Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1975 Frá Barnaskólum Kópavogs. Innritun sex ára barna, fæddra á árinu 1969, sem eiga að vera í forskóladeildum barnaskól- anna í Kópavogi næsta vetur, fer fram í skólun- um föstudaginn 1 8. apríl kl. 3 — 5 síðdegis. — Innritun aðfluttra barna 7 —12 ára, sem flytjast eiga í skólana í haust, fer fram á sama tíma. Til glöggvunar skal þess getið, að skólahverfismörk milli Kópavogs- skóla og Digranesskóla eru Brattabrekka, og skólahverfi Snælandsskóla er byggðin norðan Nýbýlavegar inn á móts við Þverbrekku, og göturnar Hjallabrekka, Lyngbrekka og Túnbrekka sunnan Nýbýlavegar. í Snæ- landsskóla verða þó aðeins 6—9 ára börn úr skólahverfi hans næsta vetur, en eldri börn úr hverfinu í Kópavogs- eða Digranesskóla eins og s.l. vetur. Fræðsluskrifstofa Kópavogs, sími 41863, veitir nánari upplýsingar um innritunina. Fræðslustjórinn í Kópavogi VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðislfokksins i Reykjavik Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals í Galtafelli Laufásvegi 46 á laugardögum frá kl. 14 —16. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtals- tíma þessa. Laugardaginn 1 9. apríl verða til viðtals: Ellert B. Schram, alþingismaður, Ólafur B. Thors, borgarfulltrúi Valgarð Briem, varaborgarfulltrúi. Ellert Ólafur Valgarður Arður til hluthafa Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Samvinnubanka íslands h.f. þann 1 2. apríl s.L, greiðir bankinn 1 2% arð p.a. af innborguðu hlutafé fyrir árið 1 974. Arðurinn er greiddur i aðalbankanum og útibúum hans gegn framvísun arðmiða ársins 1 973. Athygli skal vakin á þvi að réttur til arðs fellur niður, sé hans ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga. Reykjavík, 14. apríl 1975 Samvinnubanki íslands h.f. óskar eftir starfsfólki ÚTHVERFI Efstasundi 60—100, Laugarásvegur 1—37, Laugarásvegur 38 — 77. AUSTURBÆR Skólavörðustígur, Ingólfsstræti. VESTURBÆR Nýlendugata, GARÐAHREPPUR Vantar útburðarfólk í Arnarnesi. Uppl. í síma 52252. SEYÐISFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu. Mbl. uppl. hjá umboðsmanni og á afgr. í síma 10100. BÚÐARDALUR Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mbl. Uppl. hjá umboðsmanni eða afgreiðslunni í síma 101 00. GRINDAVÍK Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mbl. Uppl. hjá umboðsmanni eða afgreiðslunni í síma 1 0100. Karlakórinn SVANUR endurreistur Akranesi 15. april KARLAKÖRINN Svanur á Akra- nesi hefur nú verið endurreistur og starfar af miklum krafti. Kon- ur kórfélaga starfa einnig í félagsskap, sem heitir Bergþóra, og styrkja Svan með ráðum og dáð. Karlakórinn mun halda sam- söng í bíóhöllinni næstkomandi föstudag 18. april kl. 21 fyrir styrktarfélaga og gesti. Kórinn endurtekur skemmtunina á laugardag kl. 16. Ennfremur syngur kórinn á vegum Tónlistar- félags Borgarfjarðar að Logalandi í Reyholtsdal, laugardaginn 26. apríl kl. 21. Stjórnandi Karlakórsins Svans er Haukur Guðlaugsson, söng- málastjóri Þjóðkirkjunnar. Undirleik annast frú Fríða Lárus- dóttir. Einsöngvarar með kórnum eru hinir velþekktu Agúst Guð- mundsson og Kristinn Hallsson. A efnisskránni er mjög fjölbreytt dagskrá eftir innlenda og erlenda höfunda. Júlíus. — 70 ára Framhald af bls. 19. garður þar, — en þó fyrst og fremst til að telja léttstíg spor systranna tveggja, hinna listelsk- andi systra, dansandi um grænar hlíðar fjallsins eins og álfkonur úr fellinu. Þaðan gefur að minnsta kosti sýn yfir álfabyggð- ina alla, öllum sem hafa gaman af álfheimum. Og þaðan sér líka til Hvítár, hins þungstreyma fljóts, Vörðufells, — og svo Skálholts- staðar, þar sem saman runnu í einn bikar háleitust synd, og hjartagróin lotning mannssálar- innar fyrir veldi guðs á vorri jörð. Hið jarðneska streymir fram eins og fljótið, en lifið i álfheimum er ekki háð tímanum, og verður aldrei gamalt... Þessar fáu línur eiga að tjá af- mælisbarninu Ingibjörgu hlýjar árnaðaróskir í tilefni af merkum degi í æfi hennar og ástvina henn- ar. Þær ná ekki til að rekja neina sögu. Eg veit að hún nýtur þess að teyga af lindum minninganna, og eg vil óska þess að sá lífsdrykkur endist henni sem lengst, tær og hreinn eins og morgundöggin. Valtýr Guðjónsson. Hafnarfjörður Vorboðakonur haldafund i sjálfstæðishúsinumánudaginn 21. april kl. 8.30. Kosnir verða fulltrúar á landsfund sjálfstæðisflokksins. Gauð- laug Björnsdóttir kynnir nýjungar í hannyrðum frá Hannyrða- búðinni Linnetsstig 6. Opið hús. Allar sjálfstæðiskonur vel- komnar á fundinn. Konur, takið með ykkur handavinnu. Stjórnin. SUS Heimdallur Kjördæmamálið Starfshópur um kjördæmamálið heldur fund fimmtudaginn 17. apríl kl. 17 í Galtafelli, Laufásvegi 46. Nýir þátttakendur velkomnir. Sjálfstæðisfélag Miðneshrepps heldur félagsfund í Leikvallarhúsinu i Sandgerði fimmtudaginn 17. þ.m. kl. 20.30. Á dagskrá: Kosning fulltrúa á landsfund sjálfstæðisflokksins og kosning i fulltrúaráð. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Grindavíkur heldur almennan fund sunnudaginn 20. april kl. 20.30 i Festi, litla sal. Dagskrá: Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins 3.—6. maí. Bæjarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ræða bæjarmálin. Mætið vel og stundvislega. Akureyri — nærsveitir Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna önnur umferð verður spiluð n.k. fimmtudagskvöld 1 7. april og hefst í sjálfstæðishúsinu kl. 20.30. Glæsileg kvöld og heildarverðlaun. Dans að lokinni félagsvist til kl. 1 eftir miðnætti. Nefndin S.U.S. F.U.S. Baldur Er ríkisstjórnin á réttri leið? Samband ungra sjálfstæðismanna og F.U.S. Baldur efna til umræðufundar um ofangreint málefni. Fundurinn verðurhaldinn i Félagsheimili Seltirninga kl. 8.30 þriðjudaginn 22.4. Framsögumenn verða: Baldur Guðlaugsson og Viglundur Þorsteinsson. Fundurinn eröllum opinn. S.U.S. F.U.S. Baldur S.U.S. F.U.S Heimir Er ríkisstjórnin á réttri leið? Samband ungra sjálfstæðismanna og F U.S. Heimir Keflavik efna til umræðu- fundar um ofangreint málefni. Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðis- húsinu við Hafnargötu 46, Keflavík, fimmtudaginn 1 7. apríl kl. 8.30. Framsögumenn verða: Friðrik Sóphusson og Jón Magnússon. Fundurinn er öllum opinn. S.U.S. F.U.S. Heimir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.