Morgunblaðið - 24.04.1975, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975
Ljósm. Friðþjófur.
I FJÖLLEIKAHÚSINU SILFURTÚNGLINU — Feilan Ö. Feilan
forstjóri Silfurtúnglsins (Erlingur Gíslason) stjórnar gleðskapnum.
Myndin var tekin á æfingu.
Þjóðleikhúsið:
Silfurtúngl Laxness
frumsýnt
LEIKRIT Halldörs Laxness,
Siifurtunglið, verður frumsýnt
í kvöld í Þjóðleikhúsinu.
Leikritið var fyrst sýnt 1954 en
hefur ekki verið sviðsett hér á
landi sfðan. Hins vegar hefur
það verið sýnt erlendis, m.a. í
Helsingfors og Moskvu.
Höfundur hefur gert nokkrar
breytingar á leikritinu en allar
helstu persónur eru þó þær
sömu. Jón Nordal semur tón-
listina við verkið og er hún
einnig að nokkru breytt frá því
sem upphaflega var. Leik-
myndir eru eftir Sigurjón
Jóhannsson en leikstjórar eru
Bríet Héðinsdóttir og Sveinn
Einarsson.
Leikritið Silfurtúnglið er i
fjórum þáttum. Það hefst á
heimili Óla og Lóu, ungrar hús-
móður í litlum fjarðarkaupstað,
í kvöld
hún er siðan gerð að söng-
stjörnu í fjölleikahúsinu Silfur
túnglinu, þar sem leikritið fer
að miklu leyti fram.
Með helstu hlutverk fara:
Anna Kristín Arngrímsdóttir,
sem leikur Lóu, Erlingur Gísla-
son, sem leikur Feilan Ó. Feil-
an, forstjóra Silfurtúnglsins;
Róbert Arnfinnsson leikur Mr.
Peacock, forstjóra í Universal
Concert Incorporated. Isa,
saungmær er leikin af Ingunni
Jensdóttur og Óli, bóndi Lóu, af
Sigmundi Erni Arngrímssyni.
Valur Gíslason leikur Lauga,
föður Lóu, og Guðmundur
Magnússon Róra. Hákon Waage
er aflraunamaðurinn Samson
Umslóbógas og Bryndis Péturs-
dóttir leikur sviðgæslu. Alls
koma milli 30 og 40 manns fram
í sýningunni.
Skátamessur á sumardag
inn fyrsta
Að venju halda skátar í Reykja-
vík og nágrenni sumardaginn
fyrsta hátfðlegan og fyrri hluta
dags eru haldnar nokkrar messur.
Skátamessur verða haldnar á
fjórum stöðum í borginni.
I Neskirkju kl. 11.00 verður
Skátafélagið Ægisbúar ásamt
boðsgestum Skátasambands
Reykjavíkur.
Þessari messu verður útvarpað.
Prestur séra Fi ank Halldórsson
Predikun flytur Áslaug Frið-
riksdóttir fyrrv. fél. for. Kv. sk.
Sendu verkfalls-
mönnum 40 þús.
MEÐAN á verkfalli verkstæðis-
manna á Selfossi stóð sendi stjórn
Trésmiðafélags Reykjavíkur
þeim 40 þús. krónur með baráttu-
kveðjum, að því er segir i frétt frá
félaginu.
Orgelleikari Reynir Jónasson
Söngstjóri Magnús Pétursson
I Hallgrimskirkju kl. 10.30
verður Skátafélagið Landnemar.
Prestur séra Ragnar Fjalar
Lárusson
Orgelleikari
Predikun flytur Arnfinnur
Jónsson skátaforingi
1 Féllaskóla kl. 10.30 verður
Skátafélagið Hafernir.
Prestur séra Hreinn Hjartason
Orgelleikari Snorri Bjarnason
I Breiðholtsskóla kl. 10.30 verð-
ur Skátafélagið Urðarkettir.
Prestur séra Lárus Halldórsson
Orgelleikari Daníel Jónasson
Um kl. 13.30 safnast allir
skátar, Ijósálfar og ylfingar sam-
an á Rauðarárstíg milli Hverfis-
götu og Skúlagötu. Þaðan verður
gengið kl. 13.45 í skrúðgöngu til
Laugardalshallar. Gengið verður
austur Laugaveg norður Kringlu-
mýrarbraut og austur Sigtún að
Laugardalshöllinni. En þar hefst
kl. 14.30 Sumarfagnaður skáta
sem verður með varðeldasniði.
