Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1975 Skák Friðriks frestað — Guðmundur efstur í Kaliforníu MICHAEL Tal, fyrrum heims- meistari, náði forustunni á skák- mótinu á Kanarfeyjum í nlundu umferð f gærkvöldi, er hann sigr- aði Perúmanninn Orestes Rodriguez í 24 leikjum. Friðrik Ölafsson átti I þessari umferð að tefla við Anderson frá Svfþjóð en skák þeirra var frestað af ein- hverri ástæðu, sem ekki er til- greind f fréttaskeytum. I siðustu umferðum skákmóts- ins á Kanaríeyjum hafa þeir Meeking frá Brasilíu og Ljubojevic frá Júgóslavíu leitt mótið en í níundu umferð fóru LÖGREGLAN á Höfn í Horna- firði hefur fengið tilkynningu um dularfullar mannferðir þar f ná- grenninu s.l. föstudag. Hefur engin skýring fengist á þessum mannaferðum þrátt fyrir að grennslast hafi verið eftir þvf. Það var bóndinn á Setbergi í Nesjum sem tilkynnti um þetta. „Aróðursbragð hjáRússum’, — segir Edmondson Manila, Filipseyjum, 16. april. Reuter. CAMPAMANOS, forseti skák- sambands Filipscyja, skýrði frá því f dag, að Edmond Ed- mondson, framkvæmdastjóri bandaríska skáksamhandsins, hefði hringt f sig í dag og lýst stuðningi við tilraunir til að koma á einkaeinvfgi milli Fischers og Karpovs, en sagðist efast um að Rússum væri alvara, Ifklegra væri, að hér væri um að ræða áróðurs- bragð þeirra. Campamanos sagðist eiga von á svari frá Sovétmönnum eftir einn til tvo daga um hvort þeir væru tilbúnir til viðræðna. Leiðrétting: 73 — 38 I FRÉTT f Morgunblaðinu í gær, þar sem greint er frá svari utan- ríkisráðherra um fjölda erlendra rfkisborgara, er starfa á vegum sendiráða hér, hefur orðið talna- ruglingur. Hið rétta er: Hjá Sovéska sendiráðinu og Novosti- fréttastofunni eru 73 sovéskir borgarar, starfsfólk og skyldulið. 1 sendiráði Bandarfkjanna og hjá Upplýsingastofnun Bandaríkj- anna eru 38 bandarfskir borgarar, starfsfólk og skyldulið. Þetta leið- réttist hér með. Tryggingafélögin: Sækja um 85% hækkun á hiíftryggingu TRYGGINGAFÉLÖGIN hafa nú sent frá sér beiðni til viðkomandi yfirvalda um heimild til að hækka húftryggingu (kasko) um 85%. Er gert ráð fyrir að sjálfs- áhætta hækki um 66%. Að þvi er Hafsteinn Hafsteins- son, framkvæmdastjóri samtaka trýggingafélaganna, tjáði Morg- unblaðinu er þessi umsókn byggð á útreikningum trygginga- fræðings sem mat hækkunarþörf- ina eins og að ofan greinir. Eru útreikningarnir meðal annars byggðir á hinum gifurlegu hækk- unum sem orðið hafa á bifreiðum undanfarin misseri, svo og vegna hækkana á varahlutum og á vinnulaunum. skákir þeirra beggja i bið — hins fyrrnefnda við Tan Cardoso frá Filipseyjum og hins siðarnefnda við Stefano Tatai frá Italíu. Önn- ur úrslit urðu sem hér segir: Fernandes frá Spáni tapaði fyr- ir Debarnot frá Argent.íriu, Jose Manuel Bellon frá Spáni sigraði landa sinn Arturo Pomar, Hort og Tigran Petrosian gerðu jafntefli og Cardoso sigraði Debarnot I skák sem frestað var fyrr i mót- inu. Staðan er þá þannig á mótinu á Kanarieyjum: 1) Tal, Sovétrikj. 