Morgunblaðið - 24.04.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 24.04.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975 7 „Hér höfum við heims- ins bezta hráefni” EINN mikilvægasti þátturinn i vel- heppnuðu fiskeldi er gott fóður, sem jafnframt er mjög stór kostn- aðarliður i þeirri grein. Til skamms tíma var allt þetta fóður flutt inn. en árið 1972 tóku nokkrir aðilar sig saman um að setja á stofn tilraunaverksmiðju til framleiðslu á fiskifóðri og var þá stofnað hlutafélagið Fiskifóður H/F. For- senda stofnunarinnar svar stór- aukinn áhugi á fiskrækt hér á landi og bygging nýrra og afkasta- mikilla fiskeldisstöðva. Að stofnun fyrirtækisins stóðu Tungulax H/F og einnig hluthafar i fyrirtækinu, Gunnar J. Friðriks- son, þáverandi formaður F.Í.I., Laxeldisstöð rikisins i Kollafirði. Fiskifélag íslands og dr. Jónas Bjarnason, sem um árabil hafði unnið nð þvi að búa til heppilega fóðurblöndu. Tilraunir með fóðrið voru gerðar i Kollafirði og hjá Tungulaxi H/F og varð mjög góð- ur árangur af þeim. Kom i Ijós, að seiði. sem alin voru á islenzka fóðrinu, uxu mun hraðar en seiðin, sem alin voru á erlendu fóðri. Er við vorum á ferð austur á Öxnalæk um daginn i heimsókn i Fiskeldisstöð Tungulax H/F, sem þar er, spurðum við Guðmund Hjaltason, framkvæmdastjóra fyr- irtækisins, sem einnig er fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar, hvernig fóðurframleiðslan hefði gengið og hvort vonir manna, sem bundnar voru við fóðurgerð hefðu rætzt. — I dag teljum við að svo sé, en hinu ber ekki að leyna, að ýmsar hindranir hafa verið i veginum, sem við nú teljum okkur hafa rutt frá. Reynslan af fóðrinu var mjög góð árið 1973 en þó varð það ár aðeins vart við hjá okkur i Tungu- laxi afbrigðileika hjá einstaka laxaseiði. Þessu var þó ekki gefinn frekari gaumur, þvi að vitað er, að I eldisstöðvum erlendis hefur bor- ið á svipuðum fyrirbærum. Hins vegar syrti nokkuð i álinn sl. sum- ar, er i Ijós kom, að mikill hluti seiða i stöð Tungulax H/F að Keldum i Mosfellssveit var af- brigðilega kubbslaga i vexti og einnig varð vart við blindu- einkenni i Kollafirði hjá hluta af seiðum, sem alin voru á islenzku fóðri, þannig að hvítir blettir mynduðust á augum þeirra. Því miður varð þessa ekki vart, fyrr en það var komið á nokkuð hátt stig og ekki hægt að gripa til mótað- gerða þannig að nokkurt tjón hlauzt af. í laxeldisstöðinni á Sauðárkróki fundust hins vegar aðeins merki um þetta á byrjunar- stigi og var þegar i stað gripið til mótaðgerða og flutt þangað fóður, sem framleitt var úr nýju fiskmjöli hjá okkur og það gefið hluta seið- anna, en hin látin vera áfram á eldra fóðrinu. Kom þá i Ijós. að i seiðum, sem voru áfram á eldra fóðrinu, fór að bera á afbrigðileika í vexti, en hin döfnuðu, eins og bezt varð á kostið. — Hvað reyndist vera að? — Eins og nærri má geta var eftir Ingva Hrafn Jónsson þetta mikið áfall fyrir okkur og við hófum þegar rannsóknir, sem stóðu dag og nótt. í stuttu máli varð niðurstaða okkar sú. að til framleiðslu fiskifóðurs megi ekki nota nema gufuþurrkað