Morgunblaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 23
þarf tengsl þ Teikn þeirrar þróunar, aó alt>ingismenn verði aðgreind stétt stjórnmálamanna, slitin úr tengslum við hina ýmsu þætti Þjóðlífsins, sem þeir hafa til skamms tíma komið úr, blasa nú hvarvetna við. Þeirri skoðun vex fiskur um hrygg, að hér skapist stétt atvinnustjórnmálamanna, n.v fylking opinberra embættis- ■ðanna, er lúti starfsreglum og iaunaúrskurði kerfisins. Sú hefð fyndi þá víkja, að þingmenn kæmu úr röðum hinna ýmsu starfsgreina og stétta þjóðfélags- <ns, með lifandi tengsl við og stað- góða reynslu og þekkingu á at- vinnugreinum þjóðarbúsins. Þá hiyndi Alþingi síður spegla þjóð- Hfið og þjóðarviljann á sama hátt °g löngum fyrr. Eyjólfur Konráð Jónsson fjallaði um þetta efni í Þingræðu, skömmu fyrir þingslit. Fara hér á eftir kaflar úr ræð- unni — en hafa verður í huga við •estur þeirra, að þeir eru brot úr samfelldri ræðu, og hér að ein- hverju leyti slitnir úr eðlilegu samhengi. Ég lagði til, að þingmenn sem þannig væri ástatt um, héldu helmingi tekna sinna og þar með embættunum i raun réttri og væri þá til þess ætlazt, að þeir sinntu embættunum sem svaraði helm- ingi eðlilegs vinnutíma. Benti ég á, að í nýmæli því, sem verið væri að lögfesta, fælist yfirlýsing af löggjafans hálfu um það, að líta bæri á þingmannsstarfið sem 8!4 Starfshættir Alþingis Að undanförnu hefur allmikið verið rætt um kjör alþingismanna °g nokkuð sýnzt sitt hverjum. Leikur varla vafi á þvi, að frum- varp þetta er fram komið í tílefni Þeirra umræðna, enda rökstutt með þvi, að óeðlilegt sé að þing- nienn einir manna ákveði launa- kjör sín, eðlilegt sé að kjaradóm- ur fjalli um þau eins og önnur •aun hins opinbera. Á það hefur raunar verið bent, að ekki sé ástæða til að ætla, að kjaradómur utundi ákveða laun þingmanna •aegri en þingið sjálft gerir, og það hygg ég að sé rétt skoðun. En meginástæðurnar fyrir því, að ég er andvígur frumvarpi Þessu, eru tvær. I fyrsta lagi er alveg ljóst, að Alþingi ræður sjálft starfsháttum sínum og hlýt- Ur að gera, ef það vill ekki glata í senn virðingu Iandslýðs og sjálfs- virðingu sinni. Þingið hefur það Þess vegna í valdi sínu að ákveða lengd þingtíma á ári hverju, starfstima í hverri viku og á hverjum degi. Það getur með eðrum orðum ráðið vinnutíma Þihgmanna, og þingmenn sjálfir vita gerst, hve mikill hann er og *ttu þess vegna að vera til þess hæfastir að úrskurða þingfarar- kaup — og vera menn til að gera Það. — En þá er ég kominn að hinni ástæðunni, þeirri að þingið eigi ekki sifellt að vera að færa ábyrgð frá sér og þar með áhrif og völd. Auðvitað orkar allt tvímælis, sem hér er gert, og auðvitað eru þing- Utenn gagnrýndir fyrir ákvarðan- ’r um þingfararkaup eins og allt annaö. Ég hef skilið það svo, að við þingmenn værum kjörnir til að bera ábyrgð og axla gagnrýni. Lða eins og Bjarni Benediktsson einhvern tímann orðaði það eitt- hvað á þessa leið: „Stjórnmála- nienn eru til að skamrna þá — og fá laun fyrir.