Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRIL 1975 31 Gunnlaugur Loftsson kaupmaður - Minning F. 22. apríl 1901 D. 15. aprtl 1975 Kveðja frá tengdasyni. Gunnlaugur fæddist 22. apríl 1901 að Felli i Mýrdal. Foreldrar hans voru hjónin Loftur Þor- steinsson, trésmiður og málari frá Hvammi í Mýrdal, og Guðlaug Vigfúsdóttir, frá Valdakoti i Flóa. Gunnlaugur ólst upp í Vík í Mýrdal en var á sumrin i Gröf í Skaftártungu, sem var í minningu hans ætíð sem hans annað heim- ili. Árið 1915 missti hann föður sinn, aðeins 14 ára. Gunnlaugur var elstur 3 bræðra, sá yngsti þá 2 ára. Hann var i unglingaskóla í Vik, fór svo að vinna fyrir heimil- inu við sjósókn og margvísleg störf því mjög þröngt var í búi og lífsbaráttan hörð i þá daga. Móðir hans og þeir þrír bræðurnir flutt- ust þá til Vestmannaeyja, en það mun hafa verið árið 1921. Fór Gunnlaugur þá að vinna við ýmis störf þar, þar til hann fór til Gunnars Ölafssonar & Co., en þar vann hann við skrifstofustörf til ársins 1931. Það ár fór Gunnlaug- ur að versla sjálfstætt og var um tima með tvær verslanir, en seinna verslaði hann einnig á Siglufirði ásamt Karli heitnum Kristmanns. Þar versluðu þeir félagar i 5 sumur og seldu þar meðal annars bátum frá Vest- mannaeyjum. Gunnlaugur giftist árið 1928 Guðrúnu Geirsdóttur frá Kanastöðum í A-Landeyjum, en hún hafði þá flutzt til Vest- mannaeyja. Hún lifir mann sinn. Þau eignuðust tvö börn. Fyrst indæla stúlku, Guðrúnu, sem ég hef átt þvi láni að fagna að fá sem lífsförunaut. Son þeirra Walter eignuðust þau nokkrum árum seinna. Barnabörn þeirra hjóna eru átta. Fjölskyldan fluttist til Reykja- víkur haustið 1943 að Brávalla- götu 14 og hefur búið þar síðan. Gunnlaugur stundaði ýmis verslunarstörf hér i bæ síðan. Móðir Gunnlaugs dó þ. 9. október 1946, en áður var yngsti bróðir hans, Daníel, látinn. Hinn bróðir- inn, Þorsteinn, lést þ. 24. mars 1959. Báðir voru þeir bræður hans ógiftir. Það er misjafnt hvaó fólk kynn- ist sínum tengdaforeldrum náið, en hjá okkur var ávallt mikil vin- átta og samgangur. Við Gunnlaug- ur áttum mörg sameiginleg áhugamál en þar vil ég helst nefna yndi okkar beggja af veið- um. Um margra ára skeið veidd- um við lax saman við Þverá í Borgarfirði og minnist ég þeirra ferða sérstaklega. Gunnlaugur var góður veiðimaður og góður veiðifélagi. Til þess að svo verði þar ýmsa kosti, sem lýsa oft hin- um innra manni. Má þar nefna þolinmæði, nærgætni, árvekni, og kannski ekki síst gott skap og kímnigáfu. Alla þessa kosti hafði Gunnlaugur. Hann var fáorður, kannski ekki sérlega mannblend- inn en þeir sem kynntust honum munu geyma minningar um traustan, góðan og skemmtilegan vin. Þegar ég nú síðustu daga finn hlýju vorsins i loftinu, dettur mér í hug, að væri Gunnlaugur hér nú við góða heilsu, þá væri hann eflaust kominn austur til Siggeirs Lárussonar vinar síns að Klaustri aó renna fyrir sjóbirting. Ég kveð þennan vin með mikl- um söknuði en geymi ávallt ótal minningar um góðan mann. Ólafur Ó. Johnson. „Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir.