Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975 Geir Hallgrímsson forsœtisráðherra: Ríkisstjórnin hefur staðið við öll fyrirheit GKIR Hallgrímsson forsætisráð- herra ræddi á Alþingi sl. mánu- dag um frumvarp ríkisstjórnar- innar um rádstafanir í efnahags- og fjármálum og svaraöi gagnrýni stjórnarandstöðunnar. Forsætis- ráðherra benti á, að frá því að fjárlög þessa árs hefðu verið sam- þykkt hefðu viðskiptakjör þjóðar- innar versnað um 8 til 10% og sú staðreynd ein út af fyrir sig væri na>gileg ásta>ða til þess að endur- meta fjárlögin í heild. Vegna gagnrýni Magnúsar Kjartanssonar á hækkun fjárlaga sagði forsætisráðherra, að það væri rangt að skattheimta hefði verið aukin. Aðeins hefði verið tekið sama hlutfall af tekjum manna til hins opinbera og áður var, og i raun réttri væri unnt að sýna fram á, að hlutfall það, sem kæmi í hlut hins opinbera, hefði minnkað miðað við árið 1974, svo að að þvi leyti hefði verið stigið spor í rétta átt að sínu mati. Forsætisráðherra sagði, að það væri engan veginn ætlunin að nið- urskurður á ríkisútgjöldum nú um 3500 millj. kr. kæmi allur nið- ur á framkvæmdum. Þvert á móti væri áherzla lögð á, að þessi Siglufjörður: Fjarskipta-og símaþjónusta A fundi sameinaðs þings i fyrradag svaraði Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra fyrirspurn frá Eyjólfi Konráði Jónssyni (S), varðandi fjar- skipti við Siglufjörð og síma- þjónustu milli Norður- og Suðurlands. Svar ráðherrans var á þessa leið: Á fjárfestingaráætlun Pósts og síma fyrir árið 1975 var gert ráð fyrir byggingu 5 metra- bylgjustöðva á Vestur- og Norðurlandi. Hins vegar gæti hugsanlegur niðurskurður á fjárveitingum til framkvæmda tafið fyrir því, að hægt verði að reisa þessar stöðvar á yfir- standandi ári. Hins vegar er það ætlun tæknideildar Pósts og síma, að hægt verði á þessu ári að setja upp eina stöð, sem afgreidd yrði frá loftskeyta- stöðinni á Siglufirði. Til þess að þjónustusvæði stöðvarinnar verði sem stærst er ráðgert, að hún verði staðsett i Grímsey og tengd Siglufirði með línu á radiófjölsímasambandinu. A árunum 1973 og 4 voru reistar örbylgjustöðvar milli Blönduóss og Akureyrar og Kyjólfur Konráó llalldór K. hafa sambönd um þessar stöðv- ar verið í prófun að undan- förnu og reyndar i notkun að takmörkuðu leyti. Jafnframt hafa verið gerðar ráðstafanir til að hægt sé að tengja um 30—60 línur áfram frá Blönduósi til Reykjavíkur um strengi og radiósambönd. Línur þessar verða að líkindum teknar í notkun á næstunni. Nú stendur einnig yfir bygging stöðva í ör- bylgjukerfinu milli Blönduóss og Reykjavíkur og þegar þeim framkvæmdum er lokið í byrj- un næsta árs verður hægt að fjölga enn linum og þar að auki leggja niður elstu samböndin milli Reykjavíkur og Akureyr- ar. Er þess að vænta, aðbilanir og truflanir verði minni á hin- um nýju samböndum. sparnaður ætti sér einnig stað að því er rekstrargjöld varðaði. Ráð- herrann sagði ennfremur, að þessi niðurskurður ætti ekki að breyta höfuðstefnumörkun fjár- laga um skiptingu útgjalda milli þéttbýlisins og hinna dreifðu byggða. Menn hlytu hins vegar að gera sér grein fyrir því, að þegar heildartekjur þjóðarbúsins færu minnkandi, yrðu opinberir aðilar og einstaklingar að draga saman seglin. Þá gerði forsætisráðherra grein fyrir þvi fyrirheiti ríkisstjórnar- innar