Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRlL 1975 t Maðurinn minn, GUNNLAUGUR LOFTSSON, kaupmaður, Brávallagötu 14, lézt I Landakotsspítala þriðjudaginn 1 5 apríl. Guðrún Geirsdóttir. t Bálför eiginkonu minnar móður okkar, EGGRÚNAR ARNÓRSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 8. april kl. 3 síðdegis. Steingrfmur Guðmundsson, Margrét Steingrimsdóttir, Kristjana Steingrimsdóttir. t Faðir okkar ÁRNI B. KNUDSEN verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag 1 7 apríl kl. 13.30. Fyrir mina hönd og systra minna Knútur Knudsen. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, HAFSTEINN VILBERGS VILBERGSSON, Lækjargötu 20, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 21 apríl kl. 1.30. Hansína Kolbrún Jónsdóttir, Jón Fannar V. Hafsteinsson, Kristín Marfanna V. Hafsteinsdóttir, Sigríður Fanney Björnsdóttir, Vilberg Jónsson. Eiginmaður minn, + EIRÍKUR PÉTUR ÓLAFSSON, Réttarholtsvegi 27, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, föstudaginn 18. apríl kl 13.30 síðdegis Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Margrét Ó. Hjartar. t Bálför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, UNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 1 9. apríl kl. 10.30. Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Kristján Vigfússon, Erla Kristjánsdóttir, Bjarni Steingrimsson, Sólrún Kristjánsdóttir, Jón Friðsteinsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar móður, tengdamóður og ömmu okkar SIGRÍÐAR GESTSDÓTTUR, fró Flagbjarnarholti GuSfinna Jónsdóttir SigurSur Þorbjömsson Gestur Jónsson Steinunn Ástgeirsdóttir Sigurjón Jónsson GerSur GuSjónsdóttir Sveinn Jónsson og bamabörn. Myndin er tekin á æfingu Kvennakórs Suðurnesja, nemenda úr Tónlistarskóla Keflavfkur og „rytma-grúppunnar" nýlega. Kvennakór Suðurnesja heldur tónleika að Minni- Borg og á Seltjamarnesi KVENNAKÓR Suðurnesja hefur að undanförnu hald- ið þrjár söngskemmtanir í Félagsbíói í Keflavík, fyrir fullu húsi i öll skiptin og við mikinn fögnuð áheyr- enda. 1 kórnum eru 32 konur, en auk þeirra taka 20 nem- endur Tónlistarskólans í Keflavik þátt í tónlistar- flutningnum, auk þess sem „rythma-grúppa“ aðstoðar, en undirleikari kórsins er Ragnheiður Skúladóttir. Stjórnandi kórsins er Herbert H. Ágústsson, en einsöngvarar eru þær Rósa Helgadóttir og Elisabet Erlingsdóttir, en hún hefur jafnframt annast raddþjálf- un kórsins. Kvennakór Suðurnesja heldur tvenna tónleika utan heimabyggó- arinnar á næstunni. Þeir fyrri verða að Minni-Borg í Grímsnesi næsta laugardag kl. 16, en þeir síðari verða í Félagsheimili Sel- tjarnarness kl. 20.30 sunnudaginn 27. apríl. Að sögn Margrétar Friðriks- dóttur, formanns kórsins, kemur til mála að halda tónleika víðar á næstunni, og sagði hún frábærar viðtökur vera hvatningu til þess. Efnisskrá kórsins er fjölbreytt, en fyrri hlutinn er eftir íslenzku tónskáldin Þorvald Blöndal, Ás- kel Snorrason, Sigvalda Kalda- lóns og Inga T. Lárusson, en með- al laga Inga er Austfjarðaþokan, sem Þorsteinn Valdimarsson + Dóttir okkar, systir og dótturdóttir, KRISTRÚN JÓNASDÓTTIR, Álfhólsvegi 2 A, Kópavogi, sem andaðist á Vlfilsstöðum 12. aprll, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 1 8. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatiaðra. Jóhanna Gunnarsdóttir, Jónas Jónsson, Þórir Jónasson, Jón H. Jónasson, Gylfi Jónasson, Kristrún Jóhannesdóttir. skáld hefur gert texta við, og hefur hann ekki áður verið flutt- ur með laginu. Slðari hluti efnisskrárinnar er eftir ýmsa erlenda höfunda, þ. á m. Bítlana og Béla Bartók. Elísabet Erlingsdóttir syngur ein- söng með kórnum. Gróskudagar Isafirði 14. april. MENNTASKOLANEMAR á Isa- firði hafa nú að fordæmi mennta- skólanema við Tjörnina horfið frá stundaskrá í nokkra daga. Kalla þeir þessa daga gróskudaga og eiga þeir að vera tilbreyting frá venjulegu skólahaldi. Hafa nem- endur skipt sér niður I vinnuhópa og ákveðið var að nota tímann til að kynnast atvinnulifi Vestfjarða og