Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1975 15 Verkalýðsfélög gagnrýna fjárlagafrumvarp Healeys London, 16. apríl. Reuter. VERKALVÐSFÉLÖG í Bretlandi og vinstrisinnar í Verkamanna- flokknum gagnrýndu harðlega f dag fjárlagafrumvarp Denis Healey fjármálaráðherra og sögðu að það mundi auka dýrtíð- ina. Herskáar verklýðshreyfingar gáfu til kynna að nýjar launakröf- ur yrðu bornar fram til að vega upp á móti verðhækkunum. Það með er óttazt að slegið geti i brýnu milli stjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar sem er aðalbakhjall hennar. Þó er ekki álitið að fjárlögin stefni einingu flokksins i hættu og talið er víst að stjórnin haldi velli í atkvæða- greiðslunni um þau. Ray Buckton, einn af foringjum járnbrautarmanna, sakaði Healey um að „niðast á verkamönnum“ og spurði hvers vegna hann reyndi ekki heldur að stöðva pen ingaflóð úr landi frá einkaaðilunw Gremju gætti vegna þeirrar full- yrðingar Healeys að há laun væru undirrót verðbólgunnar og vegna þess að hann virðist sætta sig við aukið atvinnuleysi. Talsvert kaupæði var i verzlun- um i London í dag þar sem verð hækkanirnar sem gert er ráð fyrir i fjárlögunum taka ekki gildi fyrr en 1. mai. Staða pundsins batnaði fyrst eftir að frumvarpið var lagt fram en versnaði siðan aftur og Englandsbanki varð að koma til hjálpar. Hins vegar hækkuðu hlutabréf i verði í kauphöllum þar sem talið er að fjárlögin hafi jákvæð áhrif á fjárfestingar. Þó óttast fjármála- menn að framhald verði á miklum lántökum erlendis og telja að hall- inn á fjárlögum sé alltof mikill og þess vegna á pundið i erfiðleik- um. Healey mætti á fundi með þing- mönnum Verkamannaflokksins og sagði þar að „tilgangslaust væri að heimta kauphækkanir til að kaupa litasjónvarpstæki, whisky, bjór og tóbak“. Hann sagði að fólk yrði að sætta sig við hækkanir á munaðarvörum sem væru „nauðsynlegar vegna verð- bólgunnar". Þótt nokkur stóryrði féllu var sagt að fundurinn hefði farið vel fram. Vopnahlé en áfram barizt Beirút, 16. apríl. Reuter. AP. PALESTlNSKIR skæruliðar og hægrisinnaðir falangistar í Líbanon samþykktu vopnahlé i kvöld eftir bardaga sem hafa stað- ið í fjóra daga. Rashid Al-Solh forsætisráðherra tilkynnti þetta í útvarpi en bardagar héldu áfram á við og dreif. Foringjar deiluaðila komu einn- ig fram i útvarpinu og tilkynntu aó þeir hefðu skipað stuðnings- mönnum sinum að virða vopna- hléð í hvívetna og hætta öllum bardögum. Þeir hafa kostað 110 mannslíf. Nýir hópar vopnaðra manna hafa bætzt i hópinn i siðustu bar- dögunum. Talið var að taka mundi nokkra klukkutíma að koma vopnahléinu í framkvæmd ef vopnahlé kæmist á á annað boró. Solh sagði að falangistaforing- inn Pierre Gemayel hefði sam- þykkt að framselja líbönskum yfirvöldum tvo menn sem lýst var eftir i upphafi bardaganna og að þeir hefðu verið settir i varðhald ásamt 13 öðrum mönnum sem áð- ur höfðu verið teknir til yfir- heyrslu. Hann skoraði á almenn- ing að færa allt líf í eðlilegt horf og sagði að átökin væru vatn á myllu fjandmanna Palestínu- manna og Líbana. Palestinska fréttastofan WAFA sagði að handtökurnar mundu Sleðahundar drápu telpu Syðra Straumfirði, Grænlandi — Tveir voveiflegir atburðir hafa gerzt með stuttu millibili á Aust- ur-Grænlandi. Fjögurra ára telpa beið bana þegar hópur af sleða- hundum réðst á