Morgunblaðið - 17.04.1975, Page 2

Morgunblaðið - 17.04.1975, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1975 Lögbann á ,Þjófur í Paradfe’ Harma að farið sé fram á lögbann, segirlndriði G. Þorsteinsson Tilkynnt var ( ríkisútvarpinu í gær, að lestur útvarpssögunn- ar „Þjófur í Paradís“ eftir Indriða G. Þorsteinsson félli niður af óviðráðanlegum orsök- um og kom ! ljós, að krafizt hafði verið að lestur sögunnar yrði stöðvaður með lögbanni. Krafa gerðarbeiðenda á hendur Ríkisútvarpinu og Indriða G. Þorsteinssyni byggist á því, að ein persónan i bókinni sé mjög Ifk nákomnum ættingja þeirra og því sé ekki hægt að halda lestrinum áfram af ýmsum ástæðum. Indriði G. Þorsteins- son hefur mótmælt því, að f bókinni sé átt við einn sérstak- an mann. Lögbannskrafan verður tekin fyrir hjá borgar- fógeta fyrir hádegi í dag. Eftir að Mbl. frétti um lög- bannskröfuna hafði það sam- band við lögmann Indriða í málinu, Hrafnkel Asgeirsson hrl. Hann sagði að í upphafi hefði bókin „Þjófur i Paradís1' komið út hjá Almenna bóka- félaginu árið 1967 og þá hefði enginn amazt við útkomu bókarinnar. Síðan hafi Indriði byrjað lest- ur þessar sögu í útvarpið í vik- unni og skyndilega í gær hefði það gerzt, að Kristján Eiríksson hrl. hafi fyrir hönd ekkju og barna Tómasar Jónssonar, sem kenndur hafi verið við Hofdal í Ut-Blönduhlíð og búið að Eli- vogum í Langholti, krafizt þess að lestur sögunnar yrði stöðvað- ur með lögbanni, þar sem þau teldu að persóna í bókinni væri Tómas. Og síðar segir: Ævi þessa raunamanns hefur orðið Indriði G. Þorsteinssón Indriða G. Þorsteinssyni frá Gilhaga að yrkisefni." Hrafnkell sagði, að Indriði hefði að sjálfsögðu mótmælt því, að þetta væri saga um Tómas. Þetta væri aðeins skáld- saga — og af þeim sökum mun- um við mótmæla lögbanninu. Kristján Eiríksson lögmaður gerðarbeiðenda sagði þegar Morgunblaðið hafði samband við hann, að aldrei hefði neitt hliðstætt mál verið rekið á Is- landi, en hinsvegar ætti það sér hliðstæður á Norðurlöndunum. Lögbannskrafan byggðist á þeim forsendum, að það hefði verið notaður maður sem ein aðalpersónan í bókinni, er nátengdur væri umbjóðendum sínum, — og benti margt til þess. Guðmundur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hljóðvarps, sagðist lítið vilja segja um þetta mál nema hvað málið yrði að sjálfsögðu gífurleg auglýsing fyrir Indriða G. Þorsteinsson og bókin ætti því að renna út eins og heitar lummur, ef hún væri þá til. Lestur sögunnar yrði að sjálfsögðu felldur niður, þang- að til málið væri til lykta leitt. Að lokum höfðum við sam- band við Indriða G. Þorsteins- son. I upphafi sagði hann, að lögbannsmálið væri lögfræðileg rökræða. — Ef fólk fer almennt að halda því fram að nátengd skyldmenni séu i skáldsögum og heimta lögbann, þá á skáld- sagan orðið erfitt uppdráttar. Efni bókar eins og „Þjófur i Paradís" er sauðaþjófar um allt land og þeir hafa yfirleitt allir endað eins, grunur, leit, yfir- heyrsla og svó framvegis, sagði Indriði. Hann sagði, að i sambandi við bókina „Þjófur í Paradis" hefði hann kynnt sér nokkur sauða- mál og hefðu þau öll líkt upp- haf og endi. Hitt væri svo annað mál, að sauðaþjófnaður væri mjög lítill hluti af bókinni. — Það má líka koma fram, að ég veit um 3 aðila, sem allir halda því fram, að þeir séu Jón Falcon í „Norðan við strið". Ef svona mál kæmi upp út af þeirri bók, þá yrðu þeír að gera upp sín á milli hver þeirra væri Jón Falcon, sagði hann. t>á sagði Indriði, að hann yrði segja að ef