Tekið skal sérstaklega fram að
aðgangur er öllum heimill bæði
að messunum og sumarfagnaói
meðan húsrúm leyfir, en aðgangs-
eyrir að Laugardalshöllinni er kr.
50.—.
Kristján Ragnarsson formaður L.Í.Ú.:
/ /
L.I.U. andvígt stefnu ríkisstjórnar-
innar um ráðstöfun gengishagnaðar
MORGUNBLAÐIÐ hafði I gær
samband við Kristján Ragnars-
son, formann Landssambands fs-
lenzkra útvegsmanna, og spurði
hann hvort útvegsmenn hefðu
tekið afstöðu til frumvarps ríkis-
stjórnarinnar um ráðstöfun fjár
úr gengishagnaðarsjóði. 1 svari
Kristjáns kom fram að búið er að
taka afstöðu til þess og að útvegs-
menn eru á móti frumvarpinu I
svo til öllum atriðum, en svar
Kristjáns fer hér á eftir.
„1 athugasemdum um frumvarp-
ið segir, að hlutur útgerðarinnar
úr fiskverðshækkuninni i ársbyrj-
un sé 900 milljónir króna, en út-
gjalda auki af völdum olíuhækk-
unar frá áramótum sé um 1000
milljónir króna. Auk þess er um
stórfelidar hækkanir að ræða á
öðrum sviðum útgerðarkostnaðar,
eins og á veiðarfærum, viðhaldi
og verði skipa o.fl.
Að undanförnu hefur mátt lesa
í Reykjavikurbréfi Morgunblaðs-
ins, að um stórfellda fjármagnstil-
færslu hafi verið að ræða til út-
gerðarinnar á undanförnum mán-
uðum, og látið er að því liggja að
þakklæti útvegsmanna til stjórn-
valda hafi verið af of skornum
skammti. Skyldi nokkurn undra
þótt eitthvað hafi skort á þakklæt-
ið?
HAFNARBÍÖ tekur i dág til sýn-
inga eina frægustu mynd Chap-
lins — Barnið eða The Kid eins
og hún nefnist á frummálinu. Þar
sem þessi mynd er heldur stutt
miðað við venjulegan sýningar-
tima nú á dögum fá áhorfendur
einnig i kaupbæti The Idle Class,
sem Chaplin gerði sama ár og
Barnið en hún er þó talsvert
styttri.
Chaplin gerði Barnið árið 1920,
og er hún vafalaust meðal fræg
ustu mynda hans, enda fyrsta
myndin sem hann gerir nokkurn
veginn í fullri lengd. I þessari
Nú fyrst er að koma fram frum-
varp um ráðstafanir i sjávarút-
vegi, sem gilda á frá 1. janúar þar
sem gert er ráð fyrir stórfelldri
aukningu á sjóðakerfi sjávarút-
vegsins, um allt að einn og hálfan
milljarð króna, með álagningu
nýrra útflutningsgjalda, sem
verja á til niðurgreiðslu á oliu,
sem mun koma útgerðinni til
góða.
Að undanförnu hefur verið
mikið um það rætt, að nauðsyn
beri til að afnema hið flókna kerfi
er sjávarútvegurinn á við að búa,
er allt byggist á innbyrðis til-
færslu í atvinnugreininni sjálfri.
Rikisstjórnin hafði tjáð útvegs-
mönnum að fiskverðið hækkaði
um 11% með lögum er bæta ætti
útgerðinni hina miklu kostnaðar-
hækkanir er gengisbreytingin olli
og myndu útvegsmenn þá greiða
það olíuverð, sem þeim er gert að
greiða i dag. Þeir sem vel öfluðu
Samkór Vestmanna-
eyja í söngför
SAMKÓR Vestmannaeyja hefur
að undanförnu haldið 9 tónleika (
samkomuhúsinu f Vestmannaeyj-
um. Hefur húsfyllir verið I hvert
skipti og lætur nærri að 1700
manns hafi sótt tónlcikana. Eins
og áhorfendafjöldinn bendir til
hefur kórinn fengið hinar beztu
móttökur.
Nú hyggur kórinn á ferðalag.
