Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1975 37 41 þess að leiða hugann að fyrri draumum sínum um frið og kyrrð i fríinu sínu. Hann fór svo hratt, að ég átti i erfiðleikum með að hafa við honum. Mér fannst sem grenigerði væri á hægri hlið og ég gat i bili alls ekki áttað mig á hvar við værum stödd. Ég reyndi að gera mér grein fyrir, hversu langt upp eftir ánni við hefðum róið, eftir að við fórum aftur framhjá Arbökkum. Þá sá ég glytta i hús á vinstri hönd og áttaði mig á að þar sáum við i heimili Elisabeth Mattson og ég fór að skilja hvað fyrir vini mínum vakti, sem arkaði á undan mér. Ef allt var rétt og væri sú sjón, sem við höfðum séð nokkru áður aðeins martröð átti sú sem sjaiið átti að liggja nú í friði í rúmi sinu. Ef. . . Við hertum enn gönguna, þegar tunglið varpaði birtu yfir garðinn með sinum vel hirtu rósabeðum og stígum. Ég hafði aldrei komið hingað fyrr, en Christer sem hér var borinn og barnfæddur á þessum slóðum þekkti sig aug- sýnilega. Hann hljóp fyrir horn og þegar ég náði honum var hann að snúa hurðarsnerlinum gæti- lega. Dyrnar opnuðust hægt. . . Undrandi og óróleg störðum við á dyragættina, sem stækkaði i sí- fellu. Ég reyndi að sannfæra sjálfa mig um að kannski væri þetta einn þátturinn i dásemd Skóga að fólk svæfi fyrir opnum dyrum, en ég vissi með sjálfri mér fullvei að engin heilbrigð mann- eskja myndi gera það, að minnsta kosti ekki, meðan óþekktur morð- ingi var enn laus og liðugur i næsta nágrenni. Eg greip áfjáð i hönd Christers áður en hann sté fyrstu skrefin inn i húsið. Hann fálmaði eftir kveikjara. En ekkert ljós kom. Allt var dimmt. Eins og í gröfinni, hugsaði ég . . . eins og í poka, eða jakkan- um, sem Thotmes hafði verið vaf- in inn i . . . Sagt var að kettir hefðu þá náttúru að sjá í myrkri. Og Christer virtist hafa þennan hæfileika, því að hann gekk þvert yfir ganginn og opnaði aðrar dyr án þess svo mikið sem að þreifa fyrir sér. Ég reyndi að heróa upp hugann. Tunglsljósið varpaði skærri birtu inn í herbergið og í þetta skipti var Christer ekki lengi að finna kveikjarann. En sama sagan. Annaðhvort höfðu öryggin sprungið eða . . . Eða einhver hafði af yfirlögðu ráði tekið stofnöryggið I húsi Elisabethar Mattson úr sambandi. Við gengum hægt um dauða- hljótt húsið. Svefnherbergið var autt og rúmið var óhreyft, en á eldhúsborðinu stóð kaffikanna og diskur með kökum. I litlu en sennilega mjög fallegu herbergi með háum gluggum sem sneru út aó garðinum var skrifborð þar sem úði og grúði af pappírum. I ritvélinni var hálfskrifuð örk og við skímu frá kveikjaranum sínum las Christer hægt: „Jon, elsku Jón, hlustaðu á mig! Þrátt fyrir allt er ég hrædd! Hrædd við fjölskyldu þina og þau ár, sem aðskilja okkur. Ég þori ekki aó trúa á þessa hamingju Christer blaðaði í bunkanum. „Varnarlaus ást okkar. Skáldsaga eftir Elisbeth Matts.“ — Hm. Hann lagði blaðið frá sér og var hugsandi á svipinn. — Hún hefur stokkið frá í mióri setningu. Mér þætti fróðlegt að vita hvað eða hver hefur ginnt hana héðan. Og mér þætti lika fróðlegt að vita hvers vegna við- komandi hefur talið nauðsynlegt að taka rafmagnið af húsinu. — Ja, það virðist eiginlega alveg út í bláinn, sagði ég. — Að slökkva ljósið í húsinu og taka úr öryggi til að geta drekkt henni I ánni. Ég skil ekki samhengið. Christer hummaði enn einu sinni og rétti út höndina eftir símanum. Sjálfsagt hafa allir á símstöðinni verið gengnir til náða, því að drykklöng stund leið áður en hann fékk tækifæri til að segja númer, sem hljómaði harla kunnuglega í mínum eyrum nú- orðið. — Þrettán. Aftur á móti var samstundis svarað á lögreglustöðinni og Christer sá um það sem þurfti að segja. Svo sneri hann sér að mér og þrátt fyrir rökkrið sá ég að hann var ákaflega alvörugefinn á svip. — Leo Berggren var þvi miður ekki við, hann var einhvers staðar að skakka til friðar, þar sem kast- ast hafði i kekki hjá ölglöðum aðilum. En Svenssön lögreglu- þjónn kemur fljótlega. Eg