Morgunblaðið - 24.04.1975, Side 16

Morgunblaðið - 24.04.1975, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975 ÞRIÐJUDAGURINN 22. aprfl. Þjóðleikhúsið vaknar klukkan átta. Það fer ekki að sofa fyrr en eftir miðnætti. I millitfðinni vinnur það að þvf að skemmta okkur. „Skemmta" f breiðri og menningarlegri merkingu þess orðs. Að sjálfsögðu. • Það er með ólfkindum hvað þarf að hafa mikið fyrir þvf að skemmta okkur f þessari stofnun, hversu mikil vinna liggur þar að baki. Vitaskuld er óvenjumikill erill f Þjóðleikhúsinu þessa vikuna. Það á 25 ára afmæli, er búið að vinna að þvf að skemmta þjóðinni með gamni og alvöru f aldarfjórðung, og starfsemin er enn fjöl- skrúðugri en ella til hátfðarbrigða. Og það þýðir að starfsfólkið þarf að leggja hart að sér og sumir þurfa að vera á mörgum stöðum f einu og sum verkefni þarf að æfa á göngum og í anddyrum. Allt krefst þetta vfðtæks undirbúnings f hinum ýmsum deildum, leik- hússins, sem alla vega eru átta talsins, ef ekki fleiri. Það fer eftir þvf hvað við köllum deild. 0 Það starf sem unnið er f Þjóðleikhúsinu er f jölþættara, umfangs- meira en marga grunar. A bak við þá framhlið sem eru hinar opinberu leiksýningar liggur heilt völundarhús úrlausnarefna fyrir starfsfólk leikhússins. Inn f þetta völundarhús hættu blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins sér þennan þriðjudag undir leið- sögn góðra manna, — f þeim tilgangi að fá nasasjón af sumu af þvf sem þar fer fram og sumu af því fólki sem þar starfar. Nasasjón. Ötal margt verður útundan. En kannski gæti þessi nasasjón aukið skilning leikhúsgesta á leikhúsi. Það er ekki bara draumamaskfna. Það verður til fyrir vinnu. Og aftur vinnu. Þennan n^orgun, sem aðra, koma sviðs- og tæknimennirnir fyrstir á vettvang, um 20 manns á tvöföldum vöktum, og þeir hefja undirbúning fyrir æfingarnar um daginn, sem eru frá tiu til tvö eða jafnvel f jögur þegar mikið liggur við. Síðan kemur starfsfólk hinna ýmsu deilda til sinna starfa, og leikhúsið lifnar við. ^ KLUKKAN 9: Við kíkjum inn á svonefndan skipulagsfund. Slikir fundir eru haldnir á hverjum þriðjudegi. Þar mæta Þjóðleikhússstjóri, forstöðumenn deildanna. og þeir leikstjórar og leikmyndateiknarar sem eru að vinna að ákveðnum uppfærslum i það og það skiptið. Þar gera menn grein fyrir stöðu verkefnanna hver i sinni deild, og samkvæmt þeim upplýsingum er reynt að skipuleggja starfið áfram til sem mestrar hagræðingar. Og þá ræða menn og skiptast á skoðunum um hin almennu mál og vandamál leikhússtarfsins. O KLUKKAN 10. Æfingarnar eru að hefjast um allt hús. „Þjóðniðingur" Ibsens uppi á lofti, — Ijóða og söngvakvöldið „Ung skáld og æskuljóð" á litla sviðinu í Leikhúskjallaranum, og einhvers staðar er Flosi Ólafsson með æfingu á óperureviu sinni „Ringulreið". „Sussu. sussu hér er bannað að hlæja," segir Þórhallur Sigurðsson upp úr miðju Ijóði Ninu Bjarkar Árnadóttur. Stefán Baldursson leikstjóri er að fara yfir Ijóða- og söngvadagskrána á kjallarasviðinu. Þórhallur, Edda Þórarinsdóttir, Herdis Þorvaidsdóttir, Ævar Kvaran, Carl Billich og Margrét Guðmundsdóttir sitja á stólum og i sóffum á sviðinu, kynna, standa upp og flytja og syngja sitt á hvað. Og út í sal situr Stefán, og gerir athugasemdir. Flytjendurnir koma einnig með tillögur og hugmyndir. Menn velta fyrir sér smáatriðunum, og dagskráin formast smám saman. „Ég er dularfulla blómið i draumi hins unga manns, og ég dey ef hann vaknar," syngur Edda undurþýtt við lag Gylfa Þ. Það er rætt um á hvern hátt megi tengja Ijóðin efnislega saman með kynningunum. og þar getur áherzla, eins orðs skipt öllu máli. Til hliðar við sviðið er Guðmundur, Ijósastjóri. „Ætlarðu að taka stikkorðið fyrir Guðmund," segir Stefán við einn leikaranna. „Ég ætla að skrifa þetta niður." segir Guðmundur. Rétt lýsing á réttum stað. Og þegar við förum út eru menn enn að velta fyrir sér réttum tóni ! kynningunum. „Ég held að við