fiskmjöl, sem framleitt er úr glænýju hrá- efni. Við erum þess fullvissir að þessi galli stafaði af því að við fengum sendingu af eldþurrkuðu mjöli, sem eitthvað hafði verið farið að slá i. Við eldþurrkun á þannig hráefni verða mjög örar og eiturmyndandi efnabreytingar i Sagt frá heimsókn í verksmiðju Fiskfóðurs H/F að Öxnalæk íslenzka fóðrið er eingöngu saman- sett úr næringarefnum Starfsmaður verksmiðjunnar eina kornunarvélina. mjölinu. Er skemmst frá þvi að segja að frá þvi að þetta kom fyrir, hefur ekkert komið fram um að nokkuð væri athugavert við fóðr- ið, enda eingöngu notað gufu- þurrkað mjöl. Við vorum svo heppnir að á sl. ári tók til starfa fiskmjölsverksmiðjan Stjörnumjöl hér i Reykjavik. sem eingöngu framleiðir gufuþurrkað fiskmjöl úr úrvalshráefni og hefur séð okkur fyrir mjöli. — Þetta litur þá vel út hjá ykkur nú. — Já, en þess ber að gæta, að i sambandi við fiskfóður er málum þannig háttað. að ekki er endan- lega hægt að fullsanna þetta. fyrr en ein kynslóð seiða hefur verið alin á fóðrinu, en sú kynslóð er nú að byrja sinn vöxt. — Úr hverju er erlenda fóðrið framleitt? — Það er yfirleitt framleitt úr eldþurrkuðu mjöli, en erlendir framleiðendur leysa þetta vanda- mál með þvi að fituþvo allt mjöl sem þeir fá. Með þvi leysa þeir einnig úr mjölinu ýmis óæskileg efni, sem hráefnið kann að hafa myndað, auk þess að fituhreinsa það. Ekki er gerlegt að koma við fituþvotti hér, enda er það ónauð- synlegt ef eingöngu er notað gufu- þurrkað mjöl. sem framleitt er úr glænýjum afskurði og beinum, en engu slógi og er þvi miklu fitu- minna, en mjöl, sem framleitt er úr heilum fiski. — Hver er uppistaðan i ykkar fóðri? — Hún er fiskmjöl, unnan- rennuduft, allar tegundir vita- mína, ákveðin tegund af körnvöru og öll önnur efni, sem fiskur þarf til vaxtar. — Hver er ástaðan fyrir þvi að fiskur vex hraðar á ykkar fóðri en því útlenda? — Líklega er ástæðan sú að i okkar fóðri eru eingöngu næring- arefni, en ekkert fyllingarefni, eins og virðist vera í erlenda fóðr- inu. — Eitthvað hefur verið rætt um útflutning á islenzka fóðrinu? Já, við erum ekki i nokkrum vafa um að okkar fóður á eftir að verða útflutningsvara og við erum mjög bjartsýnir á framtiðina. Við höfum hér heimsins bezta hráefni til framleiðslunnar, samanburðar- tilraunir á vaxtarhraða og styrk- leika seiðanna hafa allar verið okkur i hag og okkar fóður er mun ódýrara. Hins vegar er það svo að allar tilraunir i sambandi við fisk- fóður taka langan tima, þvi að ný tilraunakynslóð fæst aðeins einu sinni á ári. Séð yfir sal fiskfóðurverksmiðjunnar að Öxnalæk Bmini 50 talstöð til sölu. Upplýsingar í síma 27197 eftir kl. 5 á daginn. Grindavik Til sölu vönduð 3ja herb. ibúð neðri hæð. Tvöfalt verksmiðjugler. Góðar innréttingar. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, símar 1263 og 2890, Keflavík. Sumarbústaðarland til sölu 1. ha. i skipulögðu svæði innan við klst. akstur frá Rvk. Verð 500 þús. Teikning af svæðinu. Uppl. í símum 12395 og 66415 eftir kl. 1 8. Sandgerði Til sölu 3ja herb. ibúð efri hæð. Losnar fljótlega. