Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRlL 1975 19 Ingibjörg Gísladóttir verzlunarkona — Sjötug Ingibjörg Gísladóttir verslunar- kona varó 70 ára 11. apríl sl. Það sem hér fer á eftir er skrifað af tilefni afmælis hennar. Hún er fædd að Mosfelli i Grímsnesi 11. apríl 1905. Foreldr- ar hennar voru séra Gísli Jónsson og kona hans Sigrún Kjartans- dóttir. Ættir þeirra má rekja í ættfræðibókum. Séra Gísli vigðist til Meðal- landsþinga 1891, og var prestur í Langholti, en fékk Mosfell í Grímsnesi aldamótaárið og var prestur þar í 18 ár, til dánardæg- urs 1918. Prestshjónin eignuðust 12 börn, og komust 10 til fullorð- insára. Lifa nú sex þeirra: Ebba, píanóleikari og fyrrverandi síma- stúlka, Kjartan, skáld og fyrrver andi skrifstofumaður, Gísli, skrif- stofumaður, Kristín, frú, Ingi- björg, afmælisbarnið og Ágústa, frú. Prestshjónin á Mosfelli eru sögð verið hafa ljúflynd og hjarta- hlý, aðdáendur lista, og prestur jafnframt vel lærður; kenndi ung- um mönnum undir skóla, og urðu sumir þeirra siðar nafnfrægir af- reksmenn á akurlendi íslenskrar menningar. Leiðsaga islensku sveitaprestanna gömlu er litið rakin, og menningarstörf þeirra ekki veein og metin enn, en latínu og málfræðikennslaþeirra var lyk ill að æðra námi margra fátækra sveina fram á þessa öld. Fullvel mætti hafa þetta meira i umræðu en hingað til, og jafnvel sem rann- sóknarefni i nýjum greinum þjóð- félagsfræði i Háskóla Islands, þar sem vörð eiga að standa bjartleit- ir og ennisháir menn. Eftir fráfall séra Gisla fluttist fjölskylda hans vestur yfir Mos- fellsheiði og til Reykjavíkur. Var það eigi mjög löngu siðar en Guð- rún Jónsdóttir gætti brauðsins góða þar í heiðinni. Þær systur, Ebba og Ingibjörg, hafa um mörg ár haldið heimili saman, fyrst með móður sinni Sig- rúnu, en hún lést árið 1957, en siðan einar. Er nafnskjöldur prestsfrúarinnar enn á dyrum íbúðarinnar að Ránargötu 4. Syst- urnar eru góðar vinkonur og njóta saman hlýjunnar af arin- hellu fornra minninga. Ibúðin að Ránargötu 4 er ekki stór, en vegg- ir hennar bergmála fallega sögu. Fallega sleginn tónn í musteri fellur ekki í tómarúm gleymsku, og kannski verður endurkastið enn fríðara en frumtónninn þe|;- ar frá líður, en þó aldrei nema að hann hafi sjálfur verið hreinn. Ég hefi átt þess kost að koma stuttar stundir í litla húsið þeirra systra, og þykist hafa skynjað þar endur- kastið, eða bergmál sem í vitund minni tengdist litum júnídaga. Ingibjörg Gísladóttir hefur stundar verslunarstörf frá því hún var 19 áara, og nú síðustu 12 árin rekur hún eigin verslun á Vesturgötu 28. Eg leyfi mér að hafa orð á því hve starf hennar þar virðist helgað þjónustuviijan- um fyrst og fremst, en ekki gróða- von í aurum eða krónum. Við- skiptamenn hennar eru þvi vinir hennar. Sú friða sjötuga kona, Ingi- björg, átti eins og áður segir, æskuspor sín undir hlíðum Mos- fells. I tilefni afmælis hennar væri eðlilegt að maður hvarfiaði um stund til baka, til að líta þar á ferð um hjallana öll hennar list- fengu systkini, meðan hún var sjálf enn i bernsku, — til dæmis neðan frá túngarði séð, — en kannski hefur aldrei verið tún- Framhaid á bls. 30. Grænar — Brúnar — Svartar — Drapplitað- ar — Bláar — Ryðbrúnar FLAUELSKÁPUR GABERDÍNKÁPUR (Þunnu frakkarnir eru uppseldir, því miður) Stærðir: 34—44. .„.Ajjwy'Mfíiijii!!!!):! Sendum gegn póstkröfu samdægurs FYRIR VIÐRAÐANLEGT Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki á öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þö, sem leita að litríkum hillu- og sköpasamstæðum, sem byggja mö upp í einingum, eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. Jón Loftsson hf. Híbýlaprýði Dúna Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Siglufjörður: Bólsturgerðin Akureyri: Augsýn hf. Húsavík: Hlynur sf. Selfoss: Kjörhúsgögn Keflavík: Garðarshólmi hf. FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HUSGAGNAVERKSMIÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.