Morgunblaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAI 1975 27 Baldvin Tryggvason: Vandi Síðarí hluti íslenzkrar bókaútgáfu Sagt hefur verið, að útgefendur reyndu lítið sem ekkert að lækka útgáfukostnað og þar með útsölu- verð bóka. Slíkt er meginfirra. Eg veit ekki betur en það sé eitt meginviðfangsefni allra útgef- enda að draga úr útgáfukostnaði og reyna þannig að lækka bóka- verðið. En kröfur islenzkra bóka- kaupenda eru slíkar, að þeir líta varla við öðrum bókum en innbundnum. Við sem hér erum á bókaþingi getum verið sammála um, að þessi afstaða eigi ekki rétt á sér. En hún er fyrir hendi og það dugir ekki að berja höfðinu við steininn, hann moln- ar ekki fyrir það. Islenzkir bókaútgefendur hafa ekki sett fram óskir og þaðan af síður kröfur um beina opinbera styrki eins og t.d. starfsbræður okkar í Svíþjóð. Það sem við höfum farið fram á, er, að ríkið kosti allsherjar rann- sókn eða úttekt á stöðu íslenzkrar bókaútgáfu. Við gerum þetta ekki aðeins okkar sjálfra vegna heldur umfram allt vegna þeirrar hættu, sem við teljum að steðji að ís- lenzkri menningu ef sjálfstæð bókaútgáfa kemst I þrot. Raunar vita útgefendur hver staðan er, en yfirvöld og þjóðin öll verður að fá vitneskju um þetta frá öðrum en okkur útgefendum einum. Þá förum við fram á að sjálf- stæð bókaútgáfa i landinu sitji við sama borð og t.d. dagblaðaútgáf- an. Allskyns fríðindi og jafnvel beinir fjárhagslegir styrkir til dagblaðaútgáfu hafa verið rök- studdir með því að tryggja þurfi tjáningarfrelsi og frjálsa skoðana- myndun í landinu. Er tjáningarfrelsi nauðsynlegra í blöðum en í bókum og eru líkur til að skoðanamyndun verði frjálsari I landinu fyrir tilstuðlan dagblaðanna en bókanna? Það væri fróðlegt að fá að heyra svör við þessum einföldu spurningum. Sannleikurinn mun vera sá, að stjórnmálamennirnir og þar með löggjafarvaldið, stjórnarsinnar sem stjórnarandstaða, hafa átt svo ríkra hagsmuna að gæta að tryggja dagblaðaútgáfuna í land- inu, að þeir hafa sameinazt um að gæta hagsmuna blaðanna, en bækurnar hafa á hinn bóginn skipt þá minna máli, jafnvel engu þótt líklegt sé að söluskattur af blöðum færi ríkissjóði drýgri tekjur en söluskattur af bókum. Nú óskum við bókaútgefendur, að þessu misrétti verði aflétt og bæk- ur njóti sama skilnings og blöð. Og fyrsta skrefið í þá átt er að söluskattur af bókum verði felld- ur niður hið bráðasta, og þær njóti að því leyti sama réttar og blöðin. Á árinu 1974 er líklegt að sölu- skattur af islenzkum bókum hafí numið um 78 millj. kr. og á þessu ári er hann orðinn 20% álag eða 1/6 af útsöluverði hverrar bókar. En hvort er nú mikilvægara ís- lenzkri menningu, að rétta hlut íslenzkrar bókaútgáfu eða bæta hag ríkissjóðs um tæp tvö pro mill? Við útgefendur erum ekki i vafa hvort er réttara og ég er sannfærður um að niðurstaða stjórnvalda verður hin sama að vel athuguðu máli. Getum lært af Norðmönnum Fyrir um einum áratug ákváðu norsk stjórnvöld að fella alger-' lega niður söluskatt af bókum og sú skipan hefur haldizt ætíð siðan. Meginrök Norðmanna voru þau, að vegna smæðar hins norska málsamfélags og erfiðrar sam- keppnisaðstöðu norskra útgef- enda við erlenda starfsbræður væri brýnt að fella söluskattinn niður. Norðmenn eru