Morgunblaðið - 17.04.1975, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.04.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRlL 1975 3 25 ára afmæli Þjóðleikhússins: Afmælisins minnzt á margvíslegan hátt Á SUNNUDAGINN eru liðin 25 ár frá því Þjóðleikhúsið hóf starfsemi sína. Verður afmælis- ins minnzt með margvíslegum hætti og má þar nefna frumsýn- ingu Silfurtungls Laxness í nýrri gerð, samantekt úr nokkr- um verkum sem leikhúsið hef- ur sýnt á starfstfma sfnum, ljóða- og söngkvöld, útgáfu rits um leikhúsið og ef til vill hljómplötuútgáfu. Þjóðleik- húsið kynnti þessi atriði fyrir blaðamönnum í gær og voru þar í fyrirsvari Sveinn Einars- son, þjóðleikhússtjóri, Vil- hjálmur Þ. Gfslason, formaður Þjóðleikhússráðs, og leikstjór- arnir Gfsli Alfreðsson og Stefán Baldursson. Afmælissyrpa Á sjálfan afmælisdaginn, sunnudaginn 20. april, verður sýning á aðalsviðinu um kvöld- ið. Þar verður flutt tveggja tíma afmælissyrpa, þ.e. sýnis- horn úr mörgum þeirra verka sem sýnd hafa verið i 25 ára sögu leikhússins. Flutt eru atriði úr 20 verkum, leikritum, söngleikjum og óperum. Gisli Alfreósson hefur haft umsjón með sýningunni, og sagði hann á fundinum i gær, aó ekki bæri að taka það svo, að hér væri samsafn þess bezta sem leik- húsið hefur boðið uppá. Flytj- endur eru 50—60 talsins, leik- arar, dansarar, einsöngvarar og Þjóðleikhúskórinn. Þetta er boðssýning og verða þar ein- göngu starfsmenn hússins fyrr og síðar og nokkrir gestir þess. Sunnudaginn á eftir verður sýning fyrir almenning og jafn- vel fleiri sýningar en það fer eftir undirtektum. Af verkum sem sýnt verður úr má nefna Islandsklukkuna, Gullna hliðið, Gisl, Pétur Gaut, Fiðlarann á þakinu, My Fair Lady, Kabarett, Þrettándakvöld, G þetta er yndælt stríð, Rigólettó, Töfraflautuna, Leðurblökuna og Þrymskviðu. Þá verður Is- lenzki dansflokkurinn með tvö atriði. Reynt er að hafa sömu leikara og léku hlutverkin á sinum tima, eftir því sem kostur er. Ljóðakvöld Miðvikudagskvöldið 23. apríl verður ljóða- og söngvakvöld á litla svióinu i kjallara Þjóðleik- hússins. Þetta er um klukku- tima dagskrá og verður hún i frekar léttum dúr að sögn Stefáns Baldurssonar, sem haft hefur umsjón með dagskránni. Dagskráin hefur hlotið nafnið Ung skáld og æskuljóð. Verða þar flutt ljóð eftir ung skáld, miðaldra skáld og nokkur eldri skáld. Þau verða bæði lesin og sungin. Flytjendur eru fimm leikarar sem njóta aðstoðar söngflokksins Þrjú á palli. Af höfundum ljóða má nefna t.d. Böðvar Guðmundsson, Ninu Björk Árnadóttur, Megas, Þór- arin Eldjárn, Jóhann Hjálmars- son, Matthías Johannessen, Hannes Pétursson, Þorstein frá Hamri, Stein Steinar, Jóhannes úr Kötlum, Tómas Guðmunds- son og Halldór Laxness. Ekki er áformuð nema ein sýning en þær gætu orðið fleiri ef undir- tektir verða góðar. Silfurtunglið Fimmtudagskvöldið 24. apríl, sumardaginn fyrsta, verður frumsýning á léikriti Halldórs Laxness, Silfurtunglinu. Eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu hefur höfundurinn gert nokkrar breytingar á verk- inu frá því það var frumflutt í Þjóðleikhúsinu fyrir liðlega 20 árum síðan. Hefur hann stytt það nokkuð, bætt inn köflum og fjölgað hlutverkum. Munu nærri 40 manns koma fram á sýningunni. Þau Sveinn Einars- son leikhússtjóri og Bríet Héðinsdóttir eru leikstjórar, Sigurjón Jóhannsson hefur gert leiktjöld en tónlist er eftir Jón Nordal. Verður hún flutt á annan hátt en á sýningunni 1954. Með helztu hlutverk fara Anna Kristín Arngrimsdóttir, Erlingur Gislason, Ingunn Jensdóttir, Róbert Arnfinns- son, Sigurður Örn Arngrims- son, Valur Gislason, Hákon Waage, Bryndis Pétursdóttir og Guðmundur Magnússon. Silfur- tunglið verður svo að sjáifsögðu áfram á verkefnaskrá leikhúss- ins. Rit og hljómplata I sambandi við afmæli Þjóð- leikhússins hefur verið ákveðió að gefa út rit um starf leikhúss- ins á undanförnum 25 árum. Hefur Vilhjálmur Þ. Gislason fyrrverandi útvarpsstjóri tekið að sér að semja þetta rit og mun það væntanlega koma út með haustinu. Vilhjálmur sagði á blaðamannafundinum i gær, að þetta væri ekki saga leikhúss- ins heldur mætti frekar nefna þetta svipmyndir úr starfi þess og þeim verkefnum sem það hefur tekið til meðferðar. Væntanlega verður ritið ríku- lega myndskreytt. Þá er í athugun að gefa út hljómplötu með óperuflutningi sem leik- húsið hefur verió með á boð- stólum en þaó atriði er þó ekki Framhald á bls. 18 Forráðamenn og leikstjórar Þjóðleikhússins skýra frá afmæiisdag- skránni á fundi með blaðamönnum f gær. Frá vinstri: Stefán Baldursson, Vilhjálmur Þ. Gfslason, Sveinn Einarsson og Gfsli Alfreðsson. Ljósm. Sv.