Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 84. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sihanouk hafnar uppgjafartilboði Phnom Penhstjórnar: Barizt er á götum Phnom Penh Phnom Penh, Bangkok og Genf 16. aprfl AP—Reuter. LJÖST virðist nú af fréttum, að Phnom Penh, höfuðborg Kambódfu, og þar með landið allt, er fallið f hendur skæruliða kommúnista, Rauðu khmeranna, nema að nafninu til. Stjórnin í Phnom Penh bað í dag Alþjóða Rauða krossinn f Genf að reyna að greiða fyrir vopnahléi við skæruliðahreyfinguna og hafa eftirlit með uppgjöf stjórnarhersins og valdatöku kommúnista þegar í stað. Tilkynning þessi var þegar send til skrifstofu Rauða krossins f Peking, sem kom skilaboðunum til Sihanouk prins, sem dvelst þar f útlegð. Sihanouk lét hins vegar ekki standa á svarinu: „Ég hef ekkert við leppstjórnina annað að segja en: „Komið ykkur á brott frá borginni áður en hún fellur, þvf að ykkar bfður ekkert nema gálginn." Einnig skora ég á aðra föðurlandssvikara að leggja niður vopn og gefast upp.“ Skæruliðar náðu um hádegisbil- ið í dag á sitt vald flugvelli borg- arinnar eftir harðvítuga bardaga og þurftu þeir að gera fimm meiriháttar áhlaup, áður en þeim tókst að hrekja stjórnarhermenn í burtu. Hafa stjórnarhermenn bar- izt hetjulegri baráttu gegn miklu ofurefli síðustu daga og er nú svo komið að herforingjar hafa gefið mönnum sfnum fyrirskipun um að berjast til síðasta manns. Það var útvarpið í Tókíó, sem skýrði frá töku flugvallarins, en tals- maður sendiráðs Kambódíu í Bangkok í Thailandi neitaði að | stjórnarhermenn hefðu misst flugvöllinn, en fréttamenn benda á, að hann hafi ekki einu sinni vitað um skeyti stjórnarinnar f Phnom Penh til Rauða krossins og því ekki mjög áreiðanleg heim- ild. Um kl. 20 i gærkvöldi rofnaði allt samband við Phnom Penh frá Bangkok og var ekki vitað í kvöld, hvort skæruliðar væru búnir að ná allri borginni á sitt vald. Það vakti nokkra athygli í gær, að Sihanouk prins sagði f viðtali við franska útvarpið, að hann myndi draga sig í hlé, eftir sigur Rauðu Khmeranna, en þeir viður- kenna hann sem þjóðhöfðingja Framhald á bls. 18 Fórnarlömb eldflaugaárásar á Phnom Bandarfski sendiherrann f Phnom Penh yfirgaf borgina sl. Khieu Samphan leiðtogi Rauðu Khmeranna og væntanlegur valdhafi f Penh reyna f ofboði að komast f eitt- laugardag ásamt starfsliði sfnu. Kambódfu með Sihanouk prins. hvert fylgsni. Barizt í návígi í Xuan Loc—Phan Rang fallin Saigon og Washington 16. april.AP, Reuter. HERSVEITIR skæruliða Viet- Cong og N-Vietnam náðu á sitt vald í dag strandborginni Phan Rang um 200 km fyrir NA Saigon, eftir harða bardaga undanfarið. Stjórnarhermönnum var f dag skipað að yfirgefa borgina og setja upp nýja varnarlínu fyrir sunnan hana, eftir að mörg þús- und hermenn kommúnista með skriðdreka f fararbroddi gerðu mikið áhlaup áborgina. Þá var einnig barizt hart og sumstaóar í návígi í héraðborg- inni Xuan Loc um 60 km fyrir austan Saigon og fylgdust hern- aðarsérfræðingar Saigonstjórnar- innar nokkuð áhyggjufullir með þróuninni þar, því að talið er að □ ------------------ □ sjábls. 15 Nær allir þættir efnahagslífs f Portúgai þjóðnýttir. Verkalýðshreyfingin í Bret- landi gagnrýnir frumvarp Healeys. Jackie Onassis fær aðeins 3 milljónir dollara. kommúnistar hyggist hefja sókn til Saigon frá því svæði. Stjórnar- hermönnum hafði tekizt aó halda borginni eftir heiftarlega bardaga alla vikuna, en höfðu þó oróió að láta eitthvað undan siga á svæð- um rétt fyrir utan borgina. Xuan Loc-svæðið er að öllum Moskvu, 16. april. Reuter. ALEXANDER N. Shelepin, sem iöngum hefur verið talinn líkleg- ur arftaki Leonid Brezhnevs flokksritara, var I dag vikið úr stjórnmálaráði sovézka komm- únistaflokksins. Stjórnmála- ferli hans er þar með talið lokið og óvissan um hver taka muni við af Brezhnev hefur aukizt við brottvikningu hans. í opinberri tilkynningu sagði, jafnaói ekki talið eðlileg leið til framsóknar í átt til Saigon, en mjög mikið er lagt upp úr frammistöðu stjórnarhermanna þar með tilliti til varnaraðgerða umhverfis sjálfa höfuðborgina. Gerald Ford Bandarikjaforseti sagði við fréttamenn í Was- að miðstjórnin hefði vikið Shelepin úr stjórnmálaráðinu að hans eigin ósk. Hann hefur átt þar sæti síðan Nikita Krúsjeff var steypt af stóli 1964 og hefur einn- ig verið foringi sovézku verka- lýðshreyfingarinnar en nú er tal- ið að hann verði einnig sviptur því embætti. Nýlega kom hann frá Bretlandi úr umdeildri heim- sókn er leiddi til mótmælaaðgeróa gegn honum þar sem hann er hington i dag, að hann væri sann- færður um að ef þingið samþykkti beiðni sína um 722 milljón dollara hernaðaraðstoð við S-Víetnam, myndi Saigonstjórnin geta treyst svo varnir sínar, að hún gæti tryggt sér samningaviðræður við Framhald á bls. 18 ----------------------------- fyrrverandi foringi leynilögregl- unnar KGB. Flestir sérfræðingar telja að Brezhnev hafi stöðugt reynt að svipta Shelepin þeim völdum sem hann hefur haft. Ef hann hefur átt frumkvæðið að brottvikningu Shelepins telja sérfræðingarnir það bera vott um að völd hans i flokknum séu örugg þrátt fyrir orðróm um að hann sé heilsuveill. Miðstjórnin hefur enn fremur ALEXANDER SHELEPIN ákveðiðað25. þing flokksins skuli haldið 24. febrúar á næsta ári. Þá verður forysta flokksins valin og þrálátur orðrómur hefur verið um að Brezhnev kunni að segja af sér á þinginu í kjölfar yfir- lýsingar um að „friðarstefna" sem hann boðaði á 24. flokksþing- inu 1971 væri að verulegu leyti orðin að veruleika. Miðstjórnin samþykkti einnig Framhald á bls. 18 Shelepin sviptur stöðu stjórnmálaráðsfulltrúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.