að beita sér fyrir skatta- lækkun, er í heild næmi 2000 millj. kr. með það fyrir augum, að hún kæmi þeim að beztum notum, er við erfiðust kjör byggju. Frum- varpið fæli í sér fullar efndir á þessari yfirlýsingu. Aðilar vinnu- markaðarins hefðu gert sér grein fyrir því, að rikisstjórnin hefði ekki viljað binda sig við i hvaða formi þessi skattalækkun ætti sér stað. Þegar í upphafi hefði verið sveigt í þá átt að reyna að sætta þau sjónarmið, sem fram hefðu komið hjá aðilum vinnumarkaðar- ins og meðal fulltrúa rikisstjórn- arinnar. 1 upprunalegri gerð frumvarpsins hefði verið gert ráð fyrir 1240 millj. kr. lækkun beinna skatta, en nú væri gert ráð fyrir 1390 millj. kr. lækkun beinna skatta. Ef ennfremur væri tekið tillit til tollalækkana, sem gera mætti ráð fyrir að menn væru sammála um, væri mismun- urinn ekki orðinn nema 500 millj. kr. eða !4 af þeirri lækkun skátta, sem fyrirheit hefði verið gefið um. Þessi mismunur væri ekki tilefni til stórátaka á Alþingi né heldur misskilnings eða eftirleiks af hálfu aðila vinnumarkaðarins. Ástæðan til þess að ríkisstjórn- in hefði ekki að öllu leyti viljað fara þá leið að lækka eingöngu beina skatta værí samt sú, að rík- isstjórnin hefði í huga enn frek- ari breytingar á tekjuskattskerf- inu. Hér hefði verið stigið heilia- drjúgt spor, er fæli í sér samræm- ingu og sameiningu á tekjuskatti og fjölskyldubótum, en á stefnu- skrá ríkisstjórnarinnar væri að sameina tekjuskattskerfið og tryggingakerfið í tekjujöfnunar- kerfi. Að þeirri endurskoðun yrði áfram unnið. Ennfremur sagði forsætisráð- herra, að heimildir til lækkunar söluskatts yrðu nýttar þannig, að Efnahagsráðstafanir: Sjómannafrádráttur - lcekk un óbeinna fyrninga - lán- tökur fjárfestingarsjóða Ólafur G. Einarsson (S) gerði í fyrrakvöld grein fyrir þremur nýjum breytingartillögum, sem fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar flytur við frumvarp um ráðstafanir i efnahagsmálum, ýmist öll eða meirihluti nefndar- 0 Er þar í fyrsta lagi um að ræða breytingu á 14. gr. skattalaga, varðandi sjómannafrádrátt. Sú breyting er til staðfestingar á fyr- irheiti ríkisstjórnarinnar, sem gefið var í samningsgerð við báta- sjómenn. Skráningartimi á fiski- skip er styttur úr sex mánuðum í fjóra mánuði. Sérstakur frádrátt- ur frá beinum tekjum sjómanna Ólafur G. Einarsson, framsögum. fjárhags- og viðskipta- nefndar. af fiskveiðum hækkar úr 8% í 10%. • Þá er hækkuð heimild til er- lendrar lántöku úr 3000 milljón- um króna í 3800 m.kr. — Gengur hækkunin til Framkvæmdasjóðs, sem endurlánar hana tíl fjárfest- ingarsjóða atvinnuveganna. 0 Meirihluti nefndarinnar flutti öruggt væri, að 2000 millj. kr. skattalækkun yrði í raun á þessu ári, þ.e.a.s. þó að 1/3 hluti ársins væri liðinn. Forsætisráðherra sagði einnig, að ríkisstjórnin myndi bera fram ákveðnar tillög- ur um hækkun á tekjutryggingar- marki almannatrygginga í hlut- falli við hækkun lægstu kaup- taxta svo og tillögur um hækkun almenns lífeyris i samræmi við niðurstöður kjarasamninga, að svo miklu leyti sem heimildir i gildandi Iögum veittu rikisstjórn- inni ekki rétt til að breyta þessu með stjórnvaldsákvörðun. