Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1975 29 35 ar til að ekki sæju alltof margir til ferða hans og við vissum ekki að þið voruð komin. Þegar ég sá hann hvergi gekk ég inn í húsið, en þá brá mér hrikalega í brún. Töskur Yngve voru í svefnher- berginu og ég sá að hann hafði byrjað að taka upp úr þeim! Sem betur fer hafði hann farið út aft- ur, sennilega til að svipast um eftir mér. Ég þaut af stað til að vara Tommy við, en í flýtinum sparkaði ég af mér háhæluðu skónum og smeygði mér i inni- skóna... það var betra að hlaupa í þeim. Ég fór sömu leiðina og i dag og þaut inn á flötina. .. OG ÞÁ HRASAÐI ÉG UM TOMMY! Skil- urðu hvað ég er að segja? Hann lá þarna steindauður í tunglsljósinu og starði á mig galopnum augum og við hliðina á honum sat þessi hryllilegi köttur — eins og salt- stólpi... með græn augu og leit út eins og dauðinn sjálfur. Það var svo hryllilegt og svo ótrúlegt að ég hafði ekki einu sinni rænu á þvi að verða hrædd... ekki fyrr en ég heyrði þrusk bak við runna neðar í garðinum. Þá hélt ég að ég myndi tryllast af hræðslu! Hvern- ig ég komst heim aftur, get ég ekki gert mér grein fyrir, en á þessum hlaupum hefur dúskur- inn dottið af ... ég var að leit að honum þegar þú sást til mín. — Á þeirri stundu var dúskur- inn niðri i kolageymslu hjá okk- ur, sagði ég. — Og Yngve, hvenær kom hann svo heim. Hún neri saman höndunum og var ákaflega óstyrk. — Klukkan hálf þrjú um nótt- ina. En ég veit — hún greip krampakenndu taki um handlegg mér. — Ég VEIT að hann hefur ekki gert Tommy mein. Þú trúir vonandi þvi sem ég segi, gerirðu það ekki? Nei, ég gat ekki fullyrt að ég tryði henni í þessu tilliti. Og öll framkoma hennar daginn áður, hræðsla hennar við að tala um morðið og skelfing hennar, þegar Yngve átti að skýra frá því, hvað hann hefði aðhafzt um nóttina, sýndi greinilega að hún trúði ekki einu sinni sjálf þvi sem hún sagði. En mér var hlíft við að segja henni það, því að i sömu mund var dyrabjöllunni hringt hátt og lengi. — Það er lögreglustjórinn hvísiaði ég og tók um hendur hennar. — Lögreglustjórinn! Hún roðnaði og fölnaði til skiptis og óttinn kom aftur fram i augu hennar. — Hvað er hann að vilja mér? Hvað á ég... ? — Þú átt að segja honum allt af létta, sagði ég einbeittri röddu. — Þú átt að segja sannleikann. Það getur hjálpað til að upplýsa málið. Þú verður að gera það Lou! Þetta var afskaplega skynsam- legt ráð og af hollustu mælt, En ef ég hefði vitað hvernig Anders Löving brást við veit ég ekki, hvort ég hefði gefið Lou þessar ráðleggingar. Níundi kafli. Kvöldió sniglaðist áfram og við fréttum ekki neitt frá neinum. Enn helltist rigningin niður og faðir minn og Einar sátu að tafii. Thotmes var enn að þvo sér og ég reyndi með litlum árangri að sökkva mér niður í eina af nýj- ustu skáldsögum Elsbet Matts, sem ég hafði fundið í bókahill- unni. Allt var svo ólýsanlega ömurlegt... Það var ekki fyrr en við morgunverðarborðið daginn eftir að við fengum fréttina sem i marga klukkutíma hafði þá geng- ið á milli manna í bænum. Hulda kom út á veröndina, hagræddi svuntunni og sagði alvarleg i bragði: — Ég hef frétt i