Morgunblaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAl 1975
( S r
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
f
CAR RENTAL
T2 21190 21188
LOFTLEIÐIR
(§
BÍLALEIGAN—
51EYSIR
CAR RENTAL
24460
28810
PIONŒŒTl
Útvarpog stereo, kasettutæki
FERÐABILAR h.f.
Bilaleiga, sími 81260.
Fólksbílar — stationbílar
— sendibílar — hópferðabilar.
BILALEIGAN
MIÐBORG H.F.
sími 19492
Nýir Datsun-bilar.
Vélapakkningar j
Dodge '46—'58,
6 strokka.
Dodge Dart '60—'70, f
6—8 strokka.
Fiat, allar gerðir.
Bedford, 4—6 strokka,
disilhreyfil.
Bjick, 6—8 strokka.
Chevrol. '48 — '70,
6—8 strokka.
Corvair
Ford Cortina '63—'71.
Ford Trader,
4—6 strokka.
Ford D800 '65 — 70.
Ford K300 '65—'70.
Ford, 6—8 strokka,
'52 —'70.
Singer — Hillman —
Rambler — Renault,
flestar gerðir.
Rover, bensín- dísilhreyfl-
ar.
Tékkneskar bifreiðar allar
gerðir.
Simca.
Taunus 12M, 17M og
20M.
Volga.
Moskvich 407—408
Vauxhall, 4—6 strokka.
Willys '46 — '70.
Toyota, flestar gerðir.
Opél, allar gerðir.
Þ.Jónsson&Co.
Símar 84515—84516.
Skeifan 17.
Lausnin fundin
Formenn st jórnmálaf lokk-
anna leiddu sarnan hesta sina í
sjónvarpssal í fyrrakvöld. Þar
var m.a. ræddur vandi út-
gerðarinnar, mikiil haliarekst-
ur og yfirstandandi verkfall á
stærri togurunum. Formaður
Alþýðubandalagsins kom fram
með fullyrðingu þess efnis, að í
raun væri ekki halli á útgerð
togara, heldur umtalsverður
gróði, verðbólgugróði, sem
ásamt öðrum hliðstæðum gróða
mætti skattleggja (verðbólgu-
skattur) til stuðnings útgerð-
inni, m.a. til að rísa undir
hærra kaupgjaldi.
Sem dæmi tók þetta nýja
„fjármálaséní" (Jtgerðarfélag
Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Það hefði að vísu verið rekið
með umtalsverðum rekstrar-
halla um árabil og greiðslu-
erfiðleikar þess væru miklir,
eins og hjá útgerðinni almennt.
Ef hinsvegar útgerðin seldi all-
ar eignir sínar, þ. á m. þrjá •
skuttogara, ætti hún fjármuni
umfram skuldir að fjárhæð 600
milljónir. Hér kæmi sá verð-
bólgugróði í Ijós, sem væri eðli-
lcgur gjaldstofn til skattlagn-
ingar til stuðnings útgcrðinni!
Jafnvel þótt gengið væri út
frá því, að þessar tölur væru
réttar myndi söluverð þriggja
skuttogara félagsins og annarra
eigna nægja (að frádregnum
skuldum) fyrir smíðakostnaði
eins sllks skips í dag. Verðbólg-
an hefur að vfsu hækkað þessi
skip I verði, eins og t.d.
húseignir landsmanna, en sölu-
verð þessara eigna I dag, hvort
sem um er að ræða skip eða
fasteignir borgaranna, gera þó
naumast meira en að nægja
fyrir nýjum eignum af sömu
gerð. Og raunar sjaldnast það
þegar um útgerð er að ræða.
Þessi umtalaði verðbólgugróði
er því hæpinn hagnaður þegar
grannt er skoðað.
Að skattleggja útgerðarfélag,
sem sannanlega er rekið með
verulegum halla, og á I umtals-
verðum greiðsluerfiðleikum,
til að gera þvf kleift að mæta
auknum rekstrarkostnaði, er
ein sú fáránlegasta kenning,
sem „st jórnmálaleiðtogi“ hefur
leyft sér að bera fram um lang-
an aldur. Hún felur raunar í
sér að launþegi í Reykjavík,
eða öðrum stað á landinu, sem
berst i bökkum við að eignast
eigin fbúð, njóti svo mikils
verðbólgugróða, að hann þurfi
ekki kaupmáttaraukningu
launa sinna, sé miklu fremur
heppilegur gjaldstofn nýrrar
skattheimtu!
Samstaða vinstri
afla um afnám
vísitölu og
gengislækkun
Það, sem einkenndi þessar
sjónvarpsumræður, voru inn-
byrðis deilur vinstri aflanna.