“ Min skoðun er sú, að þingmenn, hver einstakur Þeirra, og þingið í heild, eigi að Þera meiri ábyrgð, en ekki minni en nú tíðkast, og vera reiðubúnir að risa undir gagnrýninni. Ekki Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður. mánaðar starf á ári hverju, en þeir sem önnur störf hefðu með höndum jafnframt þingmennsku, gætu ekki sinnt þeim nema sem svaraði til 3!4 mánaðar árlega, ef ekki er tekið tillit til eðlilegra sumarfría en ella væri þing- mannsstarfið um 8 mánuðir og tími til annarra starfa rúmir þrír. Skemmri eða lengri þingtími Mér er ljóst, að ekki eru allir sammála þeirri skoðun minni, að nauðsynlegt sé að reyna að tak- marka lengd þingtimans og gera þingmönnum kleift í sem ríkust- um mæli að sinna öðrum störfum en stjórnmálum. Hefur þeim rök- um jafnvel verið hreyft gegn þeim skoðunum, sem ég hér flyt, að embættismannavald styrktist nú svo, að nauðsyn beri til þess, að þingmenn hafi aðstöðu til þess mestan hluta ársins að fylgjast með störfum embættismanna og koma i veg fyrir, að þeir, sem ekki hafa verið kjörnir til þess full- trúar af þjóðinni, ráði ráðum hennar í stöðugt vaxandi mæli. Mér er spurn: Er það líklegast tu þess að draga úr embættismanna- valdi að bæta við nokkrum tugum embættismanna? Að allir þing- menn yrðu einungis embættis- menn og sinntu ekki öðrum störfum? Menn svara því sjálfsagt til, að frumvarpið taki einungis til þeirra, sem hvort eð er gegni embætti, annars vegar sem þing- menn og hins vegar sem embættismenn í öðrum rikisstofn- unum. Ekkert segir þar um það, hvernig fara skuli um launakjöi þeirra þingmanna, sem störf hafa hjá einkafyrirtækjum eða sveitar- félögum og ekki heldur hjá hálf- opinberum stofnunum eða fyrir- tækjum. En hætt er við því, að stjórnendur stórra fyrirtækja, sem ógjarnan vildu liggja undir gagnrýni, hneigðust til þess að styðjast við reglur rikisvaldsins i þessu efni. Og er ekki nokkurn veginn ljóst, aó sú stefnuyfirlýs- ing, að ekki sé gerandi ráð fyrir því, að alþingismenn 'geti sinnt öðrum störfum nema svo sem eins og í ársfjórðung, leiði til þess aó þingtíminp lengist jafnt og þétt ? Menn hverfi frá öðfum störfum, a.m.k. ábyrgðarstörfum, eða hví skyldi embættismaður úti á landi vera að halda í embætti sitt, ef hann á ekki nema tveggja kosta völ, annaðhvort að sinna þvi eins Vel og honum er unnt samhliða þingmennskunni, þ.e!a.s. nota a.m.k. helming starfskrafta sinna í þágu embættisins og vinna þá helming þess tíma launalaust? Eða hinn kostinn að gegna embættinu aðeins sem svarar í ársfjórðung og sitja þá í óþökk flestra, því að slík embættisfærsla yrði auðvitað gagnslítil, en auk þess stæði hann i vegi fyrir því, að aðrir fengju viðkomandi embætti. Mergurinn málsins er að mínu viti sá, að það væri mjög óæskileg þróun, ég vil segja hættuleg þróun, ef eingöngu ættu að sitja á þingi svonefndir atvinnustjórn- málamenn, og hver sá sem til þingmennsku veldist ætti þegar í stað að hverfa með húð og hári inn i þann ágæta hóp, sem hér situr, en úr sinni stétt, í sveit eða bíe. Nú bið ég háttvirta þingmenn að misskilja mig ekki. Ég tel ekki, að alþm. séu verra fólk en gengur og gerist, þvert á móti, er hér mikið mannval, og ég held að þingmenn yfirleitt séu miklu betra fólk en almenningur álitur. Engu að siður er það nú svo, að hver dregur dám af sínum sessunaut, og hreinskilnislega sagtfinnstmér enginvanþörfá því, að þingmenn viðri sig hálft árið úti i þjóðlífið og yfrið nóg, að þeir sitji saman hinn helminginn. Hafastarfshættir Alþingis batnad? Ég hef nú um 8 ára skeið verið gestur hér á hinu háa Alþingi, setið á hverju þingi í nokkrar vikur sem varamaður. Einhvers staðar segir, að glöggt sé gestsaug- að. Og í