Morgunblaðið - 24.04.1975, Page 21

Morgunblaðið - 24.04.1975, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRIL 1975 21 Viðhorffulltrúa íslands á hafréttarráðstefnunni í Genf Genf, 23. april, frá Matthiasi Johannessen ritstjóra FRÉTTARITARI Mbl. hefur hitt að máli nokkra íslenzku fulltrúanna hérá hafréttarráð- stefnunni í Genf og spurt þá um, hvernig þeir líti á stöð- una nú og framtíðarhorfur. Þeir, sem fyrir svörum urðu, eru formaður Alþýðuflokks- ins, Benedikt Gröndal, Lúð- vík Jósepsson, fyrrum sjávar- útvegsrá-ðherra, sem sitja ráðstefnuna fyrir hönd flokka sinna, Þór Vilhjálmsson, pró- fessor, sem er fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, Jón L. Arn- alds, ráðuneytisstjóri, I sjáv- arútvegsráðuneytinu, sem situr ráðstefnuna sem fulltrúi sjávarútvegsráðherra, Matt- híasar Bjarnasonar, en hann tók við af fiskimálastjóra Má Elíssyni, þegar hann fór heim, Haraldur Henrysson, fulltrúi Samtakanna og Jón Jónsson, sem situr ráðstefn- una sem forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar. Svör þessara manna gefa væntan- lega hugmynd um hin ýmsu viShorf sem fulltrúarnir hafa af kynnum sin- um viS fulltrúa á ráSstefnunni og þróun mála hér. Þórarinn Þórarins- son ritstjóri, fulltrúi Framsóknar- flokksins, hefur skýrt frá ráSstefn- unni i blaSi sinu, en hann er nýkom- inn á ráSstefnuna aftur, auk dr. Gunnars Schram prófessors, en for- maSur islenzku sendinefndarinnar er Hans G. Andersen sendiherra, eins og kunnugt er, og hefur Mbl. birt samtal viS hann um þróun mála hér og ræSu hans á allsherjarfundinum s.l. föstudag. Hér á eftir fara svör islenzku full- trúanna: Benedikt Gröndal Benedikt Gröndal sagSi: Þegar hafréttarráSstefna Samein- uSu þjóSanna kom saman 1958 lá fyrir henni frumvarp, sem laganefnd SameinuSu þjóSanna hafSi veriS sjö ár aS semja. Þegar undirbúningsfundir núver- andi hafréttarráSstefnu hófust lá ekkert frumvarp fyrir heldur nokkrar nýjar og byltingarkenndar hugmynd- ir. Þær voru á þá lund, aS hafsbotn- inn utan lögsögu rikjanna, sem er tveir þriSju hlutar hnattarins skyldi verSa sameign mannkynsins sem heildar en ekki einstakra ríkja. Fund- irnir hófust á þvi, aS hver þjóS þurfti aS gera grein fyrir viShorfum sinum og hagsmunum og voru þaS mikil ræSuhöld. Smám saman tóku þjóSir ein eSa fleiri saman aS leggja fram álit og tillögur og þar kom, aS til- löguflóðiS varS mikið. Þá hófst starf- ið. sem enn stendur yfir að fækka valkostum og sameina tillögur. svo að unnt verSi að afgreiða málin með samkomulagi eSa atkvæðagreiðsl- um, ef annað dugir ekki til. Allt hefur þetta tekið lengri tima en menn bjuggust við og eru nú horfur á. að það verSi talinn viðunandi árangur þessarar ráðstefnu í Genf, ef hér tekst aS gera einn texta eSa eitt frumvarp aS hafrétti. Takist það verSur þaS samt frumvarp, sem eng- inn er bundinn af og atlir geta gert breytingartillögur við þegar til loka- umræSu kemur. Má þvi segja, að tveim umræSum sé lokið en sú þriðja og síðasta sé eftir. Þcssi þróun mála hefur valdið okk- ur Islendingum vonbrigSum vegna þess, hve málin ætla aS taka langan tíma. ViS því er ekkert að gera og við verSum að taka okkar eigin ákvarð- anir. Ef ráSstefnan afgreiðir eitt frumvarp má telja vist, að það geri ráS fyrir 200 milna efnahagslögsögu og þaS er okkur mjög hagstætt. Sá texti hefur fyrst og fremst verið und- irbúinn í svokallaðri Evensen-nefnd og hefur íslenzka fulltrúanum þar tekizt að koma inn meginsjónarmið- um okkar, sem við getum vel viS unað, ef sá texti helzt til enda. Ýms- ar hættur eru þó enn á sveimi og er nauðsynlegt að fylgjast vel meS öllu. Fyrir nokkrum árum, þegar fyrstu