“ Gunnlaugur Loftsson var einn bezti maður, sem ég hef kynnzt, og þó að oft sé erfitt að þræða veg dyggðarinnar man ég ekki eftir, að Gunnlaugur hafi hvikað frá því, sem hann taldi réttast: að vera sannur. Hann var öllum mönnum betri við allt, sem er litið og minni háttar, og oft voru gleói- stundir hjá dætrum mínum, þegar þær fengu kveðjur frá Gunnlaugi og þá ekki siður, þegar hann birtist á heimili okkar. Með þessum linum vil ég þakka Gunn- laugi samferðina og óska honum góðrar heimkomu til eilífðar- landsins. Vinir skiljast í hinni þungu framrás timans, en minn- ingin lifir. Það er eflaust eigin- girni að sakna góðs vinar, en ég get ekki að því gert, að mér finnst lifið sviplausara við fráfall Gunn- laugs. Fyrir hönd okkar hjóna og dætra votta ég Guðrúnu, börn- unum og öðrum aðstandendum innilegustu samúð mína. Lárus Arnórsson. Arni S. Böðvarsson útgerðarm. - Minning Ég kom sem lærlingur til Árna Böðvarssonar 7. október 1929. Árni rak þá í húsi sinu „Bifröst" í Vestmannaeyjum rakarastofu, hárgreiðslustofu og knattborðs- stofu. Rakarastofa hans var einn helzti samkomustaður i Eyjum og þar voru rædd öll þau mál, sem efst voru á baugi hverju sinni. Auk þessa var Árni önnum kafinn í útgerð og fiskverkun. 1 kringum þetta var mikill ys og þys og mikil vinna. Oftast var unnið til kl. 9 á kvöldin og reyndar oft lengur. Auk þess var Árni með búskap með foreldrum sínum. Hafði hann sjóbúð á Hjalteyri og þar bjuggu aðgerðarmenn og beit- ingarmenn. Mikið fjör var í kringum þetta allt. Dró Arni aldrei af sér sjálfur við vinnu og vildi að aórir ynnu vel. Þoldi hann illa iðjuleysi. A bátum Arna vóru afbragðs skipstjórar. Meðal annarra voru Binni í Gröf, Eiður Jónsson, Guðjón Valdason, Guðni Jóhannsson og Guðmundur Tómasson. Auk bátaútgerðarinn- ar keypti hann línuveiðarann Gunnar. Árni hafði mikinn áhuga á að koma nýjum fiski á markað á Bretlandi, sérstaklega ýsunni, sem þá var ekki hirt af Eyjamönn- um, þar eð hún borgaði ekki salt- ið, sem til hefði þurft, ef hún hefði verió söltuð. Var Árni einn hinn fyrsti í Eyjum til þess að koma ýsunni i verð á þennan hátt. En auðvitaó var svo flatfiskur og þorskur með. Hann hafði sérstakt skip i þess- um flutningum. Var það Stand- ard. Það skip keypti bróðir hans, Páll, sem var skipstjri á þvi. Páll lézt 1938 og var mikill navígator. Árni keypti t-ogarann „Fríðu Soffíu“ frá Þýzkalandi. Árió 1935 hóf Árni, að austfirzkri fyrir- mynd, byggingu snjóhúss, til þess að eiga ís handa bátunum. Það ishús varð siðar eitt stærsta og fullkomnasta frystihús landsins og heitir nú Vinnslustöðin. Árni var i útflutningi á ísuðum kassafiski til ársins 1940. Hann var einn af stofnendum „Is- fisksamlags Vestmannaeyja" sem sá um að koma fiskinum á brezk- an markað og leigði til þess mörg skip. Hann var líka einn af stofn- endum Snæfells h/f, sem keypti 500 tonna færeyskt-danskt gufu- skip, sem notað var til fiskflutn- inga. Mágur Árna, Ingvar Einars- son, sem kvæntur var Sigríði, systur hans, var skipstjóri með það skip á timabili. Árni var fljóthuga. Hann átti gott með að gera sig skiljanlegan við erlenda menn og ritaði verzl- unarbréf á erlendum málum, án þess að hafa lært það í skóla. Hann hafði einnig ákaflega fallega rithönd af óskólagengnum manni að vera. Hann var líka einn