Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975 Valgarður Stefánsson — Minningarorð Hljóður hópur stóð yfir moldum Valgarðs Stefánssonar frá Fagra- skógi að Möðruvöllum i Hörgár- dal 18. apríl. Island gaf eitt sitt fegursta veður og orðin féllu: „Af jörðu ertu kominn, að jörðu skalt þti aftur verða.“ Þessi miskunnar- lausu orð hljómuðu svo að undir tók í kistunni. Svo framhaldið: „Af jörðu skalt þú aftur upp rísa“. Fáir þekktu hann. Margir dæmdu hann. Valgarður tilheyrði þeirri stétt sem löngum hefur ver- ið uppáhald islenskra öfundar- manna. Hann var heildsali; stórkaup- maður. 1 augum fjöldans, vondur vandræða maður og við lá á tíma- bili að ég ánetjaðist þessum heimskulega áróðri. En kynni úlfaraskreytlngar blómouol Groðurhusið v/Sigtun simi 36770 mín af Valgarði breyttu þessari skoðun snarlega. Leiðarljós Val- garðs i viðskiptum var heiðarleiki og þjónusta við fólk. Eiginhags- munir sátu á hakanum. Eins og vígslubiskupinn á Akureyri sagði réttilega þá safnaði Valgarður einungis auði á himnum sem mölur og ryð fær ei grandað. Þeir sem til þekktu vissu að Valgarður stóð í skugga stóra bróður, Daviðs, en það var bæði bót og böl. Davið var skáld, Val- garður líka. Tilviljun ein réð hans hlutskipti. Viðtöl vottuðu þetta. Eins og títt er um slíka menn þá bjó hann sér brynju, en skelin var þunn og brotnaði oft, og hann hlaut sín sálar sár, en þau bar hann einn. Þessar línur eru til þess gerðar að flytja heiðursmanni þökk. Valgarður Stefánsson var fæddur 26. des. 1898 i Fagraskógi, Arnarneshreppi, Eyjafirði. Foreldrar: Stefán Baldvin Stefánsson bóndi og alþm. þar og kona hans Ragnheiður Davíðs- dóttir. Brautskr. Verzlunarskóla Islands 1918. Heildsali á Akureyri frá 1933. Rak þar heildverzlun undir eigin nafni. Var áður bú- settur i Reykjavik i 15 ár og stundaði þar ýmis störf, m.a. starfsmaður Eimskipafélags Is- lands h.f. i 7 ár og sölumaður hjá heildsölufyrirtæki i 4 ár. Form. Verzlunarmannafélagsins Merkúr í Reykjavík i nokkur ár. I stjórn Oddfellowstúkunnar Sjafn- ar nr. 2 á Akureyri. Heiðursfélagi í F.l.S. Kvæntist 3. október 1925 Guðmundínu Agústu, f. 7. ágúst 1905, Stefánsdóttur kaupmanns í Eskihlíð, Reykjavík Runólfs- sonar. Dáin 1. febrúar 1972. Dætur eru þrjár: Ragnheiður, Guðrún og Valgerður. Frosti Sigurjónsson. t Sonur minn og bróðir okkar, GfSLI CHRISTIAN EYLAND, lézt! Landspítalanum 22. april. Henry J. Eyland, Svava E. Eyland, Jenný Þ. Eyland, Þorsteinn K. Eyland, Bára H. Helgadóttir. t Hjartkasr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi HLÖÐVER BÆRINGSSON. Efstasundi 78, andaðist í Borgarsjúkrahúsinu 21 þ.m. Minningarathöfn fer fram frá safnaðarheimili Langholtskirkju laugardaginn 26 apríl kl. 10.30. Þeir sem vildu minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Guðbjörg Sigvaldadóttir, Jóhanna Hlöðversdóttir, Sigurjón Sigurjónsson, Pálmi Hlöðversson, Guðmunda Helgadóttir, Óskar Jafet Hlöðversson og barnabörn. t Móðir m!n og tengdamóðir SIGURLAUG PÁLSDÓTTIR, Sörlaskjóli 22 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. apríl kl. 3 slðdegis Ingibjórg Guðmundsdóttir, Vilberg Guðmundsson. var hann bústjóri þar i 5 ár en þá hætti Isafjarðarkaupstaður rekstri búsins og tók þá Agnar jörðina á leigu ásamt öðrum vorið 1951 og rak það bú til vorsins 1963 að hann flyst út á Isafjörð. Á Isafirði hefur Agnar unnið marg- vísleg störf. Hann var maður lið- tækur til margra starfa og eftir honum sóst sakir dugnaðar, ár- vekni og skyldurækni í öllum störfum. Ég kynntist Agnari Jónssyni strax eftir að hann kom vestur á Isafjörð árið 1946 og tókst fljót- lega