undirbúningsfundirnir fyrir hafrétt- arráðstefnuna voru haldnir, höfSu aðeins nokkrar þjóðir 200 milna fisk- veiðilandhelgi. Nú eru 200 mílurnar viðurkennt hugtak, sem nýtur al- mennrar viSurkenningar. Án þessar- ar þróunar er vafasamt, aS það hefði hvarflað að fslendingum að færa fiskveiðilögsögu sína út I 200 milur. Þetta getum við þakkað Sameinuðu þjóSunum þótt hægt gangi stundum á ráðstefnum. Lúðvík Jósepsson LúSvík Jósepsson sagði: Mér sýn- ist allt benda til þess, að þessum ráðstefnufundi Ijúki þannig 10. maí, að þá liggi fyrir eitt samfellt uppkast að alþjóðlegri samþykkt varðandi haf réttarmálin, þ.e. sú ákvörðun. sem var tekin á allsherjarfundi s.l. föstudag, að formenn aðalnefndanna þriggja skyldu gera eitt sameiginlegt orðað uppkast. En þetta þýðir, að mínum dómi, að allt bendi til þess, að annar fundur verði haldinn upp úr áramótum, en það þýðir hins vegar, að ekki eru miklar líkur á endanlegu samkomulagi fyrr en seint á næsta ári. En hvaða áhrif hefur þá þetta á okkar málstað? Ég tel, að þetta hljóti að ýta undir það. að við tökum okkar ákvörðun og færum út okkar fisk- veiðimörk eins og ráðgert hefur ver- ið, þ.e.a.s. á þessu ári, vegna þess að mér sýnist algjörlega tilgangslaust að ætla að bíða eftir niðurstöðu þessarar ráðstefnu, þegar hafðar eru ! huga þær pólitisku yfirlýsingar, sem gefnar hafa verið út heima um útfærslu i 200 milur. Það er auðvitað augljóst, að á meðan ráðstefna um þessi mál stendur svona, höfum við mjög takmarkaðan stuðning af því, sem þar hefur verið gert, við útfærslu okkar á þessu ári. Ég tel t.d. vist, að allar þær þjóðir, sem hingað til hafa verið okkur ósammála um fiskveiðiréttindi við fsland haldi sig við svipaða afstöðu og þau hafa haft og koma eflaust til með að vitna til þess að ráðstefnunni sé ekki lokið. Um framtiðina vil ég segja þetta: Ég tel, að það hafi þegar komið i Ijós á þessari hafréttarráðstefnu, að likur bendi til þess, að reglan um 200 mílna efnahagslögsögu verði samþykkt. Og ég geri mér einnig vonir um, að skilyrði, sem kunna að fylgja þeim rétti verði okkur fslendingum ekki verulega hættuleg. Þó er rétt að taka fram, að hættur i þeim efnum eru ekki fullkomlega liðnar hjá. Þar á ég einkum við, að hætta getur verið á því, að á siðustu stundu verði sett inn i samninginn ákvæði um það hver eigi að ákveða, hvort viðkomandi strandriki getur nýtt allan þanri afla, sem um er að ræða. Sterkar kröfur eru uppi um það, að alþjóðleg stofnun eigi að ákveða þetta heildarmagn, sem veiða má og hvernig með skuli fara það sem strandriki geti ekki nýtt. Þór Vilhjálmsson I stuttu svari, einu af mörgum, um horfurnar á hafréttarráðstefnunni hér I Genf er sennilega fróðlegast fyrir lesendur að sagt sé frá þeim málum, sem höfundur þessara lina hefur helzt sinnt að undanförnu, aðrir munu vikja að sínum verkefnum. Það hefur verið aðalverkefni undirritaðs að þessu sinni, og raunar einnig i Caracas sl. sumar, að fylgjast með þvi, sem fram fer i hinni svokölluðu fyrstu nefnd ráðstefnunnar. Hún fjallar um vinnslu verðmætra efna af hafsbotni utan lögsögu ríkja. Verkefnið er tviþætt. f fyrsta lagi er reynt að semja um réttindi yfir þessum auðæfum og hvernig þau skuli unnin. f öðru lagi er fjallað um reglur um skipulag alþjóðastofnunar sem fyrirhugað er að setja á taggirnar til að fjalla um hafsbotninn. Nú er búið að gera úr garði einn texta um fyrra viðfangsefniS og er hann umræðugrundvöllur. Þessi texti er sambræðsla hinna ýmsu og sundurleitu tillagna, en um hann er ekki enn neitt samkomulag. Það er C. Pinto frá Sri Lanka (Ceylon) sem hefur samið textann, en hann er formaður undirnefndar, sem vinnur að tilraunum til