Morgunblaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAl 1975
7
Jörgen Harboe skrifar frá Afríku:
Addis Abeba er sem
Berlín Hitlerstímans
Addis Abeba.
Þið skulið ekki fara til
Eþíópíu núna. Það er hættu-
legt. Allir ráða manni frá þv(
að koma til Eþíópíu, og þeir
hafa rétt fyrir sér. Eins og
sakir standa er landið engin
paradís fyrir útlendinga. Það
var 6 sinnum leitað á mér á
einum degi í höfuðborginni,
Addis Abeba. Öllu var snúið
við í töskunni minni. í fjórða
skiptið var gamall, ryðgaður
vasahnífur dreginn fram.
Herlögreglumenn, gráir fyrir
járnum handfjötluðu hann,
hver á eftir öðrum. Þetta var
ógnvekjandi, en samt slapp
ég nú. Hnlfnum kom ég fyrir
í vörzlu hótelsins strax á eftir.
Addis Abeba er 600 km
frá Eritreu-héraði, þar sem
geisar stríð milli hermanna
Eþíópíu og tveggja frelsis-
hreyfinga, ELF og PLF, en
eftir að frelsishreyfingarnar
hótuðu því nýlega að færa
stríðið alla leið til höfuðborg-
arinnar, gætir þar vaxandi
spennu og tortryggni.
Eþíópíumenn óttast einnig
hverjir aðra. Útlendingur,
sem búið hefur í Eþíópíu um
margra ára skeið, lét eftirfar-
andi orð falla um ástandið í
höfuðborginni. — Það er
alveg eins og það var I Berlín
á valdadögum Hitlers. Allir
tortryggja alla. Ef maður á
sér óvin, þarf ekki annað að
gera en að hvísla einhverju
að einhverjum liðsforingja,
og þá hverfur hann, — sagði
hann. Ljóst er, að bráða-
birgðastjórn landsins undir
forsæti Teferi Bante hers-
höfðingja, hefur ekki getað
kveðið niður ótta þann og
tortryggni, sem ríkti í keisara-
dæminu fyrrverandi.
Verst eru Eritreumenn sett-
ir, en þeir eru þúsundum
saman í Addis Abeba.
— Háskólinn er lokaður,
og ég fæ enga vinnu, af því
að ég er frá Eritreu. Ég vil
helzt snúa heim aftur, en
þangað kemst ég ekki, sam-
göngur lögðust alveg niður í
janúar sl., 'þegar stríðið
brauzt út fyrir alvöru. Þetta
segir ungur maður, sem
kveðst vera eðlisfræði-
stúdent. Hann þvælist um
göturnar til að reyna að út-
vega sér peninga. Aðrir Eri-
treumenn hafa úttroðnar
ferðatöskur með sér ! vinn-
una og eru reiðubúnir að láta
sig hverfa, ef yfirvöldin
sýnast ætla að láta til skarar
skríða gegn þeim.
Hin nýja stjórn hefur sett
mark sitt á allt athafnalíf
landsins. Á valdatímum keis-
arans voru erlendir aðilar
yfirgnæfandi á sviði verzl-
unar, iðnaðar og ferðaþjón-
ustu. Það eru þeir ekki
lengur. Herforingjastjórnin
hefur lýst því yfir opinber-
lega, að allar meiriháttar at-
vinnugreinar og fyrirtæki
verði þjóðnýtt. Þjóðnýtingin
er hafin og víða hafa fyrrver-
andi eigendur fengið þá val-
kosti að flytjast brott eða
starfa við fyrirtækin sem
ríkisstarfsmenn.
— Þér getið því miður
ekki hitt framkvæmdastjór-
ann. Hann er farinn héðan,
— segir kurteis þjónn á
veitingastaðnum „Swiss
Cottage". Sá, sem átti stað-
inn var Svisslendingur, en
hann fluttist frá Eþíópíu áður
en tilkynnt var, að fyrirtæki
hans yrði þjóðnýtt. Margir
hafa farið að dæmi hans.
— Þetta gengur bara alls
ekki lengur. Ríkið liðast í
sundur á skömmum tíma.
Stjórnsýsla er öll í molum og
ör samdráttur er orðinn ! at-
hafnalífinu. Engir vilja verða
óbreyttir afgreiðslumenn !
eigin verzlunum. Við allt
saman bætist svo stríðið í
Eritreu. Eþíópía er búin að
vera.
Þetta er samtíningur um-
mæla, sem höfð eru eftir
nokkrum útlendingum. Sjálf-
sagt er eitthvað hæft í þeim.
Herforingjastjórnin í Eþíópíu
hefur hafið umbætur á svo til
öllum sviðum ! einu og jafn-
framt á hún við að stríða
vandamál vegna þurrkanna í
suðurhéruðum landsins, frels-
ishreyfinganna í norðurhér-
uðunum. Því fer fjarri, að
stjórnin standi vel að vígi
fjárhagslega. Á valdatímum
keisarans, áður en hungurs-
neyðin og stríðið skullu á, var
landið ! hópi þeirra fátækustu
í heimi. Bölbænir útlendinga
grundvallast því ekki aðeins
á óánægju með ríkisstjórn-
ina, sem tekur greinilega kín-
verskt stjórnarfyrirkomulag
fram yfir það vestræna, sem
Haile Selassie fyrrverandi
keisari reyndi að líkja eftir.
En Eþlópiumenn sjálfir
hafa yfirleitt ekki sömu
áhyggjur og hvítu mennirnir.
Þeir hafa nú losnað við aðals-
veldið, prestaveldið og keis-
araveldið, sem meirihluti
þeirra hataði. Hins vegar
hafa þeir fengið það, sem
landið hafði knýjandi þörf
fyrir, þ.e. skiptingu jarð-
eigna.
Stóra spurningin er bara,
hvernig sú skipting verður,
og hvort hún verður raun-
hæf.
Jörgen Harboe.
4IÓÝ1Í t
Herbilar ! mi
Ljósm.: Jörgen Harboe
u fA""
Fjölbreytt úrval
af buxum
í mörgum
efnum,
sniöum
og litum
TAKIÐ
RÉTT SPORo
c7WEÐ ÞVÍ
AÐ KAUPA
SÍMfl f VORo
SEGLBATAR
-SunftoMer
—^fayflower
Lengd: 3.10 m
Þyngd: 20 kg.
Segl: 5.2 fm
Léttur bátur og
auðveldur í flutningi.
t.d. á „toppgrind"
bifreiðar.
Lengd: 3.50 m.
Þyngd: 42 kg.
Segl: 7.2 fm
Alhliða segl- og
vatnabátur.
—MlildfloiAer
Lengd: 3.50 m
Þyngd: 42 kg.
Segl: 9.3 fm
Hraðskreiður siglari.
’iinnca S4t>geiiöWi k.f.
Suðurlandsbraut 16, Glérárgötu 20, Akureyri.