6,5 vinninga, Eru málavextir þeir, að síðdegis á föstudag fór hann ríðandi að leita að fé. Þegar hann var staddur við svonefnt Grjótárgil, milli Set- bergs og Krossbæjar, verður hann var við mann í ca 7—800 metra fjarlægð. Virtist honum þetta vera maður frekar lágur vexti og grannur, klæddur i græna úlpu. Þegar maðurinn varð var við ferðir bóndans snéri hann sér undan eins og hann vildi ekki láta sjá framan i sig og gekk á brott. Bóndanum þótti þetta kynlegt en gerði ekkert frekar i þessu heldur hélt heimleiðis. Tveimur timum síðar fór hann við annan mann að kanna þetta betur en þá sást enginn maður og engin spor um mannaferðir. Hefur verið kannað hvort einhver úr nágrenn- inu eða frá Höfn hafi getað verið þar á ferð en svo virðist ekki vera. Af mannaferðum i Loðmundar- firði og á Héraði er ekkert nýtt að frétta. Það nýjasta sem fram hefur komið eru ferðir varðskips- manna í Loðmundarfirði rétt fyrir páska, sem gætu komið heim og saman við þann tima sem ljós- in sáust í firðinum i fyrra skiptið. Hvassafell: Lionsmenn fá leifarnar af áburðinum BJÖRGUNARBATNUM brezka, sem á að freista þess að ná Hvassafellinu af strandstað við Flatey á Skjálfanda, seinkar enn og er hann nú ekki væntanlegur fyrr en annað kvöld eða á laugar- dagsmorgun. Fulltrúi frá björgunarfélaginu, er gerir út bátinn, er hins vegar staddur hér og bíður eftir komu hans. Brunabótafélag íslands hefur nú gefið Lionsmönnum á Húsavik þau 300 tonn áburðar sem enn eru um borð í Hvassafelli og ekki þótti ástæða til að bjarga vegna nokkura skemmda. Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins á Húsavik hyggjast Lionsmenn á Húsavík fara um borð í .Hvassa- fellið um helgina, ná áburðinum í land og reyna siðan að koma hon- um i verðmæti. Flugleiðir: Tugmilljóna tjón ef til verkfalls kemur MORGUNBLADIÐ sneri sér í gær til Alfreðs Elíassonar, forstjóra hjá Flugleiðum, og spurði hann hvort útreikningar lægju fyrir um beint fjárhagslegt tjón fyrir félagið ef til fjögurra daga verk- falls flugmanna kemur, eins og boðað hefur verið. Að þvi er Al- freð sagði er nú verið að reikna þetta út hjá fyrirtækinu en hann kvað Ijóst að það tjón næmi tug- um milljóna króna fyrir margs konar óbeint tjón og óþægindi. 2.—3.) Ljubojevic og Mecking með 6 vinninga hvor og ,eina bið- skák, 4) Anderson 5 vinninga og einni skák hefur verið frestað, 5). Hort með 5 vinninga og 6.—8.) Friðrik, Petrosian og Cardoso með 4 vinninga og einni skák hef- ur verið frestað hjá hverjum. I tíundu umferð teflir Friðrik við Visier og hefur hvitt. Meðan þessu fer fram teflir Guðmundur Sigurjónsson á skák- mótinu i Lone Pine í Kaliforniu og er þar i efsta sæti ásamt fjór- um öðrum stórmeisturum eftir 3 umferðir og hafa þeir allir 2,5 vinninga. Ekki er ljóst af frétta- skeytum við hverja Guðmundur hefur teflt fram til þessa. — Air Viking Framhald af bls. 32 forvitnast nánar um þetta mál en fékk staðfest að í gegnum United Airlines, þaðan sem Air Viking fékk fyrri vélarnar tvær, ætti flugfélagið nú forkaupsrétt að tveimur vélum til viðbótar af sömu gerð. — FerLÍÚ Framhald af bls. 32 þar í snjóflóði hafi að