Morgunblaðið - 13.06.1975, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNl 1975
24
In memoriam:
Hróbjartur Bjarna-
son, stórkaupmaður
Fæddur 1. janúar 1913
Dáinn 5. júnf 1975.
I dag fer fram útför Hróbjarts
Bjarnasonar stórkaupmanns frá
Fríkirkjunni i Reykjavík. Hann
lézt 5. júni síðastliðinn í Borgar-
spítalanum, eftir langa og þunga
sjúkdómslegu.
Hróbjartur Bjarnason var
fæddur 1. janúar 1913 á Stokks-
eyri. Foreldrar hans voru
sæmdarhjónin Jóhanna Hró-
bjartsdóttir frá Grafarbakka i
Hrunamannahreppi og Bjarni
Grímsson formaður í Þorlákshöfn
og verzlunarmaður á Stokkseyri
og siðast fiskimatsmaður í
Reykjavik.
Bjarni var orðlagður afla- og
dugnaðarmaður, glöggur og far-
sæll formaður. Svo segir i for-
mannavisu:
„Siglir Feng og eitthvað er,
ef öðrum gegnur betur."
Hann var formaður á áraskip-
um frá Þorlákshöfn í margar ver-
tiðir, og reyndist happasæll með
afbrigðum. Hann var mikill vinur
háseta sinna, reyndist þeim nær-
gætinn, hollráður og hjálpsamur.
Tryggð hans við þá var alveg sér-
stök.
En það sem lengst mun halda
minningu Bjarna Grimssonar
uppi i sunnlenzkri sögu, er af-
skipti hans og stjórnarstörf í Fló-
áveitufélaginu. Þar reyndist hann
framsýnn og hygginn, sá fram á
veg í þróun þorpanna á strönd-
inni, Stokkseyrar og Eyrarbakka.
Jóhanna móðir Hróbjarts var
mikil sæmdar- og myndarkona.
Ættir hennar stóðu föstum rótum
í Hrunamannahreppi, og voru
margir forfeður hennar miklir
dugnaðarbændur. Einkenni
Hreppamannsins eru mörkuð
sterkt hvar sem þeir fara. Þau
verða ávallt til afburða á hvaða
sviði sem er. Börn Jóhönnu frá
Grafarbakka eiga þessi einkenni í
ríkum mæli. Þau bera líka sanna
og hreina ást til uppruna síns,
sveitarinnar fögru í Árnesþingi.
Hróbjartur heitinn var mjög
líkur móður sinni, hægur og gæt-
inn. greindur vei, og sérstaklega
laginn að umgangast fólk og laga
sig að vilja þess og skoðunum.
Einkenni þessi endurnýjuðust i
hollum uppeldisáhrifum og um-
gengni við sjómenn í verplássi á
æskuárunum. Hann minntist oft á
það við mig, hve holl áhrifin urðu
honum, er hann varð fyrir á
æskuárunum heima í þorpinu á
ströndinni, en ríkust urðu áhrif-
in, er hann fékk frá móður sinni,
sterk og traust, mótuð af rótgró-
inni menningu kynslóðanna,
sveitafólksins i uppsveitum Ár-
nessþings..
Hróbjartur var alinn upp við
aðstæður alþýðumannsins, eins
og þær eru gleggstar í vitund
þeirra er mótast af hinu daglega
starfi. Hann lærði f æsku að
stunda þau störf er til féllu á
hverjum tíma. Hann fluttist ung-
ur með foreldrum sínum í nýtt
umhverfi, til Reykjavíkur. Þá
voru erfiðir tímar, en þrátt fyrir
það, lagði hann á braut sérnáms,
og bjó sig undir ákveðið lífsstarf.
Hann útskrifaðist úr Verzlunar-
skóla Islands árið 1933.
Að námi loknu hóf hann sjálf-
stæðan atvinnurekstur. Hann
gerðist stórkaupmaður og rak um-
boðs- og heildverzlun lengst af frá
því, eða meðan heilsan leyfði.
