Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975 39 VERÐUR HOLUN VEIT- VANGUR HEIMSMETA EKKI er óllklegt að Laugar- dalshöllin verði vettvangur nýrra heimsmeta í íþróttum um næstu helgi en þar fer þá fram Noröurlandameistara- mótið f lyftingum. Eins og flestum mun kunnugt stendur lyftingafþróttin mjög framar- lega á Norðurlöndum, og í hópi þeirra keppenda sem koma á mótið eru tveir kappar, sem eru fyrrverandi heims- methafar, og þar sem þeir keppa báðir f sama þyngdar- flokki er ekki ólfklegt að sá sem sigrar þurfi að setja heimsmet til þess. Þetta eru þeir Juhanni Avellan frá Finnlandi og Leif Jenssen frá Noregi, en sá sfðarnefndi er reyndar gullverðlaunahafi f sfnum þyngdarflokki frá Olympfuleikunum f Miinchen 1972. Annars má segja að f hópi þeirra lyftingamanna sem hingað koma sé valinn maður f hverju rúmi, og von sé á stórkostlegum afrekum. Þar sem gleðilegast er þó, að tslendingar eiga góða mögu- leika á að blanda sér f barátt- una. Guðmundur Sigurðsson á sigurmöguleika f milliþunga- vigtarflokkum og Gústaf Agn- arsson sigurmöguleika f þungavigtarflokknum. Fleiri tslendingar eiga einnig mögu- leika á verðlaunum f mótinu. Á Norðurlandamótinu verð- ur keppt f 9 þyngdarflokkum: fluguvigt, dvergvigt, fjaður- vigt, léttvigt, millivigt, Iétt- þungavigt, milliþungavigt, þungavigt og yfirþungavigt. Senda lslendingar samtals 8 keppendur til leiks: Sigurð Grétarsson, Kára Elfasson, Skúla Öskarsson, Guðmund Sigurðsson, Friðrik Jósefsson, Gústaf Agnarsson, Óskar Sig- urpálsson og Hrein Halldórs- son. Frá Danmörku koma 5 keppendur, frá Svfþjóð 9 kepp- endur, frá Finnlandi 8 kepp- endur og frá Noregi 8 kepp- endur. hXUGARÐAIaSHÖlahlN Metbátttaka í víðavangshlaupi IR Nú lýkur hlaupinu í Austurstræti ALLT útlit er fyrir metþátttöku f víðavangshlaupi IR sem fram fer á morgun í 60. sinn. Til leiks eru skráðir 110 keppendur, en til þessa eru 64 keppendur það mesta sem verið hefur í hlaupinu. Það var árið 1972. Fæstir hafa keppendur f hlaupinu hins vegar orðið 4. Er það vissulega bezta afmælisgjöfin sem fþróttafólk getur fært þessari elztu fþrótta- keppni landsins ef fleiri en nokkru sinni fyrr tækju þátt f þvf. Hlaupaleiðin í víóavangshlaup- inu verður nú nokkuð önnur en verið hefur á undanförnum árum. Hlaupið hefst á sama stað og vant er — i Hljömskálagarðinum vestan mið-tjarnarinnar við Skot- húsveg. Síðan verður hlaupið i garðinum og siðan yfir Hring- brautina og yfir í Vatnsmýrina. Þegar hlaupararnrr koma inn í Hljómskálagarðinn að nýju verð- ur hlaupið meðfram Tjörninni og út í Tjarnargötu, norður hana, yfir Vonarstræti og inn i Aðal- stræti, norður þá götu og síðan austur Austurstræti, þar sem hlaupinu lýkur. Vegalengdin er um 4,2 km og er brautin lögð af frjálsiþrótta- þjálfara iR-inga, Guðmundi Þórarinssyni iþróttakennara. Búast má við feikilega harðri baráttu um sigur í Víðavangs- hlaupinu í ár. Hinir kunnu lang- hlauparar úr IR, Sigfús Jónsson Víðavangshlaup ÍR 60 ára: FYRSTI sumardagur er mikill fagn- aðardagur „fátækrar þjóðar við Norðurpól." Kvaddur er vetur og ungir og aldnir fagna sumri með fögrum kveðjum og óskum. Sllkt er og gert í dag með heilum huga. „Á æskuárum skipulags Iþrótta- starfs" I landi voru gaf jþróttafélag ReykjavFkur Iþróttahreyfingunni „sumargjöfina góðu", og hefur gert það alla tlð sfðan, í nærri hálfa öld á fyrsta sumardegi," sagði forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, I 50 ára afmælisfagnaði jþróttafélags Reykjavfkur. Jón J. Kaldal, slgurvegarl f fyrsta vfða- vangshlaupi IK. j