Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNt 1975 19 tilefni 1 100 ára byggðar í Reykjavík. Þessa samvinnu metum við mikils. Við gerum okkur grein fyrir, að í samstarfi hinna norrænu þjóða er Svíþjóð stóri bróðirinn, en ísland litli bróðirinn, en slík bræðrabönd eru oft einmitt þau mikilvægustu. Yðar hátign sækir borg okkar og land heim á þeim árstíma, þegar náttúran skartar sínu fegursta og landið virðist blítt og eftirlátt íbúum sinum. Náttúran hefur þó á sér aðra og óblíðari hlið og víst er, að ekki hafa allir Svíar, sem hingað hafa komið, verið á einu máli um íslenzkar aðstæður. Á árunum milli heims- styrjaldanna kom sænski rithöfundur- inn Harry Martinsson sem ungur sjó- maður á skipi til Reykjavíkur. Skipið varð að halda kyrru fyrir í ytri höfn- inni í mikilli hríð í fimm sólarhringa, áður en það gat haldið leiðar sinnar út á Atlantshafið aftur. Athugasemdir Martinssons um þessa heimsókn eru á þessa leið: „Island er et land man skal læse om." góðar leiðbeiningar og þess er vert að minnast, að Stokkhólmur var fyrsta höfuðborg Norðurlanda til að bjóða sendinefnd frá Reykjavík i kynnisferð til sín, og þar með var brautin rudd fyrir þeim nánu samskiptum, sem nú eru á milli höfuðborga Norðurlanda. Hér vil ég og minnast á menningar- miðstöðina Hasselby i Stokkhólmi, sem er sameign höfuðborga Norður- landa og stofnsett var fyrir frumkvæði Stokkhólmsborgar. Stofnunin er á fögrum stað skammt frá Málaren í einni af útborgum Stokkhólms. Það frumkvæði Svía hefur gert ibúum i öllum höfuðborgum Norðurlanda kleift að kynnast menningu hver ann- ars og er skemmst að minnast þess, að á s.l. hausti hélt Reykjavík þar sýningu um þróun Reykjavíkur í 1100 ár. En Reykjavik hefur einnig átt góða samvinnu við aðra stóra borg í Sví- þjóð, en það er Gautaborg, en borg- arstjórnin þar sendi sérstaka fulltrúa til Reykjavíkur á s.l ári til að vera við hátíðahöldin, sem hér voru haldin í Borgarstjórahjónin, frú Sonja Backmann og Birgir ísl., Gunnarsson, fylgja Karli Gústaf Svíakonungi inn á Kjarvalsstaði í gær. Hér fer á eftir ræða Birgis ísl. Gunnarssonar borgarstjóra í hádegis- verðarboði, sem borgarstjórn Reykja- víkur hélt Karli 16. Gústaf Svía- konungi til heiðurs að Kjarvalsstöðum í gær: Yðar hátign, Karl 16. Gústaf konungur Svíþjóðar. Herra forseti Is- lands, virðulega forsetafrú, Borgarstjórn Reykjavíkur og allir íbúar borgarinnar bjóða yðar hátign innilega velkominn til Reykjavíkur, og ég vona, að þessir dagar hafi sann- fært yðar hátign um, að hér eruð þér aufúsugestur, og að við íslendingar lítum á hina sænsku þjóð sem eina af okkar nánustu vinaþjóðum. Um aldir hafa Islendingar og Sviar átt náin og góð samskipti. Sænska konunga hafa íslendingar reyndar þekkt allt frá því, er Snorri Sturluson ritaði Heims- kringlu, þar sem hann í Ynglingasögu ritaði frásagnir um hina mörgu sænsku konunga af Ynglingaætt, sem ríktu mann fram af manni allt frá Yngva-Frey, sem setti höfuðstað sinn að Uppsölum. „Á hans dögum hófst Fróðafriður" segir í Heimskringlu og „varð landsfólkit auðgara en fyrr af friðinum ok ári." Þessi frásögn sýnir, að snemma gerðu menn í Svíþjóð sér grein fyrir því, að friður er grund- völlur velmegunar, og þótt stríð hafi geisað i Svíþjóð og á Norðurlöndum oft síðan eftir daga Yngva-Freys, þá vitum við, að í dag er Svíþjóð frið- arins þjóð og þjóð mikillar velmegun- ar. Hugmyndir okkar um margt, sem horfir til aukinnar velferðar, áækjum við einmitt til Svíþjóðar í dag. Milli Stokkhólms og Reykjavíkur er gott samstarf. Borgarstjórnin í Stokk- hólmi hefur oft veitt okkur holl ráð og (Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.) Vi8 háborðiS [ veizlu borgarstjórnar (talið frá vinstri): Fru Sonja Backmann, Karl Gústaf Svíakonungur, Birgir Isleifur Gunnars- son borgarstjóri og frú Halldóra Eldjárn. Víst getur hinn dimmi norræni vetur verið óblíður, en það þekkja Svíar lika af eigin raun frá sínu landi Veturinn hefur án efa áhrif á skap- gerð beggja þjóðanna, enda fyrir- ferðarmikill vorskáldskapur eitt af sameiginlegum einkennum bók- mennta þjóða okkar, þar sem skáldin hylla vorið og hækkandi sól. Baráttan við náttúruöflin um aldaraðir hefur styrkt frelsisþrá okkar og virðingu fyrir lífi og helgi hvers einstaklings. „Frihet bor í Norden", sagði Wenner- berg. í þeim atriðum gætum við verið öðrum til fyrirmyndar i heimi, þar sem alltof algengt er, að mannhelgi og frjáls hugsun sé fótum troðin. Þótt ég hafi minnzt hér á óblíð náttúruöfl, vitum við íslendingar, að íslenzk náttúra er gjöful og reyndar grundvöllur lífs okkar. Einum þessara gæða hefur yðar hátign kynnzt í morgun, þar sem voru hinar heitu laugar í Laugardal. Þar hafa verið heitir hverir frá örófi alda og talið er, að það hafi verið gufan, sem frá þeim lagði, er varð tilefni nafns borgarinn- ar, Reykjavík — Rökviken —. Heita vatnið notum við nú til að hita upp slíkar sundlaugar, eins og yðar hátign reyndi í morgun, borgarbúum til endurnæringar og heilsubótar. Við hitum líka alla borgina upp með þessu vatni, eins og yðar hátign mun fá tækifæri til að kynnast síðar. Yðar hátign. Heimsókn yðar er okkur fagnaðarefni og mun treysta vináttubönd íslands og Svíþjóðar. Leyfist mér að lyfta glasi og skála fyrir yðar hátign og sænsku þjóðinni. „Heimsókn yðar er okkur fagnaðarefni” — sagði Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri í ræðu í veizlu borgarstjórnar til heiðurs konungi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.