Hann varð fyrsti formaður
nemendasambands Verzlunar-
skóla Islands, og síðan í skóla-
nefnd hans og formaður hennar
um skeið. Ég var oft var þess, að
hann unni skóla sínum mjög, og
fann það vel, að hann átti honum
skuld að gjalda.
Eins og að líkum lætur, var
Hróbjartur mikill áhugamaður
um mörg málefni samtíðar sinnar.
Hann starfaði í mörgum félögum
og varð í þeim mörgum til for-
ustu. Hann var formaður Ár-
nesingafélagsins í Reykjavík í tólf
ár. Hann lagði mikla vinnu í það
starf og kom mörgum nýjungum
til leiðar í formannstíð sinni.
Hann gerði félagið að stórveldi
meðal átthagafélaga höfuðborgar-
innar. Hann var alltaf boðinn og
búinn að sinna málefnum Arnes-
inga, hvort heldur var h^r í borg-
inni eða þeirra er fyrir austan
bjuggu. Hann átti rfk tengsl í hér-
aðinu, jafnt vináttu við fólkið og
rækt við sögu héraðsins og minj-
ar.
I Stokkseyringafélaginu var
hann virkur þátttakandi, en það
hefur unnið mikið fyrir byggðar-
lag sitt. Hann gekkst fyrir stofn-
un Kolviðarhólsfélagsins, þegar
skammsýnir menn ætluðu að
jafna hinum merku mannvirkjum
þar við jörðu. Hróbjartur var for-
maður félagsins, og náði ótrúleg-
ur árangri i því að endur reisa
staðinn á Kolviðarhóli, og bjarg-
aði þar með mannvirkjunum þar
frá glötun.
Hróbjartur hóf máls á því í Ar-
nesingafélaginu í Reykjavík, að
hafist yrði handa um endurreisn
Skálholtsstaðar, en staðurinn var
þá i mikilli niðurníðslu. Upp ur
þeim umræðum, var stofnað Skál-
holtsfélagið, og sat Hróbjartur í
stjórn þess og vann þar að áhuga-
málum sínum I sambandi við upp-
byggingu Skálholts. En eins og
kunnugt er, var það upphaf hinn-
ar miklu uppbyggingar, sem þar
hefur átt sér stað.
Hinn 26. febrúar 1938 kvæntist
Hróbjartur Bjarnason Evelyn
Þóru Hobbs. Þau eiga einn son:
Hróbjart arkitekt hér í Reykja-
vík. Hann er kvæntur þýzkri
konu, Karínu Stuart. Einnig eiga
þau fósturson, Skúla. Hann er
kvæntur Svölu Steingrímsdóttur.
Eg minnist af mikilli ánægju
margra ánægjustunda á heimili
Evelfnar og Hróbjarts. Þar var
ánægjulegt og gaman að vera.
Húsfreyjan átti ekki síður þátt f
því. Hún gerði heimilið sérstak-
lega vistlegt og skemmtilegt, sér-
kennt af smekkvísi og fegurð. Ég
minnist líka glæsibrags þeirra á
Arnesingamótum, þegar þau voru
f hátíðarskapi og skörtuðu sfnu
bezta. Hún í íslenzkum búningi,
er hún bar sérstaklega vel, af tign
og virðingu fyrir hinum þjóðlega
kvenbúningi tslands, sem er ein-
hver glæsilegast þjóðbúningur
kvenna, sem ég þekki.
En svo fer oft i mannlegu lífi,
að vegir skilja fyrr en varir. Þau
Evelýn og Hróbjartur átti ekki
skaplyndi saman. Þau slitu sam-
vistum. Samt sem áður held ég að
vináttuböndin hafi aldrei brostið.
Að minnsta kosti veit ég, að hún
reyndist honum góður vinur í
veikindum hans. Jafnframt er ég
líka vitandi þess, að vinátta er
full og sönn með henni og systkin-
um Hróbjarts sáluga.
