Morgunblaðið - 24.04.1975, Side 19

Morgunblaðið - 24.04.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975 19 The Economist: Uppgangi spáð frá næsta ári, síðan öldudal Nordli arftaki Bratte- lis — Steen formaður Kenneth Kaunda Zambiuforseti hefur verið i heimsókn I Banda- rikjunum sfðustu daga. Þessi mynd var tekin í veizlu I Hvfta húsinu, þegar hann og kona hans, sungu og spiluðu fyrir gesti. Vakti upptroðslan mikinn fögnuð viðstaddra. MIKILL uppgangur mun taka við af núverandi samdrætti f heimin- um seint á næsta ári og standa f eitt ár en við mun taka annar og mikill samdráttur að sögn brezkra tfmaritsins The Economist. Það segir að efnahags- kerfið f heiminum geti orðið hættuiega óstöðugt, hvetur til að- gerða rfkisstjórna til að stöðva þróun f þá átt og telur nauðsyn- legt að haldin verði alþjóðleg ráð- stefna á þessu ári um eftirlit með fyrirsjáanlegri uppsveifiu á næsta ári. Blaðið óttast að hinni nýju upp- sveiflu muni fylgja stórhækkað verð á hráefnum og kaupkröfur sem muni leiða til óðaverðbólgu. Hins vegar megi hafa jákvæð áhrif á þröunina með réttum að- gerðum og komast hjá andvara- leysi sem hafi orðið til þess að enginn sá fyrir uppsveiflu áranna 1972—73 og fáir sáu fyrir sam- dráttinn 1974—75. Iðnaðarframleiðsla heimsins hafði dregizt saman um rúmlega 15% að meðaltali seint á síðasfa Minkarækt í Nor egi dregst saman Ósló 23. apr. NTB. KNUT R. Mörk, framkvæmda- stjóri í Samtökum loðdýrafram- leiðenda í Noregi, hefur skýrt norská blaðinu Aftenposten svo frá, að minkarækt muni dragast saman um 15—20 prósent á næstu mánuðum, vegna hins erfiða ástands á loðskinnnamarkaðin- um. Svo lágt verð fæst fyrir minkaskinnin nú að mörg minka- bú hafa verið lögð niður. Norðmenn hafa fram að þessu framleitt um 10% af heimsfram- leióslu af þessari vörutegund. ári miðað við 5'A% árlega meðal- aukningu 1954—74 og blaðið tel- ur að samdrátturinn hafi aukizt ennþá meir fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Nokkrar heiztu for- sendur blaðsins fyrir spádómum þess um fyrirsjáanlega upp- sveiflu eru þær að framleiðslu- getan haldist óbreytt, það er 5H%, aó iðnaðarframleiðsla OECD-landanna minnki ekki frá næstu mánaðamótum, og að stöðugur efnahagsbati verði frá miðju árinu til ársloka í þá átt að aukning iðnaðarframleiðslunnar geti aftur orðið 5 54%. Þannig seg- ir blaðió að bilið milli fram- leiðslugetunnar og raunverulegr- ar framleiðslu verði um það bil 15%. Blaðið segir að rikisstjórnir muni reyna að mjókka þetta bil þar sem atvinnuleysi muni halda áfram að aukast fram á næsta ár, þótt framleiðsla aukist, verð- bólgan virðist yfirleitt minnka og verð á hráefnum að lækka. Til aó koma atvinnuleysi niður á sama stig og á árunum 1954—74 verði iðnaðarframleiðsla OECD- landanna að aukast 15% meir en 5lA% meðalaukningu þeirra ára. Á einu ári verði vöxtur að nema 20%, á tveimur árum 13%, á þremur árum 10%. Mesta aukningin til þessa hafi verið 1972—73 þegar hráefnaverð tvö- faldaðist. Uppgangur á við þann sem var 1972—73 muni aðeins að nokkru leyti færa atvinnuleysið nióur í það sem það var áður en samdrátturinn hófst. Uppgangur- inn verði að vera þrisvar sinnum meiri en hann var 1972—73 ef atvinnuleysið eigi að færast