Morgunblaðið - 24.04.1975, Side 5

Morgunblaðið - 24.04.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975 5 ÁRGERÐ 1975 — VÖNDUÐUSTU HJÓLHÝSA TJÖLD í EVRÓPU — ENGINN VAFI! AUKIÐ NOTAGILDI HJÓLHÝSANNA OG TVÖFALDIÐ FLATARMÁLIÐ MEÐ AÐEINS 10% VIÐBÓTAR-KOSTNAÐIM SÉRSTAKLEGA HENTUG VIÐ ÍSLENZKAR AÐSTÆÐUR. 3JA ÁRA REYNSLA HÉRLENDIS. ÚTVEGUM TJÖLD Á ALLAR GERÐIR HJÓLHÝSA. 2 VERÐFLOKKAR. LEITIÐ UPPLÝSINGA OG PANTIÐ TÍP'ANLEGA. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919 að skoða nýja Das-húsiö að Furulundi 9, Garðahreppi. Húsið verður tilsýnis daglega til S. mai, frá kl. 18-22. lauaardaaa ocr heigidaga frá kl. 14-22. 18-22, laugardaga og hélgidaga fra kl. 14-22. Húsið ersýnt með öllum húsbúnaði Fréttabréf frá Mvkjiinesi Nafns ábyrgðar- manns verði getið AÐALFUNDUR Lögmannafélags Islands var haldinn 11. aprfl sl. 1 skýrslu stjórnar kom fram, að 37 stjórnarfundir voru haldnir á árinu og var þar fjallaó um 316 dagskrárliði. A aðalfundinum urðu umræður um lögfræðilega aðstoð til handa félitlu fólki. Aðstoð af þessu tagi hefur hlotið viðurkenningu á hin- um Norðurlöndunum, en stjórn lögmannafélagsins hefur nú ráðið lögmann til að gefa skýrslu um löggjöf og tilhögun þessara mála i nágrannalöndunum, með það fyrir augum að koma á slíkri starfsemi hér á landi. Þá var sú breyting gerð á siða- reglum lögmanna á fundinum, að hér eftir er lögmanni, sem ábyrgð ber á söhi fasteigna skylt að láta nafns sins getið á skjölum og í auglýsingu fasteignasölu, sem rekin er á ábyrgð hans. Meðal mála, sem rædd voru á fundinum, var ábyrgðarsjóður löginanna og var ákveðið að efna til framhaldsaðalfundar um það mál. Páll S. Pálsson hrl. var endur- kjörinn formaður félagsins, en auk hans eiga sæti i stjórninni Ragnar Aðalsteinsson hrl., vara- formaður, Guðjón Steingrímsson hrl., gjaldkeri, Brynjólfur Kjartansson hdi., ritari, og Jón Finnsson hrl. Falleg — vönduð Milljónatap hjá Frionor Þó nú sé orðið stutt til sumars, er ekki beinlinis sumarlegt í ríki náttúrunnar. Vetrarveður er öðru hvoru og snjór er i lautum og skurðum. Jörðin gaddar og þiðnar á víxl, svo uggur er i bændum um að kal kunni að gera vart við sig í túnum. Það er aðeins hinn hái sólargangur sem gefur til kynna, að ekki sé hávetur svona öðru hvoru. Við hin tíðu veðra- brigði hafa sumir vegir spillazt og má búast vió, að viða komi slæmir kaflar þegar klaka leys- ir endanlega, enda lítið verið fyrir þá gert síðustu árin. Eitt- hvað eru bændur farnir að flytja af áburði, en þó í smáum stil ennþá. A síðasta ári þótti áburóurinn mjög dýr, nú hefur hann hækkað í verði yfir 75%. Frá þvi í fyrravor er liklegt, að tekjur bænda hafi fremur minnkað en vaxið að raungildi. Hjá fjölda bænda er þetta áburðarkaupamál i hnút, sem í dag er ekki auðvelt að sjá hvernig leystur verður. Hin gifurlega dýrtið gagnvart öllum rekstrarvörum er þung í skauti ekki sizt bændum, sem eru að byrja eóa nýbyrjaðir búskap. Trúlega dregst búskapur saman og getur jafnvel farið svo, að það bitni á mjólkur- framleiðslunni hér á suður- landi. Allt á þetta eftir að skýr- ast þegar fram á sumarið kem- ur. Vonandi rætist betur úr þessum málum en séð verður fyrir í dag. Varla er flett svo dagblaði, að ekki séu einhverjar fréttir af því, sem er að gerast hér inni á hálendinu — við Sigöldu. Virð- ist sannarlega vera líf þar í tuskunum. Þrátt fyrir allan fyrirgang þar heyrist að menn MILLJÓNATAP er á rekstri 120 frystihúsa Frionor í Noregi vegna 20% lækkunar á gengi dollarans á einu ári og hugsanlegt er að dregið verði úr framleiðslunni að sögn forstjóra samtakanna, Arne Asper, I viðtali við