Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1975 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið síöari árum hafa augu manna beinzt í æ ríkari mæli aó nauðsyn þess að bæta aðstöðu fyrir vanheil og afbrigðileg börn. Skólakerfið hefur verið illa undir það búið að taka við slíkum börnum og veita þeim þá aðstoð, sem nauðsynleg er og unnt er að láta í té. Hér er um að ræóa ákaflega stórt og viðamikið úrlausnarefni. Flestir eru á einu máli um, að í nútíma þjóðfélagi verði með einum eða öðr- um hætti að mæta þeim erfióleikum, sem slíkar aó- stæóur hafa í för með sér. Hér í Morgunblaðinu birtist fyrir skömmu grein eftir móður, sem hefur háð langa og harða baráttu fyrir þvi að fá aóstoö og kennslu fyrir vanheilt barn sitt. Þrátt fyrir góðan vilja var ekki unnt að greióa götu þessa barns. Þetta átakanlega dæmi sýnir bezt, hversu brýnt þaó er að leggja aukna rækt við sérkennslu. Af- brigóileg og vanheil börn eiga aó vera jafn velkomin i heiminn sem önnur og því er það ein af skyldum þjóó- unnt er til þess að aðstoóa þessi börn og búa þau und- ir lífiö. Því er ekki að leyna, að ýmislegt hefur verið gert vel í þessum efnum, en eigi aó síður stöndum við enn frammi íyrir miklum vanda, sem enn er óleyst- ur. Alþingi hefur nú til meóferðar tillögu til þings- ályktunar frá Sigurlaugu Bjarnadóttur og fjórum öórum þingmönnum, þar sem segir, aö brýna nauó- syn beri til að gera án tafar ráðstafanir til að bæta úr vöntun á sérkennslu af- brigóilegra barna í grunn- skólum úti á landsbyggö- inni. Tillagan gerir enn- fremur ráó fyrir, aó sér- stökum starfsmanni í menntamálaráóuneytinu verói falið könnunar- og skipulagsstarf á þessu sviði. Hann á um leið aó vera skólastjórum og fræðsluráóum til aðstoðar í sérkennslumálum. Jafn- framt er gert ráð fyrir, aö aukin áherzla verði lögð á menntun sérkennara við Kennaraháskóla íslands og námskeió fyrir almenna kennara í kennslu og hand- leiðslu afbrigðilegra barna. Hverjum manni má vera ljóst, að meó þessari tillögu er ýtt við mjög þörfu og brýnu úrlausnarefni. 1 nýju grunnskólalögunum er gert ráð fyrir ýmsum nýjum verkefnum skóla- kerfisins. Á hinn bóginn er á það að líta, aó þessi nýja löggjöf á að koma til fram- kvæmda smám saman á næstu tíu árum. 1 greinar- gerð með tillögunni um sérkennslu segja flutnings- menn, að einmitt vegna hins langa tíma, sem mun líða áður en grunnskólalög- in veröa komin til fullrar framkvæmdar, sé eðlilegt og rétt aö taka sérkennslu- málin út úr og gera þeim sérstök skii. Þessi þingsályktunartil- laga mióar fyrst og fremst að úrbótum i þessum efn- um úti á Iandsbyggðinni, en fullyrða má, aó þar ríki ófremdarástand i þessum efnum. Reykjavíkurborg hefur hins vegar haft frumkvæði að ýmiss kon- ar úrbótum og nýjungum í sérkennslumálum. í því sambandi má t.d. nefna svonefnd skólaathvörf, þar sem börn, er eiga viö erfið- leika aó stríða, fá að vera undir handleiðslu kennara þann hluta dags, sem þau eru ekki í skólanum. Hér má einnig nefna hjálpar- bekki í skólunum sjálfum, sjúkrakennslu og þá ný- breytni að hafa sérstaka bekki fyrir fötluð og heyrnarlaus börn, sem geta verið í almennum skólum. Reykjavikurborg starfrækir einnig sérstök heimili fyrir börn, er eiga vió sérstaka sálræna erfið- leika að striða. Engum blandast því hugur um, að borgaryfirvöld i Reykjavik hafa i þessum efnum haft