Morgunblaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAl 1975
Eyjólfur E. Jóhannsson
rakarameistari - Minning
Fæddur 3. mars 1892.
Dáinn 14. maí 1975
„Vertu trúr allt til dauða
og ég mun gefa þér lífsins
kórónu."
Ekki veit ég hvort þessi oró
hafa verið töluð til Eyjólfs, er
hann á fermingardaginn kraup í
fyrsta sinn á æfinni frammi fyrir
altari guðs, en þegar ég byrjaði að
skrifa þessi fátæklegu minn-
ingarorð um hinn látna vin minn,
þá fannst mér samkvæmt þeim
kynnum, er ég hafði átt við hann
um áratugaskeið, að kjarni og
boðskapur þessara orða, væru
ávallt samofin lífi hans og starfi.
Eg mun ekki rekja æfiferil
Eyjólfs E. Jóhannssonar, því ég
veit, að það munu aðrir gera. En á
kveðjustund leita fram í hugann
minningar þess Iiðna og það eru
svo sannarlega ljúfar minningar,
er geyndar eru i hug minum, sál
og hjarta.
Kynni okkar Eyjólfs hófust
fyrir um það bil 30 árum, og urðu
þau aðallega til vegna starfs okk-
ar í Baröstrendingafélaginu í
Reykjavík, hann vareinn af stofn-
endunt þess félags og starfaði
ávallt í anda hins sanna, trausta
og fórnfúsa félaga til velfarnað-
ar þess. Hreinskilni, einiægni og
festa voru þeir eiginleikar, er
Eyjólfur átti i svo ríkum mæli.
Hann gegndi margháttuöum
trúnaðarstörfum fyrir Barðstrend
ingaféiagið, sat i stjórn þess um
miirg ár. var l'yrstu árin gjaldkeri
þess. og nú soinni árin endurskoð-
andi Hann var ávallt albúinn þess
að rella íraiii hjálparhönd, hvort
sem um var að ræða fyrirgreiöslu
eða fé. Hann var kjörinn heiðurs-
félagi Barðstrendingafélagsins á
25 ára afmæli þess árið 1969, og
vil ég nú að leiðarlokum og ég
veit að ég túlka þar hug allra
félagsmanna, votta minningu
hans virðingu og þakklæti.
Hin persónulega vinátta okkar
Eyjólfs var bundin ýmsum unaðs-
legum stundum öðrum en sam-
starfi okkar í Barðstrendinga-
félaginu. Á meðan konan mín
lifði áttum við hjónin oft samleið
um byggðir Barðastrandarsýslu
með Eyjólfi og hans ágætu konu,
Þórunni. Við hvildumst þá oft í
blómskrýddum lyngbrekkum og
teyguðum í vitund okkar fegurð
hinnar stórbrotnu náttúru. Án-
ingarstaðir voru allajafna Hótel
Bjarkalundur og Flókalundur að
ógleymdri Munaöstungu i Reyk-
hólasveit, þar sem við oft nutum
gestrisni og góðvilja hjá Júliönnu,
systur Eyjólfs, sem á þeim árum
bjó þar með tveimur dætrum sín-
um. Júlíana andaðist fyrir nokkr-
um árum, en dætur hennar búa
þar enn.
Á þessari samfylgd nutum viö
hjónin og nú síðuslu árin ég einn
ógleymanlegrar vinátlu þessara
hjóna.
A stundum gleðinnar var
Eyjólfur hrókur alls fagnaðar,
með skemmlilega kimnigáfu, en i
eðli sinu var hann alvörumaður,
og í hug hans lýsti ávallt frá því
ljósi, að trúin á guðlega forsjón
væri það afl, er skapaöi frið og
blessun hverju mannsbarni.
Síðustu samverustundir okkar
voru, þegar hann kom í heimsókn
til mín á 70 ára afmæli mínu 16.
apríl s.l., þá mjög farinn að
heilsu.
Þegar ég rifja upp þessar minn-
ingar, er hvitasunnudagur, ég
horfi á heiðríkju vorsins, sólin er
að ylja móður jörð, svo við fáum
notið hinnar fölskvalausu fegurð-
ar vors og sumars. Kæra frú Þór-
unn og aðrir ástvinir Eyjólfs, það
er trú mín, að ástvinur ykkar lifir
nú í hinu eilífa ljósi, þar sem er
eilíft vor, ég veit að svo er einnig
ykkar hugarfari háttað.
Löngu og farsælu æfistarfi er
lokið, ég er þakklátur og tel það
hamingju að hafa fengið að kynn-
ast góðum dreng, ég bið honum
blessunar guðs á leiðum hins ei-
lífa lifs.
Guðbjartur Egilsson.
Kveðja frá tengdadóttur.
