Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRIL 1975 Hlutverka- skipti í skíða- brautunum Á SUNNUDAGINN verður hlut- verkaskipti á keppnisbrautum skiðafólksins í Bláfjöllum. Oftast eru það hinir fullorðnu sem standa fyrir mótum barna- og unglinga, en á sunnudaginn mun ungt skiðafólk úr Ármanni og ÍR standa fyrir og sjá um fram- kvæmd á „Öldungakeppni" á skíðum í Bláfjöllunum, og gefst þarna kjörið tækifæri fyrir þá sem komnir eru af bezta „skíða- aldrinum" til þess að spreyta sig. — Við ætlum að hafa braut- irnar mjög léttar, sagði Kristinn Sigurðsson, einn unglinganna, sem fyrir móti þessu stendur, — svo að allir eiga að geta farið í gegnum þær. Og auðvitað vonum við að sen} flestir mæti þarna til þátttöku, og þá helzt pabbar og mömmur þeirra unglinga sem mest hafa verið á skíðum í vetur. Keppt verður í þremur aldurs- flokkum karla og tveimur flokk- um kvenna. Aldursflokkar karla verða 35—40 ára, 41—45 ára og 46 ára og eldri, en kvennaflokkarnir verða fyrir 35—45 ára og 46 ára og eldri. Mótið hefst kl. 13.00 á sunnu- daginn við Skíðaskála Ármanns í Bláfjöllum, en nafnakall verður hins vegar klukkustundu fyrr, eða kl. 12.00. r jmM ■ v Wm ÍMii I W ' Jll Bikarmeistarar FH 1975: Efri röð frá vinstri: Helgi Ragnarsson, Arni Guðjónsson, Geir Hallsteinsson, Þórarinn Ragnarsson, Krist- ján Stefánsson, Sæmundur Stefánsson, Ólafur Einarsson, Örn Hall- steinsson, liðsstjöri, Ingvar Viktorsson, formaður handknattleiks- deildar FH. Fremri röð: Jön Gestur Viggösson, Gils Stefánsson, Birgir Finnbogason, Magnús Ólafsson, Gunnar Einarsson, Örn Sigurðsson og Guðmundur Arni Stefánsson. • • ________ Orþreyttir Framarar misstu bikarinn til FH-inga í lokin Víkingar BADMINTONDEILD Víkings gengst fyrir innanfélagsmóti í badminton í íþróttahúsi Réttarholtsskóla laugar- daginn 26. aprll n.k. Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik karla og ungl inga, og er öllum félögum Vlkings hsimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist til Sigurðar Jóhannessonar I síma 34161 og Þor- steins V. Þórðarsonar I slma 38524 fyrir 24. aprll n.k. GUDJÖN Jónsson þjálfari Fram tók mikla áhættu f bikarúrslitun- um við FH I fyrrakvöld. Hann lét sex af sjö leikmönnum liðsins leika í heilar 60 mínútur án hvíld- ar, þ.e. allan leikinn út i gegn. Þessir leikmenn eru vissulega burðarásar liðsins og höfðu nærri því fært félaginu bikartitilinn en þeir þoldu bara ekki þetta mikla álag. Undir lok leiksins, á mikil- vægustu mínútunum, voru þeir orðnir örþreyttir og misstu leik- Sagt eftir leikinn Gunnar Einarsson, fyrirliði FH: -Ég er sérstaklega ánægður með sigurinn I þessum leik Við höfum stefnt markvisst að þessu eftir ófarirnar I fslandsmótinu. Stemningin var mjög góð I hópnum fyrir leikinn og þegar svo er getur það ekki endað með öðru en sigri þótt hann hafi verið heldur naumur I þetta sinn. Ég var satt að segja orðinn hræddur um tlma I seinni hálfleik að við ætluðum að missa af lestinni en þegar við fórum að sla á fann ég að við myndum hafa það, enda voru