Mun hann syngja í Selfossbíói
annaö kvöld, í Austurbæjarbíói á
laugardaginn klukkan 14 og
Festi, Grindavik, á sunnudags-
kvöldið. Efnisskrá kórsins er f jöl-
breytt, innlend og erlend þjóðlög
og nýrri lög þar á meðal eitt frum-
flutt lag eftir söngstjórann, Sig-
urð Rúnar Jónsson. Dixeland-
hljómsveit skipuð meðlimum úr
lúðrasveit Vestmannaeyja er
kórnum til aðstoðar og einnig
kemur hljómsveitin ein fratn á
tónleikunum.
mynd kemur einnig mjög við sögu
uppgötvun Chaplins — 4ra ára
drengstauli að nafni Jackie Coog-
an. Má segja að hann hafi orðið
heimsfrægur kvöldið sem þessi
mynd var frumsýnd, enda sam-
leikur þeirra Chaplins og Coog-
ans ógleymanlegur flestum þeim
er séð hafa.
Hafnarbíó hefur sem kunnugt
er fest kaup á nokkrum helztu
meistaraverkum Chaplins í nýj-
um eintökum og stækkuðum fyrir
breiðtjald. Eru þessar myndir úr
þeim flokki.
myndu þá njóta tekna umfram
útgjöld og þeir sem ekki öfluðu
yrðu að greiða það sem á vantaði.
Þessa hugmynd samþykktu
samtök útvegsmanna og lögðu
áherzlu á, að þessi leið yrði farin.
Af einhverjum ástæðum hefur
ríkisstjórnin nú alveg skipt um
stefnu og leggur nú áherzlu á
aukningu sjóðakerfisins, sem hún
hefur áður svo mjög fordæmt.
Samtök útvegsmanna hafa í
meginefni lýst sig andvíg ráðstöf-
un gengishagnaðar vegna þess, að
þeim fjármunum er mjög mis-
skipt meðal útgerðarinnar þrátt
fyrir að þeir eru hennar eignir.“
„Hott, hott
á hesti”
Hlaðborð hjá Fáks-
konum og börnum
boðið á hestbak
KONUR I Hestamannafélag-
inu Fáki í Reykjavfk verða
með kaffihlaðborð í félags-
heimili Fáks við Elliðaár í
dag, sumardaginn fyrsta.
Kræsingar standa á borðum
frá kl. 3.00 e.h. og fram eftir
degi. Sennilegt er að þetta
verði siðasta hlaðborð Fáks-
kvenna í vetur, en þegar hafa
þær haft þrjú, sem jafnan hafa
verið f jölsótt.
í dag verður börnum einnig
leyft að koma á hestbak milli
kl. 3.00 og 5.00 við hesthús
Fáks við Elliðaár. Foreldrar
eru hvattir til að koma með
börnum sfnum. A svæðinu
verða einnig til sýnis geitur og
verða þar bæði hafur og kiðl-
ingar.
Hafnarbíó sýnir
Barn Chaplins
Klausturhólar efna
til listmunauppboða
Bókauppboð haldið á laugardaginn
Guðmundur Axelsson uppboðs-
haldari.
GUÐMUNDUR Axelsson, kaup-
maður i listmunaverzluninni
Klausturhólum, hefur fengið
leyfi til að halda listmunaupp-
boð í borginni. Verður fyrsta
uppboðið f Tjarnarcafé á laug-
ardaginn og er það bókaupp-
boð. Er það ætlun Guðmundar
að halda f framtfðinni uppboð á
bókum, málverkum, myntum
og frfmerkjum.
Guðmundur hefur áður starf-
að við listmunauppboð hjá
Knúti Bruun en nú hefur hann
sjálfur fengið uppboðsleyfi og
sér einn um uppboðið á laugar-
daginn. Það verður í Tjarnar-
café klukkan 14. 100 númer eru
á uppboðinu og verða bækurn-
ar til sýnis i verzluninni Klaust-
urhólum Lækjargötu 2 n.k.
föstudag. Merkasta númerið á
uppboðinu er númer 100,
Heimskringla eða Noregskon-
ungasögur, mjög gömul og fá-
gæt útgáfa. Ein slík var boðin
til sölu í Noregi fyrir skömmu
fyrir 340 þúsund krónur Is-
lenzkar. Mörg önnur merkileg
Framhald á bls. 22