dag eru 60 ár liðin siðan þessi merki iþróttaviðburður fór fyrst fram. Það væri vissulega þess vert að skrá sérstaka sögu vFðavangshlaups ÍR dg vonandi verður það einhvern- tima gert. En i dag skal aðeins minnst þeirra, er hófu merkið og ruddu veginn. Það var árið 1915 sem stjórn ÍR samþykkti i febrúar mánuði. að efna skyldi til „viðavangshlaups — sveitahlaups", og að hlaupið skyldi fram fara á sumardaginn fyrsta. Hvatamaðurinn og baráttumaður- inn fyrir þessari samþykkt og ákvörðun stjórnar |R var hinn þjóð- kunni og ágæti íþróttafrömuður og æskulýðsleiðtogi i þann tið Helgi Jónasson I Brennu. Og það var fyrst og fremst hann, sem undirbjó og stjórnaði viðavangshlaupinu fyrstu árin. Svo mikið hjartans mál og „eftirlætisbarn" var viðavangs- hlaupið Helga i Brennu, að eitt sinn þegar þátttaka var engin i hlaupinu og allt útlit fyrir að það mundi falla niður, hótaði hann þvi, að fara skyldi hann niður á verkamannaskýli og kaupa verkamenn er biðu þar þess að fá vinnu, til að hlaupa viðavangs- hlaupið, „því að meðan ég fæ ráð- ið," eins og Helgi sagði, — „skal viðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta aldrei falla niður." Og þar með bjargaði Helgi i Brennu hlaupinu það árið. Hann lét sér ekkert fyrir brjósti brenna i þessum efnum, þegar heið- ur hlaupsins og félagsins hans var I veði. Honum varð og að ósk sinni, þvi að viðavangshlaupið hefur ætið ver- ið háð, — frá þvi i fyrsta sinn 1915, á sumardaginn fyrsta. Má i þessu sambandi á það minn- ast, að jafnvel „íslandsgliman" féll niðurárin 1914—1919. j dag er þessa minnst með virð- ingu og þökk við höfundinn og upp- hafsmann víðavangshlaups ÍR, Helga Jónasson i Brennu, 4. for- mann jþróttafélags Reykjavikur, sem gaf þessa „góðu sumargjöf", er um leið varð „almenningseign" höf- uðborgarinnar, sem Reykvikingar hafa alltaf fylgst með af sérstökum áhuga. iþróttafélag Reykjavikur var lika svo lánsamt að eiga fyrsta sigurveg- arann i Viðavangshlaupinu, Jón Jónsson Kaldal, þann mann sem með prúðmennsku sinni og glæsi- brag gaf hlaupinu þá lifæð sem jafn- an hefur enst þvi vel. þann mann sem fyrstur islendinga bar hróður landsins á sviði frjálsra iþrótta til erlendra þjóða. þann mann, sem I vitund iþróttaæskunnar hefur jafnan verið FYRIRMYND UM SANNAN OG GÖFUGAN (ÞRÓTTAMANN MEÐ HRAUSTA SÁL i HEILBRIGÐUM LlKAMA. Á enqan er hallað, er sigrað hefur i og Agúst Asgeirsson, sem dvelja við nám í Englandi, koma báðir til keppninnar, og má búast við að aðalbaráttan verði milli þeirra. Sigfús verður þó að teljast sigur- stránglegur, þar sem meiðsli hafa háð Ágústi að undanförnu. Þessir tveir hlauparar háðu mikið ein- vigi i hlaupinu í fyrra og lauk því með sigri Ágústs á marklinunni og vann hann þar með hlaupið i þriðja sinn i'röð. Flestir keppendur i hlaupinu koma frá UMSK, eða 33 talsins, og meðal þeirra er Ragnhildur Páls- dóttir, sem sigrað hefur þrivegis í kvennaflokknum, Gunnar Snorra- son, Erlingur Þorsteinsson og Markús Einarsson. HSK sendir 10 keppendur til hlaupsins, m.a. þá Jón H. Sigurðs- son, Leif Österby, Þórð Gunnars- son og elzta keppandann, Jón Guðlaugsson, sem er 49 ára. Borgfirðingar senda einn kepp- anda til hlaupsins, Jón Diðriksson og má mikið vera ef hann kemur ekki til með að blanda sér í barátt- una um fyrstu sætin. Sumargjöfm góða Ármenningar verða 13 i hlaup- inu með þá Benedikt Kristþórs- son og Kristján Magnússon i broddi fylkingar. Hafnfirðingar verða svo stóra spurningin i keppninni. Þaðan kemur ungt, en mjög harðsnúið lið, sem staðið hefur sig frábær- lega