Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1975 Rekstur — Áætlanagerð — Bókhald Maður á bezta aldri með margra ára reynslu á áðurnefndum sviðum óskar eftir vel launuðu starfi. Hefur og getur unnið sjálfstætt. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunbláðsins fyrir 23. apríl merkt — Gagnkvæmt trúnaðarmál 9732.. Atvinna óskast 23 ára maður óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 44812. Skrifstofustúlka Stórt iðnfyrirtæki í Kópavogi óskar eftir að ráða stúlku helzt vana vélabókhaldi til starfa hálfan daginn fyrir eða eftir hádegi eftir samkomulagi. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „Reglusöm — 6773". Fóstrustarf Starf forstöðukonu við leikskólann að Álfaskeiði 16 í Hafnarfirði er laust til umsóknar nú þegar. Allar upplýsingar um starfið gefur félagsmálastjóri í síma 53444 á bæjarskrifstofunum Hafnarfirði og veitir umsóknum móttöku. Umsóknarfrestur til þriðjudagsins 22. þ.m. Félagsmálastjóri. Laus staða Dósentsstaða i svæfingafræði við læknadeild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Staða þessi er hlutastaða og fer um veiting hennar og tilhögun samkv. ákvæðum 2. gr. laga nr. 67/1972, um breyting á lögum nr. 84/1970, um Háskóla íslands, m.a. að þvi er varðar tengsl við sérfræðistörf utan háskólans. Gert er ráð fyrir, að væntanlegur kennari hafi jafnframt starfsaðstöðu á sjúkrahúsi i Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. amaí n.k. Laun samkv. gildandi reglum um launakjör dósenta i hluta- stöðum i læknadeild i samræmi við kennslumagn. Umsækjendur um dósentsstöðu þessa skulu láta fylgja um- sókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 8. april 1975. Laust embætti r er forseti Islands veitir Prófessorsembætti i byggingarverkfræði i verkfræðiskor verk- fræði- og raunvisindadeildar Háskóla íslands er laust til umsóknar. Fyrirhugað er að rannsóknir og aðalkennslugreinar verði á sviði fræðilegrar burðarþolsfræði og aflfræði fastra efna. Umsóknarfrestur er til 1 5. mai n.k. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Embætti þetta var áður auglýst í Lögbirtingablaði n.r 19/1975 með umsóknarfresti til 1. þ.m. en umsóknarfrestu er hér með framlengdur til framangreinds tima. Menntamálaráðuneytið, 1 4. april 1975. Verzlunarstarf Viljum ráða mann til afgreiðslustarfa strax. Málning og járnvörur, Laugavegi 23. Skuttogara- stýrimaður Góður stýrimaður óskast á norskan skut- togara. Tilboð sendist Mbl. merkt: „stýrimaður — 6848". Blikksmiði og laghenta menn vantar okkur nú þegar. Blikksmiðja Reykjavíkur, Lindargötu 26. Röskur maður óskast til hjólbarðaviðgerðar helst vanur. Hjólbarðaviðgerð Kópavogs Nýbýlaveg 4 Sími 40093 Flugleiðir h.f. Flugleiðir h.f. óska eftir að ráða fólk til starfa við nýja gerð skráningatækja (götun) sem allra fyrst. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða almenna menntun og enskukunnáttu. Einhver starfsreynsla er æskileg. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félagsins að Lækjargötu 2 og þurfa umsóknir að hafa borist starfs- mannahaldi Flugleiða h.f., fyrir 21 . þ.m. Flugleiðir h. f. Lausar stöður Eftirtaldar dósentsstöður i verkfræðiskor verkfræði- og raun- vísindadeildar Háskóla íslands eru lausar til umsóknar: Dósentsstaða i vélaverkfræði. Dósendinum er ætlað að starfa á sviði rekstarfræði. Dósentsstaða i rafmagnsverkfræði. Fyrirhugað er að rannsókn- ir og aðalkennslugreinar verði á sviði eins eða fleiri þessara greinaflokka: a) simafræðigreina, b) merkjafræðigreina og c) rásafræðigreina. Dósentsstaða i byggingarverkfræði. Fyrirhugað er að rann- sóknir og aðalkennslugreinar verði á sviði tveggja eða fleiri þessara greinaflokka: a) efnisfræði byggingarefna, b) húsa- gerðar og c) hagnýtrar burðarþolsfræði. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1975. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um dósentsstöður þessar skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Tvær siðasttöldu dósentsstöðurnar, í rafmagnsverkfræði og byggingarverkfræði, voru áður auglýstar i Lögbirtingablaði nr. 19/1975 með umsóknarfresti til 1. þ.m. en umsóknarfrestur er hér með framlengdur til framangreinds tima. Menntamal Menntamálaráðuneytið, 1 4. april 1 975. Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkonur vantar nú þegar við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs. Upplýsingar gefur forstöðukona eða yfir- læknir t síma 92-1 400, 92-1 401. Verkamenn óskast strax til vinnu við hitaveituframkvæmdir í Hafnarfirði. Mikil vinna. Uppl. í síma 83522. Loftorka s. f. Verkstjóri Verkstjóri óskast á trésmíðaverkstæði með alhliða rekstur. Uppl. um menntun og fyrri störf skilist til Mbl. fyrir 23. þ.m. merkt „Skipulagning — 6681 Laus staða Landvernd, Landgræðslu og náttúru- verndarsamtök íslands vantar ritara frá 1. maí n.k. Nauðsynleg kunnátta í vélritun, bókhaldi og erlendum málum. Umsóknir sendist skrifstofu Landverndar, Skólavörðustíg 25. Skrifstofustarf Flugleiðir h.f. óska eftir að ráða starfsfók til almennra skrifstofustarfa sem fyrst. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða málakunnáttu auk almennrar menntunar. Umsóknareyðublöð fást t afgreiðslu félagsins að Lækjargötu 2 og þurfa umsóknir að hafa borist starfsmannahaldi Flugleiða h.f. fyrir 21. þ.m. Flugleiðir h. f. Lausar stöður Eftirtaldar þrjár lektorsstöður i heimspekideild Háskóla (slands eru lausartil umsóknar: Lektorsstaða í bókasafnsfræði, lektorsstaða i uppeldisfræðum og leiktorsstaða i frönsku. Að þvi er varðar stöðuna i uppeldisfræðum skal tekið fram, að endurskoðun á skipan kennslu og rannsókna i uppeldisfræð- um, m.a. að þvi er varðar samstarf og verkaskiptingu stofnana á þessu sviði, kann að hafa áhrif á framtiðarvettvang þessarar lektorsstöðu. Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir um framangreindar leiktorsstöður, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1 5. maí n.k. Stöður þessar voru áður auglýstar i Lögbirtingablaði nr. 19/1975 með umsóknarfresti til 1. þ.m. en umsóknarfrestur er hér með framlengdur til framangreinds tíma. Menntamálaráðuneytið, 14. april 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.