Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRlL 1975 31 Jafnt hjá Holbæk Holbæk, danska liðið sem Jóhannes Eðvaldsson mun leika með, gerði jafn- tefli í fjórdu umferó dönsku 1. deildar keppninnar sem fór fram á laugardag- inn. Andstæóingarnir voru Esbjerg og fór leikurinn fram á heimavelli þeirra. Varó Holbæk fyrra til aó skora, en Es- bjerg jafnaði úr vftaspyrnu. önnur úrslit f 1. deildar keppninni f Danmörku urðu þau að Yanlöse vann B 1903 2—0, B 1901 vann KB 1—0, Randers Freja vann Næst- ved 4—1, Slagelse vann Vejle 1—0, B 1909 tapaði fyrir AaB 0—2, Fremad vann Frem 2—1 og B 93 tapaði fyrir Köge 0—2. Eftir 4 umferðir hefur Vanlöse 8 stig, Köge, Esbjerg, Randers Frejaog Holbæk 6 stig, B 1901 5 stig, KB 4 stig, B 93, Næstyed ogFremad 3 stig, Vejle, AaB og Slagelse 2 stig, B 1903 og B 1909 hafa 1 stig og Frem er á botninum með 0 stig. Vorwárts meistari ÚRSLITALEIKURINN í Evrópubikar- keppninni í handknattleik fór fram í VVestfalenhalle í Dortmund í Vestur- Þýzkalandi á sunnudaginn. Voru það a- þýzka liðið ASK Vorwárts og júgóslavn- eska liðið Borac Banja Luka sem léku til úrslita. Ahorfendur voru um 4000 tals- ins, flest Júgóslavar sem búsettir eru f V-Þýzkaflandi og hvöttu þeir lið Banja Luka óspart á meðan á leiknum stóð. Það kom þó fyrir ekki þar sem Vorvárts sigraði f leiknum 19—17, eftir að staðan hafði verið 9—8 í hálfleik. Leikur þessi var annars gffurlega harður, og höfðu dönsku dómararnir Henning Svensson og Jan Christensen ekki góð tök á honum. Markhæstur f liði Vorwárts var Josef Rose með 6 mörk, en Selec skoraði flest mörk fyrir Luka, 6. Sem kunnugt er var Vorwárts mótherji FH í átta-líða úrslit- um bikarkeppninnar. Frá þvf að Evrópu- meistarakeppnin hófst hafa eftirtalin lið hlotið Evrópumeistaratitilinn: 1957: Dukla Prag (Vann Örebrö, Svfþjóð í úrslítum 21:13). 1958: Ekki keppt. 1959: Redbergslid, Svíþjóð (Vann FA Göppingen, V-Þýzkal. 18:13). 1960: FA Göppingen, V-Þýzkal. (Vann Arhus KFUM í úrslitum 18:13). 1961: Ekki keppt. 1962: FA Göppingen, V-Þýzkal. (Vann Partizan, Júgóslavfu 13:11). 1963: Dukla Prag, Tékkóslv. (Vann Dynamo Bukerest í úrslitum 15:13). 1964: Ekki keppt. 1965: Dynamo Bukarest (Vann Zagreb í úrslitum 13:11). 1966: Leipzig, A-Þýzkal. (Vann Honved, Ungvcrjal. f úrslitum 16:14). 1967: Gummersbach, V- Þýzkal. (Vann Dukla f úrslitum 17:13). 1968: Steaua Bukarest (Vann Dukla f úrslitum 13:11). 1969: Ekki keppt. 1970: Gummersbach (Vann SC Dynamo A- Þýzkal. í úrslitum 14:11). 1971: Gummersbach (Vann Steaua Bukarest í úrslitum 17:16) 1972: Partizan Bjelovar (Vann Gummersbach í úrslitum 19:14). 1973: Maf, Moskvu (Vann Partizan í úr- slitum 26:23) 1974: Gummersbach (Vann Maí í úrslitum 19:17). og 1975: Vorwárts (Vann Banja Luka f úrslitum 19:17). Landsliðið til Stykkishólms Körfuknattleikslandsliðið mun halda til Stykkishólms á laugardaginn, og æfa þar og keppa. Er ætlunin að það leiki við lið Snæfells, sem er eins og kunnugt er I 1. deild í körfuknattleiknum. Mun leikurinn hefjast kl. 16.00. tslenzka ungl- ingalandsliðið f körfuknattleik mun svo fara til Eskifjarðar um helgina og leika þar við lið frá Austurlandi. Glæsileg sýning SÝNING SOVÉZKA fimleikafólksins [ Laugardalshöllinni I fyrrakvöld var I einu orSi sagt stórglœsileg, enda áttu áhorfendur tæpast orð til að lýsa hrifningu sinni að sýningunni lokinni, en