frumkvæöi að mjög merki- legu starfi, sem enn þarf þó að efla og færa út, eftir því sem aðstæöur leyfa. I Reykjavík eru einnig starfræktar sérstakar stofnanir á vegum rikisins eins og Heyrnarleysingja- skólinn og skóli fyrir fjöl- fötluð börn ásamt meó Höfðaskólanum, sem Reykjavíkurborg hefur starfrækt um árabil. Þó að hér hafi hvergi nærri verið nóg að gert, er vandamálið þó enn hrikalegra úti á landsbyggðinni, enda dæmi þess, að fólk hafi neyðst til að flytja búferl- um til að sjá börnum sínum fyrir fræðslu og meðferð við þeirra hæfi. Sérstakar stofnanir fyrir vanheil börn eru mikilvæg- ar, en á hinn bóginn verður að hta á þá staóreynd, aó aóskilnaður frá fjölskyldu og venjulegu umhverfi hlýtur aó vera neyðarúr- ræði. Af þeim sökum er nú lögö æ ríkari áherzla á en áður, að sérkennslu- þjónustan flytjist inn i al- menna skólakerfið. Þvi ber aó fagna hverju átaki, sem stuðlar að lausn og úrbót- um á þeim vanda, sem við eigum aó etja í þessum efn- um. Úrbóta þörf í sérkennslumálum félagsins að gera þaó sem Ábyrgðarlaus afstaða í miklu alvörumáli Svar stjórnar Læknafélags Is- lands við athugasemdum Bar- áttusamtaka fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti kvenna til lög- legra fóstureyðinga Baráttusamtök fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti kvenna til lög- legra fóstureyðinga hafa sent frá sér athugasemd sem svar við greinargerð Læknafélags Islands um frumvarp til laga um fóstureyðingar o.fl. Þar eð i málflutningi samtak- anna koma fram rangfærslur og villandi fullyrðingar um greinargerð Læknafélags ís- lands vill stjórn félagsins taka fram eftirfarandi: 1 athugasemdum samtakanna er dregið í efa, að stjórn Læknafélags Islands túlki sjónarmið alls þorra lækna í greinargerð sinni. Því er til að svara, að á aðalfundi lækna- félagsins sl. haust greiddu full- trúar hinna ýmsu læknafélaga (svæðafélaga) landsins ein- róma atkvæði með tillögum Læknafélags Islands, þar sem mælt var gegn frjálsum fóstur- eyðingum. Telja verður víst, að kjörnir fulltrúar svæða- félaganna túlki skoðanir meiri hluta félagsmanna, enda liggur fyrir vitneskja um það frá hin- um ýmsu svæðafélögum, að mikill meiri hluti lækna er and- vigur frjálsum fóstureyðingum. 1 umræðum á fundum lækna- félaganna hefur ávallt komið fram yfirgnæfandi fylgi með þvi sjónarmiði. Geta má þess, að á fundi Félags sérfræðinga í kvensjúkdómum, sem haldinn var 10. janúar 1974, var sam- þykkt álitsgerð um fóstur- eyðingarfrumvarpið, þar sem segir, að félagið sé i aðalatrið- um samþykkt athugasemdum og breytingartillögum, sem stjórn L.í. hafði gert við frum- varpið um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. 1 félaginu eru 14 meðlimir, þ.e.a.s. allir kvensjúkdómalæknar á Islandi. Af þeim voru 11 mættir á fundinum og greiddu allir sam- hljóða atkvæði með þessari álitsgerð, sem siðan var send til heilbrigðis- og tryggingamála- nefndar Alþingis. Meðal annars með framan- greind atriði I huga fullyrðir stjórn Læknafélags Islands, að með greinargerð sinni túlki hún skoðanir mikils meiri hluta læknastéttarinnar á Islandi. Hlutverk læknisins er þjónustuhlutverk við sjúklinginn. Aðilum samtakanna verður tíðrætt um það atriði greinar- gerðar L.I., sem fjallar um þjónustuhlutverk læknisins og gefa í skyn, að þjónustuhlut- verk læknis 1 þessu sambandi eigi einungis að felast