skáldsagnagerð , i í gert svona erfitt uppdrátt- ai bá yrði hann aó snúa sér að vísindaskáldsögum (science- fiction). betta lögbannsmál snerti sij -vki að öðru leyti en þvi að . .m harmaði að þetta fólk skyldi gripa til þessarar lögbannsbeiðni. Reyk j avíkurborg: 564 milljóna niðurskurður Reykjavikur í kjölfar hennar, nýja kjarasamn- vagna Reykjavíkur er nú áætlað BORGARRAÐ hefur samþykkt allverulegar til- lögur um sparnað í rekstri og niðurskurð á framkvæmdum til þess að mæta þeim kostnaðar- hækkunum, sem orðið hafa frá þvf að fjárhagsáætlun fyrir árið 1975 var samþykkt í desember sl. Aður samþykkt rekstrarútgjöld borgarinnar lækka samkvæmt þessu um 274 millj. kr. með beinum sparnaði. Þar af eru 220 millj. kr. vegna gatnagerðarfram- kvæmda. Þá verður frestað bygg- ingaframkvæmdum, sem kostað hefðu 290 millj. kr. Samtals er hér um að ræða 564 millj. kr., sem veita svigrúm til þess að mæta kostnaðarhækkunum, sem orðið hafa. Endurskoðun fjárhagsáætl- unarinnar kemur til afgreiðslu á fundi borgarstjórnar i dag. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri sagði i samtaii við Morgunblaðið i gær, að frá því að fjárhagsáætlun hafi verið samþykkt í desember sl. hefðu orðið verulegar breytingar í efna- hags- og fjármálum, er hefðu mikil áhrif á stöðu borgarsjóðs og röskuðu þvi verulega samþykktri fjárhagsáætlun. I þessu sambandi mætti nefna gengislækkunina og þær verðhækkanir, er fylgt hefðu Spilakvöld sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík verður í kvöld, fimmtudag, að Hótel Sögu. Þetta er siðasta spilakvöld sjálfstæðis- félaganna á þessum vetri. Veitt verða 7 glæsileg spilaverðlaun. Albert Guðmundsson flytur ávarp. Ömar Ragnarsson skemmt- ir, en síðan verður dansað til kl. 1. Miðar eru seldir á skrifstofu Landsmálafélagsins Varðar Lauf- ásvegi 46 og við innganginn, ef eitthvað verður óselt. inga og frumvarp ríkisstjórnar- innar um skattaiækkanir, sem kæmi til með að lækka útsvars- tekjur borgarsjóðs verulega. Þá kæmi hér einnig til stóraukin rekstrarkostnaður strætisvagn- anna, sem krefðist aukinna fram- laga úr borgarsjóði. Borgarstjóri sagði, að allt þetta gerði óhjákvæmilegt að taka fjár- hagsáætlunina til endurskoóunar. Borgarráð hefði unnió að þessari endurskoðun undanfarnar vikur og lagt fram ákveðnar tillögur, sem borgarstjórn fengi nú til af- greiðslu. Sá niðurskurður á framkvæmd- um og sparnaður i rekstri, sem hér er um að ræða, verður notaður til þess að mæta kostnaðarhækkunum. Alls er gert ráð fyrir, að fjárhagsáætlunin hækki um 60 millj. kr. við þessa endurskoðun. Nefna má sem dæmi um þær hækkanir, sem orðið hafa frá samþykkt fjárhags- áætlunar, að framlag til Strætis- samkvæmt endurskoðuðum tillög- um 370 millj. kr. i stað 200 millj. kr., en það er hækkun um 170 millj. kr. Ljósmynd Sv. Þorm. FINNSKAR MINKALÆÐUR — 1 gærkvöldi komu til landsins með flugvél frá Iscargo 2500 minka- læður frá Finnlandi. Læðurnar eru allar hvolpafullar og munu fara á minkabú sem fyrirtækið Loðskinn hf. og finnska fyrirtæk- ið Finjak AB munu reka í sameiningu á Skeggjastöðum I Mosfellssveit. Siðar meir er ætlunin að auka stofninn í 7500 læður og verður þetta því langstærsta bú landsins. Myndirnar voru teknar í gær- kvöldi við komu flugvélarinnar er flutti minkalæðurnar til lands- ins, og eins og sjá má á minni myndinni virðist læðunum ekki hafa orðið meint af heldur glefsar ein læðan þar hressilega í búrgrindurnar. V ísitölubætur í Danmörku: Sama upphæð greidd á öll laun tvisvar á ári