Fulltrúi Alþýðuflokksins taldi
rætur vandans í efnahagsmál-
um ekki sfzt f stefnu og störfum
vinstri stjórnarinnar. Fulltrúi
Framsóknarflokksins sagði
samtök frjálslyndra og vinstri
manna hafa fellt vinstri stjórn-
ina og hafa komið f veg fyrir, að
frumvarp til laga um viðnám
til verðbólgu hefðu ekki náð
fram að ganga á sinni tíð. Full-
trúi samtakanna sagði Fram-
sóknarflokkinn hafa notað
fyrsta tækifæri, sem Alþýðu-
flokkurinn hefði gefið honum í
vinstri viðræðunum, til að
mynda rfkisstjórn með Sjáif-
stæðisflokknum. Og þannig
koll af kolli.
Þessar umræður leiddu m.a. í
Ijós, að það var vinstri stjórnin
með aðild allra þáverandi
stjórnarflokka, sem rauf sam-
band kaupgjalds og vfsitölu.
Ennfremur að vinstri flokkarn-
ir höfðu komið sér saman um
verulega gengislækkun og sams
konar hliðarráðstafanir, sem
síðari ríkisstjórn nýtti. Hækk-
un opinberrar þjónustu fólst og
í efnahagsráðagerðum vinstri
flokkanna. Söluskattshækkun,
hækkað bensíngjald og svokall-
að verðjöfnunargjald á raf-
magni (sem nú er 13% ofan á
raforkuverð) vóru f samkomu-
lagsdrögum vinstri flokkanna.
Og Magnús Kjartansson samdi
raunar frumvarpið að lögum
um verðjöfnunargjald. Hann
var og höfundur að frumvarp-
inu um járnblendiverksmiðju í
Hvalfirði. Þannig höfðu vinstri
öflin f raun ákveðið og heit-
strengt flest það, sem þau deila
harðast á núverandi ríkisstjórn
fyrir. Þau treysta því nú að það
sé gleymt, sem geymt er í
minni hins almenna borgara,
að þrátt fyrir sundurlyndið,
vóru þessi öfl öll sammála um
samskonar efnahagsúrræði og
nú er I meginatriðum farið eft-
ir. Af því leiðir að orð þeirra nú
falla marklaus, enda töluð hol-
um rómi hræsninnar.
Opið bréf til Jóhönnu Kristjónsdóttur
formanns Félags einstæðra foreldra
AUCI.VSINÍiASIMINN EK:
22480
I TILEFNI af bréfi yðar til þing-
manna langar mig að spyrja, hvað
er Félag einstæðra foreldra, er
þér veitið forstöðu? Er það félags-
skapur beggja foreldra og þá sami
réttur hjá báðum? Eða er það
kannski fámennur hópur kvenna,
sem hafa ekki annað áhugamál en
það að sjá barnsfeður sína og
kannski fyrrverandi eiginmenn
fótum troðna af þjóðfélaginu, og á
flótta allt sitt lif undan alltof
þungum meðlagskröfum? Það
virðist koma litið annað frá þvi,
og finnst manni að ætti þá að
breyta um nafn á félagsskapnum.
Svo mörg bréf eru búin að birtast
i dagblöðum þess efnis að karl-
maðurinn — faðirinn — skuli
kúgaður að öllum rétthugsandi
manneskjum hlýtur að ofbjóða sú
yfirnáttúrlega eigingirni og
frekja í þessum konum, svo mað-
ur tali nú ekki um hugsana-
skekkjuna, sem felst í öllu saman.
Þér byrjið bréf yðar til alþingis-
manna í Morgunblaðinu 6. maí
ósköp failega, og talið um að í
lýðræðisþjóðfélagi þyki ráða-
mönnum það sjálfsögð og eðlileg
vinnubrögð að taka ákveðið tillit
til hinna ýmsu hópa þjóðfélags-
ins. Mig langar að spyrja, hvaða
hópur er það sem Félag einstæðra
foreldra tekur tillit til? Svo mikið
er víst, að það eru ekki feðurnir
sem njóta þess tillits, ekki einu
sinni til hálfs við móðurina, þó
jafnréttið sé í hávegum haft í
orði. Ég spyr, þvi má karlmaður-
inn ekki lifa, þó að hann hafi
orðið svo óheppinn að lenda í
hjónabandi, sem ekki gat þróast.