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra. Þrengingarákvœði um fósturegðingar felld: Þrjú nafnaköll um sama frumvarpið A þingsíðu blaðsins i gær eru rakin efnisatriði breytingartil- lagna, sem komu fram við 3ju umræðu fóstureyðingafrumvarps- ins í neðri deild, þess efnis, að þrengja ákvæði þess og kveða á um eftirlit með framkvæmd II. og III. kafla laganna. Tillögurnar voru ailar felldar, þrjár að við- höfðu nafnakalli. Fyrri breytingartillagan við 9. gr. frumvarpsins, sem fól í sér þrengri ákvæði um félagslegar forsendur fóstureyðinga, að dómi flutningsmanna, var felld með 19 atkvæðum gegn 17, fjórir voru fjarstaddir. Breytingartillögunni greiddu eftirtaldir þingmenn at- kvæði: Bragi Sigurjónsson (A), Eyjólfur K. Jónsson (S), Friðjón Þórðarson (S), Guðlaugur Gisla- son (S), Ingiberg Hannesson (S), Gunnar Thoroddsen (S), Gunn- laugur Finnsson (F), Ingólfur Jónsson (S), Jóhann Hafstein (S), Jónas Arnason (K), Karvel Pálmason (SFV), Matthias Bjarnason (S), Matthias Mathie- sen (S), Ólafur Jóhannesson (F), Pálmi Jónsson (S), Sigurlaug Bjarnadóttir (S) og Sverrir Her- mannsson (S). Mótatkvæði greiddu: Ragnhildur Helgadóttir (S), Ellert B. Schram (S), Garðar Sigurðsson (K), Gils Guðmunds- son (K), Gylfi Þ. Gislason (A), Halldór E. Sigurðsson (F), Jón Skaftason (F), Sigurður Blöndal (K), Magnús Kjartansson (K), Magnús T. Ólafsson (SFV), Ólaf- ur G. Einarsson (S), Páll Péturs- son (F), Pétur Sigurðsson (S), Sighvatur Björgvinsson (A), Stefán Valgeirsson (F), Svava Jákobsdóttir (K), Tómas Árnason (F), Vilhjálmur Hjálmarsson (F), Guðmundur Þórarinsson (F) og Sverrir Hermannsson (F) Síðari breytingartillagan við 9. gr. var felld með 26 atkv. gegn 11, 3 fjarverandi. Tillagan var þess efnis að d-liður greinarinnar félli niður, en hann fjallaði um „aðrar ástæður" fóstureyðingar. Með breytingartillögunni greiddu at- kvæði: sömu þingmenn og fyrr utan sex, sem nú greiddu mótat- kvæði: Bragi Sigurjónsson, Jónas Árnason, Matthías Bjarnason, Matthías Á. Mathiesen, Ólafur Jóhannesson og Sverrir Her- mannsson. Mótatkvæði: sömu þingmenn og áóur, auk þessara 6. Breytingartillaga við 10. gr., sem fjallar um að fóstureyðing skuli ekki heimil eftir 12. viku meðgöngu, nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður ofl., var felld með 22 atkv. gegn 15, 3 voru fjarverandi. Auk þeirra 11, sem greiddu siðari breytingartillögu við 9. gr. jákvæði, bættust nú þrír þing- menn við, Matthías A. Mathiesen, Óiafur Jóhannesson (sem báðir greiddu fyrstu br.till. meðat- kvæði) og Ragnhildur Heigadótt- ir. Siðari breytingartillagan, sem fjallar um eftirlit heilbrigðisyfir- valda með ákvæðum II. og III. kafla laganna, var felld án nafna- kalls með 20 atkvæðum gegn 10. Einstakir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sinu. tillögu um takmörkun á sérstakri, óbeinni fyrningu, sem samkvæmt útreikningi skyldi vera 70% þetta ár. Samkvæmt tillögunni verður verðhækkunarstuðuil nú 49%. Frumvarpið í heild, ásamt framangreindum breytingartil- lögum, var síðan samþykkt í neðri deild í gær, við 3ju umræðu máls- ins í deildinni. Málið var síðan tekið á dagskrá í efri deild, þar sem forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, mælti fyrir frum- varpinu. Allmiklar umræður urðu um málið og því vísað, að lokinní 1. umræðu, til viðkomandi nefnd- ar og þriðju umræðu. Stefnt mun að því að afgreiða frumvarpið sem lög frá Alþingi nú í vikunni. niMnci

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.