húsfylli var. Sovézka fim- leikafólkið heldur aðra sýningu I Höllinni i kvöld, og hefst hún kl. 20.00. Sagði Ásgeir Guðmundsson, formaður Fimleikasambands íslands, i viðtali við Morgunblaðið í gær, að þá þegar væri orðið uppselt í öll sæti, en nokkuð væri eftir af stæðum. Hann sagði einnig, að vegna hins gífurlega áhuga fólks á að sjá sýningar þessar. hefði verið ákveðið að efna til aukasýningar á föstudagskvöldið og hefst hún, eins og hinar kl. 20.00. Forsala að- göngumiða hefst hins vegar kl. 18.00 i dag og verður selt til kl. 20.00. Forsala verður einnig á sama tima á morgun. Telja verður heimsókn sovézka fimleikafólksins einstæðan viðburð á þessu sviði, og sennilega gefast ekki mörg tækifæri i framtiðinni til þess að sjá (þróttafólk sem býr yfir annarri eins hæfni i iþróttagrein sinni og það gerir á fjölum Laugar- dalshallarinnar. Er fyllsta ástæða til þess að hvetja fólk til þess að láta ekki sýningar þessar fram hjá sér fara. Svavar Carlsen tekur við silfurverðlaunum i þungavigtarflokki á NM 1973. i fyrra hlaut hann bronsverðlaun. Svavar verður meðal keppenda á Norðurlandamótinu nú, og eru miklar vonir bundnar við frammistöðu hans, enda hefur hann sigrað alla þungavigtarmeistara hinna Norður- landanna ( keppni. Erfiðara en í fyrra - sagði Vachun þjálfari júdólandsliðsins — Það er erfitt að segja nákvæmlega um styrkleika Norðurlandanna miðað við önnur Evrópuriki, sagði Michai Vachun, hinn tékkneski landsliðsþjálfari ( júdó, þegar hann var að því spurður hvar Norðurlöndin væru á vegi stödd í fþróttagrein þess- ari. — Það eru sex mjög sterkar júdóþjóðir í Evrópu, sagði Vach- un, — og skera þær sig nokkuð úr. Svfar og Finnar eru þó ekki þarna langt á eftir, en öll Norður- löndin hafa á að skipa allgóðum liðum. Um næstu helgi verður Júdó- meistaramót Norðurlanda háð í Laugardalshöllinni, og senda öll Norðurlöndin fullskipað lið hing- Víkingsstúlkurnar unnu URSLITAKEPPNI islandsmóts kvenna f blaki er nú hafin og fór fyrsti leikurinn fram nú um helgina. Þetta eru þriggja liða úrslit og eru það ÍMA. sem vann Norðurlandsriðil, Stigandi, sem vann Suðurlandsriðil, og Vikingur sem vann Rvtkurriðil, sem berjast um titilinn. — Á sunnu- daginn léku Stigandi og Vikingur og sigraði Vikingur verðskuldað 3:0. Lið Stiganda er skipað stúlkum úr íþróttakennaraskóla fslands á Laugarvatni og keppir i fyrsta sinn i vetur. Liðið hefur náð merkilega góðum árangri á ekki lengri tima. Vikingsliðið leikur nú annað árið f islandsmóti og vann m.a. Reykja- vikurmótið i fyrra. Stigandi hóf leikinn af miklum krafti og komst i 4:0 með góðum uppgjöfum Láru Guðmundsdóttur. Vikingsstúlkur voru seinar i gang og misstu bolta klaufalega ( gólfið en minnkuðu muninn (4:3. Stigandi jók aftur forskotið i 7:4 en þá komust Víkingar ( gang og eftir það fékk Stigandi ekki stig. Anna Arad. Málfriður Pálsd. og Karólina Guðmundsd. unnu næstu átta stig með góðum uppgjöfum. Vikingar innsigluðu siðan sigurinn 15:7. — Það kom greinilega í Ijós munurinn á liðunum i fyrstu hrinunni. Stiganda- stúlkur voru mun kraftmeiri og skal engan undra en Vikingsstúlkur mun „tekniskari". Boltameðferðin var allt önnur og uppspil og skellir voru áberandi betri. — f annarri hrinu var mun meiri spenna þvi hrinan var jöfn alveg upp i 6:6 en stðan tók Stigandi forystu 8:6 og 10:8 og siðan 13:8. Sigurinn virtist vera i