Þorm. Árni Egilsson, Vladimfr Ashkenazy, Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri sinfónfuhljómsveitarinnar.og Þorkell Sigurbjörnsson. Fyrsti íslenzki bassa- konsertinn frumfluttur A tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar tslands á morgun verður frumflutt nýtt tónverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Þetta er konsert fyrir hljómsveit og bassa- fiðlu, sem Þorkell samdi sérstak- lega fyrir Arna Egilsson, bassa- leikara. Stjórnandi hljómsveitar- innar á þessum tónleikum er Vladimír Ashkenazy. Tónverkió er eini islenzki konsertinn, sem saminn hefur verið fyrir bassa, en þegar Árni Egilsson lék hér á listahátið fyrir tæpu ári, ásamt André Prévin og fleirum, kom hann að máli vió Prévin, og bað hann um að benda sér á íslenzkt tónskáld, sem hugsanlega gæti samið fyrir sig konsert. „Prévin lagði til að ég talaði við Þorkel Sigurbjörnsson, og hann var fús til þess að reyna þetta.“ sagði Arni í gær. Framhald á bls. 18 Fjársöfnun vegna Indó-Kína RAUÐI kross tslands og Hjálpar- stofnun kirkjunnar hafa nú ákveðið að efna til sameiginlegr- ar fjársöfnunar um allt land til aðstoðar við hjálparstarfið f Suður-Vietnam og Kambódfu. Var þetta ákveðið þar sem endur- teknar hjálparbeiðnir hafa komið frá þeim aðilum, sem þessar stofnanir hafa samband við f Indó-Kfna. I fréttatilkynningu frá Rauða krossinum og Hjálparstofnuninni segir, að nú virðist sorgarleikur- inn f Vietnam og Kambódfu vera á lokastigi. Eins og ávallt sé'al- menningur í nokkrum vafa um hvernig bregðast skuli við þegar menn berast á banaspjót af stjórnmálalegum ástæðum. Menn velti því fyrir sér hvort hjálparað- gerðir beri þann árangur sem til sé ætlazt, hvort hér sé ekki botnlaus hít. Alkirkjuráðið og Al- þjóðaráð RK hafi starfsfólk á 011- um þeim svæðum, sem um ræðir. Því megi treysta að fullt eftiriit verði haft með því fjármagni eða vörum héðan kynnu að vera send- Framhald á bls. 18 Frá hörmungarsvæðunum f Indó-Kfna Sigurlaugur Þorkelsson, blaðafulltrúi Eimskipafélags lslands, Sigurd Simonssen, Thomas Arabo, og Steinn Lárusson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals. Ferðir „Smyrils” milli íslands og Noregs hefjast 1 júní — fargjald fyrir tvo með bíl 31 þúsund krónur „VIÐ erum hér til að ganga frá skipulagi ferðanna milli Is- lands, Færeyja og Noregs, og eitt af því, sem þarf að taka afstöðu til er hvaða staður verður endastöð „Smyrils" á Austurlandi,“ sagði Thomas Arabo, forstjóri „Strandfara- skipa landsins", færeyska skipafélagsins f gær. „Þetta verður ákveðið fljótlega eftir að við komnm heim til Fær- eyja.“ Sigurd Simonsen, ferðamála- stjóri i Færeyjum, hefur verið hér ásamt Arabo, og héldu þeir fund með fréttamönnum i gær. Eimskipafélag Islands hefur umboð fyrir „Strandfaraskip landsins" hér á landi, og mun Ferðaskrifstofan Urval hafa umsjón með farmiðasölunni, en einnig verður hægt að kaupa farseðla hjá öllum öðrum ferða- skrifstofum hér á landi. Færeyska skipafélagið keypti „Smyril“ frá Danmörku og var kaupverð skipsins 26 milljónir danskra króna, en nú er skipið í Friðrikshöfn i Danmörku, þar sem endurbætur á því fara fram fyrir um 3 millj. danskra króna. Skipið getur flutt alls 360 farþega og 130 bila. Rúm er fyrir 160 farþega í káetum, en svefnrými er á dekki skipsins fyrir 200 farþega. Feróin milli Islands og Björg- vinjar tekur 6 sólarhringa, en þá er meótalin tveggja og hálfs sólarhrings dvöl i Færeyjum. Þar geta farþegar búið um borð og gegn vægu gjaldi, en hafi þeir t.d. bifreið meðferðis gefst ágætt tækifæri til að skoða eyjarnar á eigin vegum. Sem dæmi um fargjöld má nefna, aó svefnpláss á dekki frá Reykjavík til Björgvinjar Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.