Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.04.1975, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA f CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR FERÐABILAR h.f. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbílar — sendibílar — hópferðabílar. Þakkarávarp Mínar hjartanlegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig og glöddu á 90 ára afmaeli mínu 29. marz. Guð blessi ykkur öll. Páll Guðmundsson, Hofsval/agötu 18. 28444 Bátar til sölu 200t stálbátur smíðaár 1964, 60 t eikarbátur smíðaár 1957, ný endurbyggður. Góð kjör. 49 t eikarbátur smíðaár 1955 vél Caterpillar 350/1970. 20 t eikarbátur smiðáar 1971 til afhendingar strax. 12 t bátalónsbátur smíðaár 1972, 12 t stálbátur smiðaár 1963, 10 t bátur i mjög góðu standi smíða- ár 1 962. Höfum einnig á söluskrá smærri báta. Okkur vantar 1 00—1 10 t stálbát. HÚSEIGNIR VELTUSUNDf 1 SlMI 28444 &SKIP FERMINGAR GJflFIR Mjög fjölbreytt ýrval af allskonar speglum. Hinir margeftirspurðu kúluspeglar fyrir stúlkur og pilta eru einnig til i óvenju miklu úrvali Verð og gæði við allra hæfi. Komið og sannfærizt. SPEGLABUBIN Laugavegi 1 5 Sími: 1 -96-35 Veigamikill þáttur þjóðarbúskapar Verzlunin gegnir veigamiklu hlutverki I íslenzkum þjóðar- búskap. Sala á útflutningsfram- leiðslu okkar, innflutningur og dreifing neyzluvara um landið og nauðsynleg verzlunarþjón- usta við framleiðslutæki, skip og vinnslustöðvar eru þýðingar- miklir þættir í þjóðlffinu. Engu að síður hefur verzlunin sætt ómaklegum andróðri um langt árabil, einkum I Þjóðvilj- anum, scm jafnan lýsir verzl- unarstéttinni á hinn verri veg. 1 umræðum um viðskipta- hætti, verðgæzlu og verðmynd- un, sem fram fóru á Alþingi sl. mánudag, endurtók Svava Jakobsdóttir ýmsar þær gróu- sögur, sem Alþýðubandalagið hefur á loft haldið um verzlun- arstéttina. Ekki tókst frúnni þó betur upp cn svo, að niðurstöð- ur hennar studdu í einu og öllu það, sem verzlunin hefur lengi haldið fram, að núverandi verð- ga-zlukerfi, sem grundvallast á fastákveðinni prósentuálagn- ingu á kostnaðarverð vöru, leiði síður en svo til hagkvæmra vöruinnkaupa né heilbrigðrar verðmyndunar. Núverandi kerfi býður sem sé upp á það, að þvf hærra verð sem er á innfluttri vöru þvf hærri verð- ur álagningin f krónutölu. Alagning og verzlunarkostnaður Guðmundur II. Garðarsson alþingismaður sagði í umræð- um þessum, að stundum væri látið að þvf liggja, að verzlunar- álagning væri hreinn ágóði í vasa verzlunarinnar. Þetta væri mesti misskilningur. Hún stæði undir margþættum verzlunar- kostnaði. 60% af rekstrarkostn- aði í verzlun væri kaupgreiðsl- ur. Verzlunin veitti mörgum þúsundum landsmanna at- vinnu og hún þyrfti að hafa rekstrarlcga aðstöðu til að búa starfsfólki sínu sambærileg lífskjör og aðrir landsmenn nytu. Til að mæta kröfum við- skiptavina í dag þyrfti margt til að koma:l) mikið vöruúrval, 2) miklar vörubirgðir, 3) gott starfsfólk, 4) rúmgóðar og ný- tfzkulegar verzlanir, 5) full- kominn tækjabúnaður og 6) góð vinnuskilyrði. Alagning þyrfti að rfsa undir kostnaði við allt þetta og væru þó enn ótaldir fjölmargir rekstrar- þættir verzlunarinnar. Guð- mundur sagðist mótmæla, fyrir hönd þeirra mörgu þúsunda landsmanna, sem við verzlun störfuðu, sffelldum árásum Alþýðubandalagsins á verzlun- ina. Það væri ekki fyrst og fremst verzlunarálagningin sem fþyngdi hinum almenna borgara. Nær væri að hyggja að þeim sfvaxandi hluta þjóðar- tekna, sem hið opinbera drægi til sín. Sá