hluta verið eign Hafsfldar h.f., og hafi hafnarsjóður Seyðisfjarðar notið góðs af aflagjaldi af þeim afla, sem þar hafi verið landað og verk- smiðjuskipið aðallega verið tekið á leigu til að leysa verksmiðjuna af hólmi, meðan hún var óstarf- hæf. Utgerðarmenn eru hinsvegar ekki á sama máli og ráðuneytið og telja að það sé ólöglegt að taka gjald af afla, sem landað er í skip, sem noti ekki höfn. Hafa þeir gert kröfu til Hafsíldar og Isbjarnar- ins um að umrætt gjald verði ekki greitt fyrr en mál þetta hafi verið til lykta leitt, — með dómi ef annað bregzt. Þá finnst útgerðarmönnum það einkennilegt sjónarmið, að þeir skuli látnir greiða aflagjald til hafnarsjóðs Seyðisfjarðar af afla sem landað er í Reyðarfirði eða í Hvalfirði. Morgunblaðið hafði samband við Vilhjálm Ingvarsson hjá Haf- sfld og tsbirninum f gær og spurði hann hvort búið væri að greiða aflagjaldið. Vilhjálmur sagði, að leigutakar skipsins treystu sér ekki til að borga þetta gjald til Seyðisfjarðar né útgerðarmanna. Alls næmi upphæð aflagjalds af lönduðum afla f Norglobal 1.7 millj. kr. Þessi fjárhæð hefði nú verið lögð inn á bundna bankabók og yrði þar þangað til búið væri að skera úr um málið fyrir dóm- stólum eða á annan hátt. — Fjársöfnun Framhald af bls. 3 ar. Samskonar safnanir séu nú hafnar eða í undirbúningi um all- an heim, og með því að leggjast á sveif með hjálparsveitunum leggjum við Islendingar lóð á vogarskálarnir mannúðarmegin gegn hervaldi og þrætum en með sáttfýsi sem helgast af þeirri grundvallarhugsjón að hjálpa nauðstöddum með merki hlutleys- is í fararbroddi. Tekið er á móti framlögum á gíróreikning Hjálparstofnunar kirkjunnar nr. 20002 og glró- reikning Rauða kross Islands 90002 í pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Einnig í skrifstofu Rauða krossins Nóatúni 21, skrif- stofu Reykjavíkurdeildar RKl að Öldugötu 4 og Hjálparstofnunar kirkjunnar að Klapparstig 27. — Þjóðleikhúsið Framhald af bls. 3 fullákveðið ennþá, að sögn Þjóðleikhússtjóra. Erlendir gestir Loks skal þess getið, að nokkrum erlendum gestum hefur verið boðið hingað til lands i tilefni afmælisins. Tveir þeirra hafa gefið ákveðið svar, Erlend Jósepsson leikhússtjóri Dramaten i Stokkhólmi og norski leikritahöfundurinn Thorbjörn Egner. Mun sá siðar- nefndi verða viðstaddur sýn- ingu á leikriti sínu Kardi- mommubænum, síðdegis næsta sunnudag og verða þá i fyrsta skipti veitt verðlaun úr sjóði sem á að stofna með höfundar- launum Torbjörns frá leikhús- inu, en hann hefur ekki viljað taka við launum fyrir verkin heldur hefur hann kosið að nota þau á fyrrgreindan hátt og vill með því auðga leiklistina i landinu og auka samskipti Is- lands og Noregs á sviði leik- listar. Klukkan 17 á sunnudag veróur móttaka í kristalsal leik- hússins fyrir gesti og aðra vel- unnara þess og verða þar veitt verðlaun úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins í 25. sinn. — Shelepin Framhald af bls. 1 ályktun þar sem lýst er yfir „full- um stuðningi" við starf Brezhnevs á alþjóðavettvangi. Talið er víst að