Ég þekkti Hróbjart Bjarnason
um langan tíma. Oft áttum við
saman ánægjulegar stundir, sem
aldrei gleymast mér. Hann var
alltaf sannur og heill, sterkur og
traustur, sérstaklega þegar á
þurfti að halda. Hann þoldi hin
erfiðu og löngu veikindi sérstak-
lega vel, bar þau af æðruleysi og
karlmennsku. Hann var sannur
trúmaður, og ef til vill hefur það
verið það bjarg, sem traustast var.
Að Iokum sendi ég aðstandendum
hans minar fyllstu samúðarkveðj-
ur.
Jón Gfslason frá Reykjum.
Með Hróbjarti stórkaupmanni
Bjarnasyni er genginn ágætur
nemandi og velunnari
Verzlunarskóla Islands, sem mér
mun jafnan verða ljúft að
minnast.
Hróbjartur lauk burtfararprðfi
skólans árið 1933, tvftugur að
aldri. Að prófi loknu sótti hann
framhaldsdeild, sem á þeim árum
var rekin við skólann. Taldi
Hróbjartur sig hafa haft mikið
gagn af því viðbótarnámi.
Hróbjartur starfaði lengi af lífi
og sál fyrir Nemendasamband
V.I. og var I mörg ár formaður
þess. A þeim vettvangi bar
fundum okkar fyrst saman, þó að
báðir værum við Árnesingar og
rætur okkar beggja stæðu
aðallegaí sömu byggðarlögum.
Eigi gat mér lengi dulizt, er
kynni okkar hófust, hve annt
Hróbjartur lét sér um
Verzlunarskóla Islands og vildi
veg hans og sóma sem mestan. Er
skólinn hélt hátíðlegt hálfrar
aldar afmæli sitt, árið 1955, var
Hróbjartur kjörinn f ritstjórn
minningarrits þess, er þá var
gefið út. Beitti hann sér manna
mest fyrir því, að nemendatal
fylgdi minningarritinu. Þó að
hugmyndir hans í þvi efni
kæmust ekki að öllu leyti í
framkvæmd vegna ýmissa
vandkvæða, t.a.m. skorts á tíma
mannafla og fé til að vinna
verkið, þá birtist eigi að siður
nemendatal í afmælisritinu. Er
það ómetanleg undirstaða, svo
langt sem það nær, þó að því hafi
af fyrrgreindum ástæðum orðjð
að sníða þrengri stakk en
Hróbjartur hafði upphaflega
hugsað sér.
Hróbjartur ritaði á sínum tíma
inngang að nemendatali þessu.
Þar kemst hann m.a. svo að orði:
„Nú á hálfrar aldar afmæli
Verzlunarskólans verður
vafalaust eldri og yngri
nemendum hans hugsað til hans
með hlýjum hug og þakklæti fyrir
veganestið, er hann lét þeim í té,
sem að mínum dómi hefur reynzt
flestum, ef ekki öllum, vel, er út i
lífið kom.“
Þessi tilvitnan lýsir að mínum
dómi vel ræktarsemi þeirri, sem
Hróbjartur bar jafnan í brjósti til
síns gamla skóla og oft birtist
bæði í orði og verki.
Árið 1951 var Hróbjartur
kjörinn í skólanefnd V.I. og átti
þar sæti samfellt i 6 ár a.m.k.
Reyndist hann þar jafnan
tillögugóður og eygði oft
möguleika, þegar úr vöndu var að
ráða.
Hróbjartur bar einnig
fölskvalausa tryggð i brjósti til
átthaga sinna austan Fjalls.
Þurftu Arnesingar eigi lengi við
hann að ræða til að verða þess
áskynja, enda var hann um langt
skeið meðal þeirra manna, sem af
mestum áhuga störfuðu fyrir
Árnesingafélagið og
Skálholtsfélagið, sem hafði það
markmið að endurreisa
Skálholtsstað.
