Morgunblaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAl 1975
13
Ullarteppi — Acrylteppi — Nylonteppi
í miklu úrvali
Við tökum mál, sníðum og önnumst ásetningu
GREIÐSLUSKILMÁLAR
TEPPAVERZLUNIN
FRIÐRIK BERTELSEN,
LÁGMÚLA 7, SÍMI 86266
Listdanssýning í Þ jóð-
leikhúsinu
N.K. laugardag kl. 15 verður
listdanssýning í Þjóðleikhús-
inu. Það eru Listdansskóli
Þjóðleikhússins og tslenzki
dansflokkurinn, sem gangast
fyrir sýningunni, og munu 90
nemendur dansskóians koma
fram á sýningunni ásamt dans-
flokknum. Á sýningunni verða
einungis sýndir dansar, sem
sérstaklega eru samdir fyrir
þessa sýningu, en efnisskráin
er hin fjölbreyttasta. Tónlistin
er bæði sígild og nútímaleg,
á laugardag
m.a. eftir Tsjaíkoffskí, Schu-
mann, Cat Stevens og Osibesi.
Ingibjörg Björnsdóttir hefur
haft veg og vanda af undirbún-
ingi sýningarinnar og hefur
hún samið nokkra dansa, sem
sýndir verða.
Aðaldansarar á danssýning-
unni verða Auður Bjarnadóttir,
Nanna Ólafsdóttir, Guðmunda
Jóhannesdóttir, Helga Bern-
hard, Helga Eldon, Örn Guð-
mundsson og Guðrún og Ingi-
björg Pálsdætur.
Snjóflóðasöfnuninni lokið:
Lamy penni
Stúdentagjöf
fyrir skóla lifsins
LAMY
meira úrval en þér haldið
500 þúsund króna
styrkur til náms
í snjóflóðavörnum
HAFNARSTRÆTI 18
LAUGAVEGI 84
LAUGAVEGI 178
Norðfirðingafélagið, Rauði Kross íslands og hjálparstofnun Kirkjunnar, sem
stóðu að snjóflóðasöfnuninni, vegna snjóflóðanna I Neskaupstað, hafa
ákveðið að verja alít að 500 þús. krónum til að styrkja mann eða menn til að
kynna sér snjóflóðavarnir. Ætlazt er til, að af opinberri hálfu komi fjárstyrkur
I sama augnamiði á móti. Snjóflóðasöfnuninni er nú lokið, en alls bárust i
hana rösklega 30 millj. kr. og hefur fé verið að berazt allt til þessa dags, en i
fyrradag bárust t.d. 240 þús. kr. frá starfsfólki Pósts og sima til viðbótar 30
þús. kr. fré sama starfshópi áður.
Fyrir skömmu komu fulltrúar sam-
starfsaðila söfnunarinnar saman til
fundar i Neskaupstað og var þá lokið
við að úthluta að mestu þvi fé. sem
borizt hafði, eða um 28 millj. króna.
Á fundinum i Neskaupstað var eftir-
farandi ályktun samþykkt:
„Hinn 20. desember s.l. féllu
snjóðflóð i Neskaupstað, sem ollu
miklum mannskaða og tjóni á
högum fólks, jafnframt þvi að af-
komu byggðarlags var ógnað. Við-
brögð hins opinbera og alls almenn-
ings voru skjót og eindregin, og
brugðist strax til hjálpar. Undirritaðir
sameinuðust um almenna fjársöfnun
til styrktar þeim fjölskyldum og ein-
staklingum, sem mestu tjóni höfðu
orðið fyrir, og nemur söfnunin um
30 millj. kr. og er nú lokið.
Stofnuð var nefnd heimamanna i
Neskaupstað og hefur hún unnið
siðan að því að aðstoða fólk með
fjárframlögum. Er ráðstöfun fjárins
og annarri aðstoð i aðalatriðum lokið
og hefur nefndin lokið sinum verk-
efnum.
Við starfi tók þriggja manna nefnd
heimamanna, sem jafnframt eru full-
trúar samstarfsaðila og skal hún
Ijúka störfum fyrir 1. maí 1976 og
ganga frá uppgjöri og lokaúthlutun
þess fjár, sem enn er óúthlutað, en
það nemur rúmum 2 millj. kr.
Vegna framtíðarinnar má benda á,
hve samstarf af þvi tagi sem myndað
var getur reynzt gagnlegt. Mikið
sjálfboðastarf hefur verið unnið, sem
fyrst og fremst hefur hvilt á heima-
mönnum og Norðfirðingum búsett-
um i Reykjavík með aðstoð hjálpar-
félaganna. Tilkostnaður reyndist
undir '/2% af söfnunarfé.
Samstarfsaðilar hafa ákveðið að
verja helmingi vaxtatekna af söfnun-
arfé, allt að 500 þús. kr. til að
styrkja mann eða menn til að kynna
sér snjóflóðavarnir. Ætlazt er til að
af opinberri hálfu komi fjárstyrkur í
sama augnamiði á móti. Verður fénu
ráðstafað i samvinnu við almanna-
varnir I landinu.
Loks vilja samstarfsaðilar faera
öllum gefendum og styrkjendum al-
úðar þakkir fyrir framlögin. Sárin
verða aldrei bætt, en hugur sá sem
fylgt hefur þessu máli sýnir hve
landsmenn og stuðningsmenn utan-
lands geta áorkað þegar neyðin
kallar.
Norðfirðingafélagið og
nefnd heimamanna,
Hjálparstofnun kirkjunnar,
Rauði kross íslands.