Morgunblaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAl 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á márruði innanlands í lausasölu 40,00 kr. eintakið Gildi verzlunar í frjálsu samfélagi Hlutverk verzlunar og verðmyndunar í frjálsu markaðskerfi var viðfangsefni fyrsta við- skiptaþings Verzlunarráðs íslands. Það var í sjálfu sér fyllilega tímabært, að verzlunin sjálf gengist fyrir almennum og opin- skáum umræðum um þetta efni, ekki sízt með tilliti til þess, að enn eru ríkjandi í þjóðfélaginu gamlir for- dómar í garð þessarar at- vinnugreinar. Verzlunin er milliliðastarfsemi, og svo kynlegt sem það má vera, telja ýmsir hana óþarfa. Flestum er þó ljóst, að traust og skilvirk verzl- unarstarfsemi er einn af mikilvægustu þáttunum í verðmætasköpun þjóðar- búsins. Meginspurningin er þá sú við hvaða starfs- skilyrði verzlunin á að búa. Reynslan hefur kennt okkur, að í kjölfar rýmk- unar á viðskiptaháttum og aukins frelsis í þeim efnum hefur jafnan fylgt gróska í framleiðslustarfsemi og bætt lifskjör alls almenn- ings. Frelsi í viðskipta- háttum er ein áhrifamesta ieiðin sem til er við dreif- ingu valds milli fyrirtækja, heimila og byggðarlaga. Jafnframt eru frjálsir við- skiptahættir ódýrasta leið- in til þess að tryggja nauð- synlega hagkvæmni og nýt- ingu þekkingar. Hér á landi hefur verulega skort á, að menn vildu viður- kenna þessi sjónarmið. Það er ekki einvörðungu, að þessi neikvæða afstaða, sem ríkt hefur í garð verzl- unarinnar, hafi þrengt að þessari atvinnugrein og komið í veg fyrir aukna hagkvæmni, heldur hefur hún einnig verið laun- þegum, sem við þessa at- vinnugrein starfa, fjötur um fót í baráttu fyrir bættum lífskjörum. Þetta neikvæða viðhorf í garð verzlunarinnar kemur m.a. fram í því, að Islendingar voru síðastir allra þjóða á Vesturlöndum að hverfa frá haftastefnu og enn hefur ekki tekizt að brjóta á bak aftur úreltar verðákvörðunarreglur. Núgildandi verðlagningar- kerfi hefur ekki á nokkurn hátt megnað að hafa hemil á verðbólgu og verðlags- hækkunum. Þar við bætist, að þetta kerfi stuðlar fremur að óhagkvæmum innkaupum en hitt. Núver- andi ríkisstjórn hefur ákveðið að taka upp nýja hætti í þessum efnum. Þó að stefnt sé að frjájsri verðmyndun er hitt jafn ljóst, að ekki verður horfið frá verðlagseftirliti. í ávarpi á viðskiptaþing- inu sagði Geir Hallgríms- son, forsætisráðherra, að núverandi verðlagseftirlit væri gagnslítið og ef menn vildu tryggja sem Iægst vöruverð, þá legðu menn áherzlu á frjáls samskipti. Ekki væri þó unnt að koma á frjálsri verðmyndun og fullkomlega frjálsu mark- aðskerfi fyrr en jafnvægi væri komið á milli fram- boðs og eftirspurnar í þjóð- félaginu. Forsætisráðherra sagði, að hér væri um svo róttæka breytingu að ræða, að hún myndi leiða til stéttastríðs, ef hún yrði framkvæmd í einu vetfangi við núverandi aðstæður. í þeim efnahagsvanda, sem þjóðin hefur átt við að stríða, hafa ýmsir litið á viðskiptahöft sem einhvers konar töfralausn á erfið- leikunum. Vitaskuld fer því fjarri að svo sé. Gylfi Þ. Gíslason vék að þessu í ræðu sinni á viðskiptaþing- inu og lagði áherzlu á, að við yrðum að vera vel á verði gagnvart haftastefn- unni, sem enn væri ekki útdauð. Gylfi sagði, að það væri ekki einungis, að haftastefnan drægi úr hag- vexti, heldur mengaði hún hugarfar manna og alla stjórnarhætti, þar sem hún færði stjórnmálamönnum völd, sem þeir gætu mis- notað. Hlutverk stjórn- málamanna væri að marka meginstefnu, en ekki að mismuna einstaklingum með ýmiss konar leyfisveit- ingum. ísland hefur eitt ríkja á Vesturlöndum haldið í hinar úreltu verðmyndun- arreglur hámarksálagn- ingar. Á Norðurlöndum öllum hafa jafnaðarmenn fyrir