Morgunblaðið - 24.04.1975, Síða 14

Morgunblaðið - 24.04.1975, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1975 Mestu flotaæfingarnar er Rússar hafa haldið Aðallega œfingar í aðgerð- um gegn kafbátum að sögn flotasérfrœðinga FLOTAÆFINGAR Rússa á heimshöfunum undanfarna daga eru hinar umfangsmestu sem þeir hafa haldið.en þær virtust vera að fjara út samkvæmt fréttum í gær miðvikudag. Skip og flugvélar frá Bandaríkjunum, Bret- landi, Hollandi, ttalíu og Noregi hafa fylgzt með æfingunum sem virðast hafa byrjað fyrir um það bil einni viku. Atlantshafsbandalagið hefur samræmt eftir- lit þeirra með æfingunum og floti bandalagsins hefur einnig fylgzt með þeim. Mikill fjöldi sovézkra herskipa hefur sézt taka þátt í flotaæfingunum á Noróur-Atlantshafi og langfleygar flugvélar og kafbátar hafa einnig tekið þátt í þeim. Sérfræðingar telja of snemmt að fullyrða nokkuð um tilgang æfinganna og skilgreina þær en haft er eftir talsmanni brezka sjóhersins að svo virðist að hann hafi aðallega verið sá að æfa aðgerðir gegn kafbátum. Eitt af því sem bendir til þess er að í æfingunum hefur verið beitt flotaflugvélum sem eru sérstaklega útbúnar til aðgerða gegn kafbátum. Morgunblaðið hefur aflað sér upplýsinga um flotaæfingarnar f nágrenni Islands frá norskum hernaðaryfirvöldum. Þessar upp- lýsingar (sem eru sfðan á þriðju- dag) fara hér á eftir: Astandið við Island „Á svæðinu frá strönd Finn- merkur, á Islandshafi og Norður- sjó og til svæðisins austur af Jan Mayen og lslands og á hafinu milli Islands og Skotlands og suð- ur af Islandi og vestur af írlandi hafa Rússar haft rúmlega 60 her- skip af ýmsum gerðum i flota- æfingum sinum, herskip jafnt sem kafbáta, bæði kjarnorku- knúna og venjulega. Þarna hafa verið þung beitiskip, tundurspill- ar, eldflaugaskip og njósnaskip, rannsóknaskip, birgða- og hjálparskip og þeim hefur verið skipt i deildir. Þyngdarpunktur æfinganna hefur kannski verið milli Islands og Jan Mayen. Skipin hreyfðu sig lítið alla síð- ustu viku en jafnframt hafa verið mikil umsvif flugvéla, sem hafa flogið frá herstöðvum i norðri, meðfram strönd Noregs og út á Islandshaf. Þegar ljóst varð að hér var um umfangsmiklar flota- æfingar að ræða létu brezk her- skip og herskip frá öðrum NATO- löndum úr höfn og fylgdust með rússnesku skipunum svo að býsna mörg herskip hafa verið á hafinu. Auk þess héldu NATO-löndin tvær minniháttar flotaæfingar á Norðursjó. I þessu sambandi hafa báðir aðilar haldið uppi að heita má eðlilegu eftirliti með herskip- um hvor annars. Undanfarinn sólarhring (það er mánudag og þriðjudag) virðist hafa dregið úr rússnesku æfingunum. Herskipin hafa dreifzt og mörg yfirgefið deildir sínar og virðast á leið heim til stöðva sinna. Æfingunum virðist því munu ljúka innan skamms." Gegn kafbátum Frá Ed Blanehe, fréttamanni Associated Press í London fékk Mbl. eftirfarandi upplýsingar um fiotaæfingarnar á þriðjudag: Að minnsta kosti 14 skip frá Bretlandi, Bandarikjunum, Dan- mörku, Vestur-Þýzkalandi, Hol- landi