vel í vetur og var t.d. mjög sigursælt i Víðavangshlaupi Is- lands á dögunum. Meðal keppnis- fólksins úr Hafnarfirði verður sigurvegarinn i því hlaupi, Róbert McKee, svo og Sigurður P. Sig- mundsson, Einar P. Guðmunds- son og Anna Haraldsdóttir. Þótt aðalathyglin beinist að sjálfsögðu að einstaklingskeppn- inni i hlaupinu fer fram sveita- keppni einnig, og má búast við mikilli baráttu i henni, sem óhugsandi er að spá um úrslit í. Hlaupið hefst kl. 14.00 og leggja stúlkurnar af stað nokkrum sek- úndum á undan körlunum. Búizt er við að fyrstu hlaupararnir komi i mark, um það bil 13—14 mínútum eftir að lagt verður af stað. Helgi Jónasson f Brennu hlaupsins. upphafsmaður Víðavanyshlaupi ÍR eða tekið þátt f því, þó að þessi orð séu sögð um Jón Kaldal. En hér skulu í virðingu og þökk birt nöfn sigurvegaranna f Víðavangshlaupi ÍR frá fyrstu tíð: 1916: Jón J. Kaldal, IR 1917: Jón J. Kaldal, tR 1918: ólafur Sveinsson, IR 1919: ólafur Sveinsson, IR 1920: Þorgiis Cíuðmundsson, (JMFDR 1921: Guðjón Júlíusson, AD 1922: Guðjón Júlfnsson, AD 1923: Guðjón Júlfusson, ÍK 1924: Geir Gígja, KR 1925: Hallgrímur Jónsson, A 1926: GeirGígja, KR 1927: Geir Gfgja, KR 1928: GeirGígja, KR 1929: Jón Þórðarson, KR 1930: Viggó Jónsson, GR 1931: Oddgeir Sveinsson, KR 1932: Gfsli Finnsson, KV 1933: Bjarni Bjarnason, IB 1934: Bjarni Bjarnason, IB 1935: Gfsli Albertsson, IB 1936: Sverrir Jóhannesson, KR 1937: Sverrir Jóhannesson, KR 1938: Sverrir Jóhannesson, KR 1939: Sverrir Jóhannesson, KR 1940: Haraldur Þórðarson, Stj. Dals. 1941: Óskar A. Sigurðsson, KR 1942: Sigurgeir Arsælsson, A 1943: Haraldur Þórðarson, A 1944: Sigurgeir Arsælsson, A 1945: Haraldur Björnsson, KR 1946: Þórður Þorgeirsson, KR 1947: Þórður Þorgeirsson, KR 1948: Stefán Gunnarsson, A 1949: Stefán Gunnarsson, A 1950: Stefán Gunnarsson, A 1951: Stefán Gunnarsson, A 1952: Krístján Jóhannsson, IR 1953: Kristján Jóhannsson, lR 1954: Kristján Jóhannsson, UMSE 1955: Svavar Markússon, KR 1956: Stefán Arnason, UMSE 1957: Kristján Jóhannsson, IR 1958: Haukur Engilbertsson, UMSB 1959: Haukur Engilbertsson, UMSB 1960: Kristleifur Guðbjörnsson, KR .1961: Kristleifur Guðbjörnsson, KR 1962: Kristleifur Guðbjörnsson KR 1963: Kristleifur Guðbjörnsson, KR 1964: Þórarinn Arnórsson, IR 1965: Kristleifur Guðbjörnsson, KR 1966: Halldór Guðbjörnsson, KR 1967: Halldór Guðbjörnsson, KR 1968: örn Agnarsson, UlA 1969: Þórður Guðmundsson, UBK 1970: Halldór Guðbjörnsson, KR 1971: Halldór Guðbjörnsson, KR 1972: Ágúst Asgeirsson, IR 1973: Ágúst Asgeirsson, IR 1974: Agúst Asgeirsson, IR í dag, þegar Víðavangshlaup ÍR fer nú fram í 60. sinn á sumardagmn fyrsta, 24. apríl 1975, flytur íþrótta- félag Reykjavfkur beztu sumarkveðj- ur og þakkir fyrir hin margvíslegu störf f þágu íþróttanna og framgang þeirra undanfarin 60 ár. Þátttakendum f hlaupinu f dag árnar félagið allra heilla. Gleðilegt sumar! Jakob V. Hafstein, fyrrverandi formaður ÍR Valur — ÍA í dag I DAG fer fram einn ieikur i meistarakeppni KSl. Eru það bikarmeistarar Vals og Islandsmeistarar 1A sem mætast á Melavell- inum. Er þetta seinni leikur liðanna i keppninni, en Valsmenn unnu leikinn á Akranesi í fyrri umferðinni. Sfðar kom svo i ljós, að þar hafði Valur teflt fram leikmanni sem átti með réttu að vera f keppnisbanni, Inga Birni Albertssyni, en honum var vfsað af leikvelli f leik Vals og Fram f sfðasta leik Islandsmótsins f fyrra — kæruleiknum fræga. Samkvæmt nýjum reglum KSI mátti vfsa Val úr keppninni fyrir brot þetta og dæma félagið f 50 þúsund króna