Þið konur, sem kallið ykkur rauð-
sokkur og öðrum fallegum nöfn-
um, blásið og hvæsið um það
hversu lengi það eigi að liðast, að
karlmaðurinn geti hlaupið frá
öllu saman. Og alltaf er það hon-
um að kenna á ykkar mælikvarða.
En hve mörg hjónabönd ætli fari
út um þúfur fyrir ótryggð og
ómerkilegheit konunnar, og svo
er manninum kennt um allt sam-
an, hann er ræfillinn.
Hve oft heyrir maður ekki þess-
ar upphrópanir: Ég held að hann
sé ekki of góður til að borga, og
ætti að borga helmingi meira.
Þær hljóta að gleyma þvi að þetta
eru bara mannlegir menn, sem
eiga sinn rétt til að lifa eðlilegu
lífi rétt eins og konan.
Þennan sama brodd er að finna
í bréfi yðar til þingmanna. Yður
fínnst að meðlag eigi að vera tólf
þúsund kr. á mánuði með barni.
Þér hljótið að gleyma þeim hópi
manna, sem á að greiða þá upp-
hæð frá sínu heimili, eða takið
þér það ekki með i reikninginn?
Né heldur i hvaða aðstöðu konan
er sem tekur við meðlaginu. Oft-
ast giftast konur aftur og jafnvel
efnamönnum, en samt fá þær
meðlag frá fyrri manni, þó að þær
þurfi ekkert áþví að halda. Þarna
er stórt gat í löggjöfinni. Konur
ættu ekki að eiga rétt á meðlagi
eftir að þær eru búnar að fá fyrir-
vinnu, hvort sem það er gifting
eða ekki. — Nú er meðlagsaldur
til seytján ára. Hve margt ung-
mennið ætli sé ekki farið að sjá
um sig sjálft fyrir þann aldur, og
samt fær móðirin meðlag og faðir-
inn fær að borga.
I þeim tilfellum sem faðirinn
hefur verið með börnin, og alið
þau upp, hefur konan aldrei borg-
að honum meðlag, og ekki einu
sinni verið krafin um meðlags-
greiðslu. Af hverju skyldi það
vera? Og meira en það.
Karlmenn sem halda heimili
með börnum sinum fá ekki und-
anþegið skatti kaup, sem þeir
greiða fyrir gæslu barnanna á
meðan þeir eru í vinnu.
Nei, að taka tillit til hinna ýmsu
hópa þjóðfélagsins er greinilega
ekki yðar sterka hlið, og ég vil
benda yður á að kynna yður það
hugtak rækilega áður en þér
stingið niður penna næst á opin-
berum vettvangi, en nóg um það.
Eins og ég vék að áðan, er oft
talað um að karlmenn hlaupi frá
konu og börnum. Skyldu karl-
menn vera meiri hlaupagarpar en
konur? (Kannski) En það er vist
að þér getið ekki dæmt í því máli
almennt séð frekar en aðrir.
Astæður fyrir samvistarslitum
hjóna eru vafalaust beggja sök og
sitt á hvað. Þvi er það ófær mál-
flutningur að kenna alltaf mann-
inum um ef ilia fer í hjúskap, eins
og alltaf vill koma fram hjá rauð-
sokkum og öðrum með álika
brenglaðan hugsanahátt.
Annað er það að maðurinn fær
engar bætur þó hann lendi í
hjónaskilnaði, og enga fyrir-
ereiðslu að neinu leyti neinstaðar.
Oft er það að faðirinn gengur út
af sínu heimili og lætur konu og
börnum eftir meiri part af öllum
sínum eigum. Siðan á hann að
byrja upp á nýtt kannski með
tvær hendur tómar, og engan
stuðning frá þvi opinbera (eins
og þann stuðning sem konur fá,
sem þannig er ástatt um).
Hann kvænist aftur og á
kannski tvö til þrjú börn sitt á
hverju árinu og hvað gerist þá?
Hvernig á maður að sjá fyrir
konu og þremur börnum um leið
og hann þarf að borga þrjátíu og
sex þúsund kr. á mánuði með öðr-
um þremur börnum frá fyrra
hjónabandi. Ef við tökum dæmið
eins og þér viljið hafa það að
meðlagið verði tólf þúsund kr. á
mánuði með barnið.
Nú langar mig að setja upp ör-
litið dæmi um aðstöðu hjóna sem
skilja og bera saman hag þeirra.
