Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRIL 1975 11 ur sínum á happafleytunni „Hermóói" og lögðu þannig barn- ungir sitt af mörkum í haröri og óvenju samstilltri lifsbaráttu stórrar barnafjölskyldu á erfiðum tímum. Það er þannig engin til- viljun, að sjómennska og sjávar- útvegur hefir orðið ævistarf þeirra allra að meira og minna leyti. Systkinin eru þessi: Kristín Anna, búsett á Isafirði, gift Asgeiri Sigurðssyni vélstj. frá Bæjum, Þuriður, gift Arnviði Björnssyni, pípulagningam. á Húsavík, Gunnar skipstjóri, kvæntur Kristínu önundard. frá Neskaupstað, Þórður skipstj., kvæntur Vigdísi Birgisd. frá Salóme Gunnarsdótt- ir frá Barði—Áttrœð 1 DAG heilsar sumri á áttræðis- afmæli sinu vestur á Isafirði sómakonan Salóme Gunnarsdótt- ir. Ég á von á þvi, að það verði margt um manninn i Mjógötu 3, hjá þeim hjónum Sölu og Hermanni frá Barði, eins og vinir þeirra kalla þau gjarnan, en á Svalbarði í Ögurvík áttu þau heima sín beztu manndómsár, og ólu þar upp stóran barnahóp — samhent hjón og farsæl í sínu einkalifi. Ég á bágt með að ímynda mér, að nokkurn tíma hafi hrokkið styggðaryrði á milli þeirra hjóna á langri vegferð gegnum lifið og ósjaldan hefi ég heyrt Hermann láta í ljós hljóð- láta, einlæga aðdáun á mannkost- um konu sinnar. Salóme fæddist 24. apríl 1895 að Eyri í Skötufirði og ólst þar upp hjá foreldrum sinum, Gunnari bónda Sigurðssyni og Kristinu Önnu Haraldsdóttur konu hans, til 4ra ára aldurs, er móðir hennar lézt fyrir aldur fram frá stórum barnahöpi. Gunnar brá þá búi og fluttist nokkru síðar suður til Bessastaða, þar sem hann gerðist ráðsmaður hjá Skúla alþingism. Thoroddsen. Salóme dvaldist þar í eitt ár með föður sinum, þá lá leiðin aftur vestur, — að höfuð- bólinu Ögri við Djúp, þar sem hún ólst upp til fuliorðinsára hjá Þur- íði Ólafsdóttur húsfreyju, ekkju bændaskörungsins Jakobs Rósin- karssonar. Arið 1918 giftist hún Hermanni Hermannssyni, hinum mesta ágætismanni, komnum af kjarna- fólki af Ströndum og við Djúp. Ungu hjónin dvöldu 8 fyrstu hjúskaparár sín í Ögri. 1 Ögurhús- inu voru vistarverur margar og rúmgóðar og á háaloftinu, sem varð húsnæði þeirra ungu hjón- anna, voru lokrekkjur að fornum sið. Þegar börnunum fjölgaði byggðu þau Hermann og Salóme sér hús á landskika utar með Ögurvíkinni og kölluðu að Sval- barði, í daglegu tali jafnan stytt I Barð. Þar bjuggu þau næstu 19 árin eða fram til ársins 1945, er þau fluttust til Isafjarðar, þar sem þau hafa búið síðan. Þá voru börnin orðin 11 talsins, 5 dætur og 6 synir, þau elztu uppkomin, þau yngstu enn á barnsaldri. A þessum árum, hin illræmdu kreppuár þar innifalin, var út- vegur stundaður frá ögurvík og Ögurnesi af dugnaði og harðfylgi. Um 100 manns, þar á meðal stórar barnafjölskyldur, munu þá hafa búið á þessum slóðum. Fólkið lifði á góðum fiski úr hinni gjöfulu „gullkistu Vestfjarða“, sem nú er illu heilli tæmd og þurrausin, lik- lega í senn fyrir duttlunga náttúr- unnar og mannlega skammsýni. En það var aldrei neinn kreppu- svipur yfir Barðs-heimilinu þótt vafalaust hafi húsfreyjan jafnan þurft að halda spart á, eins og raunar flestir Islendingar á þess- um tíma. Glókollar í hverju horni — fallegir og fjörugir