höfn en Viking- ar voru ekki á þeim buxunum að gefa sig og unnu upp forskotið og sigruðu 15:13, og munaði þar mest um upp- gjafir frá Önnu og Málfríði sem skor- uðu 7 siðustu stigin. Lára Sveins- dóttir sem getið hefur sér góðan orðstir i annarri grein iþrótta var Vfkingum erfið. Hún var iðin við að skella og lauma á Viking enda hafði hún hæðina og stökkkraftinn til þess. Þó hefur hún, sem og fleiri semherjar hennar óhreint fingurslag og fékk nokkuð dæmt á sig fyrir það. Siðasta hrinan var mikill barningur en lauk með öruggum sigri Vfkings 15:8. — Auður Andrésdóttir og Anna Aradóttir stóðu sig best Vik- inga en Lára var einna mest áberandi hjá Stiganda en annars sker sig eng- in sérstaklega úr. — Mótinu lýkur um næstu helgi og leikur þá ÍMA við Stiganda á laugar- dag og Viking á sunnudag. að. I fyrra fór mótið fram í Noregi, og þar komu Islendingar mjög á óvart með því að hreppa silfurverðlaun í sveitarkeppn- inni, næstir á eftir Finnum, auk þess sem íslenzku júdómennirnir uppskáru þrenn bronsverðlaun i einstaklingskeppninni. — Þetta verður ugglaust erfiðara fyrir okkur nú, sagði Vachun, — og þá fyrst og fremst fyrir þá sök að nú vara þeir sig betur á okkur. I fyrra bjóst eng- inn við neinu af Islendingum, og þvi kom frammistaða þeirra á óvart. Eg tel þó að við eigum allgóða möguleika i móti þessu, og þá ekki sízt fyrir þá sök að íslenzkir júdómenn hafa aldrei æft betur en í vetur, og eru þvi vel undir þetta mót búnir. Það er auðvitað slæmt fyrir okkur, að tveir af beztu júdómönnum lands- ins: Kári Jakobsson og Sigurður Kr. Jóhannsson eru meiddir og geta því ekki keppt með, en mað- ur verður að vona að aðrir haldi uppi merkinu. Það er lika dálitið slæmt fyrir okkur að hafa ekki fengið neina keppni við erlenda júdómenn i vetur. I fyrra höfðum við keppt bæði við Norðmenn og vestur-þýzka unglingalandsliðið áður en við fórum á Norðurlanda- mótið. Eysteinn Þorvaldsson, formað- ur Júdósambands íslands, tók i sama streng: — Það var búið að ákveða landskeppni vió Norð- menn í vetur, sagði hann, — en þeir sviku okkur um að koma. Verður ekkert af slíkri lands- keppni fyrr en þá næsta haust. Eysteinn sagði það mikið fyrir- tæki að gangast fyrir sliku móti sem þessu, þar sem keppa yrði við fullkomnar aðstæður, og hingað yrðu sendir menn til þess að fylgj- ast með að framkvæmdin yrði eins og reglur gera ráð fyrir. — Eg er þó ekki hræddur um að við stöndum okkur ekki við fram- kvæmdina, sagði Eysteinn. Erlendu þátttakendurnir i júdó- mótinu munu koma hingað til lands á föstudaginn, en mótið verður sett kl. 14.00 á laugardag- inn i Laugardalshöllinni, og þá strax á eftir á sveitakeppnin að hefjast. Er gert ráð fyrir þvi að henni verði lokió um kl. 17.30. Þá um kvöldið verður svo fundur júdósambands Norðurlanda, en á sunnudaginn fer fram keppni i einstaklingsflokkum og hefst hún kl. 10.00. KKRR AÐALFUNDUR Körfuknattleiks- ráðs Reykjavfkur verður haldinn I kvöld fimmtudaginn 17. apríl, að Hótel Esju og hefst kl. 20.00. Arshátíð Knattspyrnufélagsins Vals) verður haldin í Átthagasal Hótel Sögu föstudaginn 18. apríl og hefst með borðhaldi kl. 20.00 (Husinu lokað kl. 20.30). Skemmtiatriði: Halli og Laddi. Dansað til kl. 2.00. Miðasala hjá húsverði að Hliðarenda og Hótel Sögu fimmtudaginn 17. april kl. 18.30—19.30. Nefndin. Joe Havelange, forseti FIFA: Sendum ykkur dómara