alllöngu beitt sér fyrir og komið fram löggjöf um frjálsa verðmyndun og samkeppnishömlur. Þar hefur mönnum fyrir löngu skilizt, að þess konar við- skiptahættir þjónuðu bezt hagsmunum neytenda. Þetta bendir til þess, að hér á landi skorti verulega á almenna upplýsingastarf- semi og þekkingarmiðlun um viðskiptamál. Nýtt þjóðfélag Hinir sigursælu kommún- istar i Kambódíu, sem réðust inn i Phnom Penh 17. april og bundu þar með enda á 5 ára ófrið, heyja bændabyltingu, sem sett hefur allt á annan end- ann í landinu. Þeir hafa hrakið á að gizka 4 milljónir manna úr borgum og bæjum, flesta fótgangandi, og stefnt þeim langt inn i landið, þar sem þeim er ætlað að verða sveitamenn og erja jörðina samkvæmt fyrirskipunum. Enginn kemst hjá þvi að taka þátt i þessum tröllauknu flutn- ingum. Afgamlir menn og korn- ung börn, sjúkt fólk og sært, — öllum hefur verið smalað út á vegina, og bersýnilega munu margir ekki hafa krafta til að komast á leiðarenda. Efnahagur borganna, sem stendur á gömlum merg, hefur nú verið látinn fyrir róða, og eins og sakir standa, eru pen- ingar einskis virði, og ekki er hægt að eyða þeitn. I stað þeirra korna vöruskipti. Hermenn kommúnista hafa farið ránshendi um verzlanir og haft þaðan á brott eigulega hluti eins og t.d. úr eða útvarps- tæki, ellegar hafa vörurnar verið gerðar upptækar og yfir- lýstar almenningseign. Engar mannaferðir eru nú um aðalflutningaleiðirnar til og frá höfuðborginni. Þeir, sem bjuggu þar i grennd hafa lika verið fluttir á brott. Slikt hefur orðið hlutskipti allra ibúa þeirra svæða, er framundir lokin lutu rikisstjórn þeirri, er Bandaríkjamenn veittu stuðn- ing. Svæði þau, sem fólkið verður flutt til, virðast vera a.m.k. 65 mílur frá Phnom Penh. Löngu áður en Rauðu Khmer- arnir unnu yfirburðasigur sinn, stefndu þeir að þvi leynt og ljóst að breyta Kambódíu í bændaþjóðfélag. Þeir höfnuðu öllu, sem stjórnkerfi landsins byggðist á, en þar var hlutur bæja og borga langstærstur og hagur kaupmanna og betri borgara blómlegri en annarra landsmanna. Ekki er óskað eftir útlending- uin og erlendri aðstoð, a.in.k. ekki sem stendur. Það er jafn- vel ekki ljóst, hversu mikil áhrif Kinverjar og Norður- Vietnamar munu hafa þrátt fyrir ríflega aðstoð við upp- reisnarmenn i Kambódíu gegn ríkisstjórn Lon Nols. Hinir nýju valdhafar virðast stað- ráðnir i að gera sínar ráðstafan- ir upp á eigin spýtur og á þann hátt, sem þeim hentar. Þrátt fyrir huginyndafræðileg slag- orð og ýmiss konár smáatriði, eins og t.d. Mao-húfur og Ho Chi Minh ilskó, koma kommún- istarnir fyrir sjónir sem stoltir, sjálfstæðir og ákaflega þjóð- hollir. Ef dæma má eftir gerðum þeirra, þar til nú, er ekki óhugs- andi að þeir einangri landið, sem telur 7 milljónir manna, að miklu leyti um einhvern tima, a.m.k. þar til ringulreiðinni er lokið, bændabyltingunni hefur verið beint i ákveðinn farveg og þeir telja sig reiðubúna til að sýna útlendingum, hvað þeir hafa afrekað. Sumir af embættismönnum Kommúnistaflokksins i Phnom Penh hafa jafnvel haft á orði, að þeir vilji breyta höfuðborg- inni og gera hana þjóðlegri og ljá henni smábæjarsnið eins og bærinn Siem Reap i norð- austurhluta landsins hefur. í augum okkar, sem héldum kyrru fyrir i borginni og fylgd- umst með töku hennar, voru atburðirnir hið furðulegasta sjónarspil. Í Phnom Penh bar það skyndilega við, að tvær milljónir manna héldu á brott í grafarþögn. Sumir voru fót- gangandi, aðrir á reiðhjólum, enn aðrir ýttu bensinlausum bilum á undan sér, og varla sást í vegina fyrir þessum óendan- lega mannfjölda. Flestir báru á bakinu pokaskjatta með ein- hverjum eigum, sem þeir höfðu tint saman í óðagoti, er her- menn gráir fyrir járnum, höfðu