krakkar, ilm- andi kaffi og ný jólakaka á borð- um, hlýtt og elskulegt viðmót gestrisinna húsbænda setja sinn svip á endurminngu mína um komu að Barði, hvort sem hún var í sambandi við kirkjuferð í ögur, barnapróf eða gleðskap f ung- mennafélagshúsinu. I húsinu á Barði, þótt ekki væri það ýkja stórt, var alltaf nóg rúm fyrir gesti og gangandi, þó að stór væri hópurinn, sem fyrir var. Og ógleymanleg verður mér desem- bernóttin, þegar við, ungviðið heiman úr Vigur, vorum háttuð niður i glóðvolg bólin á Barði, svefnlaus og skipsvana. Þá hafði skollið saman í norðan stórhríð, á meðan Ögursveitungar, ungir sem gamlir, skemmmtu sér að jólasið við söng og dans, og bátar á vík- inni orðið fyrir áföllum. Barnalán þeirra Barðshjóna er mikið. Dæturnar fimm og synirn- ir sex — öll hið mesta atgervis- fólk, svo sem þau eiga kyn til. Þeir voru ekki háir í loftinu, bræðurnir, þegar þeir byrjuðu að sækja sjóinn með Hermanni föð- Húsavík, Sigriður, Karitas, gift Steingrími Birgiss., trésmiðam. á Húsavík, Sverrir alþingism., kvæntur Grétu Kristjánsd., kiæð- skeram. Isafirði, Gísli Jón, fram- kvstj., kvæntur Jónínu Einarsd., Halldór skipstj. á ísafirði, kvæntur Katrínu Gísladóttur, Guðrún Dóra, gift Þóri Þórissyni vélstj., og Birgir rekur lestina, starfandi hjá S. Þ. við kennslu í sjómennsku og sjómannsfræðum í Malasiu, kvæntur Öldu Sig- tryggsd. frá ísafirði. Salóme er fríð kona og bjartleit, yfir öllu hennar fasi hvílir í senn mildi og reisn. Háöldruð stendur hún enn keik og óbuguð, þótt líkamlegu þreki hafi hnignað nokkuð. A þessu merkisafmæli hennar minnist ég gamalla og góðra kynna okkar Vigurfólks við hana og fjölskyldu hennar með þakklæti og virðingu. Með henni og Björgu móður minni var jafn- an einkar kær og einlæg vinátta. Þeim lét vel að hittast í góðum hópi, þegar skotizt var yfir álinn til skrafs og ráðagerða um sitt- hvað, sem laut að áhugamálum og Félog með þjálfað starfslið i þjónustu við þig félagsstarfi í Ogursveit, á meðan byggð stóð þar með meiri blóma en nú. Fjölmargir afkomendur þeirra Salóme og Hermanns, frændur þeirra og vinir frá gamalli og nýrri tíð munu í dag senda hinni áttræðu öðlingskonu hlýjar kveðjur og árnaðaróskir á hið notalega heimili þeirra hjóna á Isafirði. Lifðu heil, heiðurskona, og til hamingju með langt og dáðríkt ævistarf. Sigurlaug Bjarnadóttir. Sjötíu sinnum iviku Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða í Evrópu og Bandarikjunum. Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost. Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar, Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á íslandi. 500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum okkar í 30 stórborgum erlendis. Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis. Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni, þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur framhaldið i samvinnu við flest flugfélög heims, sem stunda reglubundið flug, og fjölda hótela Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi- legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo mætti verða. FLUCFELAG LOFTLEIDIR ISLAJVDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.