vinna að ýmiskonar áhugamál- um. Hópur nemenda fór I þeim tilgangi I tveggja daga heimsókn + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför ástkæru eiginkonu minnar, móður, fósturmóður, tengdamóð- ur og ömmu, GUÐFINNU SVEINSDÓTTUR, Stórholti 24, Reykjavlk. Sigurður Stefánsson, SigrlSur SigurSardóttir, SigurSur Ólafsson, Hulda Sigurðardóttir, Gísli Jónsson, Svava Sigurðardóttir, Bjarni Guðmundsson, Þórunn Sigurðardóttir, Kristján Hjartarson, Guðfinnur Halldórsson, Sigrún Halldórsdóttir og barnabörn. + Þökkum af alúð öllum þeim nær og fjær, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, mannsins mlns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa AXELS BÖÐVARSSONAR, bankaritara, Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði á deild 3 A á Land- spítalanum svo og starfsfólki Útvegsbankans. Margrét Steindórsdóttir, Erla Axelsdóttir. Einar Ingimundarson, Björn Axelsson, Magnea Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. — Hákon Bjarnason Framhald af bls.7. seta manna. Eyðingin stafar fyrst og fremst af eyðingu birkiskóg- anna ásamt þrotlausri beit hús- dýra, einkum sauðkindarinnar. Hvers konar eyðing af völdum náttúruhamfara eða veðurfars er ýmist staðbundin eða tímabund- in, og náttúran bætir sjálf slíka skaða, ef hún er einráð, ef landið hefði verið mannlaust. Þegar huganum er rennt aftur i aldir virðist svo sem að hér hafi þrifist friðsamt og róstulitið þjóð- félag bænda um þriggja alda skeið eftir að land byggðist. Þá njóta menn frumgæða landsins, frjósamrar moldar, skjóls af skóg- um og kjarri, eldiviðar og margs konar hlunninda. (16) Svo hefst róstusamt tímabil og barist er um auð og völd, en slikt getur bent til þess, að einhvers staðar sé farið að kreppa að. Nokkrum árum eft- ir að gert er skattbændatal verða fiskveiðar arðbær atvinnuvegur á skömmum tima. Þær rétta við hag þjóðarinnar og margir verða stór- auðugir enda þótt kjör al- mennings batni ekki að sama skapi. Þá skýtur verstöðvum upp, þar sem aflasælast er. Um margar aldir leggja flestir verkfærir menn leið sina þangað öll sín manndómsár til að afla lífsnauð- synja. Heima sitja konur, börn og gamalmenni til að sinna búskapn- um. Hefði búskapurinn verið nógu afurðamikill til að veita hverri fjölskyldu lífsbjörg, er harla óliklegt að menn hefðu lagt á sig löng og erfið ferðalög að vetrarlagi, þolað vosbúð á landi og sjó og stundað lífshættulega atvinnu í skammdegi á kaldasta tima árs. Ljóst er, að kjör islendinga hafa lengst af verið ærið kröpp. Margt hefur valdió á ýmsum tím- um. Há landleiga og kúgildaleiga, margs konar óáran, kúgun af hálfu höfðingja og kirkju, siðar ánauó erlends valds og illir verslunarhættir ásamt ýmsu fleiru hefur valdið fátækt og úr- ræðaleysi alls almennings. En ein af höfuðorsökum þess er sú, að landgæðin brugðust. Islendingar urðu að bregða geiri sínum gegn landinu sjálfu til þess að þeir fengju lifað af. Með því að merg- nemenda MI til Dýrafjarðar þar sem þeir skiptu sér niður á sveitabýli í Mýrarhreppi til að kynnast bú- skapnum. Aðrir nemendur fóru í róður á línubátum frá nærliggj- andi verstöðvum. Margt fleira er á dagskrá þessa Gróskudaga, en fyrirhugað er að hver hópur skili skýrslu um reynslu sína sem sið- an verða birtar I skólanum. — Siggi Gríms. Afnotagjalds- hækkun nái ekki til Austurlands HREPPSNEFND Egilsstaða- hrepps hefur skorað á mennta- málaráðherra að sjá svo um, að hækkun afnotagjalds Sjónvarps fyrir fyrri helming þessa árs nái ekki til sjónvarpsnotenda á Austurlandi vegna óviðunandi móttökuskilyrða frá endurvarps- stöðinni á Gagnheiði nú i vetur, ellegar þá, að verulegur afsláttur verði veittur af afnotagjaldinu. Þá hefur hreppsnefndin mót- mælt þvi harðlega að afnotagjöld sjónvarps og útvarps séu inn- heimt sameiginlega, þannig að eigendur sjónvarpstækja komist ekki hjá þvi að greiða afnotagjald útvarps, þótt ekkert eigi þeir tæk- ið. Útfaraskreytingar blómouol Groðurhusió v/Sigtun sími 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.