Morgunblaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAl 1975
5
JURTABOK AB
í endurbættri útgáfu
ALMENNA bókafclagið hefur
gefið út að nýju Jurtabók AB,
Islenzk ferðaflóra, en höfundur
hennar er Áskell Löve, jurtafræð-
ingur. Bókin hefur verið ófáanleg
um skeið, en nú er hún gefin út í
endurbættum búningi.
Frú Doris Löve, jurtafræð-
ingur, hefur aðstoðað höfundinn
og teiknað m.a. skýringarmyndir
við fyrsta kafla bókarinnar. Aðr-
ar myndir eru eftir Dagny Tande
Lid í Ósló.
I tilkynningu frá Almenna
bókafélaginu segir m.a. um út-
komu bókarinnar:
I formála bókarinnar lætur höf-
undur þess getið, að þetta se’ sjö-
unda handbókin, sem samin
hefur verið um íslenzkar jurtir.
Fyrsta ritið af þessu tagi var Is-
lenzk grasafræði, sem Oddur
Hjaltalin læknir samdi og gefin
var út í Kaupmannahöfn árið
1830. Flestar eru þessar jurta-
bækur nú ófáanlegar og allar úr-
eltar, af ástæðum, sem tilgreindar
eru í formálanum. Jurtabók AB
er ennfremur langvíðtækust þess-
ara bóka, því þar er „iýst öllum
tegundum æðri jurta, sem vitað
er að vaxi villtar á Islandi og eins
þeim slæðingum, sem örugglega
hafa numið hér land.“ Þá er og að
finna i innganginum sitthvað það
er varðar íslenzka grasafræði al-
mennt, svo sem nafngreiningu og
nafngiftir jurta og um gróður-
svæði landsins, og loks er í bók-
inni skrá yfir allmargar jurta-
tegundir, sem hafa verið frið-
lýstar með lagaákvæðum. Alls er
bókin á fimmta hundrað blað-
siður og aðeins nafnaskrá þeirra
jurta, sem þar er lýst, nær yfir 21
blaðsíðu, tvídálka. Jurtabók AB
er, eins og höfundur segir i for-
mála, „ætluð skólanemendum og
fróðleiksfúsri alþýðu, og yfirieitt
öllum, sem þykir það nokkurs
virði, að kynnast þeim jurtum,
sem verða á vegi þeirra, og gaman
hafa af náttúruskoðun." Fjöldi
mynda prýðir bókina, litmyndir
og aðrar og eru þær nær 650 að
tölu, og má ætla að bókin sé nauð-
synlegt hjálpartæki hverjum
þeim, sem áhuga hefur á gróður-
ríki íslands.
Nýir keramikmunir
kynntir hjá GLIT
DAGANA 20.—31. maí heldur
Glit sérstaka sýningu á nýjum
keramikmunum hjá lslenzkum
heimilisiónaði, Hafnarstræti.
Sýningin er haldin á almennum
opnunartíma verzlana.
Á sýningunni eru fyrst og
fremst verk eftir listiðnaðarfólk
sem starfar hjá Glit, þau Magneu
Hallmundsdóttur, Önnu Kampp
og Paul Martin. Magnea hefur
unnið hjá Glit í mörg ár en þau
Anna og Paul starfa tímabundið
hjá fyrirtækinu.
Á sýningunni eru 62 verk, þar
af 35 sérunnir plattar eftir þau
Magneu og Paul. Mótív eru fjöl-
breytt þar á meðal nokkrar þjóð-
lífsmyndir. Paul Martin hefur
hannað keramikborð, tesett,
lampa og fleira. Anna hefur gert
nokkrar sérstakar skálar og vasa.
Þá er á sýningunni nýstárlegt te-
sett sem kallað er SÓLGLIT.
Þessi sýning er upphafið að
nokkuð umfangsmikilli sýningar-
áætlun hjá Glit hérlendis og er nú
verið að leggja lokahönd á sýn-
ingar, sem haldnar verða í næsta
mánuði á Akureyri og Reyðarfirði
og aðrar slíkar eru í deiglunni. Þá
er fyrirhugað að halda sýningu á
munum Glits í F'æreyjum síðar á
þessu ári.
Sementið hækk-
ar um 15,3%
EINS OG fram hefur komið í Mbl.
hefur hækkun á sementi verið
heimiluð. Hefur hækkunin nú
verið ákveðin 15,3% og kostar
hvert tonn af portlandsementi
10,160 krónur og er þá sölu-
skattur innifalinn. Þá er innifalin
hækkun á flutningsjöfnunar-
gjaldi úr 700 krónum 1 1150
krónur.
Svavar Pálsson, forstjóri
Sementsverksmiðjunnar, sagði að
þessi hækkun ætti rætur sínar að
rekja til gengisfellingarinnar i
febrúar. Eins og kunnugt er er
ekkert sement afgreitt þessa
dagana frá verksmiðjunni vegna
verkfalls.
Leirkerasmiðirnir þrfr sem Glit byggir sýningu sfna á með sýnishorn
af munum sfnum. Frá vinstri: Ann Kampp, Paul Martin og Magnea
Hallmundsdóttir. Myndin er tekin á tröppum tslenzks heimilisiðnaðar.
NÚ HLÝTUR AÐ
VERA KOMÐ SUMAR
Fullar verzlanir af nýjum,
stórglæsilegum vörum !!!
□ GALLABUXUR FRÁ BULLITT OG UFO — 4 SNIÐ
□ FLAUELISBUXUR í MÖRGUM FALLEGUM LITUM
□ TERELINE OG ULLARBUXURNAR VINSÆLU í LJÓSUM SUM-
ARLITUM — SNIÐ „HIGH RISE" OG „BILLY RUSSEL"
□ DRAGTIR ÚR FÍNFLAUELI OG TERELINE & ULL
□ STUTTERMA SKYRTUBOLIR Á DÖMUR OG HERRA
□ ÞUNNIR SPORTJAKKAR DÖMU- OG HERRA
□ BOLIR í MÖRGUM GERÐUM □ BLÚSSUTQ SKYRTUR
□ NÝ SKÓSENDING □ NÝ HLJÓMPLÖTUSFNDING O.M.FL.