bænum, að Lou Mattson hafi verið handtekin. Já, auðvitað fyrir morðið á Tommy Holt. Einar tók þessum fréttum með vantrú, faðir minn af samúð, en ég brást við svo reið að ég fékk ekki stillt mig. Til þess að reyna að sefa mig og losna við að hlusta á heiftúðugar yfirlýsingar mínar i garð Anders Löving ákvað Einar i flýti að ganga úr skugga um, hvort þessar féttir væru á rökum reistar. Því hringdi hann til Leo Berggren og þegar hann kom aft- ur úr símanum var hann dapur á svipinn. — Hann segir að Anders hafi látið handtaka Lou seint i gær- kvöldi! — O, fjárinn sjálfur! Ég var svo ill, að mig kenndi til í brjóst- inu. — Hvernig er mögulegt að maður geti orðið lögreglustjóri sem hefur ekki meira vit í kollin- um en flugukvikindi? Ef Lou hefur ekki sagt sannleikann við mig I gær má hann gjarnan loka mig inni með henni. SKILUR hann ekki að það er Yngve Matt- son sem hann á að handtaka ef hann vill endilega finna sökudólg í þessari f jölskyldu? Hann ætti að athuga hvað hann var að bauka á timabilinu frá klukkan hálf ellefu og hálf þrjú. Hann ætti að athuga, hver það var sem Lou varð vör við bak við runnana i garðinum ... — Þér hefur liklega ekki dottið í hug, sagði faðir minn með þeirri rólegri röddu, sem fær mig alltaf til aðskammastminfyrir hversu fljót ég er að stökkva upp á nef mér, — að hin góða frú Mattson hafi kannski ekki verið jafn hreinskilin við lögreglustjórann og við þig? Það getur hugsazt að hún hafi gefið honum einhverjar þær upplýsingar, sem réttlæta fullkomlega að lögreglan hafi auga með henni... Tilraun föður mins til að líta með skilningi og réttlæti á gerðir lögreglunnar, hrærðu mig að vísu, en ég gafst ekki upp við svo búið. Ég hélt áfram að rausa um Anders Löving, en Einar hélt uppi hetjuiegum vörnum fyrir hann, þangað til við vorum bæði orðin örg og uppgefin. Svo gekk ég upp til mín og var i hinu versta skapi. Seinna um daginn hringdi Holt ofursti og spurði hvort við vildum koma yfir til þeirra og drekka hjá þeim kaffi. — Það er sannarlega fjör i kaffiboðunum þessa daga, sagði Einar hæðnislega, en hann var þó prúður og þægur og skipti um föt. Þar sem ég var enn i fúlu skapi neitaði ég algerlega að punta mig. Síðar, grænar buxur og peysa — það hlaut að vera boðlegt, ekki sízt þar sem veðrið var óbreytt. Þegar við komum út, slóst Thotmes i förina með okkur. Hún var orðin mjallahvit aftur. — Leyfum henni bara að koma með, sagði ég. — Hún er i fjöl- skyldunni, skyldi ég ætla. En Thotmes smeygði sér inn á milli trjánna i garðinum hjá ofurstanum og við gátum þvi gengið inn í dagstofuna sæmilega skikkanleg og kattarlaus. — Já, hún er yndislega góð. Hún er bara svo heilsulaus. Ég reyndi að gera mér í hugar- lund tilveru þessarar tvitugu stúlku, sem virtist lifa algerlega einangruðu lifi hér i þessu drungalega húsi ásamt með heilsulítilli móður og ströngum föður og ég vissi ekki til að hún ætti neina jafnaldra vini. Var nokkuð skritið þótt hún væri feimin og hálfhjárænuleg? — Þú hlýtur að sakna Tommy mjög mikið, sagði ég eins og ósjálfrátt. — Já, það geri ég, hvislaði hún og hún leit i augun á mér og ég sá framan í mig og þá sá ég að augu hennar voru full af tárum. Eftir stutta þögn sagði hún: — Hann ver bezta og indælasta mannvera sem ég get hugsað mér. Ég veit ósköp vel að pabbi og mamma tala illa um hann, en það er rangt. Þau þekkja hann ekki! Það er ekki dónalegt að eiga svona hugulsaman eigin- mann VELVAKANDI Velvakandi svarar í slma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi *til föStudags. 