hlutur hefði hækkað úr 25% þjóðartekna á tímum viðreisnarstjórnarinnar (1960) í 35—40% nú. Orð viðskipta- ráðherra 1 þessum umræðum sagði við- skiptaráðherra, Ólafur Jóhann- esson, að verzlunin teldi mjög á sinn hlut gengið í verzlunar- álagningu, einkum með beit- ingu svonefndrar 30% reglu, sem skert hefði prósentuálagn- ingu þá er gengislækkanir hefðu verið framkvæmdar. Ráðherrann sagði „álagn- ingu yfirleitt f þvf lág- marki, sem hægt væri að gera ráð fyrir" og í sumum til- fellum „komin niður fyrir það, sem nokkur sanngirni væri f.“ „Það verður ekki kom- ist hjá þvi að taka hana (álagn- inguna) til endurskoðunar, eins og svo margt annað.“ Ráðherrann ræddi um verð- gæzlu og neytendavernd og að efia þyrfti hlut almennings f verðgæziunni. 1 samræmi við stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar væru mál þessi öll í nákvæmri athugun og endur- skoðun. Vænta mætti nýrra tii- lagna um viðskiptahætti, verð- gæzlu og verðmyndun, er út- tekt og endurskoðun ráðuneyt- isins lægi fyrir. Hulda Björg Sigurðardóttir: Rétturínn að ákveða Astæðan fyrir þessum skrif- um er grein Ellerts Schram í Mbl. þ. 26. marz 1975. I þeirri grein er málsgrein er hljóðar svo: „Meðan læknar vilja ekki afsala sér þeim rétti, að ákveða hvort og hvenær aðgerð (fóst- ureyðing) skuli framkvæmd — þá verður að taka tillit til þess.“ Þessi málsgrein segir nefni- lega það, sem fram til þessa hefur verið látið kyrrt liggja af hálfu andstæðinga óbreytts frumv. til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgerðir — eða öllu heldur óbreyttrar 9. greinar þeirra laga — frá 94. löggjafarþingi 1974. En það er, að læknar vilja ekki af hendi láta vald það, er þeir hafa samkv. lagabókstaf til ákvörð- unar um fóstureyðingu hjá konu. Og ég leyfi mér að halda fram, að þetta sé aðalástæðan fyrir því að áðurnefnt frum- varp fékk ekki þinglega með- ferð og samþykki á sinum tíma. Heldur var málið gert hápóli- tískt og spunnið í hjúp málæðis um siðferðiskennd og fleira. Enda hafa línurnar skýrzt og standa nú tvær fylkingar hvor gegn annarri um þá margum- töluðu 9. grein. Annars vegar ráðandi hluti Læknafélags Is- lands og þeir, sem styðja hann á ýmsum forsendum, og hins veg- ar nýstofnuð baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Semsagt, deilan snýst í raun alls ekki um siðgæði eða almenningsálit, heldur um hvort skuli ráða, lagalega séð, kona, sem vill fá framkvæmda hjá sér fóstureyðingu eða lækn- ar þeir, er til eru kallaðir. Það var að skilja af orðum varaformanns Læknafélagsins I umræðuþætti í útvarpi þ. 6. april 1975, að í framkvæmd yrði farið að vilja konu, svo framar- lega sem öðrum skilyrðum væri fullnægt. Aðeins skyldi valdið iagalega séð vera hjá lækni. Og hugleiði nú hver með sér, hvi þeir sækja svo fast á í því efni. Nýlega hefur í þætti um dómsmál í útvarpinu verið reif- að mál, er sýnir hvernig fólk getur verið sett, hafi það ekki ótviræðan lagabókstaf með sér. XXX En af því ég er nú setzt niður, þá langar mig til að gera athugasemdir við fáein atriði i viðbót i grein Ellerts. I fyrsta lagi við orðalagið „fullkomlega frjálsar fóstur- eyðingar," sem alls ekki eru til umræðu, heldur frjálslegri lög- gjöf en sú er nú gildir, þar sem endanleg ákvörðun er gerð per- sónuleg og snúið er frá embættismannavaldi. 