Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1975 Deilt um fóst- ureyðingar Konur fjölmenntu á þingpalla f gær er fóstureyðingarfrumvarpið var á dagskrá. Jón Skaftason (F) var fram- sögumaður heilbrigðis- og trygg- ingamálanefndar (meirihluta nefndarinnar), sem mælir með samþykkt frumvarps um kynlífs- fræðslu og fóstureyðingar, með nokkrum breytingum (sjá þing- síðu Mbl. bls. 14 sl. þriðjudag). Jón sagði að hér væri um við- kvæmt og vandasamt mál að ræða, sem setja þyrfti löggjöf um er hefði fótfestu í almenningsálit- inu. Löggjöfin þyrfti að mótast af mannúð og byggjast á tiltækri reynslu, bæði hérlendis og er- lendis. Hann rakti I ftarlegu máli fyrri löggjöf um þetta efni (1. nr. 38/1935 og 16/1938), og þann að- draganda og undirbúning, sem lægi að baki fyrirliggjandi frum- varpi. Jón sagði núverandi frumvarp rýmra og mannúðlegra en gild- andi löggjöf, þó ekki væru leyfðar frjálsar fóstureyðingar að ósk konu, eins og ráð hefði verið fyrir gert í upphaflegri mynd þess á sl. þingi. Frumvarpið stefndi hins vegar að því með fræðslu og ráð- gjöf að koma í veg fyrir óvel- komna þungun, sem væri æski- legri leið en eyðing lffs (fósturs), er væri neyðarúrræði, og yrði að byggjast á læknisfræðilegum og félagslegum ástæðum. Félags- legar forsendur fóstureyðingar væri hinsvegar nýjung frá fyrri löggjöf og höfuðbreyting ásamt fræðsluþætti frumvarpsins. Jónas sagði það reynslu allra þjóða, sem horfið hefðu að frjálsri fóstureyðingu, að slíkar aðgerðir hefðu margfaldazt að tölu, enda væri þá nánast litið á slfka aðgerð sem getnaðarvörn. Hann vitnaði til umsagna sam- taka ýmissa heilbrigðisstétta, sem mæltu gegn frjálsum fóstureyð- ingum (samtaka lækna og hjúkr- unarkvenna). Læknafélag Is- lands teldi frumvarpið í núver- andi mynd skynsamlegan meðal- veg, þar sem gengið væri eins langt til móts við óskir konu og fært væri, án þess að taka upp hömlulausar fóstureyðingar. Magnús Kjartansson (K) sagði fyrsta kafla lagafrumvarpsins, er fjallar um ráðgjöf og fræðslu á þessu sviði, þann merkasta, og ekki væri ágreiningur um það efni milli alþingismanna. Hér hefði verið vanrækt svið í fræðslukerfi okkar, sem stuðlað hefði að fáfræði, sem síðan hefði leitt til margháttaðs vanda. Magnús sagði það heldur ekki deiluefni, að fóstureyðing væri réttlætanleg í neyðartilfellum. Agreiningsefnið væri, hver ætti að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni: konan sjálf eða sérfræð- ingar innan heilbrigðisþjónust- unnar. Hér væri að sínu mati um persónulegt vandamál að ræða, sem enginn gæti tekið ákvörðun um nema viðkomandi kona. I þessu efni getur enginn tekið ákvörðun fyrir annan, sagði þing- maðurinn. Mótstaða lækna, sagði þing- maðurinn, byggðist ekki á mann- úðar- eða siðgæðisgrunni, heldur vildu þeir ekki sleppa úr hendi sér valdi, er þeir hefðu sam- kvæmt gildandi lögum. — Ef sannkristin viðhorf væru rfkjandi í þjóðfélaginu þyrftu engar regl- ur um þetta efni. Kirkjunni hefði hinsvegar mistekizt að festa slík viðhorf f sessi og því byggðist andstaða hennar og/eða biskups á því, að hann vildi stjórna sið- gæðisvitund almennings með eins konar páfabréfi, er