Framararnir augsýnilega orðnir mjög þreyttir. Það var gaman að kveðjuleikurinn skyldi verða sig- urleikur, ég fer utan til Göppingen I byrjun júnl." Evrópuleikir Um sfðustu helgi fóru fram tveir leikir f Evrópubikarkeppni landsliða f knatt* spyrnu í 1. og 5. rióli. I 1. riðli sigraði Tékkóslóvakía Kýpur 4—0 (2—0) og f 5. riðli varð jafntefli f leik Italfu og Pól- lands 0—0 Staóan í þessum riólum er þannig: 1. rióill: England Tékkóslóvakfa Portúgal Kýpur 5. rióill: Pólland Holland ltalfa Finnland 3 2 1 0 8—0 5 2101 4—3 2 1010 0—0 1 2 0 0 2 0—9 0 3210 5—1 5 2 2 0 0 6—2 4 2011 1—3 1 3003 2—8 0 Mansfield í 3. deild Mansfield tryggði sér sigur f ensku 4. deildar keppnínni f knattspyrnu f fyrra- kvöld með þvf að sigra Scunthorpe með sjö mörkum gegn engu f leik liðanna. Mansfield-liðinu hefur vegnað mjög vel I vetur og er eina liðið f ensku deilda- keppninni f knattspyrnu sem ekki tapaði ieik i heimavefli. 1 fyrrakvöfd sigraði svo Chester Hartlepool 1—0, og tryggði sér þar með rétt til þess að lefka f 3. deild næsta vetur. Þriðja fiðið sem feerist upp úr4. deildinni er Shrewsbury. Arnar Guðlaugsson, fyrirliði Fram: „Við vorum með þennan leik i hendi okkar og þvl mjög ergilegt að tapa honum. Við þoldum einfaldlega ekki pressuna og héldum ekki höfði á mikilvægustu augnablikunum. Eins bætti þreytan ekki úr undir lokin. Loks má nefna dómarana sem mér fundust okkur óhagstæðir en það er hins vegar ekki réttlátt að skella skuldinni á þá." Geir Hallsteinsson, þjálfari og leik- maður FH: „ Ég er vissulega ánægður að enda minn þjálfaraferil hjá meist- araflokki FH með sigri I bikarkeppn- inni. Ég hef lært það I vetur, að það fer ekki saman að vera bæði leik- maður og þjálfari, maður verður aldrei nema hálfur I báðum hlut- verkum. Þvl hef ég ákveðið að láta af þjálfun og stefni að þvl að verða I toppformi næsta ár. Þessi leikur við Fram var erfiður enda Fram alltaf erfiður andstæðingur. Framarar leika alltaf af skynsemi og það gerðu þeir I þessum leik allt þar til úthaldið brást. Ég held að þeir hafi goldið þess mjög að skipta ekki inná, t.d. þegar staðan var orðin 14:10 þeim I vil." Guðjón Jónsson, þjálfari Fram: „Ég get nú ósköp lltið sagt enda varla búinn að ná mér eftir þessi miklu vonbrigði. Við vorum óskap- lega klaufskir að tapa þessu svona niður. Við reyndum t.d. mjög ótlma- bær skot I lokin. Þá má ekki gleyma blessuðum dómurunum sem mér fundust vera okkur óhagstæðir t.d. þegar þeir ráku Pálma útaf fyrir engar sakir." Þórarinn Ragnarsson, leikmaður FH: „Það var mikil stemning hjá okkur fyrir þvl að vinna þennan leik og ég er mjög glaður yfir því að það skyldi takast. Annars fannst mér eitt athyglisvert koma fram I leik okkar og það sama á við um mörg önnur íslenzk lið, þ.e. hve illa okkur gengur að halda boltanum og leika skyn- samlega. Það endast engir til að hlaupa svona endalaust milli sóknar og varnar eftir allt of stuttar sóknir. Framhald á bls. 39 inn úr höndum sér og bikarinn yfir til FH, — bikar sem virtist þeirra eign alveg fram í lokin. Eftir