1 öðru lagi varðandi full- yrðingar Ellerts um vilja þing- meirihluta. Hvað sem honum líður hneigist ég til að álita, að afstaða margra þingmanna kunni að hafa verið meira eða minna fljótfærnisleg. Hrein- lega, að þeir hafi ekki haft tíma til að kynna sér, hugsa um og draga ályktanir af þeirri vand- lega unnu greinargerð er fylgdi áðurnefndu frumvarpi og unnin var af þeim ábyrgu aðilum, sem þar áttu hlut að máli. Þeir hafi einfaldlega tekið afstöðu samkvæmt vilja meiri hluta læknasamtakanna, því afl þeirra er sterkt i þjóð- félaginu. I þriðja lagi er það siðferðis- kenndin og lögin. Vissir hlutir eru svo persónulegir, að laga- bókstaf verður ekki við komið. Það á til dæmis við um kynlíf og, svo áhrifaríkara dæmi sé nefnt, um réttinn til þess að deyða eigið líf. Og ég er hrædd um, að það gildi í raun um fóstureyðingar nú á okkar dögum. Bæði er, að nú er orðið tiltölulega stutt þangað, sem kona fær löglega fóstureyðingu sarakvæmt eigin ákvörðun, og svo hitt, að allir vita, að hér á landi hafa verið framkvæmdar ólöglegar fóstureyðingar, en ekki hef ég heyrt, að kona eða læknir, hvað þá fúskarar, hafi hlotið refsingu fyrir. Ætla ég að það stafi fremur af samúð með þeim konum, sem vegna aðstæðna sinna hafa kostað því til, en af ódugnaði þjóna rétt- visinnar. XXX Að endingu, vegna skrifa Benedikts Arnkelssonar og annars strangtrúarfólks, og annarra, sem telja sig hafa óbrenglaðri siðferðisvitund en sumir aðrir, vil ég taka fram, að ég ber fulla virðingu fyrir skoðunum þeirra og siðferðis- kennd og dettur ekki í hug að reyna að hnika þar um. Hins vegar, til þess að undirstrika, að annað fólk sér hlutina i öðru ljósi, þá vil ég segja, einkum Lilju Sigurðardóttur, að ég undrast stórlega, að til skuli vera þær konur, sem vilja, að annar aðili en hlutaðeigandi kona sjálf skuli hafa ákvörðunarvald í jafn persónu- legu máli sem þessu. Vil ég þar um kenna vilja- og (eða) hæfi- leikaskorti, til þess að reyna að setja sig inn í aðstæður annarra. í HVERju VAR SfOLÍÐ 2 ) -Sfe/uíDA'D /•»*•>»- Fyrir skömmu lauk hraðsveita- keppni Bridgefélags Akureyrar. Alls mættu 9 sveitir til leiks og voru spilaðar fjórar umferðir. Sveit Páls Pálssonar sigraði keppnina með yfirburðum, hlaut 955 stig. Auk Páls eru I sveitinni Soffia Guðmundsdóttir, Frimann Frimannsson, Gunnlaugur Guð- mundsson og Magnús Aðalbjörns- son. Röð efstu sveitanna varð annars þessi: Sveit Páls Pálssonar 955 Ingimundar Árnasonar 885 Gunnar D Berg 882 Þormóðs Einarssonar 881 Alfreðs Pálssonar 87 7 Harðar Steinbergss. 858 Meðalárangur 864 Nú stendur yfir Thule- tvlmenningskeppnin — en það er keppni sem fer fram árlega hjá okk- ur og er til að minna á hinn sívin- sæla Thule-drykk Sana gefur verð- launabikarana til þessarar keppni. XXX Frá Tafl- og Bridgeklúbbn- um Sl. fimmtudag hófst fimm kvölda barometar-tvímenningur með þátttöku 36 para. Spilað er i einum riðli og spila þvi allir við alla og verða 35 umferðir. Að fimm umferðum loknum er staða efstu para þessi: Bernharður Guðmundsson — Július Guðmundsson 136 Sigurbjörn Árnason — Þórarinn Árnason 1 32 Baldur Ásgeirsson — Zophonías Benediktsson 127 Björn Kristjánsson — Þórður Eliasson 109 Bragi Jónsson — Dagbjartur Grimsson 1 03 Högni Torfason — Þorvaldur Valdimarsson 95 Haraldur Snorrason — Gisli Steingrímsson 74 Arnar Ingólfsson — Magnús Sigurjónsson 56 Eiríkur Helgason — Sigurjón Helgason 56 Inga Hoffman — Ólafía Jónsdóttir 53 Gunnlaugur Óskarsson — Ragnar Óskarsson 48 Haukur (saksson — Karl Adolphsson 47 Meðalskor 0 Næstu umferðir verða spilaðar í kvöld. Spilað er í Domus Medica og hefst keppni klukkan 20. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.