Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRlL 1975 17 Benedikt Bogason, verkfrœöingur: Lækkun byggingar- kostnaðar Nýlega kom fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar (nr. 269) frá frú Ragnhildi Helga- dóttur, alþm., um lækkun á byggingarkostnaði. Ég vil byrja á að fagna þessari tillögu og skilning Ragnhildar á því, hversu þessi þáttur í lífi al- mennings, þ.e.a.s., að eignast eigið húsnæði, er þungur og sannkallaður þrælabaggi á herðum flestra framsækinna Is- lendinga. Einnig fagna ég þeirri hugsun alþingismannsins að setja fram hugmynd um að létta baggann á kostnað hins opinbera, enda þótt viður- kenna verði, að hið opinbera á í stöðugum erfiðleikum við að uppfylla markmið sin um að afla fjár til húsnæðismálalána. [ störfum mínum sem verk- fræðingur um 14 ára skeið hef ég kynnzt þessum málum allvel og oft velt fyrir mér leiðum til úrbóta. Ég hef kynnzt átakan- legum dæmum um brostna heilsu og hjónabönd fólks, sem hefur lagt slíkt ofurkapp á að koma sér upp eigin húsnæði. í greinargerð alþingismanns- ins með tillögunni kemur fram að opinberar álögur séu 1 5--- 20 hundraðshlutar af húsbygg- ingakostnaði, þar af 11 —1 5% til ríkisins, en það jafngildir að meðaltali frá 550 til 750 þús- und krónum af 5 milljón króna íbúð. (Húsnæðismálastjórnar- lán voru á síðasta ári 1060 þúsund krónur á slíka íbúð). Þá er einnig bent á þá stað- reynd, að lækkun bygginga- kostnaðar sé þjóðhagslega æskileg, þar sem hún myndi draga úr spennu í efnahags- málum, þ.e.a.s. leiða til minnk- andi verðbólgu, þessa þráláta sjúkdóms efnahagskerfis okk- ar. Ég vil á þessu stigi málsins benda á, að i sumum gjöldum hins opinbera og þá sérstak- lega gjöldum til sveitarfélaga hættu. I greinargerð stjórnar Læknafélags íslands var bent á þetta sem hugsanlegan mögu- leika, einkum til þess að vekja athygli á þvl, hvað breytileg notkun getnaðarvarna og þá fyrst og fremst pillunnar getur haft stórtæk áhrif á fjölda þungana. Þess hafa sést óræk vitni sums staðar erlendis, hvernig öfgafengin skrif um skaðsemi pillunnar hafa leitt til mikillar fjölgunar ótímabærra þungana. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa í athugasemdum „samtakanna" verið höfð enda- skipti á þessum útreikningum, og telur stjórn L.í. því nauðsyn- legt að skýra þetta nánar: Stjórn L.I. er ranglega gerð upp sú fáránlega skoðun, að Af ofanskráðu sést, að út- reikningar stjórnar L.L, sem þó voru aðeins fram settir sem hugsanlegur möguleiki, eru fyllilega raunhæfir. En það er ekki við þvi að búast, að sam- tök, sem berjast fyrir frjálsum fóstureyðingum, hafi áhyggjur af afleiðingum kynhvatar og samlífs karls og konu. I lok athugasemdarinnar kemur fram ósæmileg aðdrótt- un að Læknafélagi íslands, þar sem stjórn félagsins er sökuð um að hafa sent frá sér villandi og vanhugsaða greinargerð. Stjórnin hefur kynnt sér mikinn fjölda gagna um fram- kvæmd fóstureyðinga og sjónarmið bæði með og móti frjálsum fóstureyðingum og málið verið til umræðu innan félagsins undanfarin 3 ár. Konur á aldrinum 16—44 : 42100 Þarf að nota pilluna 40% 16800 Þarf að nota lykkju 15% 6300 Öruggar getnaðarvarnir samtals 23100 Ófrískar 4500 Vitneskja um ófrjósemi (10%) 4200 Getnaðarvarnir óþarfar samtals 8700 Ótryggar getnaðarvarnir (condom, skeiðarstilar o.fl.) 4000 Engar getnaðarvarnir 6300 Ótryggar eða engar getnaðar- 10300 varnir 19000 hinar ófrísku og ófrjóu þurfi á getnaðarvörnum að halda. Það eru vitanlega margir hlut- ir, sem hafa áhrif á fjölda þung- ana, en hlutfallið á milli þeirra, sem nota getnaðarvarnir og hinna, sem engar nota, er að sjálfsögðu það, sem mestu ræð- ur. 1 nýlegri kennslubók I kven- sjúkdómum (Brodi) segir, að sé um að ræða fólk á frjósömum aldri, sem hafi samlíf reglu- lega, verði konan ófrísk innan 12 mánaða I 90% af tilvikum. Stjórnin hefur gert efnisleg- ar athugasemdir við frumvarp- ið i heild og einstakar greinar þess. Það situr því illa á sam- tökum, sem stofnuð voru fyrir 3 vikum, að koma með slíkar að- dróttanir. Eigi að taka ábyrgða afstöðu til fóstureyðinga, er nauðsyn- legt að líta á vandamálið I heild, en setja ekki eitt atriði þess á oddinn og láta sem önnur atriði skipti engu máli. Slíkt er að mati stjórnar L.i. ábyrgðar- laus málflutningur. felst þjónústa og óbeinn kostn- aður við húsbyggingar, sem ekki yrði komizt hjá að leggja á herðar skattborgara á annan hátt, en sveitarfélög gætu inn- heimt þessi gjöld á mildari hátt en gert hefur verið, t.d. með