I rauninni var það ofur eðlilegt,
að Hróbjartur væri tengdur
Árnesþingi traustum böndum.
Þegar foreldrar hans, Bjarni
útvegsbóndi Grímsson og frú
Jóhanna Hróbjartsdóttir, fluttu
frá Stokkseyri árið 1926, hafði
sama ættin setið heimajörðina
Stokkseyri í 460 ár. Árið 1464
eignaðist Jón sýslumaður
Ölafsson í Klofa, faðir Torfa ríka i
Klofa, hálfa Stokkseyri. Sú grein
Klofaættar, sem fór að búa á
Stokkseyri, nefnist
Stokkseyrarætt.
Hróbjartur var einnig af hinni
alkunnu Bergsætt, sem dr. Guðni
Jónsson, prófessor, hefur gert svo
merkileg skil í riti sínu
samnefndu. Bjarni Grímsson,
faðir Hróbjarts, var afkomandi
Bergs bónda Sturlaugssonar í
Brattsholti, sem orðið hefur mjög
kynsæll, t.a.m. eru ýmis helztu
tónskáld og tónlistarmenn
þjóðarinnar af þessari ætt, enda
er sagt, að Bergur bóndi hafi
verið forsöngvari góður á sinni
tíð.
Móðir Hróbjarts var sem fyrr
segir, frú Jóhanna
Hróbjartsdóttir bónda á
Grafarbakka I
Hrunamannahreppi
Hannessonar, sem einnig bjó á
Grafarbakka, en var sonur Torfa
bónda á Gamla-Hrauni. Eru ættir
þessar alkunnar og samgrónar
Arnesþingi.
Það var því sízt að undra, að
Hróbjarti yrði oft hugsað hlýtt til
átthaganna. Létu þeir Hróbjartur
og bræður hans eigi sitja við orðin
tóm í því efni, keyptu þeir jörðina
Sóleyjarbakka í
Hrunamannahreppi og hafa síðan
í mörg ár rekið þar bú. Á
Grafarbakka byggðu þau
systkinin sumarbústað. Tengslin
við átthagana rofnuðu því aldrei.
Framan af ævi var Hróbjartur
maður heilsuhraustur. Var hann
jafnan hress og glaður í bragði,
hrókur alls fagnaðar á
mannfundum, hið mesta
prúðmenni og snyrtimenni, vel
máli farinn og ritfær. Hin síðari
ár hrakaði heilsu hans mjög og
siðasta árið, sem hann lifði, var
hann oft sárþjáður. Lausnin
hefur því verið honum kærkomin.
Kona Hróbjarts var frú Evelyn,
f. Hobbs. Einkasonur þeirra er
Hróbjartur arkitekt Hró
bjartsson, sem á sínum tíma
lauk stúdentsprófi við Verzl
unarskóla Islands. Þau hjón
áttu einnig kjörson, Skúla að
nafni. Hróbjartur átti því láni að
fagna, að synir hans báðir eru
miklir efnis- og dugnaðarmenn.
Að leiðarlokum er margs að
minnast. Fyrst og fremst vil ég
þakka vináttu Hróbjarts
Bjarnasonar og staðfasta tryggð
við Verzlunarskóla Islands og
störf hans i þágu skólans. Votta
ég eftirlifandi ástvinum hans
innilega samúð.
Jón Gfslason
Ver jarðneskt gervi, heiiagt hús,
þar hugur uni sæll og fús.
ó, hugur þínaskyggðu skál,
I skfrum hreinleik geymdu sál.
ó, sál ver lær og lygn sem lind
og Ijúfa spegla sólarmynd.
I byrjun þriðja tugs þessarar
aldar hittist lítill hópur ungra
manna neðst á Laufásveginum.