og þjálfara til kennshistarfa Brasiliumaðurinn Joe Havelange, forseti FIFA — alþjóðasambands knattspyrnu- manna kom í heimsókn til tslands á föstudaginn. Þá um kvöldið hélt hann fund með fréttamönnum, og voru stjórnarmenn KSI viðstadd- ir. Tilgangur ferðar Havelange hingað til lands mun fyrst og fremst hafa verið sá að kynna sér ástand knattspyrnumála, en Havelange hefur gert mjög við- reist siðan hann varð kjörinn for- maður FIFA I sögulegri atkvæða- greiðslu á síðasta ársþingi sam- bandsins, og að undanförnu hefur hann lagt mikla áherzlu á að heimsækja Evrópulöndin, en sem kunnugt er börðust þau af alefli gegn kosningu hans — studdu Bretann sir Stanley Rouse í kosningunni. Joe Havelange jar þekktur að þvi að beita fyrir sig ýmsum brögðum í kosningabar- áttu sinni, og var t.d. óspar á að lofa brasiliska knattspyrnulands- liðinu I heimsókn til þeirra landa sem vildu styðja hann. Mun Have- lange m.a. hafa heitið Islending- um slíkri heimsókn, veittu þeir honum brautargengi, og hann skrifaði einnig undir samninga við Dani, sem hann gat síðan ekki staðið við, þegar á hólminn kom, og hefur danska knattspyrnusam- bandið i hyggju að höfða mál gegn honum. A fundinum með fréttamönn- um á föstudagskvöldið ræddi Joe Havelange fyrst vitt og breitt um knattspyrnumálin og aðstöðu Is- lendinga, sem hann taldi sérstæða vegna hins stutta keppnistímabils hjá okkur. — Það er mikið atriði hjá ykkur að lengja keppnistíma bilið, sagði hann, — og mun FIFA veita ykkur liðsinni til þess að svo geti orðið. — Þetta er hægt m.a. með þvi að bæta vallaraðstöðuna, og sagði Havelange, ekkert mæla á móti því að notað yrði gervigras á knattspyrnuvelli. Það væru að- eins úrslitaleikir í stórmótum er ekki mættu fara fram á slikum völlum. — FIFA getur einnig aðstoðað ykkur á annan hátt og mun gera það, sagði Havelange. Við munum senda hingað þjálfara og dómara til þess að halda námskeið og fylgjast með því sem er að gerast hjá ykkur. Einnig sagði Have- lange að þess yrði freistað að koma Islendingum inn I knatt- spyrnumót sem á að fara fram i Frakklandi. Næstu heimsmeistarakeppni bar einnig litilsháttar á góma. Sagði Joe Havelange að nú hefði FIFA i hyggju að koma á heims- meistarakeppni fyrir unglinga á aldrinum 16—19 ára. Þá kom einnig fram, að ekki er enn ákveð- ið hversu mörg lið munu taka þátt I lokakeppni heimsmeistara- keppninnar 1978, en ákveðið er að hún fari fram i Argentinu, þrátt fyrir allt. Joe Havelange var að þvi spurð- ur hvort hann teldi Island vanþró- að land á sviði knattspyrnunnar, en á blaðamannafundi I Osló hafði hann rætt um það að nú myndi FIFA leggja áherzlu á að aðstoða þau lönd sem væru van- þróuð i íþróttinni. Spurningu þessari svaraði Havelange á þá leið, að ekkert Evrópuríki væri vanþróað i knattspyrnu. Með þessum ummælum sinum í Osló hefði hann fyrst og fremst átt við Afrikuriki og riki i Mið- Ameriku, auk nokkurra Asíu- landa. Þetta breytti þó engu um það, að Islendingar hefóu nokkra sérstöðu meðal Evrópuríkjanna, og að þörf væri á að veita okkur aðstoð, og þá fyrst og fremst i þvi formi, sem áður er að vikið, þ.e. með því að senda hingað sérfróða menn til námskeiðahalda og kennslu. Joe Havelange hélt frá Islandi á laugardagsmorgun. Stanzaði hér skemur en upphaflega hafði verið ráð fyrir gert. — stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.