rúmar 4 milljónir en við íslendingar 215 þúsund. I Bretlandi hefur aldrei verið lagður söluskattur á bækur nema e.t.v. á styrjaldarárunum. Bókaútgefendur í Svíþjóð vilja nú fella söluskattinn niður af bókum og benda á farsæla reynslu Norð- manna en stjórnvöld vilja halda söluskattinum en ræða um að veita þess í stað um 600 millj. ísl. kr. i styrki til útgefenda. Og I Danmörku og Finnlandi eru svip- aðar skoðanir uppi. Með öðrum orðum áiika vandi steðjar að milljónaþjóðunum, frændum okkar á Norðurlöndum, og við eig- um í, en Norðmenn einir hafa fyrir löngu leyst hann að nokkru með afnámi söluskattsins. Raunar gætum við lært ýmis- legt fleira af Norðmönnum að því er varðar skilning á nauðsyn sjálf- stæðrar bókaútgáfu í landinu. Árið 1965 voru þau lög sett af Stórþinginu, að norska rikið keypti 1000 eintök af sérhverju norsku skáldriti, sem út kæmi hjá bókaútgefendum í norska bókaút- gefendafélaginu og ríkið dreifir þessum bókum í norsku almenn- ingsbókasöfnin í landinu. Ástæðan fyrir þessari lagasetn- ingu var sú, að norskum skáld- ritum fækkaði stöðugt á markaðn- um með sama hætti og nú hefur verið að gerast hér hjá okkur. Islenzkir rithöfundar hafa tekið þetta mál upp á sína arma án sjáanlegs árangurs. Eg tel, að timi sé kominn til að við bókaútgef- endur styðjum þetta mál af heil- um hug. tJtlán almenningsbókasafna Jafnframt ber okkur að athuga gaumgæfilega hver áhrif sívax- andi efling og útlán almennings- bókasafna hafa haft á bókaútgáf- una. Eg get .tekið undir kröfur rithöfunda um greiðslur til þeirra fyrir útlán úr bókasöfnum, en ef nokkur jöfnuður á að nást, verða söfnin að hafa bækur þeirra á boðstólum. Þessvegna hlýtur sú krafa að fylgja, að söfnin kaupi bækur þeirra. Samkvæmt Hagtíðindum voru 256 almenningsbókasöfn á land- inu árið 1972, sem áttu þá samtals um 948.500 bindi. Útlán það ár voru um 1,5 millj. eða hvert bindi lánað út að jafnaði I 1 og Vt skipti. Útlán voru langsamlega mest i Borgarbókasafninu. Þar var hvert bindi lánað út að jafnaði 4 sinnum en i sveitabókasöfnum var aðeins annað hvert bindi lánað út að jafnaði. I 1. tölublaði „Bókasafnsins“ 1974, riti Bókavarðafélags Is- lands, er athyglisverð skrá yfir þær 50 frumsamdar og endur- prentaðar íslenzkar bækur ársins 1972, sem mest var keypt af í söfnunum. Hún sýnir.að mest var keypt af Guðsgjafaþulu Laxness, 225 eintök, en bækurnar i 40.—50. sæti voru keyptar i 80 eintökum. Samtals voru þessar 50 bækur keyptar I 5377 eintökum og þar af keypti Borgarbókasafn- ið í Reykjavík um 2300 eintök. Öll hin almenningssöfnin, 255 að tölu, keyptu þvi um 3040 eintök, eða um 60 eintök að jafnaði af hverri þessara 50 bóka. Það liggur þvi i augum uppi að 200 söfn hafa að jafnaði enga bók keypt. Meira að segja Guðsgjafaþula hefur lent utangarðs hjá a.m.k. 100 söfnum. og um 220 söfn a.m.k. keyptu ekki bækurnar í 49. og 50. sæti en þær voru „Séð og lifað“ eftir Indriða Einarsson og barnabókin „Vippi vinur okkar“ eftir Jón H. Guð- mundsson. Skáldsögur eru greinilega vin- sælastar Islenzkra bóka þetta árið og naumast að verulega sé gert upp á milli höfunda, segir i framangreindu riti. Hinsvegar kemst engin ljóða- bók á þessa skrá þótt allmargar ljóðabækur þekktra skálda hafi þá komið út. Eitt