hana á flugvellin- um í Kulusuk. I Angmagssalik skaut ölvaður maður konu sína til bana. — Henrik Lund. stuðla að þvi að ró kæmist á. Hún sagði að eðlilegt væri að Solh beitti rétti yfirvalda til að „hand- taka morðingja og glæpamenn og refsa þeim“. Riad, framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins, hélt áfram sáttatil- raunum sínum i dag. Auk tveggja ráðherra sósíalista sem hafa sagt af sér hafa þrír aðrir ráðherrar hótað að segja af sér ef sáttatil- raunirnar fara út um þúfur. Æðsti yfirmaður libönsku kirkjunnar, Antonius Khreish patríarki, og sendiherra Saudi- Arabíu, Mohammed Mansour Rumeih, hafa einnig reynt að miðla málum. Báðir ræddu vió Gemayel í dag. Frú Onassis fær aðeins 3 milljónir dala í arf fru onassis JACKIE Onassis erfir aðeins þrjár milljónir dollara eftir eiginmann sinn, skipakónginn Aristoteles Onassis, að sögn The New York Times. Áður var talið að hún fengi allt að 200 milljónir dollara. Blaðið segir enn fremur að Onassis hafi ætlað að skilja við konu sina. Náin samstarfs- maður hans, John Meyer, hringdi i lögmann að nafni Roy Cohn 3. desember sl. að sögn blaðsins og sagði honum að Onassis vildi að hann yrði lög- fræðingur sinn í skilnaðarmáli sem hann ætlaði að höfða gegn Jackie. Börn Jackie Onassis og John F. Kennedy fyrrverandi forseta fá hvort um sig eina milljón dollara í arf. Aður hafði verið talið að þau mundu erfa ailt að 15 milljón dollara hvort. Þegar Onassis lézt I Paris 15. marz voru auðæfi hans áætluð alit að 500 milljón dollarar. Fjárhæðin sem frú Onassis fær er sögð sú lágmarksupphæð sem Onassis gat ánafnað henni samkvæmt griskum lögum. Nokkrir vinir Onassis- fjölskyldunnar hafa sagt að frú Onassis vildi f á skilnað Onássis vilji meiri peninga að sögn New York Times. Hins vegar er Christina Onassis, dóttir skipakóngsins frá fyrsta hjónabandi, sögð fjandsamleg frú Onassis. Vinir Cristinu Onassis segja að hún hafi reynt að telja föður sinn á að skilja við Jaekie. Vin- ir Onassis segja að skipa- kóngurinn hafi ákveðið að hætta við að sækja um skilnað vegna veikinda sinna en ekki vegna þess að hann hafi sætzt við konu sina. Samkvæmt griskum lögum á frú Onassis rétt á að minnsta kosti einum áttunda eigna manns sins. Hins vegar átti Onassis um 100 fyrirtæki og fjármál hans voru svo flókin að hann einn virtist skilja þau. Sérfræðingar i griskum lög- um segja að Onassis hefði getað samið erfðaskrána þannig að frú Onassis fengi miklu minna en einn áttunda heildartekna hans. Orðrómur um skilnað Onass- is-hjónanna komst fyrst á kreik 1970 en hann var alltaf borinn til baka. New York Times segir að árið 1970 hafi frú Onassis haft á orði við vina sína og ættingja að skipakóngurinn mundi skilja við hana fyrr eða síðar. Portúgal: Nær allir þættir efna- hagslífsins þjóðnýttir Lissabon 16. april Reuter — AP. STJÓRNIN I Portúgal ræður nú yfir nær öllum þáttum efnahags- lífs þjóðarinnar, eftir að tilkynn- ingin um enn frekari þjóðnýtingu var gefin út i gærkvöldi að lokn- um rikisstjórnarfundi. ÖII raf- orkuver landsins hafa verið þjóð- nýtt, járnbrautirnar, flugfélögin og önnur samgöngufyrirtæki. Þá hafa stálverksmiðjur landsins og oliufélög einnig verið þjóðnýtt. Fyrir nokkrum vikum þjóðnýtti stjórnin flesta banka landsins og tryggingafyrirtæki. 