 herra, \ U f blússum, • • pilsum, skyrtum, J'% bolum o.m.fl. o LATIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA 0—70% afsláttur KARNABÆR •Utsölumarkaöur Laugaveg 66 Tollvörugeymslan h.f. — Aðalfundur. Aðalfundur Tollvörugeymslunnar h.f. verður haldinn föstudaginn 18 apríl 1975 kl. 17.00 í fundarsal Hótel Loftleiða. Dagskrá samkvæmt fundarboði. Stjónin. SKIÐADEILD 1 . Kvikmyndasýning, umræðufundur um æfingar og fl. verður í Fellahelli (Breiðholti) í kvöld miðvikudag kl. 20.30. Nýjir félagar velkomnir. Innritun og uppl. á fundinum. 2. Byrjendamót verður haldið 29. — 30. marz. Þeir, sem ætla að taka þátt í því, mæti á fundinum eða tilkynnið í símum 34156, 84960 og 33242. Keystone vasa-rafreiknar Q Mjög greinilegir tölu- stafir | | Allar reikniaðferðir j\ Vinnur allt að 30 klst á rafhlöðum ] Margargerðir | | Framleiðsluland U.S.A. Q Fljótandi og stillanleg komma [J Konstant og prósentu- takki □ Verð frá 11.980.- Model 350 Model 370 KJARANHF skrifstofuvélar & -verkstæöi Tryggvagötu 8, sími 24140, R. HEIMILISTÆKI — VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA - FYRIRLIGGJANDI L HAGSTÆTT VERÐ HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Simi 21240. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.