einasta smá- sagnasafn fann ég á skránni. Óhætt er því að fullyrða, að hlut- ur islenzkra bókmennta hafi verið harla lítill þetta árið i almenn- ingsbókasöfnum utan Reykja- vikur. Fróðlegt hefði verið að sjá skrá yfir 50 mest keyptu þýddu bækurnar, en því miður hafði ég ekki tök á að afla upplýsinga um þær. Erum að komast í vftahring Nú vita allir, að bækur eru lán- aðar úr söfnunum nánast endur- gjaldslaust. Ég dreg ekki í efa, að hin gifurlega aukning, sem átt hefur sér stað í útlánum hefur haft neikvæð áhrif á bókasöluna einkum eftir hinar miklu verð- hækkanir á bókum síðustu ára. En minnkandi bóksala orsakar einmitt minni upplög bóka og leiðir þannig til hins hækkandi bókaverðs. Við erum því að komast í vitahring, þar sem aukin umsvif almenningsbókasafnanna geta í raun komið bókaútgáfunni á kné. En slagorðið er: „Gerum al- menningi kleift aó lesa sem mest, eflum almenningsbókasöfnin og lánum fólkinu ókeypis bækur ís- lenzkra og erlendra höfunda, einkum þar sem bókaverðið hækkar stöðugt." Fögur orð og góður tilgangur. I frv. til laga um almenningsbóka- söfn, sem lá fyrir siðasta Alþingi, segir I greinargerð með frv. . . . „Bókakostur æ fleiri heimila verður rýrari vegna hækkandi bókaverðs og kaupa á dýrum fjöl- miðlunartækjum og gögnum, svo sem útvarpi og sjónvarpi, tón- flutningstækjum og plötum og nýsigögnum af ýmsum gerðum. Bókasöfnin verða því að sjá upp- vaxandi kynslóð og öllum almenn- ingi fyrir bókum ef lestrarvenjur þjóðarinnar eiga að haldast i horf- inu. Það verður að verulegu leyti þeirra hlutverk að fullnægja lestrarþörf og lestrarþrá ungra og gamalla“. . . Hér er beinlinis lögð áherzla á að efla þurfi bókasöfnin vegna hækkandi verðlags á bókum, en hvernig verður það hægt nema öruggt sé að bókaútgáfa geti starf- að áfram í landinu? Ég fæ ekki séð hvernig það verði gert nema með því að skylda bókasöfnin til að kaupa islenzkar bækur með svipuðum hætti og gerist í Noregi. Og hefur verið spurt um það mis- rétti sem skapast fyrir fólkið í landinu. Nokkur hluti fólksins kaupir þær bækur, sem gefnar eru út jafnvel á hinu svokallaða háa verði og stendur þannig undir bókaútgáfunni. En hinn hluti fólksins, sem fær þessar sömu bækur lánaðar i söfnunum greiðir ekkert fyrir sín afnot. Væri það ekki fullrar athugunar vert, að lántakendur bóka borguðu bein- linis fyrir afnot sín, þannig að þeir a.m.k. gerðu sér ljóst, að bækur eru einhvers virði, jafnvel I almenningssöfnum. Sagt hefur verið, að aukin útlán bóka örvi sölu þeirra. I langflest- um tilvikum er þetta alger blekk- ing og á engan veginn við hér á Islandi. Þetta er innflutt kenning frá öðrum löndum, m.a. Norður- löndum, þar sem bókakaup og bóklestur almennings er langt fyrir neðan það, sem gerist hér á landi. Almenningsbókasöfnin auka e.t.v. bóklestur en þau draga alvarlega úr bókasölu, a.m.k. góðra, þýddra bókmennta. Og grunur minn er sá, að ef þau auka bókasölu á nokkru sviði sé það helzt á sviði afþreyingarbóka og annarra þeirra bóka, sem sízt þurfa á stuðningi að halda. Dreifingar- og sölukerfi ábótavant Mér er það fullljóst, að ýmislegt er það i athöfnum okkar bókaút- gefenda sjálfra eða athafnaleysi okkar ekki síður, sem bæta þyrfti úr. Dreifingar- og sölukerfi okkar er mjög