Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1975 23 sjúga landið komst þjóðin af í þúsund ár, þangað til að ný verk- menning og aukin þekking gat aflað meira af landi og þó einkum úr sjó síðustu hundrað árin. Það er ískyggilegt að um helmingur af skógaleifum lands- ins skuli vera í afturför sakir of mikils álags á landið. Skóglendið væri fljótt að rétta við, ef nokkur kostur væri á að hlifa því. Slíkt er óhugsandi með því að girða þau öll, þar sem það yrði allt of kostnaðarsamt. Eina leiðin er að létta á álaginu, en það mun eiga langt i land, ef haldið er áfram á sömu braut og verið hefur i land- búnaðarmálum. Jafnframt því að skóglendin eru víða i afturför, liggur það i augum uppi, að víðar muni ofsett í haga en i skóglendin. Menn mega hafa það fyrir satt, að beiti- lönd landsins, öll útjörð á land- inu, er mjög viða langt of setin eins og raunar rannsóknir hafa sýnt. Samt sem áður skella allt of margir skollaeyrum við þessu, og svo virðist sem ailir, bændur jafnt og landleysingjar, megi béita hrossum og kindum um allar jarð- ir. Að visu eru til ýmsar laga- greinar, sem eiga að vernda gróð- ur landsins svo að hann gangi ekki úr sér, en þær eru enn aðeins pappírsgagn eitt. Allt of fáir gera sér ljóst, hvert stefnir með framhaldi á þeim búskaparháttum, sem nú tíðkast og munu enn verða iðkaðir um skeið, ef ekki verður bylting i þéssum málum. HVAÐNÚ? Hér að framan hef ég fært ýmis rök fyrir þvi, að Islendingar hafi ekki einvörðungu verið land- búnaðarþjóð um margar aldir. Hins vegar klingir þetta í eyrum allra oft og titt sakir þess að langt fram á þessa öld var saga þjóðar- innar byggð á persónusögu og at- höfnum einstaklinga en ekkert hirt um atvinnusögu né sögu þeirra þjóða sem íslendingar voru i nánustum tengslum við. Ennfremur er því haldið fram, að landbúnaðurinn hafi verið undir- staðan að islenskri menningu all- an þann tima, sem hér hefur verið byggð. Það er ekki viturlegt að þakka landbúnaðinum allt en óðrum greinum Iítið eða ekkert. Allra sist er það viturlegt af stjórnmála- flokkum að marka stefnu sina í landbúnaðarmálum við misskilda eða ranga söguskoðun, sem bygg- ist á meira eða minna draumóra- kenndri ást til sveitarinnar. Stefnan hefur undanfarið verið á þá leið, áð búfé hefur verið fjölg- að án nokkurra takmarkana, og á stundum hafa menn verið hvattir bæði beint og óbeint til þessa, án þess að nokkuð að ráði hafi verið gert til að forða náttúrlegum gróðri i landinu frá ofbeit og eyð- ingu. Slikt er ábyrgðarleysi. Ýmsir hafa velt því fyrir sér, hverjir séu hinir eiginlegu eigendur alls landsins. Landinu er að mestu skipt upp i einkaeign- ir manna, en í raun og veru eiga allir Islendingar þetta land ásamt þeim, sem við því eiga að taka i framtiðinni. Af þvi er það engin smásynd, heldur glæpur af verstu tegund gagnvart komandi kyn- slóðum að hugsa ekki meira um framtíð gróðursins i landinu i stað þess að setja hagsmuni líð- andi stundar ofar öllu öðru. Af þessum sökum væri það bæði rétt og sanngjarnt að hver maður, sem beitir úthaga, skuli greiða hæfilegan beitartoll af hverju höfði, hvort heldur að hann á landið sjálfur eða aðrir. Væri þetta miklu sanngjarnara en t.d. fasteignaskattar. Landleys- ingjar yrðu að greiða hærra fyrir hvert höfuð en landeigendur og mætti með þessu koma í veg fyrir landþröng af þeirra völdum. Slík- ur skattur ætti að ganga til land- bóta, en með því orði á ég við varanlegar bætur, sem byggjast á vistfræðilegum og raunveruleg- um aðferðum til endurgræðslu, en ekki þær, sem aðeins gleðja augað um stundarsakir. Að lokum þykist ég vita, að margir munu mér ósammála í því, sem hér er letrað. En þetta er sett hér fram til þess, að menn reyni áð lita á þessi alvörumál frá fleiri hliðum en títt hefur verið. Verði svo, er ekki til einskis skrifað. Hárgreiðslustofa er til sölu. Stofan er á úrvalsstað í vistlegu nýtízku húsnæði. Leigu húsnæði, mánaðarleiga um 10 þús. kr. Kjörið fyrir 2 meistara. Nánari uppl. gefur Málflutningsskrifstofa. VAGNS E. JÓNSSONAR AUSTURSTRÆTI 9 Símar 214J0og 14400. iiiftSIl . ■1 Þeir, sem ekki reykja, eru í meirihluta hér á landi, og þess vegna eiga þeir að ráða lögum og lofum. Þetta fólk hefur verið tillitssamt við reykingamenn og lítið kvartað yfir þeim óþægindum, sem mengun af tóbaksreyk hefur valdið því. En nú hafa vísindin lagt þeim í hendur beitt vopn í réttindabaráttu þeirra með þvi að sanna, að reykurinn er heilsuspillandi fyrir þá, sem eru í návist reykingamanna. Þeim, sem ekki reykja, er sama, þótt reykingafólk valdi sjálfu sér heilsutjóni, — en það hefur engan rétt á að eitra fyrir öðrum. Reykingamenn ættu því að sýna tillitssemi og reykja ekki, þar sem annað fólk er nærstatt, — eða velja þann kostinn, sem öllum er fyrir beztu: Segja alveg skilið við sígarettuna og leita eftir hollari félagsskap. SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR V106 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.