hann gæfi út á skrifstofu sinni. Ég undrast þann hroka lærðra manna, sagði þing- maðurinn, að telja sig þess um- komna að taka afstöðu f þessu efni fyrir aðra. Karvel Pálmason (SFV sagðist sammála frumvarpinu f öllum at- riðum, nema ákvæðum 9. gr. Sú grein gengi of langt í frjálsræðis- átt. Fóstureyðing væri að sínu mati aðeins réttlætanleg af læknisfræðilegum ástæðum, s.s. hættu varðandi líf móður eða heilbrigði væntanlegs barns. Félagslegar aðstæður ættu ekki að réttlæta eyðingu Iffs (fósturs), slíkar aðstæður bæri þjóðfélaginu að útiloka með annarskonar ráð- stöfunum. Hann sagðist því mundu greiða atkvæði gegn 9. gr. frumvarpsins, þó henni hefði ver- ið breytt nokkuð í réttara horf frá upphaflegri mynd. Ragnhildur Helgadóttir (S) sagði frumvarpið í núverandi mynd verulega rýmkun frá gild- andi lögum, raunar innihalda alla þá rýmkun, sem hægt væri að hugsa sér, án þess að gefa fóstur- eyðingar algjörlega frjálsar. Frumvarpið væri raunar lögfest- ing á núverandi framkvæmd fóstureyðinga, en sniði þó af ýmsa annmarka hinnar eldri löggjafar, sem leitt hefðu og leitt gætu til hryggilegra mistaka. — Ragn- hildur sagði að baráttan fyrir frjálsum fóstureyðingum væri Svava Jakobsdóttir (K) mælti í neðri deild Alþingis mánudag fyr- ir frumvarpi, sem hún flytur ásamt Lúðvíki Jósepssyni um breytingar á lögum um verðlags- mál. Taldi hún þörf nýrra aðhaldsreglna um verðlagningu verzlunarfyrirtækja, sem væri of frjálsleg í framkvæmd og neyt- endum óhagkvæm. Tók hún sem dæmi smásöluverð á sykri, sem hún taldi sýna, að því hærra sem innkaupsverð vörunnar væri, því hærri krónutala kæmi i vasa verzlunarinnar. Olafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra, sagði m.a., að i sam- ræmi við stefnuyfirlýsingu rikis- GUÐMUNDUR H. GARDARSSON. AtÞMGI ekki kvenréttindabarátta, þvert á móti útilokaði hömlulaust frelsi í þessum efnum ýmis lögbundin réttindi er konur nytu í dag, varð- andi þessi mál. Fóstureyðing væri auk þess ekki mál konunnar einnar, heldur og föðurins og þjóðfélagsins. Réttur hins ófædda barns væri og atriði, sem ekki væri hægt að ganga fram hjá! stjórnarinnar væri í undirbúningi ný löggjöf um verðlagsmál, þ.e. viðskiptahætti, verðgæzlu og verðmyndun. Abendingar þessa frumvarps yrðu teknar til athug- unar, ásamt öðrum framkomnum hugmyndum, við undirbúning og samningu hins nýja frumvarps. Ráðherrann ræddi nokkuð um svokallaða 30% reglu, sem við- höfð væri þá er gengi íslenzkrar krónu væri fellt. Þessi regla hefði leitt til lækkunar álagningar tvisvar með stuttu millibili, vegna gengislækkana. Teldi verzlunin mjög á sinn hluta gengið i þessu efni. Endurskoðun þessarar reglu leiddi naumast til nema hækkunar álagningar, en þjóð- hagsstofnun hefði hana nú í at- hugun. Ráóherrann sagði „álagningu yfirleitt i þvi lág- marki, sem hægt væri að gera ráð fyrir." „Ég verð að segja það,“ sagði ráðherrann, „sem mína per- sónulegu skoðun, að ég held að hún (álagningin) sé í sumum tilfellum komin niður fyrir það, sem nokkur sanngirni er í. Og það verður ekki hjá þvi komizt að taka hana til endurskoðunar, eins og svo margt annað." — Viðskipta- ráðherra ræddi og