Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1975 11 Haraldur Kröyer afhenti trúnaðar- bréf á Kúbu Haraldur Kröyer afhenti hinn 31. marz 1975 forseta Kúbu, dr. Osvaldo Dorticós Torrado, trúnaó- arbréf sitt sem sendiherra ls- lands á Kúbu með aðsetri i Wash- ington, D.C. Stúdentafélag Háskóla Islands Hér fer á eftir I heild fréttatil- kynning, sem stjórn Stúdentafé- lags Háskóla tslands sendi frá sér fyrir skömmu. Tilkynninguna undirrita: Benedikt Ölafsson, Jón Sólnes, Hjörleifur Kvaran, Krist- inn Björnsson og Hjörtur Hjart- arson. A fundi fullskipaðrar stjórnar Stúdentafélags Háskóla Islands, sem haldinn var 24. marz 1975, var eftirfarandi ályktun lögó fram og samhljóða samþykkt: A undanförnum árum hefur fá- mennur hópur stúdenta lagt á það ofurkapp að koma með öllum til- tækum ráðum í veg fyrir starf- semi SFHI. Þessi starfsemi hefur lögum félagsins samkvæmt verið fólgin í því að halda vörð um sjálfstæði Háskóla Islands, menn- ingarlega hagsmuni stúdenta og þjóðlega reisn; ennfremur að halda Vetrarfagnað og Rússagiidi. Friður til þessara starfa hefur verið knappur hin siðari ár vegna linnulausra ofsókna hatursmanna félagsins, en þó aldrei eins og síðastliðið starfsár. Tilkynningar og auglýsingar frá félaginu eru umsvif alítið rifnar og á þeim troó- ið. Svo geigvænleg er óskamm- feilnin að hiklaust I augsýn starfs- manna félagsins, ráðast flugu- menn þessir á allt sem SFHI við- kemur, rífa það og tæta froðufell- andi af bræði og heift. Er nú svo komið, að stjórn SFHl telur það ekki ná réttum tilgangi sínum að auglýsa lögboð inn aðalfund félagsins, sem halda á 1 marz, ár hvert, af ótta við upptekna háttu þessara kumpána. Því sú hætta er vissulega fyrir hendi að hinum almenna stúdent komi auglýsing um aðalfund fé- lagsins aldrei fyrir sjónir. Er þá verr stað farið en heima setið. Til marks um óþreyju skæruliða, má minna á auglýsingu i síðasta Stúd- entablaði, þar sem þeir undir for- ystu Marðar Gýrdal, auglýsa eftir auglýsingu, sem auglýsa skal aðal- fund SFHÍ. Ennfremur er stjórn- inni kunnugt um að auglýsing SFHI um aðalfund félagsins í fyrra hangir sem minjagripur yfir fótalagi eins liðans. Segja má, að tair nafa iatið sitt eftir liggja í herferðinni gegn Stúdentafélaginu. Öfgamenn til hægri og vinstri, austurs og vest- urs, koma fram gagnvart félaginu sem ein breiðfylking undir al- máttugri yfirstjórn Stúdenta- ráðs. Er þar gamall draumur að rætast. Af gefnu tilefni mótmælir stjórn SFHl öllum aðdróttunum um tengsl félagsins við öfgasam- tök á borð við Vöku og Verðandi. Hið sanna i samskiptum stjórnar- liða við utanaðkomandi öfl, er, að þeir aðilar og menn sem stjórnin treysti hvaó mest á varóandi framtíð þessa gamalgróna og virðulega félags, brugóust allir og gengu til liðs við andstæðinga vora. Þannig er það ekki ófyrirsynju, að byggingarmál félagsins hafa verió nokkuð til umræðu að und- anförnu. Meðal annars hefur það borið á góma, hvort ástæóa væri til að endurskoða byggingaráform félagsins, til dæmis með það 1 huga að i