Aldrei hefur mér fundist dag-
blöð rétturvettvangurtil að senda
kveðjur lil látinna ástvina, en nú
fer fyrir mér eins og svo mörgum
öðrum að sterk þörf knýr mig til
að skrifa þessi þakkarorð þegar
ég stend andspænis þeirri sáru
staðreynd að verða að kveðja
elskulegan tengdaföður minn
hinztu kveðju. Sorg víkur fyrir
fögrum minningum og hugur
verður altekinn þakklæti, þakk-
læti fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þessum stórbrotna persónu-
leika. Eg vil þakka birtuna í aug-
um hans og hlýtt handtakið þegar
hann bauð mig velkomna á
heimili sitt í fyrsta sinn, heimilið
sem átti eftir að verða mér svo
kært. Ég vil þakka sporin örlaga-
ríku sem stigin voru fyrir nærri
57 árum þegar tengdaforeldrar
minir gengu i hjónaband og var
upphaf að fegursta samspili
tveggja ólíkra einstaklinga og fá
að sjá og finna hvernig tvær sálir
geta sameinast í eina. Saman
brostu þau við barnahópnum sín-
um og saman stóðu þau þegar
dauðinn braust inn í sælureitinn
þeirra og hreif fyrirvaralaust með
sér fyrsta ávöxt samspilsins fagra,
unga bjarta dóttur í blóma lífsins.
Þá mættust tárvotir vangai; hend-
ur fléttuðust fastar saman en
nokkru sinni fyrr. Ég vil þakka
ferðimar sem við fórum saman
vestur í Reykhólasveit og hann
leiddi rrtig um bernskustöðvar sín-
ar. Þarna i einni fegurstu sveit
lands okkar átti tengdafaðir minn
sín bernsku- og æskuár og við hlið
hans fann ég töfra þessa um-
hverfis sem höfðu seytlast inn í
hjarta lítla drengsins og bjuggu i
brjósti hans alla tíð. Perlur minn-
inganna streyma endalaust og
þeim safna ég saman i dýrmætan
fjársjóð, fjársjóð sem verða mun
mér og börnum okkar hjóna birta
og ylur um ókomin ár. Birta og
friður var yfir ævikvöldinu og ég
veit að handan við móðuna miklu
stóð dóttirin unga og bjarta og
beið föður sins og nú leiðast þau
fagnandi inn í sumar hins eilífa
lífs.
Far þú i friði
friður guðs þig blessi
hafðu hjartans þökk
fyrir allt og allt.
Guðlaug Marteinsdóttir.
Þetta verður síðasta kveðjan
mín til afa. Með fátæklegum orð-
um langar mig til að þakka hon-
um fyrir allar gleði og ánægju-
stundirnar bæði þegar ég var hjá
honum á rakarastofunni og á
fallega heimilinu hans og ömmu
við Sólvallagötu.
Tómlegt verður að koma á
rakarastofuna þegar afi verður
ekki til að kyssa mig á kinnina og
spyrja hvernig okkur liði.
Það eru svo margar fallegar
minningar sem læðast um hug-
ann. Sterkust er þó myndin af
honum og ömmu. Þau voru alltaf
svo blíð og tillitssöm við hvort
annað og leiddust um göturnar
eins og nýtrúlofuð, þó sambúðin
væri orðin tæp 60 ár.
Alltaf var hann jafn snöggur i
hreyfingum og vinnusamur. Lík-
lega væru ekki mikil vandræði í
heiminum í dag ef allir væru jafn
heiðarlegir og samviskusamir og
hann var. Fátt var það sem hann
hafði meiri skömm á en leti og
aldrei heyrði ég hann kvarta,
nema þegar lítið var að gera á
stofunni. Starfsorka hans var
mikil og til vinnu mætti hann
sinn siðasta föstudag, og þegar við
komum til hans og ömmu, þá um
kvöldið var hann hress og kátur
að vana og hljóp meira að segja út
í búð til að sækja okkur hress-
ingu.
Stór er missir ömmu, en hún er
sterk og vonandi tekst okkur öll-
um afkomendunum að gera henni
lifið létt á ný.
Ég þakka elskulegum afa min-
um fyrir allar okkar samveru-
stundir.
Þórunn.
I dag þ. 23. maí, er gerð hér í
Reykjavik útför Eyjólfs E. Jó-
hannssonar hárskerameistara,
Sólvallagötu 20, en hann andaðist
í Borgarspitalanum þ. 14. þ.m.
Eyjólfur var fæddur að Kolla-
búðum i Þorskafirði i A-
Barðastrandarsýslu þ. 3. mars,
1892, og þar sleit hann barnsskón-
um.
Uppvaxtarár hans voru svipuð
og flestra annarra Islendinga í þá
daga, störf stundum meiri en orka
leyfði og aðbúð öll þætti víst ekki
mikils virði í dag.
Það átti ekki fyrir bóndasynin-
um af Barðaströndinni að liggja
að ganga í fótspor feðra sinna við
búsýslu í sveit. Hugur hans stóð
til einhverrar menntunar og vet-
urna 1911 til 12 og 1912 til 13
stundaði hann nám við Flens-
borgarskólann í Hafnarfirði.
Á þeim árum áttu tugir menn
ekki margra kosta völ á vinnu-
markaðinum, en Eyjólfur vissi að
guð hjálparþeim, sem hjálparsér
sjálfur, og i mai árið 1914 hófst
æfistarf hans og það fyrir hreina
tilviljun, að hann sjálfur sagði. Þá
byrjaði hann að raka og klippa
menn á Hótel Hafnarfjörður, og
því starfi hélt hann áfram til
dauðadags.