von um, að það sé það í þessu tilfelli eins og öðrum, leyfi ég mér að láta hér i ljós þá skoð- un, að starfshættir Alþingis hafi versnað, en ekki batnað síðan ákvörðunin var tekin um hið nýja launafyrirkomulag á árinu 1971. Ég held, að það sé því miður rétt, að hér sé minna starfað en áður var, og áreiðanlega er vinnugleð- in minni en þá var. Auðvitað get ég ekki fullyrt, að þetta stafi af hinum breyttu háttum um launa- greiðslur og þeirri stefnu, að þingmenn eigi helzt ekki að sinna öðrum störfum en þingmennsk- unni. En ég hygg þó, að það eigi ríkan þátt i þessari þróun. Raunar geta menn bent á það, að bæði hér á landi og i öðrum lýðræðisríkjum hafi vandamál hrannazt upp á undanförnum ár- um, sem gert hafi það að verkum, að stjórnmálamenn jafnt sem aðr- ir eiga erfiðara með að fóta sig en áður var, þegar meiri stöðugleiki ríkti og festa I stjórnmálum, og kann það að orka einhverju um það, hve störf þjóðþinga og ríkis- stjórna hafa verið laus í reipun- um. Aðrir kunna á það að benda að kjördæmaskipun okkar leiði fremur til lausungar en festu, og raunar hallast ég að þvi og tel, að tímabært sé að taka kjördæma- málið til rækilegrar skoóunar og leitast við að hagnýta kosti ein- menningskjördæma og þá ábyrgð, sem með þeim er lögð á hvein einstakan þingmann, samhliða því, sem réttlætis sé gætt gagn- vart minnihlutaflokkum, t.d. með fyrirkomulagi á borð við það sem tíðkast í Frakklandi eða Þýzka- landi. En kjördæmamálið skal ég hér ekki ræða að sinni. En það er annar háttur, sem mér virðist nú tíðkast í rfkara mæli en áður var sem ég vil hér gera að umræðuefni, enda hygg ég hann vera í nánum tengslum við þá stefnu að þjóðnýta alla alþm., ef ég má svo að orði kom- ast. Mér virðist nú meira gert af því en áður að fela þingmönnum margvísleg störf í nefndum eða ráðum og stofnunum utan þings, og er það einn liðurinn i þvi að búa til 60 atvinnustjórnmála- menn, hvort sem það er nú bein linis haft i huga i hverju einstöku tilfelli eða ekki. Hitt er ljóst, að það ber við, að þingmenn bítast um bitlingana, ekki einungis af hugsjónum eða til að láta gott af sér leiða heldur beinlínis til að treysta aðstöðu sína og bæta launakjör. Þeir eru í vaxandi mæli nauðugir viljugir að verða háðir þingmannsstarfiriu til lífs- framfæris og þeir helga sig.eins og það er orðað.stjórnmálunum i stöðugt vaxandi mæli. Það hlýtur að vera framtíðin að Þv erskallast við, ef rangt hefur verið gert eða berja hausnum við Sfeininn, heldur hlýða á raddir, sl<iptast á skoðunum og breyta um sfefnu, ef þeir sannfærast um, að 1 ranga átt horfi. Og það hygg ég 'aunar að sé nú um starfshætti ^'Þingis, því mióur. Þegar ákvörðun var tekin um Það árið 1971 að stórhækka laun Þ'ngmanna og greiða þeim laun aht árið, var ég staddur í þessum sai • jem varaþingmaður og leyfði þá að bera fram breytingar- 11 ll Jí . . . . . tillö Þin ’gu um nokkru lægri laun . ngmanna en ákveðin voru. En Jafnframt að því ákvæði, að þing- 7lenn, sem embættum gegndu úti j* 'andi, fengju aðeins greidda 3/7 n*uta embættistekna sinna, yrði breytt. r«n.i «»»». 0.«™» Gisl^n. R*»„Udu, Hd8ad«,i,. (.