með okkur góður kunnings- skapur og vinátta sem stóð alla tíð síðan. Agnar var félagsmálamað- ur, hafði gaman af að sinna hin- um ýmsu félagsmálum og starfaði meðal annars í Sjálfstæðisfélög- AgnarAsbjörn Jónsson -Minning Agnar A. Jónsson lést að heim- ili sinu á Isafirði 6. október á síðastliðnu hausti. Hann var fæddur 13. febrúar 1907 á Akur- eyri og voru foreldrar hans Jónasina Helgadóttir frá Þröm i Garðsárdal í Eyjafirði og Jón Ölafsson frá Leysingjastöðum í Þingi i Austur-Húnavatnssýslu, siðar bóndi á Mýrarlóni í Krækl- ingahlíð í Eyjafirði og viðar. Agnar ólst upp hjá foreldrum sínum en árið 1928 fer hann í Búnaðarskólann á Hólum og lauk þaðan búfræðinámi vorið 1930. Agnar kvæntist Þuriði Rósants- dóttur frá Sauðárkróki 22. nóvem- ber 1931. Þau hjón eignuðust fjögur börn og dó eitt þeirra i frumbernsku. Hin eru Elísabet, gift Ebeneser Þórarinssyni, bif- reiðastjóra á Isafirði, Róslaug gift Sigurði Ólafssyni, útgerðarmanni og skipstjóra á Isafirði, og Guðmundur framkvæmdastjóri, kvæntur Kristrúnu Guðfinnsdótt- ur, og eru þau búsett i Bolungar- vík. Þau Agnar og Þuríður hófu bú- skap í Skógum á Þelármörk í Hörgárdal árið 1931 og voru þar í eitt ár en fluttust þaðan að Borgargerði i Skarðshreppi í Skagafjarðarsýslu og bjuggu þar í tvö ár en þaðan fluttust þau til Sauðárkróks og bjuggu þar til vorsins 1946 en þá flytjast þau til Isafjarðar. Þar tók Agnar við bú- stjórn á Seljalandsbúinu sem rek- ið var af Bæjarsjóði Isafjarðar og unum á Isafirði og átti um árabil sæti i stjórn Sjálfstæðisfélags Is- firðinga. Ennfremur var hann um langt skeið meðlimur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Isafirði. Þá var hann og fulltrúi ísfirskra sjálfstæðismanna í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um. Agnar var greindur maður, hóg- vær og athugull, hann var sann- gjarn og vægur í dómum sínum, bæði um menn og málefni. Á öll- um af þeim mörgu fundum, sem ég var með honum, minnist ég þess ekki, að hann hafi nokkurn tíman verið ósanngjarn í mál- flutningi, hann var alltaf hinn hógværi, sanngjarni maður, sem reyndi að meta af skynsemi mál- efnin hverju sinni og þannig var einnig hans afstaða til allra sinna samferamanna. Með Agnari Asbirni Jónssyni er genginn góður og traustur drengur sem var gaman og gott að kynnast. Þó nokkuð langt sé liðið frá andláti hans, þá vildi ég ekki lengur láta undir höfðuð leggjast að senda þessi fáu kveðjuorð. Ég sendi Þuríði konu hans, börnum, tengdabörnum og öðru skylduliði innilegar samúðar- kveðjur um leið og ég þakka Agnari Jónssyni fyrir góð kynni og góða vináttu allt frá því að við fyrst kynntumst og bið honum allrar blessunar í nýjum heim- kynnum. M.Bj. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns míns, KÁRAJÓHANNESSONAR, Hamarsstlg 6. Sérstakar þakkir viljum við færa yfirlækni og hjúkrunarliði handlæknis- deildar fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Ólsen. + Þökkum af alhug öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og minningarathöfn unnusta míns, elskulegs sonar okkar og bróður GUSTAFS SMÁRA SIGURÐSSONAR, Sólvangi við Fífuhvammsveg, Kópavogi Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Ólöf Sigurðardóttir, Sigurður H. Sigurðsson, Hllf Svava Hjálmtýsdóttir, Sigurður Páll Sigurðsson, Hjálmdls Guðmundsdóttir, Jón Karl Sigurðsson, Sigurrós Sigurðardóttir, Kristln i. Sigurðardóttir. - + + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Maðurinn minn mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa. GUNNLAUGUR LOFTSSON, KRISTJÁNS Ó. MAGNÚSSONAR, kaupmaður endurskoðanda. Brðvallagötu 14, Hólmgarði 36. