Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1975 Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambandsins: Skugginn af efnahags- frumvarpinu felldi sam- komulagið SATTASKMJARI ríkisins hefur boðað fuiltrúa útgerðarmanna og undirmanna á bátaflotanum til samningafundar i dag kl. 14 og er það fyrsti fundurinn í deilunni eftir að aimennir fðlagsfundir innan sjómannafélaganna fclidu samkomulag það, sem gert hafði verið af samninganefndum við- komandi aðila. Þá hefur sátta- fundur verið boðaður i deilu undirmanna á togaraflotanum nk. þriðjudag. 1 samtali við Morgunblaðið i gær sagði Jón Sigurðsson, formað- ur Sjómannasambands Íslands, að hann hefði ásamt formönnum þriggja stærstu sjómannafélag- anna þá fyrr um daginn átt við- ræður við Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra. Ljósmynd Ói.K.M. AÐGERÐALAUS ATVINNUTÆKI — Stöðugt stöðvast fleiri togarar — síðutogarar og stórir skut- togarar — í höfnum landsins vegna verkfalls undir- manna á togurunum. Ekkert hefur þokazt í sam komulagsátt undanfarið en sáttasemjari hefur boð að fund með deiluaðilum nk. þriðjudag. Jón kvaðst ekki geta skýrt frá efni viðræðnanna að svo stöddu nema hvaö rætt hefði verið um efnahagsfrumvarp rikisstjórnar- innar, sem nú liggur fyrir Al- þingi. ,,Að flestra dómi var það skugginn af þessu frumvarpi, sem átti verulegan þátl í þeirri andstöðu sem samkomulagið mætti og að það var fellt," sagði Jón ennfremur. Riíssar slógu um 20—22% af timburverðinu Verðlœkkunin kemur þó naumastað ráði fram ítítsöluverðinu innanlands Lóan komin Mælifelli — 16. apríl. I MORGUN heyrði Magnús Indriðason, bóndi i Húsey í Vallhólmi, i lóunni þar heima undir bæ. Er þetta heldur með fyrra móti nema þegar vel viðrar en þessa dagana eru hlýindi í Skagafirði og sólfar eftir stutt en napurt kulda- kast. — sr. Agúst. EULLTRÚAR islenzkra timbur- innflytjenda eru nýlega komnir frá Moskvu eftir viðræður við sovézk yfirvöld um endurskoðun á gildandi viðskiptasamningi milli landanna hvað timbur áhrærir. Niðurstaða þessara samninga felur í sér hagstæðari viðskiptakjör fyrir hina íslenzku innflyt jendur. Að ósk hinna fslenzku aðila er umsamið magn timburs skorið niður um u.þ.b. 5 þúsund teningsmetra frá þeim samningum sem í gildi voru og um 20—22% verðlækkun er að ræða sem Sovétríkin telja hliðstæða verðlagsþróuninni á heimsmarkaði. Engu að siður er þess naumast að vænta að sú verðlækk- un komi að ráði fram í útsölu- verði timburs hér á landi m.a. vegna þess að fyrirhugað mun að hækka flutningsgjöld skipafélag- anna, að þvi er Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri innflutnings- deildar Sambandsins, tjáði Morgunblaðinu í gær. r r Fer LIU í mál við sam- gönguráðuneytið? Deilt um aflagjald Norglobals KOMIN er upp deila vegna gjalds af lönduðum afla f bræðsluskipið Norglobal. Samgönguráðuneytið hefur þegar úrskurðað að afla- gjaldið, sem er að upphæð um 1.7 millj. króna, renni til hafnarsjóðs | Seyðisfjarðar. Hinsvegar telur I Landssamband fsl. útvegsmanna að ekki sé löglegt að leggja gjald á afla landaðan f Norglobal, þar sem skipið hafi aldrei notað höfn, og þvf ákveðið að láta dómstóla skera úr um hvort löglegt sé að taka hið umrædda gjald. Afla- gjald telst 1% af sjávarafla lögð- um á land á hafnarsvæði, til vinnslu eða brottflutnings og reiknast gjaldið af heildarverð- mæti aflans. 