alveg niður á sama stig og fyrir sam- dráttinn. Ef uppgangurinn verður álíka mikill í hinum ýmsu löndum gerir blaðið ráð fyrir að honum fylgi 5—10% verðbólga. Það gerir ráð fyrir að uppsveiflan berist frá löndum þar sem harðast er barizt gegn veróbólgu (Bandaríkjunum, Þýzkalandi, og ef til vill Japan) til annarra landa sem séu seinni á sér og sein að örva eftirspurn og þar sem verðbólgan sé mest og greiðsluhalli mestur (Frakklandi, Italiu og Bretlandi). Þau lönd sem taki forystuna muni auðvelda öðrum löndum að fylgja á eftir, en blaðið varar við því að þrátt fyrir þenslu muni atvinnuleysi halda áfram að aukast í flestum löndum. Ósló, 23. apríl. NTB. REIULF Steen, sem kjörinn var formaður norska Verkamanna- flokksins á landsþinginu i Osló í dag mun að líkindum ekki verða forsætisráðherraefni flokksins, er Trygve Bratteli lætur af embætti eftir tvö ár, að loknum þingkosningum heldur Odvar Nordli, leiðtogi þingflokks Verka- mannaflokksins. Uppstillingar- nefnd flokksins komst einróma að þeirri niðurstöðu, að breyta bæri þeim reglum, að formaður flokksins yrði sjálfkrafa forsætis- ráðherra I stjórn, sem flokkurinn veitti forystu, en að hann beindi kröftum sínum óskiptum að flokksstarfinu, og að leiðtogi þingflokksins skyldi verða for- sætisráðherraefni. I miðstjórn flokksins voru kosn- Reiulf Steen. ir auk Steens, Gro Harlem Brundtland varaformaður, Ivar Leveraas ritari og aðrir i mið- stjórn, Trygve Bratteli, Odvar Nordli, Tor Aspengren, Gret Johansen, Lars M. Skytöen, Ingrid Eide, Hanrik Aasaröd og Turida Denkertsen. — Ingrid Eide felldi Helga Sivertsen við kosninguna og Turid Denkertsen felldi Jan Hal. Þá var á þinginu samþykkt, að í framtiðinni skuli stjórn Arbeider- bladets ráða aðalritstjóra blaðs- ins, en hann hefur undanfarið verið kjörinn af landsþinginu. Það kom nokkuð á óvart, að ekki skyldi fara fram kosning um formannsembættið, en að sögn stjórnmálafréttaritara var mikill klofningur meðal þingfulltrúa um hvor ætti að verða formaður Steen eða Nordli. I setningarræðu sinni hvatti Bratteli flokksmenn til að sýna einingu og sagði að það væri fyrsta markmið þingsins að finna starfsgrundvöll, sem gæti sameinað flokksmenn undir einn hatt, á því myndi pólitísk framtíð flokksins byggjast. Eftir þá ræðu munu fulltrúar hafa fallist á að fara ekki út i hart formannskjör, en samþykkja tillögu uppstilling- arnefndar. Hinn nýi flokksformaður, Karpov sæmdur sveigi: Minnist ekki á ein- VÍfíj við Fischer Moskvu 23. apr. AP Á MORGUN, fimmtudag, verður Anatoli Karpov formiega krýnd- ur heimsmeistari í skák af sov- ézka skáksambandinu og mun hann hljóta lárviðarsveig og gull- skjöld. Karpov er kominn til Moskvu af þessu tilefni og er hann ræddi við fréttamenn minntist hann ekki á hvort hugs- anlegt væri að samningar hæfust við Fischer um einvigi þeirra í millum. Karpov hafði áður látið f Ijós vilja til að slíkt einvígi færi fram. Fischer svaraði þvi síðan eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu, en engin viðbrögð hafa komið frá Karpov né sovézka - skáksambandinu. Karpov sagði við blaðamennina í dag að hann hefði búið sig vel undir það einvígi, sem hann hafði talið að þeir Fischer myndu heyja, en „bandariski stórmeist- arinn hefði ekki verið reiðubúinn að tefla, af ástæðum, sem honum væru sjálfsagt bezt kunnar sjálf- um.