Flestir ef ekki allir voru þeir i
félagsskap skáta og nemendur í
•Verzlunarskóla Islands, innan-
búðarpiltar úr miðbænum — og
ég að ljúka iðnnámi í ísafoldar-
prentsmiðju. Einn þessara pilta
var Hróbjartur Bjarnason, sem ég
nú kveð og þakka með ófullkomn-
um orðum, að lokinni samfylgd
hátt I hálfa öld. Ekki er hann sá
fyrsti úr þessum hópi er hverfur
af sviði hins daglega lffs, því það
er meir en helmingur þessara
félaga horfinn, en minningar lifa
í brjósti mér. Sumir þessara ungu
manna eru horfnir fyrir tugum
ára.
Þetta eftirminnilega Reykja-
víkur-júlíkvöld var ekkert
frábrugðið öðrum stefnumótum
ungmennanna að öðru leyti
en því, að náttúran var öll slfk,
að hennar hlutur gleymist
trauðla. Ihluta þeirra grósku-
sinfóniu er þarna ómaði skipuðu
þessir aðilar. Það er ekkert
leyndarmál að öfund blundaði f
hug mér til þessara félaga minna,
skólapiltanna úr Verslunar-
skólanum, fannst þeir hafa höndl-
að eftirsóknarvert hlutskipti,
ómarkaða námsbraut í skóla, góð
og hlý foreldrahús. Hvað vantaði?
Ekkert var mér ljósara en lífið á
þessari stund, en í fjarska hinar
óráðnu brautir hvers og eins, en
allar sveipaðar bjartsýni vaxandi
sálna er þrá átök við lifið i bláma
framtíðarinnar. Að vitum manns
barst jarðvegsilmur — lykt hinna
stritandi örvera moldarinnar í
miðbæ Rtykjavfkur blandin
birkiangan og blóma frá hinum
mörgum prýðigörðum fólksins i
þessum byggðarhluta. Ekki
skemmdi krían í Tjarnarhólman-
um samfellu þessa lifs, er þarna
óf sína samfellu milli hins sýni-
lega og áþreifanlega, og þess er til
verður I brjósti hverrar sálar er
lftur opnum augum umhverfi sitt
f litum þess og hljómum, auðvitað
uppljómuð skapgerðareinkennum
persónunnar. Ennþá ómuðu f lofti
miðbæjarins áhrif frá ljóði Davíðs
og lagi Páls er halda vakandi
minningu Alþingishátíðarinnar
frá liðnu ári, 1930. „Þú mikli eilífi
andi, sem I öllu og allsstaðar
býrð...“. Andrúmsloft þessara
ára magnar ennþá minningarnar
og hljómarnir bergmála ferskir i
brjóstum okkar er vorum að búa
okkur undir lffið. Þarna skópust
ævilöng kynni, tryggðir og vin-
átta. Einn meðal þessara vina
minna varð Hróbjartur — Batti.
Hann varð fljótlega hinn trausti
stofn þessa hóps, sá er myndaði
samstöðu og einingu, og virðist
mér að strax þá hafi komið fram
hinir ákveðnu eiginleikar i skap-
gerð hans, þrá til félagsstarfa,
uppbygginga- og umbótahyggja,
er voru honum framar öðru eigin-
legir. Aldrei datt mér í hug að
unglingsár okkar myndu verða
eins og inngangur að ævilöngum
kynnum og rótföstu sambandi er
ekki brast i sviptivindum lifsbar-
áttunnar er okkur óraði ekki fyrir
í bláma æskuvonanna.
Hróbjartur fæddist 1. janúar
árið 1913 á Stokkseyri. Foreldrar
hans voru Bjarni Grímsson og
Jóhanna Hróbjartsdóttir. Hvort-
tveggja persónur sterkra stofna,
er skilið hafa eftir djúp og eftir-
tektarverð spor f íslenskri þjóðar-
sögu. Það þarf ekki að hafa mikið
fyrir þvi að finna alla þætti er
mest voru áberandi f skaphöfn
Hróbjartar, ef borið er saman það
sem kunnugt er um sögu ættar
þessa bændafólks. Mikilfengleg
átök við störf til sjós og lands.