1 undirbún- ingi er formleg þjóðþýting helztu námufyrirtækjanna, bruggverk- smiðja og allra stærstu iðnfyrir- tækja landsins. Þjóðnýting undirstrikar enn frekar þá vinstri stefnu, sem rikir meðal valdamanna landsins eftir misheppnaða byltingu hægri manna i siðasta mánuði. Þessar aðgerðir draga enn úr þýðingu kosninganna, sem fram eiga að fara i landinu í næstu viku. Vasco Goncalves, forsætisráðherra landsins, sagði i dag: „Þær að- gerðir, sem stjórnin hefur gripið til, sýna svo ekki verður um villzt þá stefnu, sem við viljum að bylt- ingin taki. Við viljum tryggja lýð- ræði í landinu og þróast yfir i sósialisma eftir vissan aðlögunar- tima, en sóisalismi er okkar æðsta markmið.1' Forsætisráðherrann sagði, að ef ekki hefði verið grip- ið til þessara þjóðnýtingar hefðu lýðræðisþróunin getað lent á villi- götum. Hann sagði að portúgalska þjóðin yrði að horfat i augu við baráttu á hverri klukkustund á aðlögunartimabilinu. Þá skýrði Batista, landbúnaðar- ráðherra Portúgals, frá þvi að stjórnin hefði ákveðið að leggja fram frumvarp, sem heimilaði henni að iaka eignarnámi öll landbúnaðarsvæði með áveitu- kerfi, sem væru stærri en 50 hekt- arar og svæði án áveitukerfis, sem væru yfir 500 hektarar að stærð. Þá var einnig frá þvi skýrt, að á næstu dögum yrði sett ný reglu- gerð varðandi verðlag og launa- máfog jafnframt tilkynnt að verð á brauði, kjöti, mjólk, sykri, olíu og hveiti myndi verða óbreytt út þetta ár. Nýr varafor- seti í Kaíró Tannbönkum komið á fót ? Eða hverfa tannskemmdir? LONDON — Sænskir vísinda- menn segjast hafa fundið upp aðferð sem geri kleift að koma á fót nokkurs konar „tannbönk- um“ f framtfðinni. Þeir lýsa aðferðinni þannig að tönn sem er dregin úr sjúkl- ingi sé geymd lifandi i frysti ásamt rótunum f eitt ár og sfðan megi græða hana aftur i sjúklinginn á öðrum stað eða i annan sjúkling. Dr. P. Otteskog frá Karol- inska Institutet í Stokkhólmi skýrði frá þessu á þingi 1.000 tannlækna í London. En þar kom einnig fram að verið geti að tannskemmdir hverfi úr sög- unni áður en langt um Ifði. Brezkir visindamenn sögðu að þess væri ef til vili ekki langt að biða að bólusetja mætti fólk gegn tannskemmd- um. Þeir sögðu að þetta hefði þegar verið reynt á öpum með góðum árangri. Dauðum lifrænum efnum sem valda tannskemmdum var sprautað f apana. Þeim var síðan gefinn mannamatur og verulega dró úr tannskemmd- unum að sögn prófessor Thom- as Lehner við Guy’s- sjúkrahúsið. Loks getur ný sykurtegund dregið úr tannskemmdum um 90% að sögn finnskra vfsinda- manna. Þessi nýi sykur kallast xylitol, er eins sætur og venju- legur sykur og finnst í berjum, ávöxtum og birkitrjám. Kaíró, 16. april. Reuter. ANWAR Sadat forseti skipaði nýjan varaforseta í dag og virðist hafa rekið þann mann, sem hefur gegnt þvi starfi í fimmtán ár, Hussein Shafei. Hinn nýi varaforseti er yfir- maður flughersins, Mohammed Mubarak flugmarskálkur, en í stjórnartilkynningu um skipun hans er ekki minnzt á Shafei. Fleiri en einn maður geta gegnt embætti varaforseta en nafn Shafei er ekki á ráðherralista hinnar nýju stjórnar Mahmoud Salem forsætisráðherra. Ismail Fahmi verður áfram utanríkisráðherra og Abdel Ghani Gamassy hermálaráðherra/ Dr. Yafez Ghanem, fv. aðalritari Arabiska sósíalistasambandsins, verður einn þriggja varaforsætis- ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.