held að vissara sé að vörður sé hafður i húsinu. Það GÆTI hugsast að hún hefði verið myrt hér inni í húsinu. Og það myndi að minnsta kosti skýra myrkrið . . . Hann hafði kannski á tilfinn- ingunni að mér fyndist einhvern veginn ekki sérlega notalegt þarna inni úr þvi sem málin höfðu þróast og stakk upp á að við gengjum út og biðum þar eftir lögregluþjóninum. Hvað var það? VELVAKAIMOI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. ip 30— 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Farþegaskip og Færeyingar. Magnús Guðbjörnsson skrif- ar: .,Það eru vissulega gleðitíðindi að frændþjóð okkar Færeyingum skuli hafa tekizt að leysa það vandamál að halda uppi farþega- flutningum sjóleiðis milli tsiands og meginlands Evrópu með við- komu I Færeyjum, sem — eins og flestir vita — eru fögur heim- kynni duglegrar og hagsýnnar þjóðar. íslenzkir fjölmiðlar hafa frætt okkur um að Færeyingar muni hefja reglubundnar siglingar í sumar og geta þá þeir, sem þess óska, tekið bifreiðar sinar með i ferðina. Þetta er bráð- nauðsynleg þjónusta og verður vafalaust vinsæl i framtiðinni. Erlendir ferðamenn munu að sjálfsögðu notfæra sér þessar ferðir í ríkum mæli og þjóðarbúið fá drjúgar gjaldeyristekjur, — ekki mun af veita. Þegar „Gullfoss" var seldur á sinum tíma söknuðu margir þessa glæsilega skips, enda áttu þús- undir ferðalanga ljúfar endur- minningar um ferðir sinar með honum. Það er leitt til þess að hugsa, að dugleg og gömul siglingáþjóð eins og íslendingar skuli ekki hafa bolmagn til að eiga eitt einasta farþegaskip. En af einhverjum ástæðum virðist svo vera og þýðir ekki að fárast yfir því. En Færeyingar hafa gott fjármálavit og eru hagsýnir i meira lagi. Þessvegna þorðu þeir að ráðast í þetta fyrirtæki þrátt fyrir mikla samkeppni flugfélag- anna. Er þvi vonandi að þetta gangi vel hjá þeim og að þeir geti fært út kviarnar í framtíðinni, t.d. annast siglingar ti! Miðjarðar- hafslandanna á vissum timum ársins. Af fjárhagsástæðum virðist þvi miður vera útilokað að láta hið færeyska farþegaskip sigla til Reykjavíkur, en sannleikurinn er sá, að margir erlendir ferðamenn hafa mikinn áhuga á að sigla framhjá Vestmannaeyjum og Surtsey, sem eru ákaflega at- hyglisverð náttúrufyrirbæri auk hins fagra útsýnis til meginlands- ins i góðu veðri. Þetta gátu menn alit séð, þegar „Gullfoss" var i eigu Islendinga. En þetta er útúr- dúr. Tilgangurinn með þessu greinarkorni er að þakka Fær- eyingum fyrir framtak þeirra og óska þeim alls góðs í framtíðinni. Magnús Guðbjörnsson." 0 Frjálsar íþróttir Haraldur Magnússon i Hafnarfirði skrifar: „Það er sjáanleg mikil gróska í frjálsum íþróttum um þessar mundir. Oft renna upp blóma- skeið i iþróttum en hnignunar- skeiðin eru oft skemmra undan en menn grunar vegna þess að ekki er haldið rétt á málunum t.d. með því að gleyma að byggja upp yngri aldursflokkana. Ef við lít- um á mótaskrá frjálsíþróttafólks næsta sumar sjáum við, að mikil hætta er á að við sveltum þá frjálsfþróttamenn og konur, sem ekki eru komin i fremstu röð. Fyrir nokkrum árum voru haldin svo kölluð fimmtudagsmót, en siðast liðin tvö ár hafa þau lagzt niður af einhverjum ástæðum. Má segja að kjarni frjálsiþrótta- manna okkar i dag hafi keppt á þessum mótum og unnið Sig upp úr meðalmennskunni. Þannig gáfu fimmtudagsmótin tvimæla- laust góða raun. Ef hnignun á ekki að koma f frjálsar íþróttir hér á næstu árum þurfum við að endurvekja þessi mót næsta sumar fyrir þá einstaklinga sem ekki eru i landsliðshópnum eða eru ekki nógu góðir keppendur fyrir gullmenn okkar. Þegar ég ræði um yngri aldursflokkana á ég þá við stráka-, pilta-, sveina-, og drengjaflokk. í kvennaflokkum eru það stelpur-, telpur-, og meyjaflokkur. Það þarf að breyta meistaramótsgreinum þessara aldursflokka innanhúss sem allra fyrst. Með breyttum og betri aðstæðum eiga meistaramótin að breytast en það hafa þau þvi miður ekki gert. Með tilkomu frjálsfþróttaaðstöðunnar f Bald- urshaga