stað þessa veglega húss undir starfsemi félagsins yrði hafist handa byggingu virkis eða kastala. Því svo vel hefur skæru- hernaður tekist á hendur oss í stjórn SFHI að vart er ofsagt, af vér séum nokkuð einangraðir orðnir i Háskóla Islands. Ekki fyr- ir þær sakir að skoðanir vorar falli ei stúdentum i geð heldur vegna hins að vér erum afgirtir til hægri og vinstri af Vöku og Verð- andi og komum ekki boðskap vor- um rétta boðleið til stúdenta. En i umræddum kastala gætu fyrrverandi stjórnarmenn SFHI setið óhultir og beðið betri tima. Það þarf vart að taka það fram að byggingarnefnd félagsins er al- gjörlega sjálfstæð og óháð stjórn- arskiptum í SFHI, enda skipuð til að starfa svo lengi sem hún hefur verk að vinna. Stjórn Stúdentafélags Háskóla Islands hefur þvi á fundi sfnum hinn 24. marz, 1975, tekið þá ákvörðun að fela embætti rekt- ors Háskóla Islands frá og með 24. marz nafn og eigur félagsins. Mun stjórn félagsins 1974—75 ganga frá félaginu í umslagi, sem verður áfhent rektorsembættinu hinn 1. apríl 1975. Verður það jafnframt siðasta embættisverk þeirrar stjórnar. Stjórn SFHl 1974—75 er harmur i huga við þessi timamót í sögu þessa merkilega félags, sem verðuröO áraá því herrans ári sem nú er nýhafið. En þvi miður verð- ur svo að vera meðan ekki er vinnufriður til að halda merki Stúdentafélagi Háskóla tslands háu og hnarreistu sem þvi ber. Vér getum aðeins vonað að bráð- um komi betri tið með blóm i haga og þá verói aftur aðrir til að taka við þessu aldna félagi, sem vilja hafa og þrótt til að gera því svo hátt undir höfði þvi ber. Sjóður félagsins nemur nú krónum 30.885,50. Ekki þykur ástæða til að fé þetta ligg> ónot- að á þessum viðsjártímum í þjóðfélaginu. Þvi ánafnar stjórn SFHl fé þessu til Stúdentafélags Reykjavikur og skal þvi varið til stuðnings byggingu gosbrunns sem umlykja skal styttuna af sr. Sæmundi presti í Odda á lóð Há- skóla Islands. Afmælisskákmót Sambands Is- lenzkra skákmanna, haldið i til- efni 40 ára afmælis sambandsins, var haldið um s.l. helgi. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad- kerfi. Þátttakendur voru alls 20, þar af tvær konur. Sigurvegari varð Ingi R. Jóhannsson, endur- skoðandi Utvegsbankans, en hann vann allar sínar skákir. Annars varð röð efstu manna þessi: 1. Ingi R. Jóhannsson 7 v. 2. Jón Kristinsson 5M v. 3.—5. Stefán Þormar Guómundsson 44 v. 3.—5. Hilmar Karlsson 44 v. 3.—5. Jóhann Örn Sigurjónsson 44 v. ALLTAF EITTHVAÐ NYTT Ny sending Kvenkápur • pils • kjólar 0 úr riffluðu flaueli Blússur • toppar • mjó leðurbelti 0 margir litir. Kvenbuxur með háum streng Galla- og flauelsbuxur frá Lewis og Inega Wild-cat flauelsbuxur á 2.690.- Frábært úrval af allskyns bolum, rúllukragabolir úr frotté og Acryle. Einnig einlitir og mislitir bolir. Jakkaföt, með og án vestis. Herrabuxur £ 3 snið £ fjölbreytt litaúrval. Nýtt úrval af Men's clube skyrtum. Peysur 0 vesti # bindi • slaufur. Ný sending herraskór LAUGAVEGI 37 OG LAUGAVEGI 89 •fSÞ-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.