ættum að stokka þetta aðeins upp og gera kynningarnar aðeins hressilegri," segir Stefán. „Já, við verðum að passa okkur á þv! að láta stemmningarnar I Ijóðunum ekki lita kynningarnar. Þá sofnar allt," segir Þórhallur. • KLUKKAN 11. Trausti Gunnarsson, dyravörður, er í dyravarðarherberginu við stig- ann upp af bakdyrunum, Lindargötumegin. „Það er i mínum verkahring að fylgjast með þvi fólki sem slæðist hingað inn. Það eru alltaf einhverjir að flækjast hingað, sem ekki eiga endilega erindi, — ekki sízt um helgar þegar drukkið fólk er að reyna að komast niður i kjallara," segir hann. En Trausti hefur einnig eftirlit með þeiu'. sem eiga erindi. „Leikararnir skrá sig inn hér hjá mér þegar þeir mæta. Og ef þeir eru ekki mættir vissan tima fyrir æfingu eða innkomu á sýningu, þá þarf ég að taka upp simtólið." • KLUKKAN 11.15. „Jú, gerið svo vel, elskurnar minar," segir Baldvin Halldórsson leikstjóri, „en þið verðið bara að taka tillit til þess að við erum eingöngu að rifja upp texta". Við erum komnir upp i æfingasal ballettskólans einhvers staðar ofarlega í þessu stóra og flókna húsi. Þar er Baldvin sem sé að fara yfir texta „Þjóðniðings" Ibsens sem koma á upp i næsta mánuði Leikararnir sitja á við og dreif um salinn. annaðhvort á stólum eða á gólfinu. Baldvin bregður sér i ýmis líki, því nokkra leikara vantar. Þeir eru margir að æfa annars staðar i húsinu, og Baldvin fer með textann fyrir þá. „Þetta er leikrit um hina frjálsu blaðamennsku," segir Gunnar Eyjólfsson við blaðamann. Hann leikur Stockman lækni, manninn með hinar óþægilegu skoðanir. „Og nú förum við i þennan fræga fund, þar sem Stockman reynir að gera grein fyrir skoðunum sinum. Þar færðu að sjá hið svokallaða róttæka lýðræði i framkvæmd vinur minn." Og það er farið i þennan fræga fund. Leikarana rekur stundum i vörðurnar, og hvislari gefur þeim stikkorð. „Svakalega erum við stirð," segir einhver. „Það er engin furða við höfum ekki farið i þetta I þrjár vikur," segir Baldvin. „Þá byrja ég að lesa fyrir Hákon Waage vin minn, sem ég hef ekki séð i þrjár vikur," bætir hann við. „Ég vona að honum liði vel." Fleiri leikarar bætast i hópinn. Guðmundur Magnússon hlammar sér á gólfið. Klemenz Jónsson, leiklistarstjóri útvarps, er enn ekki laus við sviðið og sezt á stól, Flosi röltir inn frá æfingu á fyrsta leiksviðsverki sínu og tyllir sér við hliðina á Klemenz. Þeir leika fundarmenn. Randver Þorláksson leikur fyllibyttu sem segir upp úr eins manns hljóði: „Það eru engin lög sem banna fullum manni að kjósa." Fundurinn er að hefjast. Flosi og Guðmundur leika mannfjölda af innlifun, eru með uml og frammiköll. Sigurður Skúlason þarf ekki að segja neitt i bráð. Hann les Þjóðviljann. Á blaðsiðu þrjú er sagt frá afsögn Thieus: „Leikari hverfur af sviðinu". Það hefur Sigurði áreiðanlega þótt góð fyrirsögn. Þóra Friðriksdóttir heilsar upp á Flosa og þau knúsast. Gunnar skálmar um gólf og flytur þrumuboðskap sinn yfir hausamótunum á fundarmönnum, en fær ekki hljómgrunn. Meirihluti fundarmanna styður tillögu um að Stockman sé bannað að flytja mál sitt, en hann segir það rangt að meirihlutinn hafi alltaf rétt fyrir sér, „til dæmis þegar hann krossfesti Krist." En allt kemur fyrir ekki. Tómas Stockman er þjóðniðingur. Fundi slitið. „Jæja elskurnar minar," segir Baldvin. „Þá er það matur." 0 KLUKKAN 12. Þá er það matur. Leikara og annað starfsfólk drifur að úr öllum afkimum hússins niður i kjallara. Það er biðröð eftir matnum. „Jæja hvað skyldum við fá i dag?" spyr einhver. „Er þetta forloren hare," spyr Þóra Friðriksdóttir t grini. Það litur alla vega kræsilega út, hvað sem það er. „Ég held þetta sé bara kjötbúðingur," segir Gunnar Eyjólfsson. Blaðamaður spyr hvernig sé að borða i Þjóðleikhúsinu. „Það er ákaflega gott," svarar Gunnar. Það tökum við gilt. Máltiðin kostar 180 kall. Aðeins það er ákaflega gott.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.