Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 1
90. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gleðilegt sumar! Kosningabaráttu í Portúgal að Ijúka: Mikil spenna í landinu Spinola þverneitar áburði herforingjanna Lissabon 23. apr. NTB. Reuter. — 1 KVÖLD lýkur kosningabar- áttunn^ { Portúgal og hafa fundir verið um landið þvert og endi- langt f dag. Kommúnistar efndu til fundar f höfuðborginni í kvöld og var þar mikið fjölmenni en þátttaka á þeim fundi gæti haft töluverð áhrif á niðurstöður kosn- inganna, að þvf er sérfræðingar spá. Stefndu kommúnistar að þvf að fá fleira fðlk til fundarins en sósfalistar, sem héldu 150 þús. AMIN reisir Hitlersstyttu London. 23. apríl. NTB. IDI Amin Ugandaforseti sagði f dag að Adolf Hitler hefði verið stórmenni og hann hefði í hyggju að láta reisa styttu af honum á þeim stað þar sem hersveitir Breta og Þjóðverja börðust í heimsstyrjöldinni fyrri. Amin kveðst furða sig á þvf að hafa ekki séð neina styttu af Hitler í Berlín, þegar hann var þar í heimsókn fyrir þremur árum. Uganda var þýzk nýlenda fyrir heimsstyrjöldina fyrri. manna kosningafund fyrir fáein- um dögum. Fréttastofur nefndu ekki tölur um fundarmenn. — Antonio de Spinola, fyrrver- andi forseti Portúgal, rauf í dag loforð það sem hann hafði gefið stjórnvöldum f Brasilfu um að láta ekki frá sér neinar pólitfskar yfirlýsingar. Sagði Spinola að skýrsla sú sem herforingjastjórn- in hefði birt f gær um byltinguna f marz s.l. væri dæmigerð fölsun og gamalt bragð kommúnista. Spinola sagði að kommúnistar hvarvetna notuðu jafnan slika fölsunaraðgerð og félli þessi yfir- lýsing stjórnarinnar inn i þá mynd. I skjalinu megi finna hinar raunverulegu ástæður byltingar- innar og gagnbyltingarinnar i marz sl. að því er Spinola sagði. Ekki er vitað hver viðbrögð stjórnarinnar í Brasilíu verða við þessari yfiriýsingu Spinola. Mjög mikill kosningahugur er í mönnum i Portúgal og segja fréttaskýrendur að ljóst sé að enn hafi mikill fjöldi kjósenda ekki gert upp hug sinn, hvort þeir eigi að kjósa sósialista eða kommún- ista. Hinn fjölmenni ‘fundur sósialista á dögunum hefur þó orðið til að menn spá flokknum miklu fylgi. Þvi hafa kommúnist- ar og fylgismenn þeirra lagt á það ofurkapp með veggspjöldum og auglýsingum í dag að koma þvi í kring að enn meira fjölmenni sækti fundinn í kvöld. 1 gærkvöldi, þriðjudagskvöld, gengu þúsundir vinstri sinnaðra kjósenda um götur næst stærstu borgar landsins Oporto og kröfð- ust þess með látum að forystu- menn Miðdemókrataflokksins svo og Spinola, fyrrverandi forseti, yrðu líflátnir. Krafðist múgurinn þess að Miðdemökrataflokkurinn yrði bannaður, svo og yrði Kristi- legi demókrataflokkurinn leyst- ur upp, en sá flokkur fær ekki að bjóða fram við kosningarnar á föstudaginn. Ganga þessi mun þó hafa farið að öðru leyti friðsamlega fram og voru engar fréttir um handtökur né heldur virtust göngumenn hafa haft í frammi umtalsverðar óspektir. Stjórnmálasérfræðingar spá vaxandi spennu i Portúgal næstu daga og segja að en<Ja þótt herfor- ingjastjórnin hafi búið svo um hnútana að kosningaúrslitin verði ekki marktæk, áliti flokkarnir sjálfir og talsmenn þeirra að af niðurstöðum kosninganna megi Framhald á bls. 22 Suður-Vietnam: Fjöldaflutningur flóttamanna hafinn — kommúnistar hafna samningum og herir þeirra fœrast nœr Saigon, Washington, 23. april. AP. NTB. 0 MIKLIR loftflutningar sem Bandarfkjamenn stjórna hófust I dag frá Saigon og er ráðgert að flytja þúsundir flóttamanna til eyjunnar Guam og þaðan til Bandarfkjanna, þegar nauðsynleg innflytjendaleyfi hafa fengizt. Munu 50 þúsund manns verða fluttir til Guam á næstunni, en alls er gert ráð fyrir að á annað hundrað þúsund S-Vfetnama geti fengið að fara til Bandarfkjanna, ef þeir óska þess. 0 Brottflutningur evrópskra sendiráðsstarfsmanna frá Saigon hófst einnig fyrir alvöru f dag, en nokkur sendiráð ætla að starfa áfram, þar á meðal franska sendi- ráðið. 