því að dreifa þeim á langan tíma og leggja höfuðáherzlu á innheimtu, eftir að húsbygging er veðhæf, þ.e.a.s. eftir að bygging er fokheld. Ríkisvaldið gæti endurskoðað tolla- og söluskattsálögur á efni, en ég held að opinber löng lán þyrftu almennt að vera talsvert hærri, og þar gæti ríkisvaldið skoðað möguleika sína á að taka skyn- samleg erlend stórlán til að dreifa til húsbyggjenda, enda er hér um fjárfestingu en ekki eyðslu að ræða, ef öllu er stillt! hóf. Gagnvart fyrrnefndri verð- bólgu er það að segja, að bygg- ingarkostnaður (byggingarvisi- tala) fylgir í kjölfar gengisskrán- ingar, þó ekki sé það méð sama takti, enda myndi ein- hvers konar verðtrygging lána gagnvart gengisskráningu ekki breyta miklu. Ég hef satt að segja litla trú á, að fyrrnefnd tillaga leiði til neinna verulegra bóta í meðförum Alþingis, þvi miður, því að þann tekjumissi hins opinbera þyrfti að veru- legu leyti að bæta upp, og væri þar verið að velta bagganum yfir á herðar annarra skattborg- ara. Hins vegar hefur verið í athugun hjá félagsmálaráð- herra og forstöðumanni hús- næðismálastofnunar rikisins leið til að lækka byggingar- kostnað um 20—25% með breytingum á byggingarhátt- um frá hinum hefðbundnu byggingaraðferðum sem hing- að til hafa tiðkazt. Hefur þessu máli verið sýndur mikill áhugi. Við verðum að horfast i augu við þá ömurlegu staðreynd, að þróun i byggingartækni hefur að verulegu leyti staðið i stað hér á landi siðast-liðin 20 ár eða lengur, þótt virðingarverð- ar séu tilraunir ýmissa bygging- araðila til betri árangurs. Má þar nefna viðleitni Fram- kvæmdanefndar byggingar- áætlunar og Breiðholts h.f., sem með kerfisbundnum vinnubrögðum og bættum steypumótum hafa náð árangri i vissum þáttum. Á sama tima hefur framleiðni í byggingar- iðnaði nágrannaþjóða okkar t.d. Svía og Dana aukizt veru- lega og þá fyrst og fremst með verksmiðjuframleiddum eining- um. Svíar hafa boðið upp á tæknilega og fjárhagslega að- stoð við að koma hér upp ný- tízku verksmiðju, sem framleið- ir steinsteyptar húseiningar af fullkomnustu gerð. Einnig lán til langs tíma til að byggja íbúðir á þennan hátt. Tilboð þessara sænsku aðila er mjög opið og leggja þeir áherzlu á, að aðstoð þeirra yrði fyrst og fremst til eflingar fram- þróunar hérlendis, en ekki til truflunar eða tröðkunar á nein- um þeim byggingaraðilum, sem hér eru fyrir hendi. Athug- un, sem gerð hefur verið á þessum vettvangi hefureinmitt leitt í Ijós, að spara má bygg- ingarkostnað um 20—25% miðað við núverandi hefð- bundnar aðferðir, auk þess að byggingariðnaður yrði mun minna háður veðurfari. Þessi sparnaður liggur fyrst og fremst i meiri vélvæðingu og hagræðingu vegna eininga- framleiðslu, og þá ber þess að gæta, að sparnaðurinn nær yfir flesta verkþætti við fullgerða byggingu. í Sviþjóð hefur þróunin i byggingariðnaði orðið sú, að árið 1950 fóru 2000 vinnu- stundir að meðaítali i byggingu 100 fm íbúðar með hefð- bundnum aðferðum Árið 1960 var þessi tala komin nið- ur i 1 200 vinnustundir og árið 1 970 var hún orðin 800 vinnu- stundir. Árið 1970 fóru aðeins 600 vinnustundir i byggingu sams konar ibúðar með venjulegri einingaframleiðsluaðferð og aðeins 400 vinnustundir með þeirri nýtizku verksmiðjufram- leiðsluaðferð, sem fyrirhugað er að nota sem fyrirmynd hér. Þar sem um er að ræða fækkun vinnustunda eða dagsverka, þá er Ijóst að hér er ekki um verðbólguhvetjandi fram- kvæmdir að ræða, heldur þvert á móti. Til samanburðar má geta þess, að í samsvarandi byggingu 100 fm íbúðar hér- lendis fara nú rúmlega 1 500 vinnustundir. Það hefur sýnt sig í Svíþjóð og viðar, að hægt er að þróa þessi mál og fara þannig að, að innleiðing þess- arar nýju tækni þurfi ekki að trufla eða skaða núverandi byggingariðnað, heldur þvert á móti leiði hún til hagkvæmari vinnubragða i hinum hefð- bundna byggingariðnaði, eins og áðurnefndar þróunartölur frá Svíþjóð sýna. Athuganir hafa ennfremur sýnt, að verk- smiðja, sem framleiðir 200 íbúðir á ári, getur, þrátt fyrir flutningskostnað, teygt sig i byggingar sem eru í a.m.k. 1 50 km fjarlægð og samt sem áður sparað byggingarkostnað um 20—25% en það þýðir 1 —1,25 milljón króna lækkun á byggingarverði ibúðar, sem kostar 5 milljónir króna í dag. Við höfum ekki efni á að sýna tómlæti i þessum málum og láta misskilda sérhagsmuni standa í vegi fyrir okkur, því að þetta er stórmál, sem snertir alla þjóðina beint og óbeint

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.