Dagbladet I Osló. Hann segir að Frionor hafi ekki bolmagn til að halda áfram að framleiða með fullum afköstum vegna gengistapsins, siaukins til- kostnaðar og erfiðleika á útflutn- ingsmarkaði. Viðræður hafa verið teknar upp við yfirvöld um rfkis- styrk. Hafnbann brezkra sjómanna hefur valdið Frionor miklum erf- iðleikum þar sem Bretar hafa yf- irleitt keypt frystan fisk af Norð- mönnum fyrir 50 milljónir norskra króna á ári. Nú hafa Finnar einnig lagt hömlur á innflutning á frystum fiski frá Noregi, en finnski mark- aðurinn hefur einnig verið mikil- vægur. Jafnframt hefur útflutn- ingur til Bandaríkjanna dregizt saman. Auk þess tóku gildi um síðustu mánaðamót uppbætur á útflutn- ing frosins fisks frá Efnahags- bandalagslöndunum. Uppbæturn- ar eru 75 norskir aurar á kilóið. Efnahagsbandalagslöndin og v Noregur keppa yfirleitt á sömu mörkuðum svo að erfiðleikar Norðmanna hafa enn aukizt við þetta. Asper forstjóri segir í viðtalinu að hann sjái enga vonarglætu. „Vandamálin hrannast upp,“ seg- ir hann. Náttúruverndarþing um næstu helgi NATTÚRUVERNDARÞING verður haldið I annað sinn á Hót- el Loftleiðum í Kristalsal á laug- ardag og sunnudag og hefst kl. 9. Formaður, Eysteinn Jónsson set- ur þingið, og Vilhjálmur Hjálm- arsson, menntamálaráðherra, flytur ávarp. Um 120 fulltrúar eiga sæti á náttúruverndarþingi. Það eru fulltrúar allra náttúruverndar- nefnda, sem eru f hverri sýslu og kaupstað, fulltrúar allmargra samtaka, sem tiltekin eru f lög- um, sérfræðingar frá Náttúru- fræðistofnun lslands og Háskóla Islands, fulltrúar þingflokka á alþingi, náttúruverndarráðsmenn og embættismenn, sem fara með náttúruverndarmál. A þinginu veróa fluttar skýrsl- ur formanns og framkvæmda- stjóra, en skýrsla ráðsins verður afhent á föstudag á skrifstofu ráðsins. Kosið verður nýtt nátt- úruverndarráð og bornar upp til- lögur um náttúruvernd, og hafa 20 slikar tillögur verið sendar ráð- inu. Umræðuhópar fjalla um þær og búa í hendur þinginu til af- greiðslu. A laugardagsmorgun verða flutt 5 framsöguerindi: Páll Lin- dal talar um stjórnun umhverfis- mála, Hjörleifur Guttormsson um landnýtingu, Vilhjálmur Lúðviks- son um umhverfisrannsóknir, Arnþór Garðarsson um votlendi og Agnar Ingólfsson um grunn- sævi. hafi þar dágóðar tekjur fyrir vinnu sína. Sjálfsagt er það nokkur bjartsýni að halda, að hægt sé að skila fullum afköst- um við vinnu á hálendinu yfir háveturinn. En sjálfsagt vita okkar fræðimenn á þessu sviði hvað þeir eru að gera. Hér í Rangárvallasýslu er aðalvinna verkamanna við virkjunar- framkvæmdirnar. Það leitar því alltaf nokkuð af fólki á aór- ar slóðir eftir atvinnu. Útkom- an er því sú, að árlega ílengist fólk héðan í öðrum héruðum. Gefur auga leið, hvernig þau mál standa þegar virkjunar- framkvæmdum lýkur, ef ekkert verður að gert. Þá getur trúlega ekkert stöðvað fólksflótta héð- an nema hafnargerð og upp- bygging í tengslum við slíka hluti. Og svo er vorið vonandi á næsta leiti. M.G. Kaffisala KVENNADEILDIN Urtur, i Skátafélaginu Kópum, Kópavogi heldur sina árlegu kaffisölu i Fé- lagsheimili Kópavogs á sumardag- inn fyrsta, kl. 3—6. Urturnar hafa varið ágóða af kaffisölunum til styrktar ýmsum þáttum innan fé- lagsins. Nýlega afhentu Urturnar Hjálparsveit skáta i Kópavogi 100 þúsund króna gjöf, sem ætluð er til að innrétta bil sveitarinnar sem fullkominn sjúkrabíl, t.d. til kaupa á sjúkrabörum, súrefnis- tæki ofl. Var myndin tekin, er formaður Urtanna, Bjarndis Markúsdóttir afhenti formanni hjálparsveitar- innar, Gunnsteini Sigurðssyni, þessa gjöf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.