i ráðgjöf og þekkingarmiðlun til við- komandi konu, sem óskað hefur eftir fóstureyðingu. Gengið er framhjá þeirri staðreynd, að væntanlega verður læknir að framkvæma fóstureyðinguna. Þjónustuhlutverk læknis er þvi einnig óhjákvæmilega fólgið i því að koma í veg fyrir, að framkvæmd sé að nauðsynja- lausu aðgerð, sem valdið getur konunni heilsutjóni. Kona, sem ekki þarf á fóstur- eyðingu að halda vegna sjúk- dóms eða vegna félagslegra ástæðna á því ekki að geta krafizt þess einhliða, að fóstur- eyðing sé framkvæmd. Ef lækn- ar væru ekki beinir aðilar að málinu, hefðu þeir engan rétt fram yfir aðra þegna þjóð- félagsins til þess að dæma for- sendur fyrir framkvæmd fóstureyðinga. Á framangreind- um forsendum byggir stjórn L.I. þá skoðun sína, að tak- markalaus réttur konunnar í þessu máli sé ekki mögulegur. Afstaðan sjálfri sér samkvæm. 1 athugasemdunum er stjórn L.I. brugðið um tviskinnung i Svar stjórnar Læknafélags íslands við athugasemdum Baráttusamtaka fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti kvenna til löglegra fóstureyðinga málflutningi sinum, þar eð félagið hefur mælt með rýmk- un á heimildum til fóstur- eyðinga frá núgildandi lögum, þar sem m.a. er mælt með þvi, að félagslegar forsendur einar saman geti verið fullnægjandi forsenda fyrir fóstureyðingu. Hér er um það að ræða að viðurkenna þá staðreynd, að félagslegar ástæður geti orðið svo erfiðar og þungbærar fyrir konuna, að það jafngildi frá heilsufarslegu sjónarmiði þeim sjúkdómum, sem I núgildandi lögum eru forsendur fyrir, að fóstureyðing er leyfð. Hér er því i eðli sínu um sams konar forsendur að ræða, sem I gildi eru og hin íslenzka læknastétt hefur ávallt verið hlynnt. Aðdróttanir um tviskinnung í málflutningi lækna um þetta atriði fá þvi ekki staðizt. Ahrif fóstureyðinga á fjölda fæðinga. Við umræður á Alþingi kom fram sú grunnfærnislega skoð- un, að fóstureyðingar fækkuðu fæðingum sem næmi fjölda framkvæmdra fóstureyðinga. Þessi misskilningur gengur aft- ur í skrifum Baráttusamtak- anna. Sannleikurinn er hins vegar sá, að lækkun fæðingar- tölunnar verður aðeins lítið brot af fjölgun fóstureyðinga. Þetta stafar m.a. af eftirfarandi ástæðum: 1. Kona, sem verður ófrisk og gengur með sitt barn, getur að jafnaði ekki orðið ófrisk aftur,' fyrr en eftir 15 mánuði, m.a. vegna þeirrar ófrjósemi, sem brjóstagjöf og aðrar aðstæður eftir fæðinguna hafa i för með sér. En konan, sem fengið hef- ur framkvæmda fóstureyðingu, getur orðið ófrisk þegar eftir 6 vikur, séu engar getnaðarvarn- ir notaðar. 2. Reikna má með, að 10—20% þungana endi með fósturláti, þótt ekkert sé að gert. 3. Þótt framkvæmd sé fóstur- eyðing hjá konu, þýðir það ekki I reynd, að sú hin sama kona eignist einu barni færra á lifs- leiðinni. Svo undarlegt, sem það kann að virðast, hafa kon- ur, sem láta fóstri eða fengið hafa framkvæmda fóstur- eyðingu, mikla tilhneigingu til þess að bæta sér þetta upp með endurtekinni þungun síðar. Þegar það er haft I huga, að fóstureyðingar hér á landi voru aðeins 5% af fæðingartölunni, þá er ljóst, að fóstureyðingar- fjöldinn yrði að margfaldast til þess að við fengjum merkjan- lega lækkun fæðinga af þeim sökum. Minnkuð notkun getnaðarvarna vegna frjálsra fóstureyðinga. I athugasemdum „samtak- anna“ er gert litið úr þessari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.