0 Um Passíusálmana Pjetur Björnsson skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Ég er búinn að sitja um stund og horfa á myndina I Morgunblað- inu 6.4. ’75, sem á að vera af Hallgrimi Péturssyni, tekin eftir styttu eftir Einar Jónsson mynd- höggvara, og ég las meðfylgjandi grein eftir séra Jakob Jónsson. Ég fór að rifja upp það, sem ég myndi eftir að hafa lesið um Hall- grím Pétursson. Svo dró ég fram gömlu Passiu- sálmana mína, það var útgáfan frá 1890. Þetta var fyrsta bókin, sem ég eignaðist; móðir mín gaf mér sálmana þegar ég var 6 ára gamall að læra að lesa. Það var Björn Jónsson, ritstjóri, sem stóð að þessari útgáfu. Við eftirmála sálmanna farast honum þannig orð: „Þessi útgáfa Passiu- sálmana er prentuð eftir eigin- handriti skáldsins sjálfs, og engu breytt mér vitanlega, nema staf- setningunni. Það er f safni Jóns Sigurðssonar i Landsbókasafninu I Reykjavík. Það er ágætt handrit, skýrt og glöggt skrifað árið 1661, einu til tveimur árum eftir að höfundur hafði lokið við að yrkja sálmana, eftir því sem hann segir sjálfur á titilblaðinu. Má það með sanni kalla einhvern hinn mesta kjörgrip, sem safnið á, fyrir frægðarsakir ritverks þess, enda er mælt, að Jóni heitnum Sigurðs- syni hafi verið boðnar í það 1800 kr. 100 pd sterling) handa British Museum, hinu heimsfræga safni í London." Ennfremur getur Björn Jóns- son þess í eftirmálanum, að Passiusálmarnir hafi fyrst verið prentaðir árið 1666 á Hólum í Hjaltadal. Ofanskráð ber með sér, að Passiusálmarnir komu út á prent 2 árum áður en Hallgrímur lét af embætti og átta árum áður en hann lézt. Og samkvæmt því, sem Björn Jónsson skýrir frá i eftir- málanum, hefir Hallgrfmur lokið við að yrkja sálmana um 15 árum áður en hann dó, og sjálfur segir Hallgrimur I formála að Passíu- sálmunum: „Það verður dýrast, sem lengi hefur geymt verið og gefur tvöfaldan ávöxt á hentugum tima fram borið.“ Mér finnast þessar setningar benda ótvírætt í þá átt, að hann hafi lengi verið búinn að vinna að samningu sálmanna áður en þeir komu fyrir almenningssjónir. Þegar þessar upplýsingar um ævi Hallgrims Péturssonar liggja fyrir, hefir það ætið verið mér ráðgáta, hvernig hámenntaðir menn hafa getað komizt að þeirri niðurstöðu, að séra Hallgrímur hafi ort Passíusálmana eftir að hann var orðinn fárveikur af holdsveikinni og að þessir fögru sálmar væru nokkurs konar dauðastunur helsjúks manns. En sem betur fer hefur sú meinloka verið kveðin niður af okkar snjallasta rithöfundi. Pjetur Björnsson." 