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, simar 1 263 og 2890, Keflavik. Aukatímar Tek gagnfræðaskóla- og verslunar- deildanemendur í aukatíma í reikn- ingi. Uppl. í síma 86372. Grindavík Til sölu fokhelt raðhús, ásamt bíl- skúr. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, simar 1 263 og 2890, Keflavik. Ástin Min. til sölu Austin Mini árgerð 1974 ekin 16 þús. km. til sölu. Upplýsingar í símum 30630 og 16714. Vogar Til sölu nýleg 3ja herb. íbúð efri hæð. Góð kjör. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, símar 1 263 og 2890, Keflavík. Vinnuskúr til sölu stærð 3 X 6 m. Einnig um 1000 lengdarmetrar af vatnsklæðningu. Uppl. i sima 31 1 66. Múrverk — lagfæringar Tökum að okkur hverskonar lag- færingar og viðgerðir einnig lóða- hreinsun og rörlagningu ofl. Fljót þjónusta. VEXAL, sími 71580. Bátur óskast á leigu eða til sölu. Má vera 5 til 6 tonn. Sími 92-3164 og 1699. Til leigu Óskum eftir 3ja til 5 herb. ibúð til leigu. Raðhús eða einbýlishús. Uppl. i sima 43888. Til sölu mjög þægur og gangmikill 5 vetra hestur undan Ljúf 608. Upplýsingar í sima 38452. Húsdýraáburður til sölu Heimkeyrður í pokum og kerrum. Uppl. i síma 86643 og 72086. Keflavík Annast allar almennar bíla- viðgerðir, einnig réttingar og ryð- vörn. Bifreiðaverkstæði Prebens Nilsen, Dvergasteini, simi 1458. Fataskápar fyrirliggjandi. Bæsaðir eða tilbúnir undir málningu. Einnig skrifborðs- sett, svefnbekkir, pírahillur og m.fl. Nýsmiði s.f., Auðbrekku 63, Kóp. simi 44600. 150 hestafla GM dieselvél í góðu standi og með nýjum gir er til sölu á mjög hagstæðu verði. Upplýsingar i sima 53148 í vinnutima. Sunbeam Arrow árg. '70 til sölu. Þarfnast smá lagfæringar. Skipti koma til greina. Ennfremur Skoda til niðurrifs. Upplýsingar í sima 53075. V£ A rri ^ /V I A Á sumarda9inn fyrsta dag, efna |\M í 1 1 OM LM SKÓGARMENN K.F.U.M. til kaffisölu i r húsi K.F.U.M. & K. að Amtmannsstig 2 « 7 B, og hefst hún kl. 2.30. ^ Um ^völdið verður haldin Skógarmanna- í kvöldvaka, þar sem Skógarmenn annast f ,'JyMÍ j Í kórsöng, sýna myndir úr Vatnaskógi o.fl. f SVl U’MA l °-fl- Þá verður einnig hægt að fá keypt 1^1 **“ y * J "F F kvöldkaffi. 1 ySv þ Vonum, að Reykvikingar, og sérstaklega, ® i> M þeir sem dvalið hafa i Vatnaskógi komi og i hjálpi okkur til að bæta Vatnaskóg enn - a betur Skógarmenn K.F.U.M. Styrkur til náms við Stokkhólmsháskóla Háskólaárið 1975 — 76 veitir Stokkhólmsháskóli íslenzkum náms- manni styrk að upphæð 1 5 þúsund sænskar krónur. Styrkurinn verður veittur til námsdvalar við háskólann í Stokkhólmi, en er ekki bundinn við sérstaka grein eða áfanga í námi. Við Stokkhólmsháskóla eru þessar deildir: Lagadeild, heimspekideild, félagsvísindadeild og stærð- fræði- og náttúruvísindadeild. Umsóknir, ásamt námsvottorðum, skal senda Háskóla íslands fyrir 20. maí 1975. :i EIGNARLAND Til sölu á fögrum stað í nágrenni Reykjavíkur 1 hektari eignarlands. Landið sem liggur að sjó verður skipulagt innan fárra ára. Upplýsingar í síma 201 99.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.