á virðist þetta óskynsamleg ráðstöfun hjá Guðjónú enda þreyta leikmanna Fram ásamt frábærum endaspretti Þórarins Ragnarssonar helztu orsakir þess, að leikurinn snerist ( höndum Framara. — Eg taldi mig þurfa á þessum leikmönnum að halda, var svar Guðjóns, er blaðamaður Mbl. ræddi við hann að leik lokn- um. Og hann bætti þvf við, að leikir Fram i vetur hefðu flestir verið svo jafnir og tvísýnir, að ekki hefði verið möguleiki á því að reyna ungu leikmennina eins og æskilegt hefði verið og því hefði hann einfaldlega ekki haft nóg af reyndum leikmönnum til skiptanna. Lokatölur leiksins urðu 19:18, FH I vil, eftir að stað- an hafði verið 10:9 Fram I hag í hálfleik. Sigurmark FH kom 30 sekúndum fyrir leikslok og var Þórarinn Ragnarsson þar að verki. Sem sagt, FH bikarmeist- ari á handknattleik 1975. FH byrjar vel Fyrir leikinn fengu tveir leik- manna Fram blómvendi, fyrirlið- inn Arnar Guðlaugsson fyrir 200 leiki og Jón Sigurðsson markvörð- ur fyrir 100 leiki. Að því búnu hófst leikurinn og það voru FH- ingarnir sem voru mun friskari i byrjun. Voru þeir bræður Gunnar og Ölafur Einarssynir þar fremst- ir í flokki. Gunnar var fyrirliði FH í leiknum enda hans síðasti leikur með FH í bili a.m.k. en hann heldur í júní n.k. til Þýzka- lands þar sem hann mun leika með Göppingen. FH-ingar komust í 2:0 og síðar í 4:2. Voru þeir á þessum tíma grimmir í sókninni en slakir í vörn og svo fór að Fram hafði jafnað metin þegar 10 minútur voru af leik, 4:4. Hélzt leikurinn síðan i nokkru jafnvægi fram til hálfleiks nema hvað Frömurum tókst einstaka sinnum að ná forystu, mest tvö mörk, 9:7. Rétt fyrir hlé var staðan 1Q:9 Fram i vil og miklir möguleikar á því að auka þá forystu þegar tveir FH-ingar voru reknir af velli með stuttu millibili. En öllum til mik- illar furðu dæmdi Öli Olsen leik- töf á Framara og áttu menn að vonum erfitt með að skilja, að lið sem er með 6 menn á móti 4 úti á vellinum sé að reyna að tefja leik- inn. En ekki þýðir að deila við dómarann og Framarar höfðu því aðeins eitt mark yfir i hálfleik, 10:9. Fram nær góðu forskoti Fram lék með óbreytt lið allan fyrri hálfleikinn og þótti það að vonum einkennilegt en menn áttu eftir að verða enn meira undrandi þegar á leikinn leið. Geir skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins fyrir FH og staðan var 10:10. En næstu fjögur mörk skoraði Fram og virtist komið með vinnings- stöóu, 14:10. I þessari stöðu hefði það augsýnilega verið skynsam- legast að skipta eitthvað af fasta- mönnum Fram útaf, en það ráð var ekki tekið og þeir Guðjón, Arnar, Sigurbergur, Pétur, Pálmi og Hannes látnir leika áfram. Fór þreytan brátt að gera vart við sig hjá þeim og sóknin varð þung- lamaleg. FH-ingar minnkuðu muninn en ekki tókst þeim að jafna metin fyrr en 6 mínútur voru eftir, 17:17. Á næstu mínút- um gerðist margt, Geir var rekinn af velli, Árni kom Fram yfir 18:17 og þegar tvær mínútur eru eftir fékk Pálmi reisupassann. A þess- um teimur mínútum innsiglaði Þórarinn sigur FH með tveimur mörkum úr horninu en