mesti kaveller, sem ég man eftir. Sigurlaug Pálsdóttir í Katadal — Minning Sigurlaug Pálsdóttir var fædd 12. maí 1880 í Katadal í V- Húnavatnssýslu, en dó hér i Reykjavík 16. april 1975. Foreldrar hennar voru Páll Friðrik Steinsson frá Lækjarmóti og Ingibjörg Jakobína Jósefsdótt- ir frá Refsteinsstöðum í Víðidal. Sigurlaug missti föður sinn ung að árum og varð því snemma að fara að sjá fyrir sér sjálf. Upp úr aldamótum lá leið hennar til Sauðárkróks, en um það leyti hafði flutzt þangað móðir hennar, bróðir og tvær systur ásamt fólki sinu. Þar átti hún heima til 1944, er hún fór suður til dóttur sinnar, Ingibjargar Guðmundsdóttur, og tengdasonar, Vilbergs Guðmunds- sonar rafvirkjameistara, en hjá þeim átti hún heimili allt til dauðadags. Margs er aó minnast, er ég hugsa til Sigurlaugar frænku minnar. Ég hændist strax að henni sem litið barn, og hún var mér sem önnur móðir; rofnaði samband okkar aldrei upp frá því. Sigurlaug var mikil dugnaðar- kona og óvenju rösk til allra verka, enda var hún eftirsóttur vinnukraftur. Það var og ósjaldan, er húsmæður veiktust, að hún fór til og tók að sér heimilisstörfin. Oft voru þetta barnmargar fjölskyldur og ekki allt til af öllu í þá daga. Veitti hún mörgum ómetanlega hjálp, er blessuðu hana alla tið siðan. Eg heimsótti Sigurlaugu daginn áður en hún lézt. Viö sjúkra- beðinn voru hennar nánustu, er svo lengi og vel höfðu annast hana i hárri elli. Ingibjörg var henni ástrik dóttir og Vilberg sér- stakur tengdasonur. Minntist hún Lárus Jónsson organleikari Það var óvíða auður í búi á landi hér á fyrstu áratugum 20. aldar, og sízt á barnmörgum heimilum til sveita. Ætli nýtnin og eljan, samfara þrotlausri vinnu, hafi ekki bjargað? En skóp um leið unglingunum góðan skóla, að vísu þungan, en nyt- saman. Það nám gleymdist ekki. Við slíkar aðstæður ólst Lárus upp. Næstýngstur fjórtán systk- kina. Á Giljum var unnið hörðum höndum eigi síður en annars stað- ar. En þar rikti einlægt gleði og samheldni, undir öruggri en ljúfri stjórn húsbændanna. Þar var aldrei amazt við leik og gleði, ef stund gafst milli starfa. Þangað voru tíðar mannaferðir ungra og aldinna sveitunga, og ferða- manna. Aldrei var amazt við ærsl- um ungdómsins né heldur hróka- ræðum og hávaða hinna eldri. Allt heimafólk var þátttakendur og örvaði til gleðinnar. Þá var risna ekki skorin við nögl, en reidd fram af örlátri rausn. Og má þó geta nærri, að ekki hafi ávallt verið gnægð vista. — I þessu andrúmslofti ólst Lárus upp, og þar kynntist ég honum fyrst sem glöðum, listelskum æskumanni. Þessum tímum, og Gilnaheimilinu, eru bundnar góó- ar og glaðar minningar. Á þeim árum var það tómstundagaman ungs fólks að fara í útreiðartúr, einkum á sunnudögum. Ekki var sá dagur fullkomnaður fyrr en einhver hafði orð á, hvort ekki ætti að koma að Giljum. Þar urðu kvöldin stutt. Timinn gleymdist, unz einhver hafði orð á að liðið mundi að nóttu. Á þessum árum aflaði Lárus sér undirstöðu- menntunar i hljóðfæraleik, og Arna hélzt vel á góðu fólki. Var gott fólk oft lengi hjá honum. A Bifröst var mannmargt. Var oft langur vinnudagur hjá hús- móðurinni Mariu. Þau hjón voru bæði létt og kát. Hún spilaði