0 Fulltrúar Víet Cong visuðu f dag formlega á bug tilboði um viðræður sem byggðust á Parfsar- samkomulaginu um Víetnam og kváðust ekkert hafa við Saigon- stjórn að tala fyrr en hinn nýi forseti og allir hans menn hefðu farið frá vöidum. Kommúnistar gerðu i dag stór- skotaliðsárás á flugvöllinn i borg- inni Bien Hua, þeir hafa náð á sitt vald Ham Tan, sem er i 120 km fjariægð frá Saigon og stefna nú hraðbyri í átt til hafnarborgar- innar Vung Tau, en hún er Saigon mjög mikilvæg sem aðflutnings- leið og nái kommúnistar henni á sitt vald má búast við að endanleg straumhvörf verði í stríðinu, að - sögn sérfræðinga. I kvöld mun Bandarikjaþing ræða tillögu um fjárveitingu til handa Ford Bandaríkjaforseta, til að standa straum af brottflutn- ingi bandarískra og suður- víetnamskra borgara frá S- Víetnam, svo og til hjálparstarfs. Búizt er einnig við umræðu um beiðni Bandaríkjaforseta um að fá að senda herlið til S-Víetnam til að vinna við þessi verk, en um það hafa miklar deilur staðið eins og ítarlega hefur verið sagt frá. Stjórnmálafréttaritarar sögðu í kvöld, að enda þótt kommúnistar hefðu hafnað samningaviðræðu- tilboði Saigonstjórnar myndu þeir þó ef til vill kjósa diplómatiska lausn á málinu, fremur en þurfa að gera stórárás á Saigon. Hins vegar er ekki ljóst hver endanleg skilyrði kommún- ista verða þó svo að telja megi öruggt að þau séu afsögn núver- andi vaidhafa og tilslakanir aðrar. Framhald á bls. 22 Flotaæfingum lokið Ósló 23. april NTB. HINUM umfangsmiklu flotaæf- ingum Sovétrfkjanna, sem staðið hafa frá 12. aprfl f Norska hafinu, Norðursjó og N-Atlantshafi er nú lokið að þvf er norska varnar- málaráðuneytið sagði f dag. I til- kynningu frá ráðuneytinu segir, að norski herinn hafi nú hætt öllum eftirlitsaðgerðum f sam- bandi við æfingarnar svo og önn- ur rfki Atlantshafsbandalagsins. æfingunum frá flugstöðinni á Kolaskaga. I æfingunum tóku þátt öll nýj- ustu og bezt útbúnu skip sovézka flotans, en æfingarnar náðu einn- ig til Kyrrahaf^, Miðjarðarhafs, Svartahafs og Indlandshafs. Sýningum hætt Hernaðarsérfræðingar vinna nú að úrlausn þeirra upplýsinga, sem aflað var um þessar miklu æfingar, en fyrstu niðurstöður benda til þess, að hér hafi á heild ina litið ekki verið um eins um- fangsmiklar æfingar að ræða á heimshöfunum og í allsherjar- flotaæfingum Sovétríkjanna 1970, en þó munu þessar æfingar vera hinar mestu sem um getur á norðurslóðum. Er æfingarnar stóðu sem hæst voru milli 50—60 skip á því svæði auk gífurlegs fjölda flugvéla, sem tóku þátt í Sýningum hætt á „Exorcist” London 23. apr. AP. AKVEÐIÐ hefur verið að hætta að sýna leikritið „Exor- cist“ sem gert var upp úr samnefndri kvikmynd, og ver- ið hefur á fjölunum f London. Astæðuna segja aðstandendur leikritsins vera þá, að aðsókn hafi dottið gersamlega niður, eftir að Mary Ure, einn aðal- leikarinn lézt skyndilega nótt- ina eftir frumsýningu verks- ins og hafi dauðsfallið vakið hjá almenningi skelfingu og hjátrú ýmiss konar. Egyptar og Sýrlendingar stofna samræmingarráð Riyadh, 23. april. NTB. AP. ANWAR Sadat Egyptalandsfor- seti og Hafez AI Assad, forseti Sýrlands, komust að samkomu- lagi um það f kvöld að setja á stofn sérstakt ráð sem á að vinna að þvf að samræma stefnu land- anna gagnvart lsrael. Var þetta kunngert að loknum fundi þeirra og Khaled konungs Saudi Arabiu f Riyadh í dag. Fundurinn var haldinn sérstaklega til að reyna að binda endi á þann ágreining sem hefur verið milli Sýrlands og Egyptalands, hvernig unnið skuli að því að koma á friði f Mið- austurlöndum. I tilkynningu þeirra segir að ástandið sé slíkt að nauðsynlegt sé náið samstarf milli Egypta- lands og Sýrlands og verði það á sviði hernaðar, stjórnmála og utanrikismála. Fundur þessi stóð í tvo daga. Að honum loknum fór Sadat síðan til íran til að gefa keisaranum yfirlit um gang mála og niðurstöður við- ræðnanna. Þeir munu einnig fjalla um samskipti Irana og Egypta almennt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.