1 hafnarlögunum frá 1972 segir að kaupanda aflans beri að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keyptan afla mánaðarlega. Umrætt gjald er ætlað til þess að standa straum af kostnaði við hafnargerð og ár- legan rekstrarkostnað hafnar eða f þágu hafnarinnar. Skömmu eftir að Norglobal kom tíl landsins og var lagst við festar á Reyðarfirði barst Sam- gönguráðuneytinu bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga, þar sem þess er óskað að ráðuneytið úrskurði hvernig innheimta beri og ráðstafa aflagjaldi vegna verk- smiðjuskipsins Norglobal. Stuttu síðar Urskurðaði ráðuneytið að fyrrgreint gjald skyldi renna til Seyðisf jarðar, og telur það skyldu umráðamanna Norglobals að standa skil á aflagjaldi til hafnar- sjóðs Seyðisf jarðar. I úrskurði ráðuneytisins segir, að krafa um gjaldtöku sé ekki byggð á hafnarlögum, heldur hafi það verið ein af forsendum sam- þykkis ríkisstjórnarinnar á leigu skipsins, að fullt aflagjald yrði greitt af öllum afla, sem verk- smiðjuskipið tæki við. Þá segir, að sú ákvörðun, að aflagjaldið skuli renna til Seyðisfjarðar, stafi ein- faldlega af þvf, að annar leigutaki Norglobals ætti heimili og varnar- þing á Seyðisfirði. Fiskimjöls- verksmiðja sú, sem skemmdist Framhald á bls. 18 Að sögn Hjalta sömdu íslenzku innflutningsaðilarnir um kaup á miklu magni timburs en vegna samdráttar í byggingariðnaði o.fl. hér innanlands gátu þeir ekki tekið við öllu þessu magni og þegar kom fram á þetta ár reynd- ust eftirstöðvarnar af samningn- um um 20 þusund teningsmetrar. Miðað við að útsöluverð timburs um þessar mundir er um 35 þús- und krónur teningsmetrinn mun láta nærri að verðmæti þessa magns hafi verið um 700 milljónir króna. Voru islenzku innflytjend- urnir bundnir af þessum samn- ingi í þann mund sem verð- lækkun fór að verða á timbri á heimsmarkaði. „Erindi okkar timburinnflytj- .enda til Sovétrikjanna að þessu sinni var þannig fyrst og fremst að fá þarlenda seljendur til að taka fyrrgreindan samning til endurskoðunar og ná bæði fram lækkun á magni vegna áfram- haldandi samdráttar heima fyrir og verðlækkun á timbrinu miðað við verðþróunina á heims- markaði,“ sagði Hjalti Pálsson. Niðurstaða þessara viðræðna varð svo eins og fyrr greinir að sovézk útflutningsyfirvöld komu til móts Bjarni Guðbjörns- son bankastjóri Utvegsbankans EFTIR því, sem Morgunblaðið hefur komizt næst, hefur nú verið ákveðið, að Bjarni Guð- björnsson taki við bankastjóra- embætti því við Utvegsbank- ann, er varð laust við lát við óskir íslenzku kaupendanna og féllust á að skera magnið niður í 15 þúsund teningsmetra og lækkuðu verðió um 20—22% sem Hjalti kvað Rússa telja heims- markaðsverð um þessar mundir. Air Viking: Forkaupsrétt að 2 Boeingþotum til viðbótar 1 NÝÚTKOMNU hefti hins virta flugtímarits Flight International er skrá yfir flugfélög veraldar ásamt upplýsingum um sögu, starfsmannahald og flugflota hvers og eins. Allra hinna stærri islenzku flugfélaga er getið í þess- ari skrá en athygli vekur að í upplýsingum um flugflota Air Viking er þess getið að auk þess að eiga tvær Boeing 707 (720B) hafi félagið forkaupsrétt aó tveimur öðrum þotum af sömu gerð. Morgunblaðinu tókst ekki að ná i Guðna Þórðarson, forstjóra Air Viking, sem er erlendis, til að Framhald á bls. 18 Jóhannesar Elíassonar. Auk Bjarna Guðbjörnssonar hafa verið nefndir í sambandi við þetta embætti Jón Skaftason, Kristinn Finnbogason og Heim- ir Hannesson. Bjarni Guðbjörnsson hefur um nokk- urt skeið verið útibússtjóri Útvegsbankans í Kóoavogi. Áður var hann útib’isstjóri bankans á Isafirði jafnhliða þingmennsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.