Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1975 0. JN . „ (0 {jn 1 p Piltur og stúlka **£ Já, kýrnar okkar ferðamannanna, sem aldrei verða geldar; og nú held ég hvort sem heldur er, að mjólkin og islenzkan séu nokkurn veginn svo hunnar sem þeim verður auðið, og hérna eru Hellisárnar. Stíga þeir þá af baki og leggjast niður að drekka; sýpur Sigurður stórum og stendur beint upp, en bregður síðan hendinni fyrir brjóstið, eins og hann ætli að æla. Þú hefur belgt of mikið af vatninu, lagsmaður, sagði Indriði. Annað er verra, sagði Sigurður, mér fannst ein- hver stór skepna fara ofan í mig, og býst ég við, að það hafi verið lax. Jæja, láttu þér það vel líka, ef svo er, sagði Indriði hálfbrosandi; það er sjaldan að guðsblessun kemur úr sjónum upp í munninn á mönnum fyrirhafnar- laust. Hlæðu ekki að ósköpunum! Veiztu, hver átti fisk- inn? Kóngurinn átti fiskinn, og það er bágt að gizka á það, hvað stjórnin segir um það, því maður á aldrei að gjöra neitt, nema maður viti áður, hvernig kóng- inum muni líka það; en svei mér, ef ég gat gjört að því. Eftir þetta stíga þeir Indriði á bak aftur, og er þá farið að rökkva af degi; ríða þeir nú ofan melana, en ekki tók Sigurður aftur gleði sína, en hafói aftur og aftur fyrir munni sér: Sér er nú hvað! Hefði ég bara verið búinn að skrifa stjórninni til um það, hvort fiskurinn mætti fara ofan í mig. — Þó var hann alltaf HÖGNI HREKKVÍSI Skiptir engu máli, skal ég segja þér. — Á þeirri sömu mínútu og ég opna dósina með kattarmatnum, birtist Högni! á undan og réði ferðinni þegjandi, þangað til Indriði segir við hann: Hvar ætlar þú okkur að hafa náttstað, lagsmaður? Við ríðum heim að Rauðará og verðum þar í nótt, því ég vil ekki koma æði seint í Víkina. Hver býr á Rauðará? Ekki veit ég, hvað hann heitir, ég kalla hvern, sem þar býr, Eirek, þó þar verði húsbóndaskipti á hverju ári. Og hvað ber til þess? Það, að hann alltaf rekur hesta, og lasta ég ekki manninn fyrir það. Þeir ríða heim aó Rauðará; enginn var þar úti, og knýja þeir á dyr, og kemur þar út kona ein, og kveðja þeir hana og spyrja um bónda, en hún kvað hann vera að hestum. Skjótt er frá erindum að segja, sagði Sigurður, að við kumpánar ætlum að biðja hér húsaskjóls fyrir oss í nótt, en haga fyrir hesta okkar. Fáir kunnugir biðja hér gistingar, eða ertu maður svo ókunnugur, að þú vitir ekki, að vér eigi höfum margar sængur hérna á Suðurnesjum? Og hér á bæ Undrahesturinn Skjóni Þetta gerði piltur, hann skar göt á kornsekkina, svo rúgurinn og byggið flóði út um allt. Svo komu allir hinir villtu fuglar skógarins. Hóparnir voru svo stórir, að þeir skyggðu á sólina, en þegar þeir sáu kornmatinn, gátu þeir ekki að því gert, að fara að tína, og að lokum fóru þeir að fljúgast á um matinn. En piltinum og Skjóna steingleymdu þeir og gerðu þeim ekkert til miska. Nú héldu þeir enn lengi áfram, piltur og Skjóni, yfir brekkur og dali, yfir ása og móa, en þá fór Skjóni aftur að hlusta, og svo spurði hann piltinn, hvort hann heyröi nokkuð. ,,Já, það brakar svo óhugnanlega í skóginum fyrir aftan okkur, nú fer ég aftur að verða smeykur“, sagði piltur. „Þetta eru öll villidýr skógarins,“ sagði Skjóni. „Þau eiga að stöðva okkur. En kastaðu bara uxa- skrokkunum tólf, þá fá þau eitthvað að glima við, og þá gleyma þau okkur.“ Þá kastaði piltur uxaskrokkunum, og svo komu öll villidýrin í skóginum, bæði bjarndýr, ljón og gaupur, og allskonar grimm dýr, en þegar þau fundu lyktina af uxaskrokkunum, hlupu þau að þeim og flugust á um þá, svo blóðið rann, en piltinum og Skjóna gleymdu þau alveg. Svo héldu þeir áfram ferðinni, og það gekk vel, því Skjóni fór fljótt yfir. Svo sagði Skjóni enn: „Heyrir þú nokkuð?" „Jú, ég heyrói eins og folaldshnegg, en það er langt frá okkur,“ svaraði piltur. „Það er sjálfsagt nokkuð stór folaldið það,“ sagði Skjóni. íTK:6i£9unkoffinu Þessi stutta saga sem hér verður sögð gerð- ist hér í Reykjavík fyr- ir nokkrum árum. Þetta var I desember skömmu fyrir jólin. Þá var verkfall hér í borg- inni og sorpið hlóðst upp við sorptunnurn- ar. Kona nokkur, sem er mjög hreinleg og drífandi, sagði dag nokkurn við manninn sinn, að nú yrói hann að fá sér einhverja kassa og fylla þá af sorpinu úr tunnunni og fara rrieð draslið á haugana. Maðurinn útvegaði sér tvo stóra pappakassa sem báru vörumerki á heimsþekktum hol- lenskum bjór. Svo lagði hann af stað með kassana í bílnum sín- um. Hann þurfti að ljúka dálitlu erindi í miðbænum. Kassana með fallega vörumerk- inu hafði hann í aftur- sætinu. Þetta voru miklu stærri ölkassar en almennt gerist. Hann læsti ekki bíln- um sínum meðan hann lauk erindi sínu. En er hann kom að bílnum aftur voru báðir öl- kassarnir horfnir úr bílnum hans. — Mað- urinn hafði hlegið dátt, er hann kom heim til sín rétt á eftir og sagði ferðasöguna. — Og einhver á heimil inu bætti því svo við að gaman hefði verið að vera nærstaddur er þeir sem ölkössunum stálu, opnuðu þá og innihaldið kom í ljós. Afbrýðisemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.