ábótavant og hefur raun- ar lítið breytzt í áratugi. Þótt út- sölustaðir bóka, sem við köllum bókaverzlanir, séu nú um 100 tals- ins og dreifðar um land allt, eru i raun varla fleiri en 20—30 verzl- anir, sem með réttu geta talizt bókabúðir. Ástæðan er sú, að i fámennum byggðarlögum er óger- legt að reka verzlun eingöngu með bækur og ritföng. Og jafnvel hinar stærri verzlanir eru reknar með halla meginhluta ársins. Þess vegna leitast jafnvel þær við að bæta afkomu sína með sölu rit- fanga umfram allt, þar næst er- lendum bókum, einkum pappírs- kiljum, og erlendum blöðum auk annarrar gjafavöru. Þannig lifa þær í raun á því að keppa við íslenzka bókaútgáfu. Gegn því getum við að sjálfsögðu ekkert sagt, a.m.k. kemur ekki til mála að við spornum gegn þvi, að er- lendar bækur og blöð séu seld I Islenzkum bókabúðum. En bóka- útgáfan krefst þess, ef hún á að lifa, að umboðssölukerfinu sé gjörbreytt, þannig að bóksalinn sjái sér hag í því að kaupa bækur beint frá útgefanda gegn stað- greiðslu eða tiltölulega stuttum greiðslufresti. Endursendingar- rétt þarf að takmarka mjög veru- lega, svo að ábyrgðin og hvatn- ingin til að selja islenzkar bækur færist i ríkara mæli á herðar bók- salans. Þetta kann að taka nokkurn tíma og kosta okkur jafnvel eitthvað aukin sölulaun. En slikt mun borga sig þegar lengra liður. Þá verðum við að taka á okkur rögg og fá heimild verðlagsyfirvalda til að mega hækka eldri bækur í verði í ein- hverju samræmi við almennt verðlag i landinu á hverjum tíma. Það dugir ekki, að bækur séu eina verzlunarvaran I landinu, sem stöðugt rýrnar i verði með auk- inni dýrtíð. Nú á síðustu dögum myndaðist allt í einu mikil eftir- spurn eftir bókinni Þjófi í Para- dís og þau 300 eintök, sem til voru, seldust upp. Verð hennar var 400 kr. og að viðbættum sölu- skatti 480 kr. Fyrir þessa sölu fékk ríkissjóður 24000 kr. i sölu- skatt, bóksalar um 30.000.- þar sem einstaka bóksali staðgreiddi bókina, en útgefandinn fékk 90.000.- Sú upphæð mundi varla nægja til þess að binda inn sams- konar bók í 300 eintökum. Svona viðskiptahættir eru algerlega út í hött, því að hér við bætist, að megnið af þessum 90.000,- fær út- gefandinn ekki greitt fyrr en í marz á næsta ári. Tilfinnanlegur fjármagnsskortur Okkur útgefendum hefur verið legið á hálsi fyrir að gefa mestan hluta bóka okkar út rétt fyrir jólin. Ástæður fyrir því eru ýms- ar. M.a. neyðir núverandi um- boðssölukerfi útgefendur til að selja bækur sinar með sem stytztum greiðslufresti, en einnig ræður hér miklu um, að lánastofnanir lita oftast á bókaút- gáfu eins og venjulega verzlun, sem kaupir inn vörur og selur þær á einum og hálfum mánuði, i bezta falli þremur mánuðum. Þótt bókaútgáfa sé auðvitað verzlun að nokkrum hluta, þá er hún miklu líkari iðnaði, sem unninn er á löngum tíma. Það tekur ekki minna en 6—8 mánuði að fram- leiða meðalbók frá því að handrit er fullfrágengið til prentunar. Og ef útgefandi vill láta rita fyrir sig bók eða greiða höfundi, þýðanda eða teiknara, þá geta liðið jafnvel tvö til þrjú ár frá því að útgefandi tók að greiða kostnað við útgáf- una þar til hann getur vænzt þess Framhald á bls. 31 Erindi flutt á bókaþingi —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.