„eii deildarinnar, og Þéraeinn Sigurjdnsaon. styrkja sjálfan sig í hinu pólitíska völundarhúsi, segja menn og hugsa, úr því að stjórnmálin eiga að verða, ekki einungis aðalstarf, heldur eina starf þeirra, sem að þeim gefa sig. Eg held að hollt sé, að við séum ekkert að fara eins og kettir í kringum heitan graut. Það stefnir í þá átt að mynda hér hina nýju stétt. Stétt atvinnustjórn- málamanna, sem óhjákvæmilega einangrast meir frá íslenzku þjóð- lifi en vera myndi, éf þingmenn almennt sinntu öðrum störfum hálft árið eða svo. Mér liggur við að segja, að hætta sé á því, að Alþingi verði klúbbur, enda er það nú tízka, að helzt allir þurfi að vera i klúbbum, og því þá ekki þingmenn. Flutningur frumvarps þess, sem hér er til umræðu og þings- ályktunartillögu þeirrar, sem ég áðan gat um, er gott tilefni til frjálslegra umræðna um þessi efni, enda stendur það engum nær en þingmönnum sjálfum að ræða opinskátt, bæðí um starfs- hætti Alþingis og launakjör alþm. Og min skoðun er enn sem fyrr sú, að breyta ætti um starfshætti Alþingis. 1 fyrsta lagi hygg ég, að þing ætti á ári hverju að standa skemur en nú er, t.d. 2—2'A mán- uð á hausti og aftur að vori. Þá væri unninn fastur vinnutími t.d. frá 9 á morgnana til 7 á kvöldin, e.t.v. með hléi milli 11 og 2, þar sem þingmenn gætu sinnt ýmiss konar erindum og rætt vió um- bjóðendur sína. Nefndarstörfin yrðu sem fyrr unnin á morgnana, en skipulögð miklu betur en nú gerist. En þingfundir og þing- flokksfundir stæðu síðari hluta dagsins. Lengst af þingtimanum væri nægilegt að starfa i 3 daga með þessum hætti, þ.e.a.s. t.d. mánudag, þriðjudag og miðviku- . clag. En síðan gæti þorri þing- manna horfið til annarra starfa samhliða stjórnmálaþátttökunni síðari hluta vikunnar — og þar með taldir utanbæjarþingmenn, eftir því sem samgöngur batna. Ef svo væri litið á, að laun þing manna væru nú hæfileg árslaun, ber að lækka þau, enda þá gert ráð fyrir, að þingmenn hafi af öðrum störfum tekjur, sem svara nokkurn veginn til hálfsárs launa. En ég vii taka skýrl frani, að ég er ekki einn þeirra, sem tel laun þingmanna of há nú miðað við það, að þeir sinni lítt eða ekki öðrum störfum, því að vissulega hafa þingmenn margháttuð út- gjöld, sem aðrir þurfa ekki að bera. Eg minnist þess, að um þessi mál urðu miklar umræður hér á hinu háa Alþingi fyrir nokkrum árum. Ég hygg að það muni hafa verið árið 1968. Þá benti Bjarni Benediktsson á þau sjónarmið, sem ég hef hér gert að umræðu- efni. Þessi mikli leiðtogi þings og þjóðar sá þá þegar á lofti teikn, þess, sem siðar hefur orðið og varaði viö þeim. Nú er að mínu mati timabært að þingið stingi við fótum og korni i "veg fyrir, að Alþingisklúbburinn verði aó raunveruleika. Auðvitað er mér ljóst, að helztu forystumenn flokka geta naumast sinnt öðrum störfum en stjórnmálunum. En það á hins vegar alls ekki við urn fjölda þingmanna. Þvert á móti væri það betra fyrir þeirra eigin sálarheill og hamingju þjóðarinn- ar, að þeir sinntu margháttuðum þjóðnýtum störfum samhliða þingmennsku og yrðu ekki háðir stjórnmálunum, heldur reiðubún- ir að sinna þýðingarmiklum störf- um jafnt utan þings sem innan. Ég hygg, að ábyrgð þingmanna, starfsgleði og afköst mundu i senn aukast, en ekki minnka, ef slíkur háttur yrói upp tekinn. Og ég hygg, eins og ég sagði i upphafi máls míns, að samhliða þvi sem þingmenn skipuleggja betur starfshætti Alþingis þá eigi þeir að bera ábyrgð á þeim launakjör- um, sem þingmenn hafa hverju sinni, og þess vegna er ég andvig- ur frumvarpinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.