hann sýndi afbragðsgóðan leik siðustu minúturnar. Framarar fengu tækifæri til að rétta hlut sinn en ótímabær skot komu i veg fyrir það. Lokasekúndurnar reyndu Framarar allt hvað af tök að jafna metin en án árangurs og sigur FH-inga var þar með i höfn. Liðin FH-ingar léku ekki sannfær- andi handknattleik lengst af i þessum leik. Þeir byrjuðu ágæt- lega í sókninni en voru að sama skapi slakir í vörninni framan af. Vörnin og markvarzlan löguðust heldur þegar á leikinn leið en þá dofnaði aftur á móti yfir sókninni og það var ekki fyrr en Þórarinn byrjaði að finna smugur í horninu undir lokin að sóknarleikurinn fór að ganga aftur. Þeir bræður Gunnar og Ólafur voru ásamt Þór- arni atkvæðamestir i sókninni en Geir lék þar minna hlutverk en oft áður. Víðar Simonarson lék ekki með að þessu sinni. Birgir markvörður varði litið framan af og kom Magnús Ólafsson þá í markið og stóð sig með mikilli prýði allt þar til Framarar fundu hans veiku hliðar og var honum þá snarlega kippt útaf. Stóð Birgir sig þokkalega það sem eftir var. Lið Fram stóð sig merkilega vel í leiknum þegar mið er tekið af álaginu á þessa fáu leikmenn og geta liðsins verður yfirhöfuð að teljast merkilega mikil þegar haft er í huga hve margir góðir leik- menn hafa hætt þar á allra síð- ustu árum. Það er einhver seigla i Frömurum sem fleytir þeim langt og þeir kunna þá kúnst að leika af skynsemi. I sókninni voru Pálmi og Hannes atkvæðamestir og Arnar var drjúgur í sinu nýja hlutverki sem útileikmaður. Guðjón markvörður varði oft á tiðum mjög vel, þar á meðal tvö vítaköst. Þessir menn voru allan timann inná ásamt þeim Sigur- bergi og Pétri en þeir Guðmund- ur Þorbjörnsson og Arni Sverris- son skiptust á um að vera inná og kom Arni einkar vel út úr leikn- um. I heildina var þetta allskemmti- legur leikur og mjög spennandi í lokin en gæði handknattleiksins voru oft ekki mikil. Mln. FH Fram 2. Gunnar 1:0 3. ólafur 2:0 3. 2:1 Pálmi (v) 5. Gunnar 3:1 5. 3:2 Arnar 7. Gunnar 4:2 8. 4:3 Pétur 8. 4:4 Pálmi 10. ólafur 5:4 12. 5:5 Pálmi (v) 13. 5:6 Pálmi (v) 13. ólafur 6:6 15. 6:7 Pálmi (v) 15. óiafur 7:7 19. 7:8 Hannes 20. 7:9 Arni 21. Sæmundur 8:9 25. Ólafur 9:9 26. 9:10 Hannes Hálfleikur 33. Geir 10:10 34. 10:11 Ilannes 36. 10:12 Arnar 37. 10:13 Pálmi (v) 38. 10:14 Hannes (v) 39. ólafur 11:14 42. Gunnar 12:14 44. 12:15 Arnar 45. Gunnar (v) 13:15 46. 13:16 Hannes 47. Þórarinn 14:16 50. Þórarinn 15:16 51. 15:17 Pálmi 52. Þórarinn (v) 16:17 54. Geir 17:17 57. 17:18 Arni 59. Þórarinn 18:18 60. Þórarinn 19:18 Mörk FH: Ólafur Einarsson 6, Gunnar Einarsson 5 (1 v), Þórar- inn Ragnarsson 5 (1 v), Geir Hall- steinsson 2 og Sæmundur Stefánsson eitt mark. Mörk Fram: Pálmi Pálmason 7 (5 v), Hannes Leifsson 5 (1 v), Arnar Guðlaugsson 3, Árni Sverrisson 2 og Pétur Jóhannes- son eitt mark. Brottvísanir af leikvelli: Örn Sigurðsson, Kristján Stefánsson og Geir Hallsteinsson úr FH, Arnar Guðlaugsson og Pálmi Pálmason úr Fram, allir reknir útaf i 2 mínútur. — SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.