um nauósyn nokkurs verðlagseftirlits, neyt- endavernd og nauðsyn þess að vifkja verðgæzlu almennings í landinu. EUert B. Schi am (S) taldi fram- komið frumvarp og umræður um það undirstrika það, sem verzlunarstéttin hefði lengi haldið fram, að núgildandi verð- lagseftirlit og reglur þar um stuðluðu fremur að óhagstæðum innkaupum og hærra vöruverði en hið gagnstæða. Fagna bæri því stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar og yfirlýsingu vióskiptaráð- herra um endurskoðun þéssara mála. Verzlunarstéttin hefði marglýst sig fúsa til samstarfs um heppilegra og hagkvæmara fyrir- komulag í þessum efnum. Guðmundur H. Garðarsson (S) mótmælti dylgjum framsögu- manns (Svövu Jakobsdóttur) i garð verzlunarinnar. Alagning á Ragnhildur mótmælti ummæl- um Magnúsar Kjartanssonar um undarlegar hvatir lækna og kirkj- unnar til andstöðu við frjálsar fóstureyðingar. Hún sagði það líka rangt hjá Magnúsi, að frjáls- ar fóstureyðingar myndu ekki Ieiða til kæruleysis í þungunar- vörnum. í þvf efni las hún upp bréf frá Stúdentaráði Háskóla Is- SVAVA JAKOBSDÖTTIR. GYLFI Þ. GlSLASON. ELLERT B. SCHRAM. lands þar sem frjálsar fóstureyð- ingar eru rökstuddar með því, að þær væru nauðsynlegar meðan al- menningur ætti ekki kost á ókeypis, fullkomnum getnaðar- vörnum, sem væru án allra auka- verkana. — Er þessi þrjú höfðu talað var umræðu frestað en boðað til kvöldfundar um málið. AIMAGI vöru væri ekki hagnaður i vasa þess er verzlun ræki. Hún væri til aó standa undir margþættum verzlunarkostnaði, m.a. launa- kostnaði, sem væri um 60% af rekstrarkostnaói verzlunarinnar. Fyrir hönd þeirra mörgu þúsunda verzlunarmanna, sem ættu rétt á sambærilegum launakjörum og aðrar starfsstéttir þjóðarinnar, mótmælti hann þeirri kröfugerð Alþýðubandalagsmanna, aó verzluninni yrði gert ókleyft að standa undir eðlilegum rekstrar- kostnaði. Svava Jakobsdóttir mætti huga að því, að milli 60 —70% starfandi verzlunarmanna hér í Reykjavík væru konur, sem sinntu óhjákvæmilegri þjónustu- starfsemi vió borgarana. Til þess að mæta nútima kröfum viðskiptavina þyrfti margt til að koma: 1) mikið vöru- úrval, 2) miklar vörubirgðir, 3) gott starfsfólk, 4) rúmgóðar og nýtizkulegar verzlanir, 5) fullkominn tækjabúnaður og 6) góð vinnuskilyrói. Alagningin þyrfti að rísa undir kostnaói þessa, auk margsháttaðs annars rekstrarkostnaóar. Að tala um hana sem hreinan ágóða væri annað tveggja vanþekking eða grófur áróður. Það er ekki verzlunarálagning- in sem helzt iþyngir borgurunum í dag. Verzlunin heldur uppi nauðsynlegri þjónustu og er tekjugjafi margra þúsunda karla og kvenna. Nær væri að hyggja aó sívaxandi hluta hins opinbera í notkun þjóðartekna en hlutur ,,kerfisins“ i þjóðartekjum hefði vaxið úr 25% á tímum viðreisnar- stjórnarinnar (1960) í 35—40% nú. Gylfi Þ. Gislason (A) fagnaði orðum vióskiptaráðherra um neytendavernd og raunhæfa veró- myndun. Sagði hann fullbúið í viðskiptaráðuneytinu frá fyrri tíð frumvarp um þetta efni (frá 1971) sem ráðherra ætti að kynna sér og ríkisstjórninni og flytja síðan á Alþingi. Verðlagning og verzlun- arrekstur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.