Konan:
Við skilnaðinn fékk hún for-
ráðarétt yfir börnunum. Það þyk-
ir eðlilegt að börnin fylgi móður-
inni, enda sterk tengsl þar á milli,
og viðtekin regla í öllu dýraríkinu
að afkvæmi fylgi móður. Þó eru
ýmsir öfuguggar sem ekki skilja
það. Því fólki er ekki hægt að
hjálpa. Eðlilegar tilfinningar er
ekki hægt að gefa fólki, það getur
skaparinn einn gert. Samt er sorg-
legt að til skuli vera fólk með svo
gallað tilfinningalíf að því finnist
sjálfsagt að afkvæmum sé skipt
eins og húsgögnum, nóg um það.
Við skilnaðinn missti hún leigu-
húsnæði, sem þau bjuggu í, en
Félagsmálastofnunin hljóp strax
undir bagga, og sótti hún þangað
sína húsaleigu fyrir toppibúð, og
þar kemur að hlunnindunum er ’
ég vék að áðan, en allar konur
passa sig að þegja sem best yfir,
þegar þær eru að aumka sig yfir,
hvað þær eigi nú bágt.
Dæmið Iitur þannig út fyrir
hana:
Miðað við núverandi ástand:
Frá borginní húsaleigust. kr. 20.000.00
Meðlag frá föður. kr. 20.478.00
Mæðralaun. kr. 12.703.00
Fjölskyldubætur kr. 2.334.00
Vinna hennar frá 1—6. kr. 30,100.00
Hennar laun = kr. 85.615.00
Barnaheimilisvist Fyrir 2 börn, elsta í skóla. kr. 10.000.00
Hennar laun= kr. 75.615.00
Maðurinn:
Vinnur á miðtaxta Dagsbrúnar og hefur 41.984.00 á mánuði. Eng- in hlunnindi. Það sem hann þarf að greiða af sínum launum er.
Meðlag kr. 20.478.00
Ilúsaleiga. kr. 9.000.00
Fæði á veitingastað. kr. 20.000,00
= kr. 49.478.00
Aðeins þrír liðir inn í strand. og strax kom-
Jóhanna Kristjónsdóttir, form.
Félags einstæðra foreldra: Yður
hefur víst aldrei komið til hugar
að stinga niður penna og skrifa
um þennan hóp þjóðfélagsins, og
huga að því hvernig honum reiðir
af í lífinu. Yður er kunnugt um að
maður, sem borgar með þremur
börnum, greiðir kr. 245.736.00 á
ári.
En er yður kunnugt um að af
verulegum hluta upphæðarinnar
greiðir maðurinn skatt. Og svo frá
siðferðislegu sjónarmiði séð. Er
það sæmandi nokkurri þjóð að
eiga í sínum hópi manneskjur
sem svo gersamlega eru sviptar
öllum möguleikum i lífinu.
Það getur enginn venjulegur
launamaður séð af svo stórum
hluta launa bótalaust og Iifað
jafnframt eðlilegu lífi. Því það
hlýtur að vera hinn eðlilegi gang-
ur lffsins, að menn, sem af ein-
hverjum orsökum lenda i óheppi-
legum hjúskap og skilnaður varð-
ur, giftast aftur og verði heimiiis-
feður. Það er þá, sem 6.826.00 kr.
geta verið mikið svo ekki sé nú
talað um 12,000.00 kr.
Yður þykir það sjálfsögð og
eðlileg vinnubröð af ráðamönnum
þjóðarinnar að taka tiilit til hinna
ýmsu hópa, það finnst mér lika.
En mér finnst það ekki sjálf-
sögð og eðlileg vinnubrögð að mis-
muna svo freklega fólki, eins og
gert er i þessu tilfelli, og flestum
öðrum ámóta eins og sést best á
samanburðinum hér að framan.
Mér finnst eins og þessar rauð-
sokkur séu að reyna að læða inn
einhverri annarlegri keppnis-
hugmynd milli karía og kvenna,
sem auðvitað er tóm firra, því
auðvitað eiga maður og kona aó
styðja hvort annað en ekki að
vera í innbyrðis deilum um hvort
er hærra sett.
Annað er það, að konan verður
aldrei jafnoki karlmannsins,
hvernig sem hún reynir, og ham-
ast og rífst, nema á einstaka sviði,
enda lögmálið það að þau bæti
hvort annað upp. Kona getur ver-
ið lögregluþjónn, en hvað gerist
ef kemur til átaka?
Kona getur verið bílstjóri, en
hvað gerist ef bilar?
Konur geta keppt í iþróttum en
ekki nema við konur, ekki keppa
þær við karlmenn.
Mér finnst að þér og yðar líkar
ættu að hugleiða þetta allt saman
og taka alla hópa með í dæmið en
ekki bara aðra hliðina á hverju
máli, áður en þið heimtið meira.
Inga Fanney Jönsdcttir.