að ná samkomulagi. Hinn óleysti ágreiningur er um það, hvort hin fyrirhugaða alþjóðastofnun eða einstök riki og fyrirtæki eigi að vinna málma af hafsbotni. Þróunarrikin vilja hið fyrra, en iðnvæddu rikin hið siðara. f tillögunni frá Pinto er gert ráð fyrir millilausn, helmingur námusvæðanna verði tekinn frá fyrir alþjóðastofnunina en einstök riki og fyrirtæki eiga að geta unnið málma á hinum helmingnum eftir sérstökum reglum. Þessar tillögur eru svo nýjar af nálinni. að 77-rikja hópurinn svonefndi, það er þróunarrikin. hafa enn ekki tekið afstöðu og liggja nú fundir niðri i þrjá daga meðan þau og raunar fleiri riki kanna tillögur Pintos. Um síðara verkefni fyrstu nefndar, skipulag væntanlegrar alþjóðastofnunar, hafa lengi legið fyrir margar tillögur en ekkert hefur enn verið rætt um þær hér í Genf á fundum i nefndinni eða i undirnefndinni, sem Pinto stjórnar. Þróunarríkin vilja hafa úrslitaráðin innan stofnunarinnar hjá þingi þar sem þau geta beitt atkvæðastyrk sinum, en iðnaðarrikin vilja láta ráða málum tii lykta i stjórnarnefnd eða ráði, þar sem reglur um atkvæðagreiðslur verði þannig. að þeirra hagsmunir séu tryggðir. Þó að enn vanti mikið á. að samkomulag hafi náðst i 1. nefnd um hafsbotnsmálin hefur nokkuð þokast I átt til samkomulags og er nefndin lengra á veg komin en 2. og 3. nefnd. Þess má geta, að höfundur þessara lina var á fundum i vinnuhópi um grunnlinur, en hann hefur lokið störfum. Gengið var frá bráðabirgðatexta, sem ætti að tryggja hagsmuni íslendinga varðandi vafaatriði, m.a. Geirfugladrang. Um ráðstefnuna má almennt segja í stuttu máli. að hægt miðar en þó i rétta átt, svo að vona má, að allt fari vel að lokum. Jón L. Arnalds Jón L. Arnalds varaði spurningu Mbl. á þessa leið: Þær ákvarðanir, sem teknar verða á hafréttarráðstefnunni munu skipta heimshöfunum meir upp á milli rikja en margir gera sér grein fyrir. Mjög mörg mikitvæg og flókin atriði eru til úrlausnar Margir telja því óhyggilegt að flýta úrslitum og almennur vilji er fyrir þvi, að þrautkanna allar samkomulagsleiðir til hins ýtrasta. Aðir knýja á um lyktir og telja, að ekki verði lengur beðið. Ég tel stöðu mála okkur islendingum hagstæða. Mikill og víðtækur sóknarþungi stefnir að ákveðinni heildarlausn allra deilumála. Flestar líkur benda til, að þessu þrefi Ijúki á næsta ári. Einnig getur svo farið. að hér i Genf náist að setja saman drög að einum sameiginlegum grund- vallartexta um einstök atriði eða málaþætti, sem sýni einskonar samkomulagsgrunn eða meginvilja þátttökurikjanna i aðalatriðum. Slík drög. þótt ekki væru þau samþykkt, yrðu grunnur fyrir lokasamkomu- lagsumræðum. Jafnframt myndi slíkur texti renna stoðum undir stefnu íslendinga i fiskveiðilandhelg- ismálum. Haraldur Henrysson Fulltrúi Samtakanna, Haraldur Henrysson, svaraði spurningunni á þessa leið: Það er að visu ijóst. að ekki mun takast að ná heildarsamkomulagi hér i Genf eins og ýmsir höfðu vonað. Hins vegar má áreiðanlega fullyrða. að á sumum sviðum hafi mál þróazt ótrúlega hratt. Ég held, að staðan nú sé hagstæð varðandi þau mál sem okkur fslendingum eru mikilvægust. 