“ Odvar Nordli. Reiul Steen, er 42 ára að aldri og hefur hann nú klifraó upp í efsta þrep metorðastigans i flokknum. Hann varð ritari i æskulýðsfylk- ingu flokksins árið 1958 og for- maður hennar 1961—64, er hann tók við starfi ritara i þingflokk- inum og síðustu 10 árin hefur hann verið varaformaður flokks- ins. Hann varð samgönguráðherre í stjórn þeirri, sem Bratteli mynd- aði um vorið 1971, en er Bratteli myndaði nýja stjórn eftir kosn- ingarnar 1973, kaus Steen að hverfa aftur til flokksstarfsins og hefur upp frá þvi stjórnað flokks- starfinu. Reiulf Steen fæddist i Sætre við Hurum 1933 og eftir gagnfræða- skólapróf starfaði hann sem verkamaður i verksmiðjum í þrjú ár, uns hann gerðist blaðamaður við blaðið Fremtiden í Drammen. Gierek til Svíþjóðar Varsjá23. apr. Keuter. EDWARD Gierek, flokksleiðtogi pólskra kommúnista, mun fara í opinbera heimsókn til Sviþjóðar i boði Olofs Palme, forsætisráð- herra, í byrjun júni. Pólska fréttastofan PÁP sagði frá þessu í gærkvöldi. Vaclev Haval: Lífið í Tékkóslóvakíu ein- kennist afkvíða og sljóleika London, 23. apr. AP. „ÁSTANDIÐ I Tékkóslóvakíu fer stöðugt versnandi og sú ein- ing, sem reynt er að fá fólk til að trúa að riki þar, er blekking ein og staðreyndin er sú að samfélagið einkennist af kviða, spillingu og sljóleika," segir i opnu bréfi tékkneska leik- skáldsins Vaclev Haval. Sendi hann bréfið til Gustavs Husaks leiðtoga tékkneska kommún- istaflokksins, en það hefur ekki verið birt opinberlega. 1 dag birtust kaflar úr bréfinu í brezku blöðunum Guardian og Times og sagði i Guardian að bréfið hefði einnig verið sent hinni opinberu tékknesku fréttastofu. Það fylgir fréttum um málið að verk Havels hafa ekki verið gefin út né leikrit eftir hann leikin i Tékkóslóvakíu síðan ár- ið 1969 og hefur Havel starfað í ölgerð i noróurhluta Bæheims. Nokkur leikrita hans, þar á meðal „The Garden Party“ og „The Memorandum" hafa verið sýnd á Vesturlöndum. Havel segir i bréfi sinu að þær aðgerðir til kúgunar og bælingar sem áður hafi verið notaðar, tíðkist að vísu ekki i sömu mynd og áður. Fólk þurfi ekki beinlínis að óttast um lif sitt, en það óttist um lifsviður- væri sitt og atvinnu og klær stjórnvalda teygi sig inn á hvert eitt svið. Segir hann að flestir þiggi mútur, allt frá ráð- herruntogniður úr, enda myndi ekkert verk verða unnið, ef mútur væru ekki boðnar. Havel var ásamt þeim Ludvik Vaculik, Pavel Kohout, Alex- ander Kliment og Ivan Klima, sem hvað mest létu á sér bera í þiðunni i Prag árið 1968. Hann var einlægur stuðningsmaður umbótastefnu Alexanders Dub- ceks. Hann og ofannefndir fé- lagar hans voru reknir úr tékk- neska rithöfundasambandinu árið 1970, en þar höfðu þeir gegnt trúnaðarstörfum. Þegar Havel fékk þekkt austurriskt bókmenntaverðlaun árið 1969, var tilkynnt um að aflýsa þyrfti athöfninni, með örstuttum fyr- irvara, vegna þess að Havel fékk ekki leyfi til aó fara frá Tékkóslóvakíu og veita verð- laununum viðtöku. Bréf Havels til Husaks er langt og itarlegt og er þar gerð úttekt á stöðu menningarmála i landinu nú og fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.