miðstjórnin hafi ákveðið að skipa ekki nýjan mann i stjórnmálaráðið í stað Shelepins. Vestrænir fréttaritarar töldu að kulda hefði gætt í garð Sheiepins af hálfu annarra leiðtoga Kremlar í veizlum sem voru haldnar Harald Wilson, forsætisráðherra Breta, þegar hann var í Moskvu i febrúar. Annars hefur ekkert beinlinis bent til þess að Shelepin ætti í pólitískum erfiðleikum þótt talið væri að heimsókn hans til Bretlands hefði veikt stöðu hans. Hann sást síðast opinberlega fyrir einni viku þegar hann var viðstaddur opnun ungverskrar sýningar í Moskvu ásamt öðrum ráðamönnum. Ýmsir telja að skýringin á brottvikningu hans sé sú að hann sé of umdeildur maóur sem fyrrverandi yfirmaður KGB til þess að Sovétstjórnin geti framfylgt þeirri stefnu sinni að stofna til víðtækrar samvinnu sósíalista og kommúnista í vest- rænum verkalýðshreyfingum. A það er einnig bent, að Shele- pin hafi ekki verið eins ákafur stuðningsmaður bættrar sambúð- ar við vestræn ríki og Brezhnev þótt hann hafi ákaft varið stefnu valdaforystu flokksins i ræðu í Austur-Berlin fyrr á þessu ári. Enginn vafi er talinn leika á því að Shelepin hafi notið mikils stuðnings i kommúnistaflokkn- um. Auk þess sem hann var áður yfirmaður KGB var hann yfir- maður æskulýðshreyfingarinnar Komsomol og stjórnaði manna- ráðningum í flokknum. Stjarna hans virtist falla þegar hann var gerður yfirmaður verka- lýðshreyfingarinnar 1967. En hann virtist stöðugt hafa aukið áhrif sin síðan og treyst sig í sessi. — Phnom Penh Framhald af bls. 1 Kambódíu. Hins vegar mun það vera Khieu Samphan, leiðtogi skæruliða, sem tekur við völdum í landinu, er skæruliðar hafa inn- siglað sigur sinn. Hann er skráður sem aðstoðarforsætisráðherra I Þjóðareiningarstjórn Sihanouks, varnarmálaráðherra og yfir- maður hersins. Samphan var þekktur andófsmaður gegn Frökkum á árunum fyrir 1954, er Kambódía hlaut sjálfstæði. Hann er kommúnisti, en einnig talinn mikill þjóðernissinni. I sfðustu fréttum frá Kambódíu í kvöld var sagt að skæruliðar hefðu hafið gífurlega stórskota- liðs- og eldflaugaárás á miðbik Phnom Penh og vart hægt að segja lengur, að borgin væri á valdi stjórnarhermanna. Skæru- liðar voru þá komnir yfir Sam- einuðu þjóða-brúna svokölluðu í um 500 m fjarlægð frá forseta- höllinni og einnig iðnaðarhverfi í norðurhluta borgarinnar. — Saigon Framhald af bls. 1 kommúnista um vopnahlé. Þá sagðist forsetinn einnig vonast til, að hægt yrði að komast að samningum við Hanoistjórn til að tryggja öryggi þeirra þúsunda S- Vietnama, sem starfað hafa fyrir Bandarikjastjórn í S-Vietnam. Þessi ummæli forsetans höfða til þess, sem James Schlesinger, varnarmálaráðherra landsins, sagði i gær, að ef Saigon félli í hendur kommúnista myndi allt að 1 milljón S-Víetnama eiga yfir höfði sér liflátsdóma. Ford sagði, að fjöldi S-Vietnama hefði starfað fyrir Bandaríkjastjórn í allt að 20 ár i heimalandi sínu og Banda- rikjamönnum bæri skylda til að sjá um öryggi þeirra. Brottflutningi Bandarikja- manna frá S-Vietnam er haldið áfram af fullum krafti og í byrjun