NÚ eru á döfinni viðræður um breytingu á vísitölukerfinu. Af því tilefni hefur Morgunblaðið aflað sér upplýsingar um vfsitölu- kerfi ( nokkrum löndum og verð- ur hér sagt frá fyrirkomulagi þessara mála í Danmörku. Verðlagsuppbætur á laun voru fyrst teknar upp í Danmörku árið 1918 og þær hafa verið greiddar óslitió frá 1945. Verðlagsuppbæt- urnar eru greiddar á grundvelli allsherjarsamkomulags milli sam- taka launþega og vinnuveitenda, sem gert er til tveggja ára í senn. Reglur þær, sem gilda um veró- lagsuppbætur á laun i Danmörku, eru þó með öðrum hætti en hér á Rússar vildu skapa MIR sérstöðu Menntamálaráðuneyti neitaði VIÐ undirbúning 5 ára fram- kvæmdaáætlunar um menn- ingar- og vísindasamstarf Sovétrikjanna og Islands gerðu fulltrúar sovézka sendiráðsins í Reykjavík tilraun til þess að skapa félagsskapnum MlR (Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarríkjanna) og hlið- stæðum samtökum i Moskvu nokkra sérstöðu. Að því er Birgir Thorlacíus, ráðuneytisstjóri i menntamála- ráðuneytinu, hefur tjáð Morgunblaðinu, settu fulltrúar sovézka sendiráðsins fram ósk um það í undirbúningsviðræð- um, að MÍR og sovézkt-islenzkt vinafélag, sem starfrækt er i Moskvu, yrðu sérstaklega nefnd i 3 kafla 1. tölulið fram- kvæmdaáætlunarinnar, en slikt hefði skapað þessum tveimur félögum sérstöðu umfram önn- ur félagasamtök. Þessi tölu- liður er svohljóðandi: „Aðilar munu stuðla að þróun menn- ingarsamskipta milli ýmissa sjálfstæðra samtaka sem óháó eru ríkisstjórnum landannaþar með talin vinafélög sem geta komið að gagni við að kynna menningu og lifnaðarhætti beggja landanna og efla gagn- kvæman skilning i anda gild- andi áætlunar.*' Sagði Birgir Thorlacius, að menntamála- ráðuneytið hefði hafnað þess- um óskum Sovétmanna. Svo virðist, sem MÍR reki all umfangsmikla starfsemi hér á landi. Morgunblaðinu er kunn- ugt um, að af félagsins hálfu var leitað eftir leigu á 550 fermetra húsnæði i nýbyggingu hér í borg. Arsleiga fyrir húsnæði þetta, (sem MlR fékk að vísu ekki) hefði numið hátt í 2 milljónir króna auk annars rekstrarkostnaðar í sambandi við slikt húsnæði. Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna eru i hús- næðishraki um þessar mundir en síðast voru þau til húsa að Túngötu 8 en þar hafði sovézka fréttastofan Novosti um nokk- urt skeið aósetur sitt. landi. I Danmörku er ekki greidd ákveðin hlutfallstala i verðlags- uppbætur á öll laun i samræmi við hækkun framfærsluvísitölu. í almennum kjarasamningum er kveðið á um tiltekna upphæð, sem skal greidd sem verðlagsuppbót jafnt á öll laun. Þessi upphæð miðast við þrjú vísitölustig og greiðist ekki fyrr en visitalan hef- ur hækkað um þrjú stig. Hækki vísitalan t.d. um tvö stig koma engar verðlagsbætur. Það er þá fyrst, er visitalan hefur náð þvi að hækka um þrjú stig að bæturnar eru greiddar. Hækkun framfærsluvísitölunn- ar i Danmörku er reiknuð út mán- aðarlega, en aðeins birt ársfjórð- ungslega. Tölurnar, sem birtar eru opinberlega eru meðaltal vísi- töluhækkana síðustu þriggja mánaða. Verðlagsuppbætur á laun eru hins vegar aðeins reikn- aðar samkvæmt vísitölu tvisvar á ári 1. marz og 1. september á . grundvelli vísitölunnar i janúar og júli. Þetta er meginreglan, en nokkur mismunur er þó hér á milli einstakra starfsgreina. Inn í vísitölunni eru ekki óbeinir skatt- ar, en á hinn bóginn er reiknað með opinberum framlögum og bótum almannatrygginga eins og fjölskyldubótum og ellilífeyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.