0 Enn um barnalag Guðriður Gfsladóttir skrifar: „Það er ekki oft að það vekji ánægju að hafa rangt fyrir sér, en skýring Ölafs Gauks i ljóðlinunni um gíráffana, sem hafði angrað mig, þótti mér vænt um. Hins vegar skil ég ekki frúna í Kópa- vogi, sem tók þetta sem árás á þessa þekktu hljómsveit. Til þess hef ég enga ástæðu, þvi ég man ekki betur en að allt, sem ég hef heyrt frá hljómsveitarstjóranum, hafi verið vandað mál, en þekki að visu lítið til þess. Þetta var opin spurning, sem beint var tii allra, sem að plötunni stóðu, og svarið kom einfalt og vingjarn- legt. En því miður finnst mér ég enn þurfa að gera nokkrar athuga- semdir og þá liklega móðga ein- hverja fleiri. Meðan mér heyrðist vera um þetta grófa villu að ræða, fannst mér að annað skipti ekki svo miklu máli. En er það t.d. ekki nokkuð hæpið að ríma saman bavíanar og bananar, þótt hljóm- fallið gefi möguleika til óeðlilegr- ar áherzlu i endi beggja orðanna? skemmtilegra fyndist mér líka, að börn, sem annaðhvort eru byrjuð eða fara brátt að læra réttritun skólum, vissu, þegar þau heyra um þessa hálsbólgu, að átta af litlu giröffunum, en ekki gíröffonum, illt í hálsinn fengu. Þetta kunna að þykja smámun ir, en mikið hefur verið rætt undanförnum árum, að vanda þurfi mál á barnabókum. Ritað og mælt mál fer þó fljótt framhjá, en merking þess sem sagt eða ritað er situr eftir i huganum. Um bundið mál gegnir öðru máli. Það er margfalt áhrifarikara hvað snertir málkennd, þvi að þar byggist allt á einstökum orðum og visur og kvæði, sem lærð eru æsku, gleymast næstum aldrei Enn áhrifameira er það, sé það þar að auki bundið hljómfalli, lag, sem lært er og greypis óafmáanlega í hugann. Það er tilviljun að þetta lag verður fyrir gagnrýni minrii, en þar réð þessi villa, sem mé blöskraði svo, að ég gat ekki orða bundizt, en reyndist svo sem bet ur fór engin villa, þótt mér finnis framburður á þessum átta a hefði mátt vera skýrari. Guðrfður Gísladóttir." ■ ■ ■ V 1 peiHsm St.-. St.-. 59754177 — VIII — 12 1.0.0.F. 5 = 1 5641 78’/j = Sp. I.O.O.F. 1 1 = 1564178’/! = S.K. K F U M A.D. Munið kvöldvökuna, sem hefst kl. 20.30. Veitingar. Allir karlmenn velkomnir. Borgfirðingafélagið minnir á siðasta spilakvöld vetrar- ins laugardaginn 19. apríl kl. 8.30 að Hótel Esju. Góð hljómsveit. Skemmtinefndin. I.O.G.T. St. Andvari nr. 265 heldur fund i Templarahöllinni i kvöld kl. 8.30. Venjuleg fundar- störf. Kosn til Umdæmisstúku. Félagar fjölmennið. Æðstitemplar. HJÁLPRÆÐISHERINN Fimmtudag kl. 20.30 almenn samkoma. Allir hjartanlega velkomnir. Filadelfia Almenn samkoma kl. 20.3ý). Ræðumenn Herta og Haraldur Guðjónsson. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA Fundur verður i Bjarkarási, laugar- daginn 1 9. april kl. 1 4. Björn Russell, tannlæknir frá Dan- mörku flytur erindi um tannlækn- ingar vangefinna. Félag einstæðra foreldra auglýsir kökusölu og basar á Hall- veigarstöðum laugardag 19. apr. frá kl. 2-—6 e.h. Mikið úrval hand- unninna leikfanga fatnaðar o.fl. Úrval af góðum og gómsætum kökum af ölium tegundum. Nefndin Kvenfélag Bæjarleiða fundur i Hreyfilshúsinu, við Grensásveg, fimmtudag 17. april kl. 20.30. Kynning alþýðuorlofs. Stjórnin. Frystikista 310 Itr^ár Electrolux Frystikista TC114 310 lítra Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vörumarkaðurinn hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.