næstu viku er aðeins gert ráð fyrir að um 1000 manns verði eftir i landinu af um 5000, sem enn eru þar i dag. Ford forseti sagði einnig i dag, að engir leynilegir samningar væru milli S-Vietnams og Banda- ríkjanna um hernaðaraðstoð. Sagðist forsetinn hafa farið yfir heimildir um bréfaskriftir milli Nixons forseta og Thieus og engin merki fundið um leynilega samninga. Hins vegar sagði forsetinn: „Við höfum ekki staðið við skuldbindingar okkar við S- Vietnam. Ef við hefðum staðið við þær, þyrftum við ekki að horfa upp á hið hörmulega ástand, sem ríkir í dag.“ — „Smyrill” Framhald af bls. 3 kostar rúmar 12 þúsund krón- ur, í fjögurra manna káetu kostar fargjaldió tæpar 16 þús- und krónur, og í tveggja manna klefa kostar það tæpar 17 þús- undir. Fargjöld fyrir börn undir sjö ára aldri kosta 10% af þessu verði, en börn á aldrinum 7—15 ára greiða hálft fargjald. Flutningsgjald fyrir fólks- bifreið milli Islands og Björgvinjar er um 6400 krónur, en að sögn Arabos veróur veitt- ur afsláttur af fargjöldunum, kaupi menn far fram og til baka. Fæðiskostnaður er ekki inni- falinn í fargjaldi, en um borð i „Smyrli" eru veitingastofur, bæði með svokölluðu kaffi- teriusniði og eins með fullkom- inni þjónustu. Fyrsta Islandsferð skipsins verður í lok júní og verða ferðir siðan vikulega þar til seint í ágúst, — alls 12 ferðir. 1 nokkr- um ferðum mun skipið hafa viðkomu á Hjaltlandi. A vetrum verður skipið aðeins í förum milli hafna i Færeyjum. — Bassakonsert Framhald af bls. 3 Við spurðum Þorkel hve langan tima hefði tekið að semja verkið og hversu langan tíma tæki að flytja það. „Ég samdi það að mestu leyti í fyrrasumar, þegar ég var í frii frá kennslu, þvi að ég fæst aðeins við tónsmíðar i hjáverkum," sagði Þorkell. „Þetta verk heitir Niður og tekur um stundarfjórðung í flutningi. Þetta er að mínum dómi aðgengilegt verk. Það skiptist ekki i þætti, eins og títt er um hljómsveitarverk, heldur er það i einum þætti.“ Vladímir Ashkenazy hefur ver- ið hér á landi frá þvi um siðustu mánaðamót. Þetta er i tiunda sinn, sem hann stjórnar Sinfóníu- hljómsveit Islands á tónleikum, en einnig hefur hann stjórnað hljómsveitinni i upptökum fyrir útvarpið. Hann fer á þriðjudag- inn til Lundúna þar sem hann kemur fram á hljómleikum með New Philharmonic Orchestra, en það er fyrsti liður í langri hljóm- leikaferð hans. I haust mun Ashkenazy stjórna Sinfóníu- hljómsveitinni og leika jafnframt einleikshlutverkið í píanókonsert eftir Mozart í hljómleikaferð, sem farin verður um Vestfirði. Auk bassakonsertsins eru á efnisskránni Rómeó og Júlia eftir Prókoféff og fjóróa sinfónia Tsjajkoffskís. Árni Egilsson hefur verið búsettur í Los Angeles undanfar- in ár. Hann er þar með eigin hljómsveit og leikur hún aðallega inn á hljómplötur, en einnig hefur Arni unnið talsvert við tón- list i kvikmyndum. Hann sagðist nú stefna að þvi að koma i leyfi hingað til Islands á næstunni, en vissi ekki með vissu hvenær af því yrói. Huldumaðurinn kom- inn í Hornafjörð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.