og Noregi fylgjast með flota- æfingum Rússa á Norður- Atlantshafi. Flotasérfræðingar Atlantshafsbandalagsins i Lond- on segja að allt að 220 sovézk herskip taki þátt i æfingunum sem kallast „Okean 75“ og fara fram á Atlantshafi, Islandshafi, Norðursjó, Miðjarðarhafi, Persa- flóa, Indlandshafí og Kyrrahafi. Siðustu meiriháttar flotaæfingar Rússa á heimshöfunum fóru fram 1970. Þær stóðu i þrjár vikur og 200 skip tóku þátt í þeim. Talsmaður NATO í London seg- ir að tilgangur flotaæfinganna að þessu sinni virðist þríþættur: 1 fyrsta lagi segir hann aö aðal- lega virðist hafa verið um að ræða æfingaaðgerðir gegn kafbátum. Hins vegar neitaði hann að segja nokkuð um það hvort aðgerðir Rússa miðuðu að því að hrinda hugsanlegri árás vestrænna kaf- báta búnum eldflaugum á Sovét- ríkin. í öðru lagi segir að orðið hafi vart vaxandi aðgerða lang- fleygra flotaeftirlitsflugvéla. Auk þess hafi sézt til æfingaskipalesta sem í hafi tekið þátt floti hjálpar- skipa, þár á meðal olíuflutninga- skip og rannsóknarskip. Vitað er að sérfræðingar bandariska flot- ans hafa fylgzt náið með æfingun- um til að ganga úr skugga um hvort Rússum hefur tekizt að auka hæfni sína til að koma birgð- um og vistum til hins mikla flota síns á úthöfunum, enda hefur það verið talinn veikur hiekkur hjá Rússum á liðnum árum. I þriðja lagi getur verið um að ræða fjar- skiptaæfingar í stórum stíl. Vitað er að vestrænir flotasérfræðingar hafa mikinn áhuga á að fylgjast með því hvernig sovézkir flota- foringjar hafa eftirlit með hinum dreifða herskipaflota sínum á út- höfunum og stjórna honum. Sovézki œfingaflotinn Brezka blaðið Daily Telegraph birti á mánudag meðfylgjandi uppdrátt sem sýndi stöðu sov- ézku herskipanna, sem hafa tekið þátt f flotaæfingunum, eins og hún var þá og eftirfar- andi skýringar: 1) Beitiskip vopnað eldflaug- um af Kresta-gerð, beiti- skip vopnað eldflaugum af Kanin gerð og tundurspillir vopnaður eldflaugum af Kanin-gerð og tundurspillir vopnaður eldflaugum af Krivak-gerð. 2) Eitt Kresta-beitiskip. Venjulegt beitiskip af Sverdlov-gerð og tveir Kri- vak-tundurspillar. Brezku freigáturnar Nubian, Danae og Londonderry hafa fylgzt með skipunum á haf- inu við lsland. 3) Krivak-tundurspillir og þrjú hafrannsóknaskip. Þau halda kyrru fyrir og brezka freigátan Scylla fylgist með þeim. 4) Eldflaugatundurspillar af gerðunum Kashin og Kild- in. Brezka frcigátan Jupi- ter fylgdist með þeim er þeir sigldu suður á bóginn 5) Eldflaugabeitiskip af Kara-gerð og lítið olfuskip. Bandarlsk eftirlitsflugvél tilkynnti að þau héldu kyrru fyrir. 6) Eitt beitiskip af Sverdlov- gerð, eitt beitiskip af Kynda-gerð, tveir Kashin- tundurspillar og fjögur önnur herskip og hjálpar- skip. Þau liggja við akkeri á Sollum-flóa I Ifbýskri land- helgi. Brezki eldflauga- tundurspillirinn Kent er á þessum slóðum. 