birzt og skipað þeim að hafa sig á brott hið skjótasta. Fólkið virtist óttaslegið og kjarklitið, og margir voru skelfingu lostn- ir, þvi að þeir voru borgarbúar, vanir þægindum, og voru þess fullvissir, að þeir myndu ekki lifa af þessa erfiðu ferð. Sjúkrahús, sem troðfull voru af særðu fólki, voru gersamlega tæmd. Sjúklingarnir gengu, höltruðu, skriðu, skjögruðu við hækjur eða voru bornir af ætt- ingjum sinum. Sumum var ekið í sjúkrarúmum. Kommúnistarnir hafa fáa lækna í þjónustu sinni og lyfja- birgðir þeirra eru af skornum skammti, svo að margir sjúkl- inganna munu eflaust bíða bráðan bana. Þegar Phnom Penh var hertekin 17. apríl sl., voru 2 þúsund sjúklingar á stærsta sjúkrahúsi borgarinnar og nokkur þúsund i viðbót á öðrum sjúkrahúsum. Margir þeirra voru þá í dauðateygj- unum vegna skorts á aðhlynn- ingu. Hljóðar götur Borg, sem til skamms tíma var iðandi af lifi, verður skyndilega aðeins skuggi af sjálfri sér. Göturnar eru auðar og þöglar, þar húka yfirgefnir bilar og galtómar verzlanir. Götuljósin ljóma sem fyrr, en nú lýsa þau engum. Það var morgunninn 17. april, sem markaði endalok þess gamla og upphaf þess nýja. Sambandslaust hafði verið við umheiminn vegna simabilana frá kl. 6 að morgni 16. april. Hersveitir Kommún- ista höfðu náð á sitt vald flug- vellinum, sem var nokkrar mílur vestan við borgina og um nóttina höfðu þeir þrengt sér inn i útjaðra borgarinnar og vörpuðu eldflaugum og sprengjum. Flóttamenn og hermenn á undanhaldi þustu inn í mið- borgina þúsundum saman og reikuðu þar um í leit að felu- stað, en þess þó fullvissir, að fall borgarinnar yrði ekki um- flúið. Við öll, bæði Kambódíumenn og útlendingar i landinu, hugð- um, að þetta væri mesta niður- lægingarstund Kambódiu. Að baki var skorturinn og skelf- ingin, sem magnazt höfðu óð- fluga, eftir því sem kommúnist- arnir þokuðust nær. Nú horfð- um við fram á við bjartsýnir og léttari i sinni í þeirri trú, að þegar kommúnistarnir kæmu og stríðið yrði loks á enda kljáð, myndi hörmungunum linna. En þar skjátlaðist okkur öllum. Rangar spásagnir Menn trúðu þvi, að miklar breytingar myndu ekki geta átt sér stað í Kambódíu, jafnvel þótt koipmúnistar kæmust til valda, og það var hald manna, að venjulegt fólk myndi verða látið I friði, en þetta reyndist aðeins blekking. Bandarískir embættismenn höfðu gefið þá lýsingu á komm- únistunum, að þeir væru hik- andi og oft illa samhæfðir. Reynslan sýndi hins vegar, að þeir voru ákveðnir og fastir fyrir, vel þjálfaðir, harðsvíraðir og undir ströngum aga. Banda- rikjamenn höfðu einnig sagt, að uppreisnarherinn hefði orðið fyrir miklu manntjóni og þurft hefði að fylla upp í eyðurnar með ungum liðsmönnum, sem skipað hefði verið í fremstu vig- línu eftir aðeins fárra daga þjálfun. Við sáum þúsundir hermanna i Phnom Penh og úti á landi. Þar i hópi voru bæði konur og barnungir drengir, sumir virtust ekki eldri en 10 ára gamlir, en öll voru þau hraustleg, vel vopnum búin, vel þjálfuð, og skipulagið virtist mjög gott. Önnur spásögn Bandarikjamanna var á þá lund, að jafnskjótt sem komm- únistar næðu undirtökunum, myndu þeir heyja mikið blóð- bað og fremja fjöldamorð á allt að 20 þúsund manns, her- mönnum og menntamönnum. Óstaðfestar fregnir hafa borizt af aftökum hermanna og emb- ættismanna fyrri ríkisstjórnar, og allir þeir, sem sjónarvottar urðu að töku höfuðborgarinnar eru ekki i nokkrum vafa um, að fólk i mestu ábyrgðarstöðum hefur þegar hlotið refsingu og jafnvel dauðdaga. Engum vafa er þáð heldur undirorpið, að stór höpur fólks mun láta lifið af harðrétti á leiðinni út i sveit- Eftir Syúne depfl, New Hermaður Rauðu Khmerartna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.