I nóvember 1923 stofnsetti
hann rakarastofuna að Banka-
stræti 12 í Rvik, og þar starfaði
hann til dauðadags.
Þann 26. maí 1918, steig Eyjólf-
ur mesta gæfuspor i sínu lifi.
Þann dag giftist hann eftirlifandi
konu sinni Þórunni Jónsdóttir f.
12/12 1895, frá Miðhúsunt á Mýr-
um. Samlíf þessara hjóna var með
miklum ágætum og heimili þeirra
að Sólvallagötu 20, sem stóð vin-
um þeirra ávallt opið, er fullt af
friði og hlýju.
Þeim hjónum varð 6 barna auð-
ið, en þau voru Helga Unnur sem
andaðist þ. 5/11 1948 og var gift
Markúsi Eiríkssyni; Gyða, gift
Georg Jónssyni blikksmíða-
meistara; Svana, gift Gisla J.
Sigurðssyni rafvirkjameistara;
Erla, var gift Magnúsi Þorláks-
syni, sem nú er látinn; Trausti,
hárskerameistari, giftur Grétu
Finnbogadóttir, og Bragi rafvirki,
giftur Guðlaugu Marteinsdóttur.
Allt er þetta myndarfólk og frá
þeim hjónum er þegar nokkur
ættbogi kominn.
Eyjólfur var traustur maður i
lifi og starfi, enda vinmargur.
Hann var sjálfstæður í skoðunum
og trúði meira á framtak einstakl-
ingsins en forsjá annarra.
Trúmaður var hann einnig og
hugur hans hallaðist að
spíritisma. Hann trúði á tilveru
mannssálarinnar eftir líkams-
dauðann.
Nú vona ég að honum hafi orðið
að trú sinni.
Þann 1. desember 1923 hóf ég
nám í hárskeraiðn hjá Eyjólfi. Þá
var Reykjavík lítill bær, en þó
nógu stór til þess að glepja ungl-
ing á gelgjuskeiði ef hann hefði
ekki notið handleiðslu og áhrifa
góðs fólks. Hin góða vinátta sem
til var stofnað með starfi minu
hjá Eyjólfi við hann sjálfan og
heimili hans fyrir rúmum 50 ár-
um, hefir verið mér á margan hátt
leiðarljós, enda bar aldrei skugga
þar á, hvort heldur lífið bauð upp
á skin eða skúrir.
Og þá er kominn tími til þess að
þakka Eyjólfi í síðasta sinr. fyrir
samveruna og öll samskipti en
það er gert hér með.
Ég bið sál hans blessunar og
ættingjunum sálarstyrks.
Aron Guðbrandsson.
+
Maðurinn mínn og faðir okkar,
BENEDIKT STEFÁNSSON.
lézt á Landspltalanum þriðjudaginn 20 maí Útförin fer fram I kyrrþey
að hans eigin ósk
Steinunn Árnadóttir,
Árni Benediktsson,
Stefán Benediktsson.
Eiginmaður minn. +
GUÐNI THORLAClUS,
Ránargötu 33,
lést aðfaranótt 22 maí.
Margrét Ó. Thorlacíus.
t
Unnusti minn og sonur,
JÓN GARÐAR, _
hljóSfæraleikari,
andaðist i Borgarspítalanum aðfararnótt 20. maí.
Dagmar Gunnarsdóttir,
Elís Bjarnason.
+
Bróðir minn,
JÓHANNES VALGEIR JÓHANNESSON.
frá Akranesi,
Eirlksgötu 35, Reykjavík.
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 23. mal kl 13.30.
Fyrir hönd ættingja,
Guðrún Jóhannesdóttir.
+
Móðir okkar og tengdamóðir
SVANHILDUR BALDVINSDÓTTIR,
sem andaðist I Heilsuverndarstöð Reykjavíkur föstudaginn 16 maí
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. mai kl 1 3 30.
Bragi Ásgeirsson Ólöf Halbaub
Kristín Ásgeirsdóttir Kolbeinn Pétursson.
Systir okkar +
GERÐUR HELGADÓTTIR
myndhöggvari
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju laugardaginn 23. maí kl. 10.30.
Blóm afþökkuð
Unnur Helgadóttir Ásgeir Bjarnason
Snorri Helgason Þórdls Jónsdóttir
Erlendyr Helgason.
+ Inmfegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, systur og ömmu
SIGRÍÐAR HAFSTEIN GRÖNDAL
Haukur Gröndal,
Páll Gröndal, Valgerður Gröndal,
Guðfinna Gröndal, Helgi Victorsson,
Gunnar Gröndal, Oddný Björgvinsdóttir,
Haukur Gróndal, Margrét Gunnlaugsdóttir,
Benedikt Gröndal, Hannes Hafstein,
og barnabörn.
Lokað í dag
vegna jarðarfarar
Eyjólfs E. Jóhannssonar.
Rakarastofan,
Bankastræti 12.