7) Um 20 skip þar á mcðal Sverdlov-beitiskip, tvö önn- ur stór herskip, tveir tund- urduflaslæðarar og geim- vfsindaskip. Desmond Wettern, sérfræð- ingur Daily Telegraph I flota- málum, bætir þvf við að á Kyrrahafi hafi Bandarfkja- menn séð fjórar flotadeildir — undan Kamchatka-skaga, á Jap- anshafi, austur af Japan og norðvestur af Karólfnu-eyjum. Þegar þetta kort var gert var vitað að fleiri sovézk herskip væru á leið frá Kola-flóa nyrzt í Sovétríkjunum, en eins og kemur fram I upplýsingum Ed Blanche, fréttamanns AP, olli það heilabrotum að ekkert sást til stærstu herskipa Rússa, þyrlumóðurskipsins Moskva sem er 18.000 lestir og systur- skips þess, Leningrad, og enn fremur að deild 12 skipa 400 mílur vestur af lrlandi skipti sér i þrjár deildir og tvær deildir við tsland sameinuðust f tvær. Kortið sýnir ennfremur helztu flotahafnir Rússa í vest- urhluta Sovétrfkjanna. Veldur heilabrotum Starfsmenn NATO hafa verið varkárir í bollaleggingum sínum um æfingarnar en hin virta og óháða herfræðistofnun Institute of Strategic Studies sagði að eng- inn stór sovézkur árásarfloti virt- ist hafa verið dreginn saman. Það hefur líka valdið ýmsum starfs- mönnum NATO heilabrotum að ekkert hefur sézt til stærstu her- skipa Rússa, þyrlumóðurskipanna Moskva og Leningrad sem hvort um sig eru 18.000 lestir. Atferli sovézku skipanna hefur einnig valdið starfsmönnum NATO heilabrotum. Nokkrar deildir hafa haldið kyrru fyrir á Atlants- hafi samkvæmt skýrslum sem hafa borizt frá skipum er hafa fylgzt með þeim. Tóif skipa deild, 400 mílur vestur af strönd Ir- lands, skipti sér í þrjár deildir og þrjár litlar flotadeildir undan strönd lslands sameinuðust í tvær deildir í byrjun vikunnar. Á Atlantshafi er talið að séu fimm stórar sovézkar flotadeildir. I þessum flota er 5.150 lesta eld- flaugabeitiskip af Kresta-gerð, beitiskip af Sverdlov-gerð, tund- urspillar búnir eldflaugum af gerðunum Kanin og Kildin og þar að auki kafbátar, skip sem fylgj- ast með geimferðum og tundur- duflaslæðarar. Um allan heim Um 20 sovézk skip, þar á meðal beitiskip af Sverdlov-gerð, hafa sézt á Persaflóa, einni helztu oliu- siglingaleiðinni til Vesturlanda. Margir - varnamálasérfræðingar telja að þetta svæði sé ein helzta þungamiðja sovézku æfiriganna. Auk þess hefur sézt til lang- fleygra sovézkra flugvéla á Karibahafi og við Vestur-Afriku. Á Kyrrahafi hefur bandariski flotinn séð til ferða fjögurra sov- ézkra flotadeilda, allt frá Japans- hafi til Karólinueyja. Talsmaður NATO sagði aó æfingarnar á Kyrrahafi jöfnuðust á við æfing- arnar á Atlantshafi. „Það er líka heilmikið um að vera á Indlands- hafi," sagði hann. Indlandshaf er einnig mikilvæg siglingaleió olíu- flutningaskipa og umsvif sov- ézkra herskipa hafa stóraaukizt þar á undanförnum árum. Samkvæmt „Jane’s Fighting Ships", hinu áreiðanlega breska riti um herskipaflota heimsins, hefur herskipaflota Rússa verið breytt í úthaldsmikinn og lang- drægan sóknarflota. A þeirri for sendu telja ýmsir sérfræðingar að tilgangur sovézku æfinganna að þessu sinni sé ef til vill sá fyrst og fremst að prófa hæfni þessa flota til aðgera um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.