Virðist svo sem hver ættarmeiður
hafi skilað hinum næsta óska-
steini sínum til varðveizlu og ég
sé hann ganga frá kyni til kyns.
I skauti góðra foreldra óx þessi
vinur minn upp á Stokkseyri,
foreldra sem áttu vaxtarþrá til
handa þessum efnilega syni
ásamt fimm öðrum mannvænleg-
um börnum. Mér er sem ég heyri
brim strandöldunnar f skerja-
garði Stokkseyrar, er þessi hópur
mannvera gerði að hluta af sjálf-
um sér I uppvextinum. Formaður-
inn á Stokkseyri vissi vel hver
kveður svo þungt, og húsfreyjan
og móðirin vissi hvað það gat þýtt
ef fleytan kom ekki að landi á
eðlilegum tíma — og börnin, þau
urðu aðalþáttur tilgangsins með
stritinu og nautnarinnar að lifa
og vera til; draumurinn var að
rætast, óskasteinninn hafði hlust-
að á bæn foreldranna.
Systkinahópurinn — Grfmur,
Haraldur, Dagbjartur, Elin, Sig-
ríður. Þessi hópur flyst til Reykja-
vikur og skapar nýtt umhverfi
undir forsjá og umhyggju foreldr-
anna, á Barónsstig 59. Hvernig er
ástatt í þessum hópi I dag?
Foreldrarnir eru horfnir, Dag-
bjartur stýrimaður einnig, Grím-
ur pípulagningameistari einnig
horfinn fyrir skömmu, og nú er
Hróbjartur kaupmaður ekki leng-
ur meðal okkar í klið lífsgæða-
leitar. Þessi hópur hefur þrátt
fyrir allt stækkað og óskasteinn-
inn færst yfir á nýjar hendur.
Ættin vex. Stokkseyrarheimilið
stækkar.
Vináttu þessarar fjölskyldu
varð ég aðnjótandi fyrir kynni
mín af syninum og bróðurnum
Hróbjarti Bjarnasyni. Hafi hún
öll þökk mína. — Minningin er
mín og minna.
Hróbjarti skilaði ört áfram á
lífsbrautinni. Eðlisþættir hans
sögðu til sfn á flestum sviðum.
Hann var allt líf sitt sinn eigin
herra, að mestu leyti, ef ég má
taka svo almennt til orða. Hann
opnaði smásöluverslun á Baróns-
stígnum undir handarjaðri
foreldranna og er sú verslun enn
starfrækt, en undir annars nafni i
dag. Heildverslun rak hann i
félagi við annan, en síðar á eigin
vegum er meðeigandinn féll frá.
Bæði þessi fyrirtæki gengu ágæt-
lega undir stjórn hans allt þar til
heilsa hans lét undan. Þetta var
hluti af lffsstarfi hans, er hann
hafði lifibrauð sitt af. Hitt mun
þó siður en svo minna að vöxtum,
þótt allir ekki þekki. Ahugamálin
utan lifsstarfsins, þau voru svo
mörg og eru mér þau alls ekki öll
ljós, tala eða umfang. En annað
veit ég. Hann átti hugsjónir er oft
tóku hug hans allan og þá um leið
stundir heimilis og lífsstarfs. Svo
lítill sjálfsánægjumaður var
hann, að það kom aldrei fram,
hvort eitthvert áhugamál hefði
skilað honum þeirri gleði, er
erfitt dagsverk stundum launar
iðkanda. Þetta taldi ég ávallt
ættareinkenni forfeðranna.
Hann var í mörg ár f skólanefnd
Verslunarskóla Islands. Einnig
var hann um margra ára skeið
aðaldrifkraftur Nemendasam-
bands Verslunarskólans. Man ég