oft undir á píanó, þegar lagið var tekið og fjörió var mikið. Arni var mjög flinkur rakari og hárskeri. Ég tel mig hafa lært mikið meira en það, sem tilheyrði rakaraiðninni hjá Árna. Ég mót- aðist af öllu því lífi, sem í kring- um hann var. Hann var einnig ákaflega mikið fyrir vélar. „Ég hefði orðið mótoristi, ef ég hefði ekki verið svona sjóveikur," sagði hann. Þegar maður litur aftur er ekkí hægt að fullþakka þá undirstöðu undir lífið, sem maður fékk á þessum árum. Þetta voru ógleym- anleg ár. Ég færi frú Maríu og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Jóhann Ágústsson. oft á, hversu hann væri alltaf umhyggjusamur og hlýr við sig. Þá voru dóttursynirnir sólar- geislar hennar, ætíð nærgætnir og góðir við ömrnu sína. Votta ég fjölskyldunni allri samúð mína. Ingibjörg J. Ögmundsdóttir. Kveðja einhvern veginn tókst honum að eignast harmónium. Hvort tveggja var að hann gleymdi sér við hljóðfærið og heimafólk og gestir hlýddu á og söng með af hjartans list. Snemma urðum við Lárus sam- rýndir, og dró til vináttu. Þær samvistir og minningar verða ekki raktar hér. Þær hlýja mér á hljóðum stundum. Báðir nutum við gleði, ef hún gafst, og slógum ekki hendi við lifgrösum, ef þau buðust eða ef við áttum þau i fórum okkar. Mér er i minni, er við höfðum orðið seint fyrir i sunnudagstúr, og mánudagurinn vofði yfir með sinni önn og amstri. Þá varð Lárusi að orði: Þetta er allt í lagi góði. Eg Iagói á sláttuvélaljáinn i morgun. Það er ekki annað að gera en spenna kiárana fyrir og segja hott,hott. Og við nutum sumarnæturinnar og lífsins, og skröfuðum margt. Lárus var aflakló. Sívakandi að draga björg í bú. Vel man ég þá vetrarmorgna, er við sáum til hans á harðahlaupum austur á Heiðarvatn. Enginn var í vafa, hver þar væri á ferð. Svo geyst fór enginn til ísveiða nema Lárus á Giljum. Reyndum veiðimönnum fannst lítil forsjá að svita sig und- ir leguna á isnum. Þeim mun líka hafa fundizt hann æði ötull við veiðarnar og ótrúlega fljótur að skjótast milli veiðistaða. En að koma heim að kveldi með væna kippu af silungi og vera ekki með færri silunga en hinir veiðimenn- irnir, var honum metnaður og gleði. Sækti hrollur á kroppinn, var Lárus óragur að bjóða í glímu eða tusk. Vissulega er margs að minn- ast. En erindi þessara orða er ekki að rekja lífsferil Lárusar Jónssonar, enda mun það gjört af öðrum. Þeim er ætlað að vera litill þakklætisvottur.— Lárus var tryggur i lund,óáleit- inn og umtalsfrómur. Hann var glaður og góðlyndur félagi. Hans lífsyndi var tónlist. Nokkur ljúf lög lét hann eftir sig. Það var skaði, að honum auðnaðist ekki að afla sér meiri menntunar á því sviði. Ur því veróur ekki bætt. Hans lifshlaup er á enda runnið. Þökk sé honum fyrir margar glað- ar og góðar stundir. Aldraðri syst- ur hans og öldnum bróður, svo og öllum aðstandendum, vottum við hjónin innilega samúð. Að lokum langar mig aó taka mér í munn gamla glaðlega húsganginn. Við rauluðum hann stundum i gamla daga, ef vel lá á okkur; Þegar við hittumst himnum á, hvorugur verður móður. Saman skulum við syngja þá, séra Friðrik góður. Ég blessa minninguna um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.