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. apríl kl. 1.30 Dagbjört Einarsdóttir, Þeim, sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á liknarstofnanir. Guðrún Kristjánsdóttir. Hreinn Pálsson, Fyrir hönd aðstandenda. Kristjana M. Kristjánsdóttir, Hans Agnarsson, Guðrún Geirsdóttir. Ingunn Kristjánsdóttir, Jónas H. Jónasson. Una D. Kristjánsdóttir, Oddur Einarsson, og barnabörn. — Framfarirnar Framhald af bls. 4 einhver réttindi inn í slíka samn- inga, t.d. hlutdeild i fiskveiðum við landið. Ekk: hef ég séð tölur um að framleiðni í landbúnaði hafi verið minni en í öðrum atvinnugreinum undanfarna áratugi. En erfitt er að meta slíkt, það verður að taka tillit til allra þátta svo raunhæfur samanburður fáist. Það getur þó verið hægt að benda á einstök ár, t.d. 1969—1971, að afrakstur fjár- festinga var ekki nógu hagstæður. En þá er verið að byggja upp eftir kalárin og gifurlegan fjárhags- skaða sem þau leiddu af sér. 1 landbúnaði getur fjárfesting ekki skilað sér nema á löngum tíma við núverandi aðstæður og ólíklegt að nokkur skipulagsbreyting hefði áhrif á það til batnaðar. Verðlagskerfi landbúnaðarins býður upp á það að sá sem fram- leiðir mest með minnstum til- kostnaði hefir að jafnaði hæstar tekjur. Þetta þýðir það að bændur keppast við að ná aukinni fram- leiðni, sem kemur neytendum til góða í lægra vöruverði þvi af- rakstur grundvallarbúsins fer vaxandi i samræmi við landsmeð- altal, en á því byggist verðlag til neytenda. Þróun-i landbúnaði sýnir það að bændur stefna að sérhæfingu og margt bendir til að það stuðli að aukinni framleiðni. Þó liggja ekki fyrir nægar hagfræðilegar rann- sóknir um þetta. Stór kúabú eiga erfitt uppdráttar, þeim fylgir bindandi vinna og vinnuafl ekki fáanlegt i fjósaverk, flestir launa- menn vilja frekar önnur störf. En menn tala um að það þurfi stór bú til að auka framleiðni, það vill bara enginn af þeim, sem hjala um það, leggja fjármuni i slikan rekstur. Fjölskyldubúskapur eða félagsbúskapur er það sem trygg- ir besta afkomu af þvi sem enn hefir verið reynt, við rekstur stórra búa. Byggðaáætlanir hafa verið ofar- lega á baugi undanfarið. Lands- hlutaáætlanir þurfa einnig að ná til landbúnaðar, einkum þar sem skórinn kreppir að. Fram- kvæmdaáætlun um búskap snert- ir marga einstaklinga persónu- lega, hún verður því að vera mið- uð við óskir og þarfir viðkomandi sérstaklega, annað er óraunhæft og dæmt til að mistakast. Slík áætlanagerð er úttekt á rikjandi ástandi, samantekt á viljayfirlýs- ingum þátttakenda um fram- kvæmdir og stuðlar að félagslegri samstöðu um markmið. Það er verið að reyna landbún- aðaráætlanir á Vestfjörðum og því er tekið vel af bændum, enda gerðar að frumkvæði heima- manna. Ef unnið verður að fram- kvæmd slíkra áætlana af festu og með stuðningi stjórnvalda, gæti þetta orðið til hagsbóta fyrir land- búnaðinn og stuðlað að aukinni framleiðni um leið og búseta er treyst. En forsenda þess er að sem flestir þættir séu teknir með til að auka afrakstur búanna, ekki ein- ungis það sem snýr að bóndanum sjálfum eins og t.d. hámarksaf- urðir, heldur einnig samfélagsleg aðstaða svo sem samgöngur o.fl. Það er fjölmargt sem þarf að fylgjast að til úrbóta, til að vinna að þvi æskilega markmiði að land- búnaðarvörur verði sem ódýrast- ar. Þetta gera bændur sér ljóst, framfarir hafa verió miklar í is- lenskum landbúnaði og vonandi nýtur bændastéttin skilnings til að halda áfram á framfarabraut þjóðinni allri til hagsbóta. Engilbert Ingvarsson. AUGLÝSIIMGATEIKNISTOFA MYIUDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.