var hægt að stökkva lang- stökk og þrístökk með atrennu og hlaupa 50 m hl„ 50 m grhl. Þá hefðu þessar greinar átt að koma sjálfkrafa inn i yngri aldursflokk- ana eins og þær komu inn í meist- aramót íslands i karla- og kvenna- flokkum. Yrði það mikil breyting á ef þessar greinar kæmu inn í meistaramót þeirra yngri; en í staðinn fyrir að hafa þessa meistaramótskeppni fyrri hlut árs ætti hún að vera frá 15. nóv. til 31 des. vegna þess að um ára- mótin keppir piltur 14 ára og yngri t.d. 31 des. i piltaflokki en 1 jan. f sveinaflokki 15—16 ára. Einhver mesta og ég hygg besta breyting til batnaðar í frjálsurn íþróttum var þegar 1. og 2. deild voru stofnaðar og á eflaust eftir að hleypa nýju lifi i frjálsar íþróttir um ókomin ár: Samt tel ég að það þurfi að breyta fyrirkomu- lagi keppninnar þannig, að meira fjör og spenna verði i deildar- keppninni; tel ég það nauðsynlegt að tvö lið falli i fyrstu deild og tvö lið í annarri deild fari upp í fyrstu deild. Þannig geta fleiri tekið þátt í baráttunni,fleiri lið og landshlutar orðið virkari f keppn- inni. Með þessu tnóti kætni spenna f keppnina og þá fyrst yrðu 1. og 2. de^din virkileg lyfti- stöng fyrir frjálsar íþróttir í land- inu. 0 Metnaður byggðarlaga Það ætti að vera metnaður hvers byggðarlags að hafa sem besta iþróttaaðstöðu á sein flest- um sviðum Þó að sjálfboðavinna sé góð er ekki hægt að ætlast til að iþróttafélögin geti komið upp viðeigandi mannvirkjum af eigin rammleik. Þess vegna þarf við- komandi bæjarfélag að koina slikri aðstöðu upp í sinu byggðarlagi. Tel ég að viðkomandi sérsatnbönd ættu að vera atkvæðameiri en nú er í þessum málum. Þarna eru menn með mikla þekkingu og sambönd sem gætu veitt viðkomandi byggðarlagi ómetanlega aðstoð. Það þyrfti að skipuleggja væntan- leg íþróttainannvirki hér á landi upp á nýtt. Þannig að sérstök skipulagsnefnd sem rikið starf- ræki, semji byggðaráætlun fyrir hvert byggðarlag. Væri við- komandi byggðarlag skuldbundið til þess að ljúka þeim fram- kvæmdum, sem þær fengju til úr- lausnar á tilsettum tima. Oftast er það litill vilji, en ekki getuleysi byggðarlagsins, sem ræður úrslit- um um hvort aðstaða er fyrir hendi. Að sjálfsögðu á Reykjavik að vera það byggðarlag sem hefur forustu urn byggingu valla og inannvirkja sem hin minni byggðarlög ráða ekki við peninga- lega. Vissulega yrði ineiri þrýst- ingur á frainkvæmdir við íþrótta- inannvirki ef byggðarlögin á Reykjavikursvæðinu og nágrannar þeirra stæðu betur í stykkinu í vallar- og rnannvirkja- gerðum; það er t.d. að tnínu áliti jafn nauðsynlegt fyrir frjáls- iþróttir i landinu i heild að fá tartan á Laugardalsvöllinn eins og að fá iþróttarnannvirki sein vantar úti á landi. Það getur orðið dýrkeypt fyrir frjálsiþróttamenn okkar að hafa ekki eina einustu hlaupabraut hér á landi sern upp- fyllir lágmarkskröfu frjálsiþrótta- inanna t.d. á Norðurlöndum. Haraldur Magnússon" Hafnarfjörður Holtsgata 5 herb. gott steinhús með fallegri lóð. Álfaskeið 3ja, 4ra og 6 herb. íbúðir i fjölbýlishúsi. Hringbraut 3ja herb. íbúð á neðri hæð á góðum stað. Brekkugata 3ja herb. ibúð á efri hæð i timburhúsi. Verð kr. 2.5 millj. Útb. 1.8 millj. Holtsgata 3ja herb. nýstandsett íbúð á neðri hæð i steinhúsi. 3ja herb. ibúð á meðhæð i timburhúsi. Verð 2.4 millj. Útb. 1.3 millj. Skerseyrarvegur 2ja herb. ibúð i timburhúsi með útihúsi. Arnl Gunnlaugsson, hrl. Austurgötu 10, HafnarfirÖi. simi 50764 SPEGLABUBIH Laugavegi 1 5 Simi: 1 -96-35 Erum aö taka upp dúkkuvagna og dúkkukerrur á sama veröi og í fyrrasumar þrátt fyrir gengisfellingar og gengissig. Dúkkukerrur kr. 2.016 - 3.835 - Dukkuvagnar kr. 8.334,- FERMINGAR GJAFIR Mjög fjölbreytt ýrval af allskonar speglum. Hinir margeftirspurðu kúluspeglar fyrir stúlkur og pilta eru einnig til f óvenju miklu úrvali Verð og gæði við allra hæfi. Komið og sannfærizt. Heildsolubirgðir: Ingvar Helgason Vcnarlandi v/Sogaveg, sími 84510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.