200 milna efnahagslögsaga er almennt viðurkennt hugtak, sem verður vart haggað úr þessu. Á þvi virðist einnig víðtækur skilningur, að strandriki eigi eitt ákvörðunarrétt um það hvað sé eðlilegur hámarksafli innan efnahags- lögsögunnar og hvenær eðlilegt sé að veita öðrum þjóðum hlut- deild í aflanum. Þetta er i raun undrunarefni þegar höfð er i huga staðan eins og hún var þegar undirbúningsfundir ráðstefnunnar hófust 1971. Auðvitað er of snemmt að fullyrða um endanlegar niðurstöður á einstökum sviðum, þegar heildardæmið verður gert upp, en mér finnst óliklegt annað en ofangreind sjónarmið verði ofan á. Þrátt fyrir hægagang á ráðstefnunni þá hefur verulega þokazt i áttina að þvi marki að koma á heildarsamningi um hafið og nýtingu þess. Hafa verður í huga, að verkefni ráðstefnunnar eru liklega margþættari og flóknari en nokkurrar alþjóðaráðstefnu til þessa. En þrátt fyrir mörg óleyst ágreiningsatriði sýnist mér fátt geta hindrað það úr þessu, að heildarsamkomulag náist innan tiltölulega skamms tfma. Lfklega þarf að halda eina tvo fundi enn áður en af þvi verður. Ég er sannfærður um, að árangurinn verður gjörbreytt réttarskipan, a.m.k. að þvi er varðar nýtingu á auðlindum hafsins. Jón Jónsson Jón Jónsson fiskifræðingur sagði eftirfarandi um ráðstefnuna: Þær tillögur sem bornar hafa verið fram varðandi hafrannsóknir falla i eftirfarandi meginflokka: Skeilgreining á hafrannsóknum og tilgangur þeirra. Framkvæmd hafrannsókna. Undir það fellur: réttur til rannsókna. Leyfi strandrikisins, þátttaka þess og skuldbindingar. Almenn skilyrði um framkvæmd hafrannsókna. Alþjóðlegt samstarf og svæðasam- starf á sviði hafrannsókna. Þar með talin skipti á vísindalegum gögnum svo og birting á niðurstöðum. Alþjóðlegar stofnanir á sviði haf rannsókna Lögfræðileg staða rannsókna- tækja i hafinu. Abyrgð og bótaskylda. Gerðardómur. Skuldbindingar samkvæmt sáttmála S.Þ. og öðrum alþjóðasamningum. Á fundinum í Caracas i fyrra var reynt að bræða saman hinar fjölmörgu tillögur, sem fram höfðu komið um hin einstöku atriði, sem nefnd eru hér að framan og má segja. að tekizt hafi að fækka nokkuð valkostum, þótt ennþá beri mikið á milli. Þannig tókst að ná samkomulagi um almenna skilgreiningu á framkvæmd hafrannsókna og má þar nefna eftirfarandi: riki eiga að vinna ötullega að hafrannsóknum, ekki einungis með eigin hag fyrir augum, heldur i þágu alls mannkyns. Hafrannsóknir á einungis að stunda f friðsamlegum tilgangi. Þessar rannsóknir mega þó ekki hindra aðra löglega notkun sjávarins og eiga að vera i samræmi við önnur ákvæði um verndun hafsins. Hafrannsóknir geta ekki skapað neinn grundvöll fyrir kröfum um eignarétt á hafinu eða auðæfum þess. Þegar svo er komlð að réttinum til rannsókna, fara skoðanir að skiptast, bæði að þvi er snertir rannsóknir innan hinnar væntanlegu efnahagslögsögu svo og á hinu alþjóðlega svæði utan hennar. Þróunarlöndin eru hér á varðbergi. Þau vilja, að til þurfi að koma leyfi strandrikisins til allra rannsókna innan efnahagslögsögu þess og að rannsóknir á hinu alþjóðlega svæði skuli framkvæmdar beint af alþjóðastofnuninni eða þeim sem stofnunin felur að gera slikt undir sinni stjórn. Aðrir vilja að til rannsókna i efnahagslögsögu strandrikisins komi leyfi þess. en bundið mjög nánum skilyrðum, sem strandrikið setur. Það á einnig að geta fylgzt rækilega með rannsóknum og stöðvað þær, ef út af er brugðið þeim skilyrðum, sem sett voru. Þá eru þeir sem ekki vilja að gerðar séu svo strangar kröfur varðandi leyfi til rannsókna sem að ofan greinir. Þeir viðurkenna að visu rétt strandrikisins til þess að veita leyfi til rannsókna, en telja að veita beri þessi leyfi undir öllum venjulegum kringumstæðum. Að lokum eru svo þeir, sem einungis viðurkenna rétt strandrikisins til leyfisveitingar i eigin landhelgi, en að þvi er snertir rannsóknir i væntanlegri efnahagslógsögu. þá sé nægilegt að senda viðkomandi strandriki tilkynn- ingu um málið. A fundinum i Caracas tókst að ná samkomulagi um þá grein, er fjallar um alþjóðlegt samstarf, skipti á visindalegum gögnum og birtingu á niðurstöðum. Á fundinum í Genf hefur verið rætt Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.