sekt, en aganefndin tók hins vegar ekki svo hart á málinu, þar sem f Ijós kom að um hreint óviljaverk var að ræða af hálfu Valsmann- anna. Hins vegar var Val dæmdur leikurinn á Akranesi tapaður, þannig að staðan í meistarakeppninni fyrir leikinn f dag er sú, að Keflavfk hefur hlotið 3 stig, Akranes 2 stig og Valur 1 stig. 1 dag fer svo fram einn leikur í Litlu-bikarkeppninni og leika þá Keflavfk og Hafnarf jörður f Keflavfk. A morgun, föstudag, fer fram einn leikur f Reykjavfkurmótinu f knattspyrnu: Fram og Ármann leika á Melavellinum kl. 19.00. Þessi leikur átti annars að fara fram 27. aprfl, en var færður til vegna landsliðsæfinga. Annar leikur sem færður hefur verið til af sömu ástæðum er leikur Ármanns og Víkings sem fram átti að fara 4. maf, en hann verður á Melavellinum 30. aprfl kl. 19.00. Derby meistari DERBY County hlaut I gærkvöldi Englandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu 1975, er Ipswich eina liðið sem gat náð Derby að stigum, gerði jafntefli í leik sínum við Manchester City, sem fram fór f Manchester, 1—1. Þar með voru möguleikar Ipswich að ná Derby að stigum úr sögunni. Derby County varð siðast Englands- meistari árið 1972, og varð að vonum mikill fögnuður f herbúð- um liðsins, er fréttir um úrslit leiksins í Manchester spurðust. Tveir aðrir leikir fóru fram í ensku 1. deildar keppninni f gær- kvöld. Chelsea og Sheffield United gerðu jafntefli 1—1 á heimavelli Chelsea, og hefur Chelsea þar með náð Tottcnham og Luton að stigum, og verður því um mikla baráttu að ræða hjá botnliðunum á laugardaginn. Þá sigraði Newcastle Arsenal 3—1. 1 2. deild léku Sheffield Wednesday og Aston Villa f Sheffield og lauk leiknum með stórsigri Villa, 4—0, og hefur Villa þar með tryggt sér rétt til þcss að lcika f 1. deild að ári. 1 fyrrakvöld fór fram leikur Southampton og Cardiff og lauk honum með sigri fyrrnefnda liðs- ins, 2—0. Leeds, Bayern, Ferencvaros, í úrslitum Evrópubikarkeppninnar ÞAÐ VERÐA Leeds United frá Englandi og Bayern Múnchen frá Vestur-Þýzkalandi sem leika til úrslita um Evrópubikar meistara- liða f ár. 1 gærkvöldi gerði Leeds jafntefli við Barcelona á Spáni og Bayern Múnchen sigraði franska liðið St. Etienne með tveimur mörkum gegn engu. 1 fyrri leik Leeds og Barcelona, sem fram fór f Englandi hafði Leeds sigrað 2— l.xog jafntefli 0—0 hafði orðið f fyrri leik Bayern Múnchen og St. Etienne. 1 Evrópubikarkcppni bikarhafa leika ungverska liðið Ferencvaros og sovéska liðið Dynamo Kiev til úrslita. 1 gærkvöldi gerði Feren- cvaros jafntefli 2—2 við Rauðu stjörnuna frá Júgóslavíu, en fyrri lcikinn hafði Ferencvaros unnið 2—1. Dynamo Kiev tapaði fyrir PSV Eindhoven frá Hollandi á útivelli 1—2, en Sovétmennirnir höfðu sigrað f fyrri leiknum 3—1. Til úrslita í UEFA- bikarkeppninni leika svo FC Twente frá Hollandi og Borussia Mönchengladbach frá Vestur- Þýzkalandi. Borussia vann Köln f seinni leik liðanna, sem fram fór í fyrrakvöld, 1—0, og Twente sigraði ítaiska liðið Juventus, 1—0, en jafntefli hafði orðið í fyrri leik þeirra. — Sagt eftir . . . Framhald af bls. 38 Þá var það ánægjulegt að mér skyldi takast að skora þessi þýðingarmiklu mörk úr hornunum, það vill nefni lega oft gleymast að það er hægt að skora þar lika. Framundan eru strangar æfingar þvi við ætlum okkur að verða með i Evrópukeppni bikarmeistara. Nú svo heldur maður nú alltaf i vonina um að maður fái einhverntima að spreyta sig með landsliðinu. en kannski fær maður aldrei tækifæri til þess?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.